Alþýðublaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 5
Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm) Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiðslustjóri örn Halldórsson Ritstjórn: Skipholti 19, simi 28800 Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, simi 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, simi 14900 Prentun: Blaðaprent hf. SAGAN ENDURTEKUR SIG Hér á árunum áður hafði fólk á íslandi tals- verða reynslu af samsteypustjórnum Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Að fenginni þeirri reynslu voru menn sammála um, að verri stjórnir en þær hefðu ekki farið með völd i þjóðfélaginu. 1 þessum flokkum báðum eru mjög sterk ihalds- og auðmagnshyggjuöfl og ávallt varð reynslan sú, að þegar flokkar þessir náðu saman um stjórn landsins mögnuðu þessi afturhaldsöfl i flokkunum báðum hvort annað og afleiðingarnar urðu verstu ihaldsstjórnir, sem um getur. Þegar núverandi rikisstjórn tók við völdum hafði nokkur timi liðið án þess að Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokkurinn færu sam- an með stjórn. Á þvi timabili hafði ný kynslóð vaxið upp i landinu, sem ekki hafði við neina eigin reynslu að styðjast af samstarfi þessara flokka. Sumt þetta unga fólk hafði jafnvel verið fengið til þess að halda, að i raun og veru væri Framsóknarflokkurinn frjálslyndur vinstri flokkur — jafnvel forystuflokkur á vinstri væng stjórnmálanna. Samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins hefur nú setið við völd sl. hálft ár og á þeim tima hefur unga kynslóðin lært nýja lexiu — og þeir sem eldri eru fengið tæki- færi til þess að rifja upp gamla reynslu. Stað- reyndin hefur nefnilega orðið sú, að sagan gamla um eðli samstjórna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur endurtekið sig. Nýjasta samsteypustjórn þeirra — sú er nú situr — hefur reynst vera með sama markinu brennd og hinar fyrri, verið römm afturhalds- og hægri- stjórn mynduð á atkvæðum fólksins um hags- muni forréttindastéttanna. Hvaða frjálslyndur og vinstri sinnaður ungur maður er t.d. nú þeirr- ar skoðunar, að Framsóknarflokkurinn sé vinstri flokkur — hvað þá heldur eitthvert for- ystuafl á vinstri væng stjórnmálanna? Þeim hefur a.m.k. stórum fækkað, sem þeirri villutrú eru haldnir, eins og ljóst kemur fram i uppgjöri ýmissa fyrrverandi framsóknarmanna við flokkinn og forystu hans. Og hvaða islenskur launþegi telur nú að fenginni reynslu það ekki hafa verið stórum miður, að þessir tveir aftur- haldssömu og hægri sinnuðu flokkar skyldu hafa náð saman um stjórn landsins? Skyldu stjórnar- flokkarnir t.d. njóta öflugs stuðnings meðal verkafólks i landinu eftir „afreksverk” þeirra undanfarna mánuði? Fjarri fer þvi. Rikisstjórnir á Islandi hafa oft orðið að gripa til erfiðra og óvinsælla aðgerða vegna efnahags- vandkvæða. En munurinn á þeim ráðstöfunum, sem nú hafa verið gerðar og ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið af rikisstjórnum þar sem á- hrifa verkalýðssinna og raunsannra vinstri afla hefur gætt er sá, að núverandi ihaldsstjórn hef- ur algerlega sniðgengið verkalýðshreyfinguna og hagsmuni almenns launafólks i landinu þar sem á hinn bóginn rikisstjórnir með aðild sannra verkalýðssinna hafa ávallt kappkostað að reyna að koma til móts við launafólkið i land- inu, viljað hafa raunverulegt samráð við verka- lýðshreyfinguna um aðgerðir og reynt að haga þeim þannig að unnt væri að varðveita kjör þeirra, sem minnst mega sin i þjóðfélaginu. Slikar starfsaðferðir