Alþýðublaðið - 19.03.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 19.03.1975, Blaðsíða 12
alþýðu n rnrnTii PlililStlKt llF PLASTPO KAVE RKSMIÐJA Símar 82639-82655 Vetnogör&um 6 Bcx 4064 — Reykjavik KOPAVOGS APÓTEK Opifl öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 P1 „Er verkalýðsbaráttan orðin PLAT?” ennþá, og mín vinna sé bæði i uppmælingu og á tímakaupi, þá sé ég hreint ekki, hvernig verkamennirnir geta komist af. Mér sýnist, að f jölskylduf aðir, með nokkra á framfæri þurfi ekki minna en 100 þús. kr. á mánuði til þess að framfleyta sér. Þetta á nú bara við daginn í dag. En ef þú kemur hér eftir viku og spyrð, mætti segja mér að þörf in hefði hækkað í 120 þúsund, því ég býst ekki við að kom- inn sé stans á hækkanirn- ar." Undir þetta tók Skarphéðinn Sigursteins- son, annar rafvirki, og hann bætti við: ,,Skatta- lækkanir gætu komið að nokkru haldi, en þó er það nú svo, að þær koma þeim, sem hafa verulega lág laun alls ekki eins til góða. Þeir eru skattlitlir, A myndinni eru, talið frá vinstri: Guðmundur Pálsson, Svavar Guðbrands- son og Skarphéðinn Sigursteinsson. Myndirnar tók ljósm. Alþbl. Hallur. lendum blöðum um verð- lækkanir, þá búum við hér við sífelldar hækkan- á öllum viðstöddum, að þeir höfðu ákveðnar grunsemdir um að milli- Staðreynd er, að f ólk þarf íbúðarhúsnæði og ennþá hefur ekki borið á kaup- „Verkföll eru sannar- lega alvarlegur hlutur," sögðu byggingarmenn, sem blaðið ræddi við í gær í Krummahólum 6 í Breiðholti. „Hvað skal samt segja, ef ekki er annað fram undan en sultur?" „Þegar ég er búinn að greiða skatta og skyldur, spari merki og orlof, er mánaðarkaupið, sem ég fæ í vasann 28 þúsund krónur," sagði Guðmund- ur Pálsson, verkamaður. „Það tekur ekki langan tíma að ráðstafa því, nema ef vera skyldi að velta krónunni fyrir sér, áður en hún er látin af hendi. Þessar láglauna- bætur, sem verið er að tala um er ekki hægt að líta á, nema sem hunds- bætur, sem engan dregur. Hér þarf bæði að koma til skattalækkun og umfram allt lækkun og stöðvun á vöruverði. Enginn heldur lengi út með svona kjör, síst ef hækkanir héldu áfram. Hér þarf snögg umskipti." „Það er nú kannske ekki að miða við mig og mína líka," sagði Svavar Guðbrandsson, rafvirki. Okkur er núið því um nas- ir, að við séum að setja allt á hausinn og í strand með uppmælingartöxt- um. En þó að ég komist af „SKATTALÆKKANIR KOMA LAGLAUNAFOIKI EKKI TIL GÓDA - ÞAB ER SKATTLÍTIÐ HVORT SEM ER” ir. Er ekki eitthvað bogið við þetta og það meira en lítið? Hér þarf að taka til höndum." „Rýrnun kaupmáttar- ins er orðin gífurleg á þessum síðustu tímum," sagði Guðjón Sigur- björnsson, smiður. „Það er ekki aðalatriðið um krónutöluna, heldur hvað fyrir þær fæst. Mér finn- ast margar þessar er- lendu hækkanir tortryggi legar. Tökum t.d. kaffi, sem hefur verið að sí- hækka og svo heyrum við að kaff if ramleiðendur séu að rotta sig saman um að stöðva verðlækk- anir á vörunni með ein- hverjum ráðum." „Já" sögðu menn í kór. „Við borðum víst dýrasta syk- ur í heimi, meðan sykur- verð stórlækkar á heims- markaði." Auðheyrt var liðir væru óþarflega margir, sem tækju sinn toll af innfluttum vörum. Allir létu í Ijós óþolin- mæði, vegna þess hve seint gengur um samn- inga, og einn aðvífandi, sem aðeins leit inn, kastaði fram spurningun- um: „Er þessi barátta, sem talað er um, ekki bara plat? Eru þessir verkalýðsforkólfar ekki orðnir samdauna vinnu- veitendum, svo að þeir berjist bara í þykjust- unni?" Við inntum eftir, hvort menn teldu hættu á því að byggingarvinna færi að dragast saman. Því svar- aði Jón Björnsson, verk- stjóri svo: „Atvinnuleysi í byggingariðnaði, ef til kæmi, eru hreinlega heimatilbúin vandræði. endaskorti. Hinsvegar vantar lóðir undir f jölbýl- ishús, og það er Phöndum borgaryf irvaida, mál, sem ekki er auðvelt að greiða úr. Stór bygginga- fyrirtæki, sem hafa alla nýjustu tækni eiga auð- velt með að þrýsta verð- inu niður, og það kemur líka fólki sannarlega til góða. Fullyrða má, að þar muni ekki minna á en 1 milljón á meðalíbúð í verði eftir því hvort um stórfyrirtæki eða smá- f ramleiðendur er að ræða og þó getur allt verið heiðarlegt hjá þeim smærri. Annars er ekki því að neita, að ef menn hafa ekki til hnífs og skeiðar, byggja menn ekki íbúðireða kaupa. En þetta ástand getur ekki varað lengi. Hér verða að koma bráðar kjarabætur til." hvort sem er. Það er ann- ars undarlegt, að um leið og við erum að lesa í er- ,,UM LEIÐ OG VIÐ LESUM I ERLENDUM BLÖÐUM UM VERDLÆKKANIR ÞÁ BÚUM VIÐ HÉR VIÐ SÍFELLDAR HÆKKANIR. ER EKKI EITTHVAD BOGIÐ VID ÞAÐ? Guðjón Sigurbjörnsson Jón Björnsson Alþýðublaðið ræðir við verkafólk um stöðuna í samningamálunum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.