Alþýðublaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 3
SMJORFJALLIÐ OVENJU LÁGT UM ÁRAMÓTIN A siðastliðnu ári var innveg- in mjólk til mjólkursamlag- anna 116millj. kg. Aukning frá árinu áður voru 3%. Samtals seldust i landinu 45,6 millj. ltr. af nýmjólk, það var 2,8% meira en árið 1973. eru siðan þetta litlar birgðir hafa verið um áramót, en af ostum 480 tonn. Ostar voru aðallega seldir til Bandarikj- anna og Sviþjóðar. Aðrar mjólkurvörur, sem fluttar voru út á siðastliðnu ári voru súrmjólk 26 þús. ltr. til Fær- eyja, nýmuólkurmjöl 313 tonn, undanrennumjöl 291 tonn og kasein 338 tonn. Smjög var ekki flutt út á siðastliðnu ári. Af rjóma seldust 1,2 millj. ltr., aukning frá árinu áður 2,2%. Það seldist aðeins minna af venjulegu skyri á siðastliðnu ári en árinu áður eða 0,9%. Magnið var 1.718 tonn. Aftur á móti varð veru- leg aukning i sölu á bláberja- og appelsinuskyri. Af þessum tveim tegundum seldust 58 tonn. Þar varð aukningin um 16%. Nokkur aukning var i sölu undanrennu eða 4,3%, en af henni seldust rúmir 1 millj. ltr. Smjörframleiðslan á siðast- liðnu ári nam 1.749 tonnum, var það 8,1% aukning frá fyrra ári. íinnanlandssölu varð aukningin 7,2%. Tæplega helmingur af framleiðslu árs- ins var fluttur út eða 1.017 tonn. Birgðir i lok ársins af smjöri voru 309 tonn. Mörg ár Akureyringar vilja fresta ,hundinum’ aö sunnan og fá í staðinn byggðalínu frá Kröfluvirkjun Kröflunefnd hélt blaða- mannafund á Hótel Kea, Akureyri i gær. Formaður nefndarinnar, Jón Sólnes alþm. tjáði fréttamönnum, að fyrri áfangi Kröfluvirkjunar ætti að verða kominn i rekstur i október 1976. Sá áfangi mundi gefa 30 megawött. Búið er að semja við japanska fyrirtækið Mitsu-Bishi um tvær samstæður til virkjunar- innar, en þaðan kom langhag- stæðasta tilboð bæði um verð og afgreiðslutima. Heildar- verð tveggja samstæða sem framleitt geta saman 60 megaw. orku, er 890 milljónir islenskra króna. Þó er ekki fullvist, aö hér sé um að ræöa nýjasta gengi. Fyrri samstæðan skal af- hendast i júni 1976 og hin tveim mánuðum siðar. Verðiö er miðað viö cif. Húsavik. t samningunum eru innifaldir varahlutir að verðmæti 130 millj. Aætlaö er, að i október verði búið að setja niður og full- reyna fyrri samstæðuna. Það kom fram á fundinum, að Kröflunefnd vill hraða eftir öllum föngum lagningu byggöalinu frá Kröflu til Akureyrar. Hinsvegar munu nokkur vandkvæði á, að fá staura i þá linu, en áhugi Akureyringa beinist að þvi, aö fresta þá frekar byggöalinu að sunnan, enda séu staurabirgð- ir hennar nægilegar i Kröflu- linu og þegar fyrirliggjandi nú, en ekki nóg i hina. Samkvæmt útreikningum mun affallsvatn frá virkjun- inni verða um 500 sek/1. af nærfellt 100 heitu vatni. Sá er þó hængur á, að það er ekki nothæft til neyslu, aö dómi sérfræðinga. Yrði þvi aö nota það eða gufuna til þess að hita ferskt vatn. Taliö er að Akur- eyri þyrfti til upphitunar um eða yfir 200 sek/1. og virðist þvi aö hér sé framkominn glæsilegur möguleiki til tvö- faldrar hagnýtingar gufuork- unnar. Er mikill áhugi á Akureyri að efna til hitaveitu, þótt leiöin þangað sé óneitanlega löng. Leiðslan myndi og liggja um allþéttbyggðar sveitir, sem gætu notið góðs af. Aðspurður um orkumögu- leika fyrir Akureyringa næsta ár, eða þar til virkjunin frá Kröflu kæmi i gagnið, mun hafa orðið fátt um svör. NYTT LOÐNU- VERÐ Yfirnefnd Verölagsráðs sjávarútvegsins ákvað á fundi i dag eftirfarandi iág- marksverö á loönu til bræðslu eftirgreind tímabil á loðnuvertið 1975, en til 15. febrúar voru greiddar 2,80 krónur fvrir kilóið. Frá 16. febrúar til 22. ' ' febrúar, hvertkg., kr. 2.45. Frá 23. febrúar til 1. mars, hvert kg., kr. 2.10. Frá 2. mars til 8. mars, hvert kg., kr. 1.75. Frá 9. mars til 15. mars, hvert kg., kr. 1.65. Frá 16. mars til loka loðnuvertið- ar, hvert kg., kr. 1.60. Verð á úrgangsloðnu frá ' frystihúsum skal vera 10% lægra en ofangreint verð. Auk framangreinds verðs greiði kaupendur kr. 0.10 fyrir hvert kg frá 16. febrúar til 8. mars i loðnuflutninga- sjóð. Eftir þann tima er ekki greitt framlag i loðnuflutn- ingasjóð. Fulltrúum i Verðlagsráði er heimilt að segja verðinu upp