Alþýðublaðið - 11.03.1975, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 11.03.1975, Blaðsíða 11
IÍTVARP Kl. 14.30 flytur frú Anna Sig- uröardóttir þriðja erindi sitt um „Verkakonur á Islandi i 1100 ár”. Heldur hún áfram að segja frá kjörum vinnukvenna og margháttuðum störfum þeirra i Breiðafjarðareyjum, i Reykja- vik og öðrum byggðum lands- ins. Ihinu síðasta þessara erinda, sem flutt verður kl. 14.30 á fimmtudaginn kemur, verður minnst á rausnarlega húsbænd- ur, sem kunnu að meta störf vinnufólks síns, helgidaga og heldidagabrot, blaðaskrif um uppreisn vinnumanna um 1880, þar sem ýmsir töldu, að konurn- ar ættu miklu frekar að fá kjarabætur en vinnumennirnir. Sagt verður frá þvi, að minnst hafi verið á sömu laun fyrir sömu vinnu á Alþingi 1893 i sam- bandi við umræður um stjorn- málaréttindi. Stofnun verka- kvennafélaga, og að siðustu ým- is lagaákvæði um jafnrétti karla og kvenna i atvinnulifinu. 1 fyrri erindunum var sagt frá upphafi stéttaskiptingar samkvæmt Rigsþulu Eddu- kvæða, Gróttasöng, harma- hljóðum tveggja ambátta. Þá var sagt frá störfum griðkvenna i íslendingasögum og getið um forn misréttislög, svo sem Ti- undarlögin frá 1096, Grágás, Búalög og Bessastaðapóst, og . loks ýmsar frásagnir um kjör verkakvenna á 19. öld. Heimshorn: Kjarnorkuvopn á Norðurlöndum Cambodía Víet-nam 1 kvöld kl. 21.30 er þátturinn „Heimshorn”, sem að þessu sinni verður i umsjón Jóns Há- konar Magnússonar. Baldur Guðlaugsson fjallar um kjarnorkulaust belti á Norðurlöndunum og ekki hvað sist tillögur Finna um þá tilhög- un. Má i þvi sambandi minna á ummæli og tillögur Kalevi Sorsa á nýloknu þingi Norurlanda- ráðs. Er það margra manna mál, að málflutningur Finna kunni að vera undan rifjum Rússa runninn, og hefur hann meðal annars sætt mjög harðri gagnrýni Norðmanna og Svia, og hlýtur raunar að varða okkur íslendinga. Árni Bergmann ræðir um striðið i Cambodiu og það ógn- arástand, sem rikir i Phnom Penh, þar sem tugþúsundir manna þjást af hungri og malariu, og fldttamannabúðir eru hreint viti, en gerspilltir stjórnendur hafa vart látið falla niður glæst matarboð. Gerald Ford er fimmti forseti Bandarikjanna, sem leggur fyrir þingið tillögur um, að skerast i þennan harmleik um örlög Cambódiu og tugmilljóna ibúa landsins. Haraldur Olafsson fjallar loks um Indó-Kina og ástandið þar fyrrog siðar i heild. Verður þar naumast gengið fram hjá frið- arsamningunum i Paris fyrir um það bil tveim árum, og út- hlutun friðarverðlauna Nóbels i framhaldi af þeim, brottför Bandarikjahers af vigvöllum • Indó-Kina og þá þróun, sem þar hefur orðið siðan. STJÖRNUSPÁIN Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Það er áriðandi að þú ekki treystir ráðum vina þinna og kunningja i fjármálum. Þú verður að fara mjög varlega, ef misskilningur á ekki að skemma daginn. Haltu þig við vanabundin störf. Fiskarnir 19. febrúar — 20. mars. Misskilningur gæti skemmt samband þitt við starfsfélaga. Taktu þér nægan tima til allra á- kvarðana, en gættu þess að sýna ákveðni, þar sem hik gerir engum gott. Þér gæti reynst auð- veltað leysa vandamál barna i dag, svo þú skalt sinna þeim. Hrúturinn 21. mars — 20. april. Láttu ekki flækja þig i gróðabrall vina þinna. Ástarmálin eru ekki efnileg og ástvinir þinir .verða liklega móðgunargjarnir þegar á liður. Reyndu að alda rósemi þinni. Nautið 21. aprll — 20. mai Hugmyndaflug þitt er raunhæfara fyrri hluta dags, svo þú skalt taka daginn snemma. Maki þinn eða félagi verður þér liklega ósammála i fjármálum. Dagurinn er ekki góður i ástarmál- um. Tviburinn 21. mai — 20. júni Eitthvað i sambandi við starf þitt veldur liklega vandræðum gagnvart maka þinum eða félaga og þér gæti reynst erfitt að lagfæra það. Þér gefst tækifæri til að laga fjármálin, en flýttu þér hægt. Krabbinn 21. júni — 20. júli Gættu orða þinna og gættu þess að hafa afstöðu þina til málanna skýra. Reyndu að leita ráða sérfræðinga, ef vandamál koma upp. Reyndu ekki að leysa hnúta upp á þitt eindæmi. Ljónið 21. júli — 21. ágúst Detti þér i hug að leggja út fé i sambandi við ein- hver áhugamál