Alþýðublaðið - 04.03.1975, Side 5
Otgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson
Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm)
Sighvatur Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir
Afgreiðslustjóri: örn Halldórsson
Ritstjórn: Siðumúla 11, simi 81866
Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, sími 28660 og 14906
Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, simi 14900
Prentun: Blaðaprent hf.
KAUPRÁN
Samkvæmt þeim útreikningum, sem gerðir
hafa verið á rýrnun kaupmáttar frá þvi i siðustu
kjarasamningum á sl. vetri, hafa aðgerðir rikis-
valdsins nú komið þvi til leiðar, að kaupmáttur
launa þess fólks, sem notið hefur láglaunabóta,
hefur rýrnað um 25%, en kaupmáttur launa
þeirra, sem engra láglaunabóta hafa notið, hef-
ur á sama tima rýrnað um þriðjung. Það má
deila um það, hvort kaupmátturinn i lok siðustu
samninga hafi verið rétt metinn eða ekki —
hvort sú kauphækkun hafi verið raunhæf kjara-
bót að öllu leyti eða ekki—og hefur það auðvitað
áhrif á útreikninga sem þessa. Á hinn bóginn
verður það ekki véfengt, að rikisstjórnin hefur
látið rýra kaupmáttinn mjög verulega — svo
verulega, að árangur margra ára kjarabaráttu
launastéttanna er nú að engu orðinn.
Rikisstjórnin og málsvarar hennar halda þvi
fram, að þessi stórfellda kjaraskerðing hafi ver-
ið nauðsynleg og óumflýjanleg. Hjá henni hafi
ekki verið komist.
í athyglisverðri ræðu á Alþingi i sl. viku hrakti
Gylfi Þ. Gislason, formaður þingflokks Alþýðu-
flokksins, þessar fullyrðingar eftirminnilega.
Vitnaði Gylfi Þ. Gislason i nýjustu skýrslur
Þjóðhagsstofnunarinnar um horfur i efnahags-
málum á yfirstandandi ári. í niðurstöðum þess-
um, sem Þjóðhagsstofnunin sendi frá sér i miðj-
um febrúarmánuði sl., segir m.a., að gera megi
ráð fyrir þvi, að þjóðartekjur minnki á þvi ári
um 5—7%. Hvað merkja þessar tölur? Þær
merkja einfaldlega það, að Þjóðhagsstofnunin
spáir almennri rýrnun á kjörum þjóðarinnar um
5—7% 1975. En hvað hafa kjörin hjá launafólk-
inu þegar verið rýrð um á þessu sama ári? Sam-
kvæmt upplýsingum rikisstjórnarinnar sjálfrar
nam kjararýrnunin af völdum gengisfellingar-
innar einnar 6—8% og ofan á þá kjararýrnun
bætist svo sú kjararýrnun, sem orðið hefur
vegna hinnar óþörfu söluskattshækkunar rikis-
stjórnarinnar þannig að kjararýrnunin hjá
launþegum i landinu hefur nú þegar verið gerð
allmiklu meiri en Þjóðhagsstofnunin spáði um
miðjan febrúarmánuð sl. að þyrfti að verða hjá
þjóðarheildinni yfir allt árið 1975. Nú þegar hef-
ur sem sé meira fé verið flutt frá launþegum og
yfir til atvinnurekenda og rikisvaldsins en upp-
lýsingar Þjóðhagsstofnunarinnar gera ráð fyrir
að þurft hefði að vera á árinu öllu og þetta gerir
rikisstjórnin i beinu framhaldi af einhverjum
þeim mestu kjaraskerðingum, sem gerðar hafa
verið á stuttum tima i sögu landsins — kjara-
skerðingunum um sumarið og haustið 1974.