hefur núverandi rikis- stjórn gersamlega virt að vettugi eins og verið hefur hjá öllum þeim ihaldsstjórnum, sem Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa myndað saman. alþýðu ii k i i FRÁ ALÞINGI Menntunarleyfi launþega Vegna mikilla tíðinda i efna- hagsmálum siðustu dagana áður en hlé var gert á störfum Alþingis vegna þings Norðuriandaráðs hefur láðst til þess að geta ýmissra nýrra mála, sem þing- menn Alþýðuflokksins standa að á Alþingi og lögð voru fram þessa siðustu daga. Meðal þessara mála eru tvö frumvörp til laga um verkalýðsmál, sem þeir flytja saman, Jón Baldvin Hanni- balsson, er sat á þingi I forföllum Karvels Pálmasonar, og Benedikt Gröndal. Er Jón Bald- vin fyrsti flutningsmaður þessara frumvarpa, en Benedikt Gröndal meðflutningsmaður hans. Menntunarleyfi launþega Annað af þessum frumvörpum hefur þegar verið tekið til fyrstu umræðu á Alþingi og fór sú umræða fram f neðri deild daginn áður, en gert var hlé á þing- störfum vegna Norðurlandaráðs. Er hér um að ræða frumvarp til laga um menntunarleyfi launþega og mælti Benedikt Gröndal fyrir því þar eð fyrsti flutningsmaður þess, Jón Baldvin Hannibalsson, var þá horfinn af þingi. Frumvarp þetta lýtur að þvi, að launþegum verði fenginn sá réttur að fá fri frá störfum ýmist á launum eða launalaust innan ákveðinna marka til þess að stunda nám, m.a. á vegum stétta- samtaka sinna. Frumvarpið hljóðar svo í heild sinni: ..l.gr. Sérhver launþegi, sem unnið hefur á sama stað s.l. sex mánuði, eða a.m.k. 12 mánuði á s.l. tveimur áruni, á rétt til leyfis frá störfum til náms. Sé um að ræða námskcið, er launþegi vill sækja á vegum stéttarsamtaka sinna og miðar að aukinni þekkingu hans á málefnum vinnumarkaðarins, eða nám er ætla megi að geri hann hæfari til að gegna starfi sinu, falla þó fyrrgreindar tak- markanir niður. 3. gr. Við timasetningu og lengd leyfis skal taka sanngjarnt tillit til óska launþega og að ekki valdi verulegri truflun á rekstri fyrir- tækis vinnuveitanda. 4. gr. Óski vinnuveitandi að fresta umbeðnu leyfi launþega, skal hann tiikynna það þegar i stað. Fresti hann byrjun menntunar- leyfis lengur en 6 mánuði frá þvi honum barst beiðni launþega, verður hann að leita samþykkis viðkomandi stéttarfélags og færa fram ástæður sinar. Ef umbeðið leyfi er aðeins til 40 stunda, eða skemur eða ef umbeðið námskeið er um verkalýðsfræðslu á vegum stéttarsamtaka verður vinnuveit- andi að fá samþykki stéttarfélags launþega, ef frestunin er lengri en um tvær vikur. Ef menntunar- leyfi hefur verið frestað af vinnu- veitanda i meira en tvö ár, án samþykkis launþega, má fara með máliö fyrir félagsdóm. 5. gr. Launþcgar er taka menntunar- leyfi skv. öðrum greinum laga þessara en 1. gr., skulu ekki missa annarra friðinda, sem af atvinnu þeirra leiðir, en þeir mundu venjulega gera við fjar- vistir frá vinnu. 6. gr. Samningsaðilar vinnumark- aðarins geta sett um menntunar- leyfi nánari regiur innan ramma laga þessara. 7. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1976. 