þin, þá farðu varlega, þvi I- myndunarafl þitt gæti verið að kúga skynsem- ina. Dagurinn er óræður. Meyjan 22. ágúst — 22. september Maki þinn gæti kúvent öllum áætlunum ykkar i dag, en reyndu að halda rólyndi þinu og leitaðu ekki langt yfir skammt að lausn þeirra vanda- nvála sem skapast. Einbeittur þér. Vogin 23. september — 22. október Ruglingur á vinnustað veldur misskilningi, sem auðvelt ætti að vera að leiðrétta. Fylgdu ákvörð- unum þinum eftir af akveðni og reyndu að koma sem mestu i verk. Sinntu heilsunni. Sporðdrekinn 23. október — 22. nóvember Imyndunarafl þitt er ofurlitið of virkt i dag, svo þú skalt hlaupa varlega eftir draumum þinum. Það er mögulegt að rómantiskt flangs þitt hafi slæm áhrif á fjárhaginn. Sinntu þér eldra fólki. Bogmaðurinn 23. nóvember — 20. desember Fjölskyldan er þér ekki sammála i fjármálum, en ef þú stendur fast á þinu, er liklegt að allt fari vel. Sinntu f jármálum maka þins af natni og ein- beittu þér að umbótum á heimilinu. Steingeitin 21. desember — 19. janúar. Tviræður dagur. Láttu ekki útlit blekkja þig. Þurfir þú að taka ákvarðanir, þá gættu þess að kynna þér málin nógu vel fyrst. Góður dagur i vinnunni, en ekki heima við. RAGGI ROLEGI FJALLA-FUSI Graflksýning. I gær var opnuð i húsnæði Menningarstofnunar Banda- rikjanna að Neshaga 16, sýn- ing á verkum 27 bandariskra grafiklistamanna. A sýning- unni eru þrjátiu verk, öll frá árinu 1973, og tekur hún yfir vitt stefnusvið: allt frá naturalisma og realisma, til „pop” „op” og „top” stefna. Þótt prentlistin eigi sér orð- t ið nokkuð langa sögu, á hún sem viðurkenndur listtján- ingarmiðill ekki nema fáeina áratugi að baki. Það var ekki fyrr en á þriðja tug þessarar aldar, að verulegur áhugi vankaði á þeim möguleikum sem hún bjó yfir, til annarar sköpunar en bókagerðar. 1 dag hefur mikill fjöldi listafólks tileinkað sér grafik sem tján- ingarform og má með sanni segja að þar sé á ferðinni vaxandi listgrein. „Prentlist” býður upp á nokkuð margvislega möguleika hvað varðar tækni og aöferðir. Mismunur milli þeirra tekur til efnisvals og fleira, til dæmis hvort prentað er á pappir eða einhvers konar tau, svo og hver tæki eru notuð til að prenta með. Sýningin I Menningarstofnun Bandarikj- anna miðar einnig að þvl að kynna þessar mismunandi aö- ferðir nokkuð og hafa verkin á hana verið valin sérstaklega með tilliti til þess. Sýningin er opin frá klukkan 14.00 til 20.00, mánudaga til föstudaga, þessa viku og þá næstu og er hún I sýningasaln- um á þriðju hæð húss menn- ingarstofnunarinnar. Málverkasýning. Nú stendur yfir, að Klausturhólum við Lækjar- götu, sýning á verkum Guð- mundar Hinrikssonar, list- málara. Myndir þær sem Guð- mundur sýnir eru Pastel- myndir, vatnslitamyndir og teikningar. Sýningin er opin á almennum verslunartima og stendur fram á sunnudag. * * Æskulýðsráöstefna. Dagana 9.—14. mars gangast æskulýðssamböndin á Norður- löndum fyrir alþjóðlegri ráö- stefnu um byggðamál að Hótel Loftleiðum I Reykjavlk. Full- trúar frá Tiu löndum og land- svæðum taka þátt I ráðstefn- unni: frá Sviþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Islandsi, Grænlandi, Færeyj- um, Álandseyjum, Bretlandi og trlandi. A ráðstefnunni verða fluttir fjórir fyrirlestrar og fjalla þrir þeir fyrstu um efnahags- leg, menningarleg og félags- leg vandamál jarðarsvæða I rikjum við Norður.Atlantshaf, en sá fjórði og siðasti um markmið og leiðir byggða- stefnu. Meginstarf ráðstefn- unnar mun að öðru leyti fara fram I starfshópum, sem munu ræða hina ýmsu þætti byggðamálanna og skipta um það álistgjörðum. * * Bingó Félagskonur Thorvaldsensfélagsins I Reykjavik hafa bingó I kvöld, þriðjudagskvöld, að hótel Sögu klukkan 20.30. Vinningar eru margir ogglæsilegir. Bingóið er einn af mörgum þáttum fjáröflunarstarfsemi Thorvaldsensfélagsins, en að tilefni 100 ára afmælis félags- ins, sem verður þann 19. nóvember á þessu ári, hafa félagskonur ákveðið að allt aflafé þeirra skuli renna til vangefinna og vanheilla barna. Þriðjudagur 11. marz. 1975 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.