GylfiÞ. Gislason benti á i ræðu sinni, að rikis-
stjórnin hefði getað ef aðeins viljinn hefði verið
fyrir hendi haldið þannig á málum, að kjara-
skerðing hinna lægst launuðu hefði engin þurft
að vera. Sé spáð rýrnandi afkomu þjóðar-
heildarinnar um 5—7% á einu ári, eins og Þjóð-
hagsstofnunin hefur gert, þá er unnt að koma i
veg fyrir slika kjaraskerðingu hjá láglaunahóp-
unum t.d. með þvi að skerða laun hálaunafólks
um nokkru meira, eða 7—10%. En þetta kemur
rikisstjórninni ekki i hug að gera. Hún lætur sér
ekki einu sinni nægja að láta launafólkið bera
sinn hluta af byrðunum eins og spáð er að þær
verði, heldur hefur hún lagt á þær meiri byrðar,
en aðstæður i efnahagsmálum krefjast. Þetta
ættu menn vel að athuga, þvi þetta hefur verið
sannað hér að framan.
alþýðul
I n FTiTTil
frá Sambandi ungra jafnaðarmanna
Umsjón:
Lárus Guðjónsson
Sambandstíðindi væntanleg
A siöasta framkvæmdar-
stjórnarfundi Sambands ungra
jafnaðarmanna, var samþykkt
að senda Sambandstiðindi mjög
bráðlega út til félaganna. Meðal
annars verða þar birt nöfn og
heimilisföng formanna allra
F.U.J. félaganna á landinu.
Ástæða er til að hvetja F.U.J.
félögin til að notfæra sér þessar
upplýsingar, til þess að efla
samskipti ungra jafnaðar-
manna um land allt. T.d. með
gagnkvæmum upplýsingum
um ýmismálefni, sem efst væru
á baugi hjá viðkomandi F.U.J.
félagi hverju sinni. F.U.J. i
Keflavik gæti t.d. leitað eftir
áliti F.U.J. á Akranesi um
málmblendiverksmiðjuna, og
F.U.J. á Akranesi fengið skoð-
anir F.U.J. i Keflavik á nábýl-
inu við herstöðina.
Slik samskipti eru örvandi
fyrir starfsemi félaganna og
gefa innsýn i vandamál þeirra
byggðalaga, sem F.U.J. félög
eru starfandi á. Ennfremur geta
félögin undirbúið sameiginlega
tillögur fyrir Sambandsþing um
málefni, sem þau hefðu skipst á
skoðunum um bréflega. Það er
von Sambands ungra jafnaðar-
manna að félögin notfæri sér
þær upplysingar sem i Sam-
bandstiðindum verða.
Athyglisverð ályktun
A siðasta Sambandsþingi var
ein athyglisverðasta ályktunin
sem gerð var um atvinnulýð-
ræði. 1 ályktun þessari eru færð
sterk rök fyrir þeirri hag-
kvæmni og ekki sist þvi réttlæti
sem það fæli i sér, ef hinn vinn-
andi maður hefði einhvern rétt
til þess að hafa áhrif á stjórnun
atvinnutækjanna.
Sú skoðun er nokkuð útbreidd
að atvinnulýðræði þýði eigna-
sviftingu þeirra, sem eiga og
reka fyrirtæki. Slikt er mis-
skilningur. Atvinnulýðræði er
alveg jafn mikilvægur hlutur i
rikisfyrirtækiog einkafyrirtæki.
Hagkvæmnin með atvinnulýð-
ræði byggist fyrst og fremst á
þvi, að starfsmaður innan fyrir-
tækis hlýtur ósjáifrátt að verða
betri starfsmaður þegar hann
finnur, að hann er metinn sem
hugsandi vera sem talin er fær
um að hafa áhrif á stjórnun og
ákvörðunartektir fyrirtækisins.
Auk þess gera starfsmenn
fyrirlækja sér oft betur grein
fyrir ýmsum nauðsynlegum
endurbótum og hagræðingu, i
sambandi við hin daglegu störf
heldur en aðrir.
