Alþýðublaðið - 11.03.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.03.1975, Blaðsíða 1
TVÍTUGUR MAÐUR KÆRÐUR FYRIR NAUÐGUN A TVEIMUR KONUM Tvær konur úr Grundarfiröi hafa kært tvitugan mann fyrir nauðgun og likamsmeiðingar. Situr hann nú i gæsluvarðhaldi i Stykkishólmi. Hefur hann ekki viðurkennt verknaði þessa, og er málið i rannsókn. Hér er um að ræða tvö mál, en upp- haf þeirra beggja er „gleðskapur” og áfengisdrykkja, sem endaði með átök- um og slagsmálum. Sýnilegir áverkar voru á annarri konunni, sem sanna þó ekki kærða verknaði að þvi er tekur til nauðgunar, svo að óyggjandi geti tal- ist. Eins og áður segir er yfirheyrslum ekki lokið og eru mál þessi þvi enn i rannsókn. Svissneski frankinn hefur á aðeins einu ári hækkað um 126% alþýdu ÞRIÐJUDAGUR 11. mars 1975 - 59. tbl. 56. árg. „Séu skipin á söluskrá er það án okkar samþykkis” „Það hefur ekki komið til tals innan stjórnar út- gerðarinnar að selja tog- ara og hafi einhver sett skip frá okkur á sölulista, sem fréttaflutningur virðist benda til, er það gert án þess að samþykk- ist okkar sé leitað”, sagði Einar Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar, i viðtali við Alþýðublaðið i gær, en i frétt i einu dag- blaðanna á sunnudag, var sagt, að fimm islenskir togarar væru nú á sölu- lista erlendis, þar á með- al Hafnarfjarðarskip. „Hinu er ekki að neita”, sagði Einar enn- fremur, „að það er ekki rekstrargrundvöllur fyrir þessa stærri skuttogara hérna, i það minnsta ekki að öllu óbreyttu. Þeir standa að ýmsu leyti höll- um fæti i samkeppni við minni togarana, meðal annars vegna þess að þeir verða að hafa miklu stærri áhöfn. Það má raunar heita furðulegt, að togari, sem er eitthvað ofurlitið yfir 500 tonnum, skuli vera skyldaður til að hafa minnst 25 manna á- höfn, meðan örlitlu minna skip getur látið sér nægja 16 menn. Það gæti verið nógu gaman að fá ein- hverja skýringu á þessu boði.” Annar togaranna, sem nefndir voru, er gerður út af Krossvik h.f. á Akra- nesi og Alþýðublaðið hafði einnig samband við Kristján Kristjánsson, framkvæmdastjóra þess. „Mér er ekki kunnugt um að það standi til að selja togara okkar úr landi”, sagði Kristján, „en það er rétt að okkur hafa borist fyrirspurnir um það, hvort við hefðum hug á þvi að selja. Þeim hefur ekki verið svarað játandi. Mér er aðeins kunnugt um einn togara, sem komið hefur til tals að selja, en sú sala á að fara fram milli staða hér innanlands, en ekki milli landa.” Þá hafði blaðið sam- band við Ingimar Einars- son, framkvæmdastjóra Félags islenskra botn- vöruskipaeigenda, en hann kvaðst ekki þekkja til þess að neinar togara- sölur stæðu fyrir dyrum. Aðstoðaraðal- ritari S.Þ. til íslands Helvi Sipila hefur þegið boð Norræna hússins um að koma til tslands og halda fyrirlestur um stöðu konunnar i heimin- um i dag. Þess er vænst, að hún komi siðari hluta marsmánaðar. Helvi Sipila er frum kvöðull þess að árið ’75 var lýst alþjóðlegt kvennaár og hún hefur ár- um saman unnið að mál- um, er varða stöðu kon- unnar. Helvi Sipila er að- stoðaraðalritari Samein- uðu þjóðanna, tók við þvi starfi 1972, en hefur starf- að á vegum Sameinuðu þjóðanna mjög lengi. Við megum ekki missa af strætó, mamma. Hækkun á sölugengi svissneska frank- ans miöaö við skráð gengi íslensku krón- unnar nam á einu ári 126%, eða nánar til- tekiö frá 14. febr. 1974 til 14. febr. 1975. Tvisvar á þessu timabili hefur gengi íslensku krónunnar gagnvart dollar verið fellt, öðru sinni um 17% og síðan um 20,5%. Erlendur gjaldmiðill hefur á þessum tíma hækkað sem hér segir, gagnvart skráðu gengi íslenskrar krónu: Bandaríkjadollar .............. um 74% Sterlingspund .................. " 83% Kanada-dollar ................. "69,5% Dönsk króna .................... "101% Norsk króna .................... " 99% Sænsk króna .................... "105% Finnsk mörk .................... " 96% Franskur f ranki ............... "103% Belgískur franki ............... "104% Hollensktgyllini .............. " 104% Vestur-þýskt mark ............. "105% ítölsk líra ................... " 79% Austurrískur shillingur ....... "101% Portúgalskur escudo ........... " 86% Spánskur peseti ............... " 83% Japanskt jen .................. " 74% Dollarinn og yenið hafa ,,aðeins" hækkað um 74% BRSLITATMtAUN TIL M NÁ BRÁÐABIREÐASAM- KOMIILABI TIL 1. IIÍNÍ „Við stefnum að þvi að auka kaupmátt launanna I áföngum og tryggja þannig, að kaupmáttur- inn verði sá sami og hann var eftir siðustu samn- inga. Þessi stefna er i samræmi við ályktun ný- afstaðinnar kjaramála- ráðstefnu ASÍ. Viö erum nú að gera úr- slitatilraun til þess að ná bráðabirgöasamkomu- lagi, sem gildi til 1. júni næstkomandi, aðallega varöandi lægstu launin og skattamálin. Hins vegar er alveg ljóst, að báðir aðilar, þ.e. atvinnurek- endur og rikisstjórnin, verða að hækka tilboð sin verulega til þess að slikt bráðabirgðasamkomulag geti tekist. Takist okkur að ná bráðabirgðasamkomu- lagi til 1. júni, er ekki meiningin, að staðið verði upp frá samningsborði, heldur að timinn fram til 1. júni verði skynsamlega notaður til þess að leysa visitölumálið. Það er full ástæða að leggja á það áherslu, að hér er um lokatilraun að ræða. Takist ekki að gera samkomulag til bráða- birgða, er auðsætt, að verkalýðshreyfingin get- ur ekki setið auðum hönd- um, og þá verða verkföll óumflýjanleg”. Þannig komst Björn Jónsson, forseti Aiþýðu- sambands Islands, að orði I samtali við Alþýðu- blaðið i gær, þegar blaðið spuröi hann um stöðuna i samningamálunum. Verkalýðshreyfingin heyr kjarabaráttu sina nú á tveimur vigstöðum: annars vegar i viðræðum við hina hefðbundnu við- semjendur, atvinnurek- endur, og hins vegar i við- ræðum við rikisstjórnina. Atvinnurekendur hafa nú boðið samninganefnd ASt upp á örlitið meiri hækkun lægstu launanna — i formi „láglaunabóta” — en rikisstjórnin ætlaði að lögbinda nú á dögun- um. Eins og kunnugt er hugðist rikisstjórnin lög- binda „láglaunabætur” að upphæð kr.. 3.600 á mánuði og þær miðaðar við dagvinnuna eina. Skyldu þær koma til við- bótar mánaðarlaununum upp að kr. 60.000 á mánuði og „láglaunabæturnar” aö deyja þannig út með 63.600 mánaðarlaunum. Atvinnurekendur hafa nú boðiö, að „láglauna- bætumar” verði kr. 3.800 á mánuði, miðaðar við dagvinnu eins og rikis- stjórnin hafði áður gert ráð fyrir, og þær verði greiddar á öll laun upp að 65.000 á mánuði — og dæju þær þannig út við mánaöarlaunin 68.800. Eftir þvi sem næst verður komist myndu „láglaunabætur”, sem miðuöust við mánaðar- launin 65.000 fyrir dag- vinnu, taka til svo til allra félagsmanna i aðildarfé- lögum ASl. Þá hefur rikisstjórnin boðiö upp á skattalækkun, sem nemi kr. 1.160 mill- jónum króna og er þar miðað viö, að tekjuskatt- ur lækki sem nemur 800 milijónum króna, en út- svarlækki um sem nemur 360 miljónum króna. En i þessu sambandi er þess að geta, að þetta tilboð ríkisstjórnarinnar er gert eftir að söluskattur hefur verið hækkaður um eitt prósentustig og lækkun útsvars er við það miðuð, að á þessu ári verði sveitarfélögum heimilað aö leggja á 11% útsvar, þannig að útsvar nemi 11% af brúttótekjum greiðenda, en álagspró- sentan var t.d. I Reykja- vik 10% á siðasta ári. Eins og mál standa nú er taliö, að skattalækkun, sem I heild næmi 1.160 milljónum króna, jafn- gilti 3—5% kauphækkun hjá þeim, sem lægstu launin hafa, en 2—3% kauphækkun hjá þeim, sem meðaltekjur hafa. Samninganefnd Al- þýðusambands íslands hefur ekki fallistá tilboö atvinnurekenda og rikis- stjórnarinnar, heldur hef- ur hún farið fram á, að heildar-skattalækkunin verði talsvert meiri en rikisstjórnin hefur boðið. Eins og fram kom hér að framan i samtali við Björn Jónsson, forseta ASt, verða bæði atvinnu- rekendur og rfkisstjórnin að hækka tilboð sin veru- lega til þess að bráða- birgðasamkomulag geti tekist.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.