Alþýðublaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 2
STJÓRNMÁL Vanrækslusyndir í orkumálum Með hinu stórhækkaða verði á oliu og öðrum innfluttum brennsluefnum eru orkumálin fyrst að marki orðin alvarlegt vandamál á Islandi. Þá fyrst hefur okkur orðið ljóst hve vanræksla stjórnvalda á umliðnum árum — og þá einkum og sér i lagi fyrr- verandi iðnaðarráðherra, Magnúsar Kjartanssonar — hefur reynst þjóðinni dýrkeypt. I ráðherratið hans voru virkjunarmálin gróflega vanrækt og láglaunafólkið, sem þurft hefur að taka á sig hreina verðsprengingu á oliu- kyndingakostnaði vegna þess, aö vanrækt var að afla inn- lendrar orku — raforku og jarðvarmaorku — ætti að minnast þess hver þar ber höfuðábyrgðina næst þegar útsendarar kommúnista koma að máli við það. bað er bókstaflega skelfilegt til þess að vita, að á sama tima og olia til húshitunar hefur marg- faldast i verði skuli meginið af islenskum orkulindum vera óbeislaðar og engum til gagns þótt vitað sé, að torfundnar séu framkvæmdir, sem skila jafn miklum arði á Islandi og eru jafn hagkvæmar fyrir Islendinga og einmitt virkjunarframkvæmdir. En aðgerðarleysið og fyrir- hyggjuleysið i þessum málum er enn eitt dæmið um stjórnleysi það, sem rikt hefur i landinu. Tint upp úr tiu pokum Og enn er þessum málum þannig hagað á okkar ágæta landi, að virkjunarmál og virkjunarframkvæmdir eru likt og tindar upp úr tiu pokum. Engin heildarstefna hefur verið mótuð, engar heildaráætlanir verið gerðar um virkjunarmál til fram- tiðar, engu samræmi fyrir að fara. Við svo búið má auðvitað ekki standa. Orkumálin eru nú orðin eitt mesta stórmái Islendinga og ef einhvers staöar er þörf á langtima áætlunargerð og samræmdri heildarstefnu i fjárfestingu og skynsamlegri uppbyggingu, þá er það i þeim málaflokki. Timinn kostar peninga í málum af þessu tagi kostar timinn peninga. bar er dýrt að biöa. Jafnvel þótt Alþingi og rikisstjorn séu nú sem stendur mikils til bundin við efnahags- vandræði þjóðarbúsins, þá dugar það samt sem áður ekki sem afsökun fyrir aðgerðar- leysi i orkumálunum. Ef reynslan megnar að kenna okkur eitthvað þá ættum við að hafa lært að andvaraleysið dugar okkur ekki lengur. bvi verður nú þegar að hefjast handa um áætlunargerðir og heildarstefnumótun i virkjunarmálum. Ætli núverandi iðnaðarráðherra að fá skárri einkunn hjá þjóðinni en fyrirrennari hans, þá ber honum skylda til að beita sér fyrir þannig vinnubrögðum i orkumálum landsmanna. SB EYMFERIA A NÆSTA ARI HEIMAMENN HAFA LAGT FRAM SJÖ MILLJðNIR „Við komumst upp á lagið með það þegar við vorum uppi á landi i gosinu að geta tekið bilana okkar og skroppið i ferðalög út fyrir bæinn”, sögðu Vestmannaeyingar við fréttamann Alþýðublaðsins, þegar hann var á ferð i Eyjum i vikunni. Og þeir bættu þvi við, að góð von um að bráðlega komi til Eyja bilaferja hafi ýtt undir marga að flytjast heim aftur. Svo mikill er áhuginn á að fá ferju, að nylega höfðu safnast FJARHAGS- ÁÆTLUN VESTMANNA EYINGA F járha gsáætlun Vest- mannaeyja fyrir árið 1975 var lögð fram á bæjarstjórnar- fundi 14. febrúar, og hljóðar hún upp á 273 milljónir króna. Stærstu tekjuliðirnir eru áætl- aðir útsvör, 166 milljónir króna og fasteignagjöld 26 milljónir króna. Gert er ráð fyrir 26 millj. króna framlagi úr jöfnunarsjóði sveitarfé- laga, og auk þess 14 milljóna aukaframlagi. Mestu er áætlað, að verði varið til félagsmála, eða 62 milljónum króna, og 45 mill- jónum til hreinlætis- og heil- brigðismála. Til Fræðslu- og menningarmála er áætlað, að verði veitt 39 milljónum króna og 24 milljónum til gatna og holræsagerðar. sjö milljónir króna upp i kaup- verð hennar I frjálsum fram- lögum, en þúsund króna hluta- bréf