Alþýðublaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 8
SKEMMTANIR — SKEMMTANIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur með sjálfsafgreiðslu opin alla daga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Blómasalur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL BORG við Austurvöll. Hesturation, bar og dans i Gyllta salnum. Simi 11440. HÓTEL SAGA Grillið opið alla daga. Mimisbar og Astrabar, opið alla daga nema miðvikudaga. Simi 20890. INGÓLFS CAFÉ við Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826. ÞÓRSCAFÉ Opið á hverju kvöldi. Simi 23333. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR Ingólfs-Café Gömludansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Garðars Jóhannessonar. Söngvari Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826. Austurbrún Dyngjuvegur Jökulgrunnur Norðurbrún Sporöagrunnur Vesturbrún Laugarásvegur Blaöburðarfólk óskast til að bera blaöiö út í eftirtaldar Kópavogur: Fifuhvammsvegur Hliðarhvammur Hliðarvegur Reynihvammur Viðihvammur Auðbrekka Bjarghólastigur Digranesvegur Hafiö samband við afgreiðslu blaðsins. Sími 14900 Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir janúar- mánuð 1975, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eft- ir eindaga uns þau eru orðin 10% en siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 20. febr. 1975. ÍÞItÖTTIK % Ekkert virðist geta bjargað (R úr þessu ...nema kraftaverk — Tapaöi fyrir Gróttu 19-16 og nú blasir 2. deildin viö Ekkert nema kraftaverk viröist geta bjargaö ÍR liðinu eins og komið er frá að falia I 2. deild. A miðvikudagskvöldið lék IR viö Gróttu f Hafnarfirði og lauk leiknum með nokkuð öruggum sigri Gróttu 19-16. Hefur Grótta nú hlotiö 6 stig, en ÍR hefur aðeins 3 stig. Bæði eiga liðin eftir aö leika 3 leiki, ÍR á eft- ir að leika viö Viking, Hauka og Fram, en Grótta á eftir að leika úti við Armann, Viking og Hauka i Hafnarfirði. Má telja nær öruggt að ÍR-ing- um tekst ekki að fá 3 stig úr þeim leikjum sem eftir eru ef liðið leik- ur áfram eitthvað likt og það gerði i mestöllum leiknum gegn Gróttu. ÍR-ingar léku mjög vel til að byrja með i leiknum og komust þá 1 2-6. Tóku þeir Björn Pétursson úr umferð allan leikinn og gafst það vel til að byrja með, en eftir að Gróttumenn höfðu aðeins áttað sig á hlutunum jafnaðist leikurinn fljótlega og snérist við þvi nú skoruðu Gróttumenn 6 mörk gegn 2 IR mörkum og jöfnuðu leikinnn 8-8 t lok hálfleiksins tókst IR-ing- um að skora tvivegis og höfðu yfir i hálfleik 8-10. I seinni hálfleik komu leikmenn Gróttu mjög ákveðnir til leiks og áður en varði höfðu þeir skorað 5 mörk i röð og breyttu stöðunni i 13-10. Bikarkeppni HSÍ Valur mætir FH í næstu umferð Nú er búið að draga um hvaða lið leika saman 1 8 liða úrslitum i Bikarkeppni HSÍ og drógust þessi lið saman: Haukar — KA/ Þróttur 1R — Fram Leiknir — UBK Valur — FH „Ekki er enn búið að ákveða leikdaga en það verður reynt að koma þessum leikjum á eins fljótt og mögulegt er,” sagði formaöur mótanefnda Jón Magnússon eftir að búiö var að draga liðin saman. I þessari umferð verður einn stórleikur, en það er leikur Bikar- meistaranna frá þvi i fyrra, Vals og FH. Þá á Leiknir sem sló KR út i keppninni mikla möguleika á að komast i 4 liða úrslit. 1R tókst að jafna 13-13 en siðan ekki söguna meir og i lokin tókst þeim aðeins að skora 3 mörk gegn 6 Gróttumanna sem unnu sann- gjarnan sigur 19-16. Gróttuliðið lék mjög vel i seinni hálfleik, sérstaklega i vörninni og virtist eiga mjög auðvelt að stöðva leikfléttur ÍR-inga. 1 sókn- inni var Halldór Kristjánsson IR- ingum erfiður og skoraði 8 mörk i leiknum á sinn sérstæða hátt. Mörk Gróttu: Halldór 8, Magnús 3, Arni 2, Georg 2, Björn P. 2 (1), Kristmundur og Sigurður 1 mark hvor. IR liðið lék mjög vel i byrjun leiksins, en siðan datt allur botn úr leik liðsins. Það var áberandi hversu stuttar sóknir þeirra voru og var oftast skotið eftir nokkrar sekúndur. Leikmenn Gróttu voru afturá- móti ekkert að flýta sér og voru sumar sóknir þeirra allt að 2 minútur og enduðu þær jafnan með marki. Það vakti athygli að þeir Agúst Svavarsson og Þórarinn Tyrfingsson léku ekki með IR i þessum leik, en þeir munu hafa verið settir út vegna agabrots. Var það vissulega slæmt fyrir lið- ið að missa jafn sterka menn og þeir Agúst og Þórarinn eru og leitt að þeir skuli taka Bakkus framyfir félaga sina, þegar jafn mikilvægur leikur sem þessi er annarsvegar. Mörk: 1R i leiknum: Guðjón 6 (3), Hörður 3, Brynjólfur 2, Asgeir 2, Bjarni 2 og Hörður A. 1 mark. I KAUPIÐ ÍSLENSKAN IDNAD o Föstudagur 21. febrúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.