Liklega er þó það mikilvæg-
asta varðandi atvinnulýðræði,
hversu mikið réttlætismál það
er. Það er alkunna hversu sál-
ardrepandi það er fyrir mann-
lega veru, að vera eingöngu ó-
persónulegt spjaldskrárnúmer
á vinnustað. Ekkert er jafn
hættulegt félagslegum sam-
skiptum manna og hægfara
breyting hans i vél, sem kveikt
er á að morgni og slökkt á að
kvöldi. Maðurinn hefur það
fyrst og fremst fram yfir dýrin
að geta hugsað, ogef hann hættir
að þurfa þess er hætt við að
hann verði ekkj lengur það sem
við i dag teljum vera mennska
veru.
Erlendis hefur það verið full-
sannað með ýmsum rannsókn-
um, að tið veikindaforföll og
slæleg vinnubrögð stafa fyrst og
fremst af áhugaleysi verkafólks
fyrir starfi sinu. Það eru eðli-
legar orsakir þess, þegar mað-
urinn er búinn að glata mikil-
vægasta lifsneista sinum, sjálf-
stæðri hugsun. Fólk dofnar upp
andlega, verður sinnulaust og
kærulaust um starf sitt þegar
það er búið að fá á tilfinninguna,
að skoðanir þess og hugmyndir
varðandi starfið eru i fæstum
tilfellum nokkurs metnar. Það
eina sem skiptir máli er, að það
vinni starf sitt möglunarlaust og
vélrænt frá ákveðnum tima að
morgni til ákveðins tima að
kvöldi. Það er óhugnanleg stað-
reynd að stóran hluta ævi sinnar
skuli fólk vera notað sem hugs-
unarlausar vélar, mannvélar.
Afleiðingar þessarar þróunar
gætu orðið eitt alvarlegasta fé-
lagslega vandamál sem mann-
kyniðhefur staðið frammi fyrir.
Atvinnulýðræði mundi leysa
þetta félagslega vandamál.
Fólkið yrði leyst úr þeim álög-
um að vera ekki persónur. Það
fengi tilfinningu fyrir starfi
sinu, og fyndi þá nauðsynlegu
tilfinningu að vera einhvers
metið. Það fengi upp i hendurn-
ar vandamál til úrlausnar, og
það fylgdist af áhuga með
reynslu einhverra breytinga
sem þvi hefði tekist að koma á
fót.
Á vegum Sambands ungra
jafnaðarmanna er unnið að
ýtarlegri greinargerð um at-
vinnu og efnahagslýðræði. Að
þessu mikilvæga verkefni vinna
þeir Bjarni Magnússon og Helgi
Skúli Kjartansson. Báðir þekkja
þeir þetta málefni mjög vel, og
hefur Bjarni t.d. kynnt sér at-
vinnulýðræði i Sviþjóð. S.U.J. er
þeim mjög þakklátt fyrir þeirra
störf að þessu mikilvæga mál-
efni, og væntir sér mjög mikils
af greinargerð þeirra.
FJÖLDAATVINNULEYSI
Ba ndaríki Noröur-
Ameriku eiga nú við að búa
mestu ef nahagskreppu
siðan á millistríðsárunum.
Þar eru nú átta milljónir
manna atvinnulausir. Það
er jafnvel farið að ræða
um ókeypis matargjafir og
útieldhús/ eins og miðaldra
Bandaríkjamenn muna
eftir frá kreppuárunum og
það er ekkert einkennilegt/
því af hinum átta milljón
atvinnuleysing jum njóta
tvær milljónir ekki hjálpar
eða stuðnings af nokkru
tagi.
Þeir svartsýnustu spá þvi, að i
sumar muni enn tvær milljónir
bætast á atvinnuleysisskrána
vegna þess, að enn eru fyrirtækin
að draga saman seglin og segja
upp.
24% af starfsfólki bifreiðaiðn-
aðarins hefur verið sagt upp og
ganga nú atvinnulausir, I bygg-
ingariðnaðinum hefur 22,6%
starfsfólks verið sagt upp og i
vefnaðariðnaði 19.4%.