hafa verið seld i Eyjum siðan i fyrrasumar. Ekki hef- ur það dregið úr mönnum að fjármagna þetta fyrirtæki, að á fjárlögum þessa árs veitir rikið 30 milljónir króna til ferjukaupa og lofar öðru eins næsta ár. Einnig hefur bæjar- sjóður Vestmannaeyja lofað að leggja fram 60 milljónir króna. Að sögn Magnúsar Magnús- sonar, bæjarstjóra I Vest- mannaeyjum, eru viðræður við tvo aðila um kaup á bila- ferju komnar á það stig, að gengið verður frá samningum við annan hvorn þeirra á næstunni, og vonir standa til, að hún komi til Vestmanna- eyja á fyrri hluta næsta árs. 33 LEIKRIT I ÆFINGUM OG SÝNINGUM ÚTI Á LANDI Bandalag islenskra leikfélaga hefur nú starfað i aldarfjórðung og I dag eru aðildarfélög þess 57 talsins. ,,Við höf- um ýmislegt á prjónum”, sagði Helga Hjörvar, framkv.stj. BIL við frétta- menn. ,,bvi er ekki að neita”, hélt hún áfram, ,,að talsvert starf liggur i þvi hjá okkur, að útvega leikfélögum viða um land leikverk til flutnings. Enn- fremur er alltaf mikill markaður fyrir leikstjóra. Atvinnuleikarar er sjald- séðir úti á landi, nema sem gestir þá. Samt hefur tekist alloft, að leysa vand- kvæði félaganna. Leikhúsin i höfuð- staðnum hafa lika verið okkur innan handar með þvi að benda okkur á leikara, sem þau vitlbað geta verið á lausum kili tima og tíma. Eins ber sannarlega að þakka þeim margvis- lega aðstoð við útvegun búninga. Nú, þvi er heldur ekki að neita, að dálitið er um leiklærða karla og konur, sem eru búsettir á landsbyggðinni og þetta kemur allt til hjálpar.” Bandalagið gengst fyrir stuttum námskeiðum I leikrænni tjáningu og hafa sjö leik- félög héff og hvar á landinu hagnýtt sér það. Ennfremur er liklega kostur á að- stoð kennara frá Statens Teaterskole i Kaupmannahöfn, Stanley Rosenberg sem hefur tekið vel i að stjórna 2-3 daga námskeiðum viðsvegar um land- ið. Hann kennir nú við leiklistarskóla leikhúsanna hér og hefur lausa föstu- daga, laugardaga og sunnudaga. bá hefur Vigdis Finnbohadóttir leik- hússtjóri hjá L.R. hreyft hugmynd- inni, að halda leikviku landsbyggðar- innar I vor I Iðnó. Við athugun á skrá yfir viðfangsefni leikfélaganna úti á landi, það sem af er þessu leikári, kemur þetta iljós: Islensk leikrit, sem komið hafa á fjalirnar eru samtals 8, en erlend (þýdd) leikrit eru 15. Nitján félög standa að þessum sýningum, en þess má geta, að sum þessara leik- verka hafa verið æfð og sýnd á fyrra leikári. bar að auki eru i æfingu 10 leikrit hjá jafnmörgum félögum og þar af fjögur islensk og sex þýdd. Aðspurð um innlend viðfangsefni leikfélaganna og aðstæður til að sýna islensk leikverk, tjáði framkvæmda- stjóri sig um, að þar kæmu til nokkur vandkvæði um göm'ul leikverk, vegna búninga, sem væru dýrir og torfengnir oft og einatt, einkum karlmanns- búningar.bá væru oft nokkrir erfið- leikar um sviðsbúnað. Hinsvegar væru i flestum byggðarlögum einhverjir, sem færir væru um að mála útisvið og ekki óviljugir til. Annars væru vandkvæði smærri byggðarlaga ekki sist þau, að of fáir þyrftu að bera hitann og þungann af starfinu, sem oftast eða nær alltaf væri ólaunað áhugastarf. Myndin til hægri er frá sýningu Leikfélags Selfoss á „Sjö stelpur.” Verkalvðsmálanefnd Alþýðuflo kksins: Lífskjðrum aln verið þrýst nii sem ekki veri nennings hefur ður á það stig, íur við unað Alyktun verkalýðsmálanefndar Alþýðuflokksins um efnahags- og kjaramál: „1 annað skipti á aðeins örfáum mánuðum hefur rikisstjórnin nú Iagt til atlögu við lifskjör launa- fólksins I landinu. Sú 20% gengis- felling, sem gerð var miðvikudag- inn 12. febrúar s.l., mun valda i það minnsta 7—8% almennri verðlags- hækkun i landinu til viðbótar við þær öru verðhækkanir, sem þegar eru orðnar