1 greinargerð með frumvarpinu er nánar fjallað um efni þess og ástæður fyrir flutningi þess. Þar segir svo: ,,A siðustu tveimur ársþingum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar — ILO — urðu miklar umræður um menntunarleyfi launþega á launum og var þar gerð sam- þykkt og tilmæli til stjórnvalda varðandi það cfni. Frumvarp það, sem hér liggur fyrir um þetta mál, gerir ráð fyrir Jón Baldvin Hannibalsson tvenns konar rétti launþega, til að auka við menntun sina og nám. Annars vegar að á tveggja ára fresti eigi launþegi rétt til hálfs mánaðar náms án þess að missa nokkurs i launum : hins vegar eigi hann rétt til náms launalaust, en án þess að missa rétt til friðinda er atvinnu fylgja, svo sem sumar- leyfis, atvinnuleysisbóta o.s.frv., innan þeirra takmarka er rammalög þessi setja. Ekki er hér gert ráð fyrir hvernig fjár- magna skuli slikt nám, þannig að aðgengilegt verði fyrir sem flesta, enda væntanleg á næstunni löggjöf um simenntun eða fuilorðinsnám, er hlýtur að setja reglur um það efni. Lög, er ganga I svipaða átt, hafa ýmist verið samþykkt eða liggja fyrir löggjafarþingum ýmissa landa Vestur-Evrópu. Hvergi er þó þörfin á föstum reglum um þetta efni viðlika og hér, þar sem langur vinnudagur hindrar fólk i að nýta möguleika á kvöldskólum og jafnvel helg- námskeiðum. Vinnutap og mögu- legur missirstarfs eru fólki fjötur um fót að hagnýta sér þau tilboð, sem þó eru framboðin um nám- skeið, er geti aukið þekkingu þeirra og starfshæfni, víkkað sjóndeildarhringinn og gert það hæfari og betri þjóðfélagsþegna. Hér er þvl um sjálfsagt réttlætismál að ræða og áfanga að þvi marki, að nám sé ekki sérstök forréttindi ungs fóks, er ckki hefur cnn haslaö sér völl á vinnumarkaðinum.” i framsögu með frutnvarpinu benti Benedikt Gröndal auk þessa á, að eins og frant hefði komið i fréttum væri nú i þann veginn að hefja störf nýr skóli i landinu — skóli, sem verkalýðshreyfingin hefði stofnað og myndi starfrækja fyrir félagsmenn slna þar sem fram myndi fara fræðsla um stéttarleg málefni og vinnumál. Auk þess lægi nú fyrir Alþingi mikill bálkur um fullorðinna- fræðslu, þar sem stefnt væri að þvi að gefa fullorðnu fólki, sem af einhverjum ástæðum hefði farið á ntis við skólagöngu I sinu ung- dæmi, möguleika til þess að auka Benedikt Gröndal og bæta þekkingu sina ásamt þvi sem þessu fólki væri gefinn kostur á cndurh æfingu og viðbótarmenntun I starfsgrein sinni. Aðstaðan verður að vera fyrir hendi Benedikt sagði, að það væri ekki nóg að þessar skólastofnanir væru fyrir hendi i þjóðfélaginu, heldur þyrfti einnig að skapa launþegum aðstöðu til þess að geta sótt slika skóla án þess að það yrði þeim fjárhagslega ofviða. Tilgangurinn með þessu frumvarpi væri að skapa þá aðstöðu. Pá sagði Benedikt einnig, að þótt svo mætti virðast i fljótu hragði, að hér væri atvinnurek- cndum gert að standa undir tals- verðum kostnaði þá myndi reynslan hér sem annars staðar leiða það i ljós, að þegar lengdar léti myndi það borga sig bæöi fyrir atvinnureksturinn og þjóð- félagið i heild að fullorðið fólk nyti aukinnar menntunar og viðbótarfræðslu um störf sin. Svo örar breytingar væri og svo örar tækniframfarir á öllum sviðum, að það starfandi fólk þyrfti að fá reglulega viðbótarfræðslu til þess að framfarirnar og tækni- nýjungarnar nýttust eins vel og eins fljótt og vera þyrfti. Þannig myndi það fjármagn, sem varið yrði til þess að standa undir kostnaði við frekari starfs- þjálfun og almenna viðbótar- og endurir.enntun starfandi fólks i landinu skila sér margfaldlcga aftur þegar fram i sækti. Að lokinni þessari fyrstu umræðu um fruinvarpið var þvi visað til félagsmálanefndar deildarinnar til meðferðar. Akranes Hér með er starf innheimtumanns á bæjarskrifstofunni á Akranesi, auglýst laust til umsóknar. Umsóknir er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum berist undirrituðum fyrir 28. febrúar n.k. Akranesi 19.2.1975. Bæjarritari. Föstudagur 21. febrúar 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.