Alþýðublaðið - 11.03.1975, Blaðsíða 7
Jónatan máfur varð frægur af
bók, en hann Sammy er söngv-
inn fugl og þurfti enga bók sem
undanfara sinnar frægðar. Frú
Violet Throner, dýravinur mik-
ill i London, tók Sammy upp á
sina arma vængbrotinn og illa
til reika og fljótlega náði
Sammy fullri heilsu á ný. Svo
var það einn daginn, að Violet
settist við pianóið og spilaði
uppáhaldslagið sitt. Tók þá ekki
Sammy sig til og stillti sér upp
hjá henni og söng af öllum kröft-
um.
Fljótlega flaug sagan um
Sammy og áður en varði var
hann kominn i hringiðu
skemmtanalifsins, þar sem
hann nú hefur nóg að gera við að
koma fram og syngja með sinu
nefi.
Leikflokkurinn sunnan
Skarðsheiðar hefur sýnt að und-
anfömu gamanleikinn Þorlák
þreytta eftir Neal og Farmer i
Fannahliö, Skilamannahreppi,
Borgarfjarðarsýslu. Frumsýnt
var 21. febrúar og hefur leikur-
inn verið sýndur alls 7 sinnum
fyrir fullu húsi áhorfenda. Und-
irtektir áhorfenda hafa verið
sérlega góöar.
Leikstjóri er Brynja Kjerúlf
og leikendur eru: Anton Otte-
sen, Svandis Haraldsdóttir,
Anna Friðjónsdóttir, Ellnbjörg
Magnúsdóttir, Jón S. Sigurös-
son, Jón Sigurðsson, Eiður Arn-
arson, Helgi Bergþórsson, Dúfa
Stefánsdóttir, Magnús Ólafsson,
Guðmundur Brynjólfsson, Guð-
finna Sveinsdóttir og Hörður
Ólafsson.
Leiksviðsmenn eru: Jónas
Kjerúlf, Ólafur Hauksson, Arni
Hjálmarsson og Pálmi Hannes-
son.
Leikurinn hefur og verður
eingöngu sýndur i Fannahliö og
næstu sýningar veröa á laugar-
dag kl. 21 og sunnudag kl. 15.
Við sögðum fyrir
helgina frá 25 ára af-
mæli Óháða safnaðar-
ins i Reykjavik. Séra
Emil Björnsson hefur
verið prestur Óháða
safnaðarins frá þvi
hann var stofnaður og
kona hans frú Álfheið-
ur Guðmundsdóttir
verið formaður Kven-
félags safnaðarins frá
upphafi.
HORNIÐ
Atvinnulýðræðiskerfið
er eina rétta lausnin
Jónas M. Guðmundsson, Heiðar-
hvammi 9, Kópavogi, skrifar:
„Athyglisvert er að i hvert skipti
sem samningar verkalýðsins eru
lausir, hefst einhver sá látlausasti
skripaleikur sem um getur i lands-
málum. Þá skiptast forustumenn
verkalýðsfélaganna og forustumenn
vinnuveitenda á gifuryrðum varðandi
stööu atvinnuveganna og stöðu verka-
lýðsins. Verkalýðsforustan segi kjör
umbjóðenda sinna sultarkjör, og veru-
legar kjarabætur verði að fá frá
atvinnuvegunum. Vinnuveitendur
segja hinsvegar kjör verkalýðsins
mun betri en nokkurntima fyrr, en
stöðu atvinnuveganna i lakasta lagi,
og alla atvinnuvegi rekna meö
bullandi tapi, og allan atvinnurekstur
á leið I hundana. Hvor aðili um sig
kemur með allskonar linurit, og flókna
útreikninga, sem sanna á mál hvors
um sig. Ef marka má mál atvinnuveit-
enda, þá eru laun verkalýðsins þegar
allt of há, og þyrfti jafnvel að skera
þau verulega niður. En ef mark er
takandi á málflutningi verkalýðsfor-
ustunnar, þá er langt i það að greiðslu-
geta atvinnuveganna sé komin I
hámark. An þess að taka sérstaklega
trúanlegar fullyrðingar hvors aðilans,
þá kemur það auðvitað spánskt fyrir
sjónir, að við gerð hverra kjara-
samninga segja atvinnuveitendur allt
vera að fara I hundana, samt semja
þeir um kjarabætur til verkalýðsins,
og allt virðist vera komið i lag eftir að
samningar hafa tekist, hvernig svo
sem það má vera, ef allt var áður að
fara á hausinn.
Hvað sem öðru liður, þá virðist það
augljóst hinum almenna borgara, (ef
dæma má eftir yfirlýsingum forustu-
manna verkalýðsins) að atvinnuveit-
endur eru fjandmenn verkalýðsins.