og eru að m jög verulegu leyti af innlendum rótum runnar vegna fyrri aðgerða stjórnvalda. bá má einnig telja vist, að fleiri ráðstafanir séu i vændum, sem enn muni skerða almenn launakjör i landinu, og er þar einkum rætt um skattahækkanir bæði með beinum og óbeinum hætti. Séu slikar nýjar álögur fyrirhugaðar, eins og flest virðist benda til, mun þvi skatt- byrðin i landinu stóraukast og myndi raunar gera það hvort eð væri samkvæmt þeim útreikning- um, sem gerðir hafa verið og rikis- stjórnin hefur ekki véfengt. Verkalýðsmálanefnd Alþýðu- flokksins bendir á, að þessar nýju kjaraskerðingarráðstafanir ,eru boðaðar þegar, eftir eitt mesta verðbólguár Islandssögunnar þá er stjórnvöld rufu með valdboði lög- lega gerða kjarasamninga iauna- fólks og ollu einhverri stórfelldustu kjaraskerðingu, sem islensk al- þýða hefur orðið að þola. Svo ger samlega var verkalýðshreyfingin sniðgengin er siðustu ráðstafanir rikisstjórnarinnar voru afráðnar, að rikisstjórnin boðaði gengisfell- ingu sina á sama tima og staðið hafa yfir fundir með henni og samninganefndum verkalyðs- hreyfingarinnar án þess að rikis- stjórnin viki svo mikið sem einu orði að þeim málum — skattamál- um, húsnæðismálum og almennum launamálum — sem verkalyðs- hreyfingin hefur við hana rætt. Við- ræðufundirnir með rikisstjórninni hafa þvi ekki einu sinni borið þann árangur, að rikisstjórnin telji sig þurfa að vikja einu orði að þeim málum, sem verkalýðshreyfingin hefur óskað eftir sérstökum við- ræðum við hana um, þegar hún boðar nyja og stórfellda kjara- skerðingu. Ljóst er þvi að viðræður verkalýðshreyfingarinnar við stjómvöld hafa engum tilgangi þjónað eins og að þeim hefur verið staðið af hálfu rikisstjórnarinnar. Verkalýðsmálanefnd Alþyðu- flokksins leggur áherslu á, að verkalýðshreyfingin hefur verið reiöubúin til^viðræðna við rikis- stjórnina um aðgerðir i efnahags- málum, sem i senn gætu leyst vandamáJ islensks efnahagslifs til frambúðar og jafnframt 'verndað hagsmuni launafólksins og þá sér- staklega hinna lægstlaunuðu i þjóð- félaginu. Verkalýðshreyfingin bauð rikisstjórninni samstarf um slika iausn, en þvi boði hefur rikis- stjórnin nú hafnað með eftirminni legum hætti. Verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokksins telur þvi auðsætt, að þvi aðeins sé ástæða til þess að halda þessum viðræðum við rikis- stjórnina áfram, að hún breyti nú þegar um stefnu i afstöðu sinni til verkalýðshreyfingarinnar þannig aö ætla megi, að slikar framhalds- viðræður gætu einhvern árangur borið. Hins vegar telur nefndin, að ljóslega hafi nú fram komið, að verkalýðshreyfingin verði fyrst og fremst að reiða sig á eigin styrk til þess að verndahagsmuni umbjóð enda sinna og að við það beri að miða þær ráðstafanir, sem verka- lýðshreyfingin mun gripa til i kjöl- far siðustu atburða. Verkalýðsmálanefnd Alþýðu- flokksins lýsir sig samþykka þeirri niöurstöðu miðstjórnar ASI, að nú sé búið að þrýsta lifskjörum al- mennings á Islandi niður á það stig, sem ekki verður við unað. Svo mikla fjármuni er nú búið að flytja til i þjóðfélaginu frá launafólki og yfir til atvinnurekenda, að við svo búið verður ekki staðið. Nefndin heitir á verkafólk, hvar i flokki sem það kann að standa, að snúa nú bökum saman i varnarbaráttunni og heitir fullum faglegum og pólitiskum stuðningi Alþýðuflokks- ins við þá baráttu, sem óhjákvæmi- lega er nú framundan.” Hafnarfjarðar Apótek Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasími 51600. wMvwmmmmmmmmmmmmammmmm■ BLÓMABÚÐIN BLÐMASKREYTINEflR ÞAÐ BORGAR SIG AÐVERZLA f KRON DÚflfl í GlflEflDflE /ími 84200 LmmrmJ o Föstudagur 21. febrúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.