frá og með 23. mars og hvenær sem er siðan, með viku fyrirvara. Verðið var ákveðið af oddamanni og fulltrúum loðnuseljenda gegn atkvæð- um fulltrúa loðnukaupenda i nefndinni en i henni áttu sæti: Jón Sigurðsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar. sem var oddamaður nefnd- arinnar, Guðmundur Jör- undsson og Tryggvi Helga- son af hálfu seljenda og Guð- mundur Kr. Jónsson og Jón Heynir Magnússon af hálfu kaupenda. Kraftur í loðnuver- tíðinni í Eyjum „Þessi loðnuvertið hefur farið af stað með miklu meiri krafti en vertiðin i fyrra, hvernig sem framhaldið verður,” sagði Jón Kjartansson hjá Fiskimjölsverk- smiðjunni h/f i Vestmannaeyjum i samtali við Alþýðublaðið i gær. Máli sinu til sönnunar sagði Jón, að um þetta leyti i fyrra hefðu þeir verið búnir að taka á móti 7—8 þúsund tonnum af loðnu á móti rúmlega 10 þúsund tonnum nú, og auk þess hefði vertiðin byrjað mun fyrr i fyrra en aö þessu sinni, eöa strax 31. janúar. I gær höfðu borist samtals um 35 þúsund tonn til þeirra tveggja verksmiöja i Vestmannaeyjum, sem taka á móti loðnu, þ.e. Fisk- iðjunnar og Fiskim jölsverk- smiöjunnar. Það siðasta barst á miðvikudaginn, og fóru flestir loðnubátanna aftur á miöin á miðvikudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum loðnu- nefndar var slæmt veður á miö- unum i gær og þvi litill afli, en sið- degis i gær höföu aðeins fimm bátar tilkynnt afla allan sólar- hringinn, og var einn þeirra, Is- leifur á leið til hafnar. „I ÞESSARI BARATTU VINNST EKKERT ÁN EINHUGA SAMSTÖÐU SEGIR GUÐMUNDA HELGADÓTTIR, FORMAÐUR SÓKNAR „Við væntum viðtæks stuðnings félagskvenna I kosningunni um helg- ina við A-listann, lista stjórnar- og trúnaðarmannaráðs”, sagði Guð- munda Helgadóttir, formaður Starfs- stúlknafélagsins Sóknar i samtali við Alþýðublaðiö i gær. Um heígina fer fram kosning stjórn- ar og trúnaðarmannaráðs félagsins og eru tveir listar i kjöri. „Þær konur, sem skipa B-listann, hafa ekkert um það sagt, hverju þær myndu breyta i félagsstarfinu, næðu þær kosningu” sagði Guðmunda. ,, Annars tel ég, að núverandi stjórn hafi starfað prýðilega. Við höfum farið inn á nýjar brautir i félagsstarfinu, höfum t.d. hafið útgáfu á félagsblaði. sem viö vonum, að eigi eftir að verða góður tengiliður milli félagskvenn- anna og stjórnarinnar. Við erum nú að undirbúa námskeið fyrir félagskonur og er það i samræmi við ákvæði kjarasamninga félagsins á s.l. ári. Þá urðu aðilar sammála um að koma á námskeiðum fyrir starfsstúlk- ur, sem vinna við heimilishjúkrun, barnagæslu og aðhlynningu aldraðra og vangefinna. Tilgangur nám- skeiðanna er að efla þekkingu og starfshæfni þátttakenda og sam komulag er um, að þær starfsstúlkur, sem þátt taka i þessum námskeiðum, fái þaö metiö til hærri launa. Er gert ráð fyrir, að Sókn og viðsemjenHur félagsins semji um þessar launa hækkanir að loknu fyrsta nám- skeiðinu. Ég tel þetta mjög mikilvægt samningsatriði og geri mér vonir um, að þetta sé upphaf að starfi, sem eigi eftir að koma stúlkunum i félaginu mjög til góöa I framtiðinni. í kjarasamningunum á s.l. ári náðum við einnig fram ýmsum öðrum kjarabótum og má i þvi sambandi nefna, að álag okkar hækkaði með þessum samningum úr 29% af 1. taxta upp I 33% af 2. taxta. Sömuleiðis feng- um við tvöfalt álag, þ.e. 66%, á alla vinnu, sem unnin er á stórhátiðisdög- um þjóðkirkjunnar. Þá fengum við eina aukaaldurshækkun og sömuleiðis mætti nefna eitt og annað, sem við náðum fram i sérsamningum félags- ins”, sagði Guðmunda. Um kjarabaráttuna, sem nú er háð, sagði Guðmunda: „Það er eindreginn vilji stjórnar Sóknar og okkar, sem skipum A-list- ann, lista stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs, að félagið standi meö öðrum verkalýðsfélögum i þeirri baráttu, sem nú er háð I launamálum. Hér er um hreina varnarbaráttu aö ræða og ég er sannfærð um, að i þeirri baráttu vinnst ekkert, nema verkalýðs- hreyfingin sé einhuga og félögin sýni samstöðu”. Að lokum kvaðst Guðmunda vilja hvetja félagskonur i Sókn til að nota atkvæðisrétt sinn og kjósa snemma. * ' ■» ||| \ * ** Föstudagur 21. febrúar 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.