Einnig virðist það augljóst að ekkert
má taka trúanlegt sem atvinnuveit-
endur segja. Það hlýtur að liggja I
augum uppi að svona getur ekki
gengið lengur. Eitthvað veröur að
gera til að bæta hér úr, og ekkert eitt
getur bætt hér úr, nema þá hið svo-
kallaöa atvinnulýðræðiskerfi, þar sem
starfsmenn fyrirtækjanna öðlist
eignaraðild að fyrirtækjunum. Og þá
er spurningin hvernig verður atvinnu-
lýðrasði komið á? Margar aðferðir eru
eflaust til að koma á atvinnulýðræði,
og ætla ég að benda á eina, sem mér
list best á. Ég tel að breyta þurfi
verkalýösfélögunum i þá átt, að i
hverju félagi verði starfandi verka-
lýðseiningar og miðist hver eining við
einn vinnustaö. Þessar einingar kjósi
sér stjórn sem sér um málefni félaga
sinna á hverjum vinnustað. Þessar
einingar yrðu að hafa vald til að beita
verkfallsvopninu I öllum málum
(öðrum en launamálum) sem varða
sérhagsmuni vinnustaðarins (launa-
málin skil ég hér undan til þess að
óþarfa sundrung myndi ekki myndast
innan verkalýðshreyfingarinnar).
Þessar einingar gætu samið við vinnu-
veitendur sina um aukin áhrif félaga
sinna á stjórnun fyrirtækjanna, þær
gætu einnig samið um að hluti af
launum sinum yrði greiddur I hluta-
bréfum, þegar illa árar, þannig myndi
verkafólkið stig af stigi öðlast eignar-
aðild að fyrirtækinu, þar til að loka-
takmarkinu yrði náð, þar er að
minnsta kosti helmings eignaraðild að
fyrirtækinu. Þegar verkalýðurinn
hefur eignast hluta I fyrirtækinu, þá
ætti tortryggnin milli vinnuveitanda
og verkalýðs að vera úr sögunni, þar
sem þá væri verkalýöurinn að semja
við sjálfa sig um kaup sitt og kjör, og
laun færu aldrei fram úr greiðslugetu
fyrirtækjanna, þvi þá hefði verka-
fólkið nákvæmar upplýsingar um
stöðu fyrirtækisins á hverjum tima.
Við þessa breytingu verður öðru tak-
marki náð, en það er að hafa áhrif á
hvemig fyrirtækiö er rekið, þannig
ætti verkalýðurinn að geta haft áhrif I
þá átt, að ef hann telur rekstur fyrir-
tækisins slæman, þá getur hann skipt
um stjórn og ráðið hæfari menn til
forustu fyrir fyrirtækið. Fljótt á litið
virðist þetta vera mjög svo auðveld
lausn I kjaramálum verkalýösins. Það
er augljóst mál að sameinuð getur
verkalýðsstéttin brotið á bak mótþróa
hvers þess fyrirtækis sem i landinu
starfar, til þess hefur hún vopn sem
ekkert fyrirtæki á svar viö, en það .er
verkfallsvopnið. Er ekki kominn timi
til sameiningar verkalýösins?”
FIMM A
FÖRNUM
VEGI
Hvað fylgist þú
með mörgum
framhalds-
þáttum í
sjónvarpinu?
Þorsteinn Daviösson, verslun-
armaður: ,,Ég nenni ekki að
hanga yfir hverju sem er, en
horfi frekar á, sé eitthvað sér-
stakt. Fræðsluþættirnir hafa
margir verið ágætir og svo One-
din.”
Þórarinn Sigurjónsson, strætis-
vagnastjóri: „Nei, yfirleitt
ekki. Ég vinn vaktavinnu og á
þvi ekki gott með að fylgjast
með framhaldsþáttum og get
ekki sagt að mér þyki mikils
misst”.
Hafliði Hafliðason, akritekt:
„Ég fylgist ekki með neinum
þeirra núna, en ég fylgdist með
Vesturförunum. Það er eitt al-
besta sjónvarpsefni, sem sýnt
hefur verið hér, fyrr og siðar.”
Ingibjörg Eyjólfsdóttir, nem-
andi: „Horfi aldrei á sjónvarp.
Ja, ég kiki kannski á það, en
voða sjaldan. Eigum við ekki
bara að segja að ég sé að læra.”
Hjördis Hjartardóttir, skrif-
stof ustúlka: „Ég horfi ekki á
neinn þeirra að staöaldri. Mað-
ur kikir á þá, þegar maöur er
heima við svona með öðru aug-
anu.”
Þriöjudagur 11. marz. 1975
o