Margt starfsfólk — einkum i á-
kveðnum atvinnugreinum — nýt-
ur sérstakra atvinnuleysisbóta
um afmarkaðan tima. Einkum og
sér i lagi á þetta við um starfsfólk
i bifreiðaiðnaðinum, en með
samningum milli starfsfólks og
atvinnurekenda i þessari at-
vinnugrein er starfsfólkinu
tryggð laun, sem geta numið allt
að 95% af útborguðum vinnulaun-
um eins og þau voru, fyrstu 12 at-
vinnuleysismánuðina. Þetta fólk
fær þá atvinnuleysisstyrk frá at-
vinnurekandanum fyrrverandi til
viðbótar við atvinnuleysisstyrk-
inn frá þvi opinbera og svipað
fyrirkomulag er i gildi fyrir ýms-
ar aðrar atviníigreinar.
Starfsfólk, sem nýtur þessa
kerfis, verður þvi ekki svo mjög
fyrir barðinu á atvinnuleysinu —
fyrst um sinn.
En þær f járhæðir, sem varið er
til atvinnuleysisbóta, rýrna hrað-
fara samfara vaxandi atvinnu-
leysi. I sumar eða i haust eiga
starfsmenn i bifreiðaiðnaði þvi á
hættu að vera jafn illa settir og
aðrir.
Fyrir flesta þá, sem misst hafa
atvinnuna, hefur það ástand i för
með sér, að þeir veröa vikulega
að koma i yfirfyllta skrásetn-
ingarskrifstofu til þess að gera
grein fyrir hag sinum og veita
bótum viðtöku. Upphæð atvinnu-
leysisstyrkjanna er misjöfn eftir
fylkjum vegna þess, að nokkur
hluti þeirra er kostaður af við-
komandi fylkisstjórn en nokkur
hluti af sambandsstjórninni.
Hæsti atvinnuleysisstyrkur,
sem hægt er að fá i Bandarikjun-
um, virðist nema jafnvirði 23.786
isl. kr. — og þaö er sú fjárhæð.
sem atvinnulaus fyrirvinna stórr-
ar fjölskyldu getur fengið á viku i
fylkinu Connecticut. Meðaltals-
styrkurinn i Bandarikjunum öll-
um nemur hins vegar 62 dollurum
á viku (9.480 isl. kr.)
Venjuleg vikulaun verkamanns
i Bandarikjunum eru hins vegar á
bilinu 150 til 250 dollarar.
Atvinnuleysisstyrkirnir kosta
sambandsstjórnina og fylkja-
stjórnirnar gifurlega fjármuni og
i sumum fylkjanna er nú verið að
ihuga skattahækkanir af þeim
sökum.
Tvær milljónir
hjálparvana
U.þ.b. tvær milljónir atvinnu-
lausra Bandarikjamanna fá enga
aðstoð af neinu tagi og fyrir þá er
atvinnuleysið ægilegt áfall. Erfið-
leikar þeirra stafa af þvi að þeir
njóta einskis réttar — ýmist
vegna þess, að um er að ræða nýtt
vinnuafl — ungt fólk, sem nýlega
er komið út á vinnumarkaðinn —
eða fólk, sem ekki hefur unnið um
margra mánaða eða ára skeið.
1 þessum hópi eru fyrst og
fremst konur og ungt fólk. sem af
einhverjum ástæðum hefur orðið
að hætta námi. Þessi hópur at-
vinnulausra og réttindalausra
ungmenna er ógnun við samfé-
lagið. Ofan á þetta bætist svo hinn
stóri hópur atvinnulausra negra.
en u.þ.b. 13% af negrum i Banda-
rikjunum eru atvinnulausir.
Ýmsir óttast, að þessir þjóðfé-
lagshópar — hinir atvinnu- og
réttindalausu negrar og unga fólk
ið muni gripa til ofbeldis gagn-
vart þvi samfélagi. sem þannig
býr að þeim — og að þess kunni
að verða skammt að biða.
Þriðjudagur 4. marz 1975