Alþýðublaðið - 06.04.1975, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 06.04.1975, Qupperneq 6
HUGLEIÐINGAR IIM DALLV í tilefni af rally FÍB sem fer fram um hvítasunnuna BÍLAR OG ÍJMFERÐi Umsjón: Þorgrímur Gestsson Vegirnir okkar, sem við blótum vanalega f sand og ösku, þegar við á sumarleyfisferðum um landið erum að hrista i sundur bilana okkar, týna púst- rörum og hljöðkútum og eyði- leggja dempara hafa upp á einr þann möguleika að bjóða, sem við hugleiðum sjaldan. Þeir eru eins og ætlaðir til að stunda á þeim þá iþrótt, sem til skamms tima var nær óþekkt hér á landi, en nú verður upp tekin og stunduð i fyrsta sinn um hvita- sunnuna, sem er 18. og 19. mai. Þessi grein iþrótta er nefnd rally á útlendu máli, — en hefur ekki fengið fslenskt nafn ennþá frekar en aðrar greinar þeirra iþrótta, sem nefndar eru einu nafni „bflasport”. En væntan- lega liður ekki á löngu þar til orðhagir menn finna islenskt nafn við hæfi. Það verður að teljast nokkuð undarlegt að rally skuli ekki hafa verið stundað á Islandi fyrr, það hefur verið stundað áratugum saman i flestum nágrannalöndum okkar, og i Bretlandi er þetta mjög vinsælt sunnudagasport, — þar taka hundruð eða jafnvel þúsundir manna þátt i stuttum rallyum um hverja helgi, auk stóru rallyanna þar sem eknir eru nokkur þúsund kilómetra. 1 Danmörku er þetta lika mjög vinsæl iþrótt, og keppt um Danmerkurmeistaratitil á hverju ári. En á tslandi þar sem ekki þarf að fara nema stutt út fyrir þétt- býli til þess að komast á góða rallyvegi hefur aldrei verið haldin aksturskeppni i nokkurri mynd, nema torfærukeppni éppa nú á allra siðustu árum og góðakstur i þéttbýli — og þó höfum við orð frægra rally- manna fyrir þvi, að islensku vegirnir séu jafnvel „betri” en vegirnir, sem ekið er á i Austur- Afriku safari. En það er ekki nóg, að aðstæður séu góðar, þegar umferðarlögin eru þannig, að innan ramma þeirra ererfitt að koma „bilasportinu” fyrir — til þess þarf laga- breytingar og þær laga- breytingar þurfa alþingismenn að samþykkja. Alþingismenn- irnir þurfa hinsvegar að hugsa um almenningsálitið (atkvæðin sin), og til þessa hefur að minnsta kosti verið álitið, að almenningsálitið sé á móti kappakstri. En hvað er rally? Hingað til hafa menn svarað þvi einfald- lega þannig, að rally sé kapp- akstur, — en það er mikill mis- skilningur. Rally er frekar þol- akstur þar sem ekin er ákveðin vegalengd á ákveðnum tima, ýmist I dagsljósi eða myrkri,.og á milli endastöðva er nákvæmt tima-og hraðaeftirlit. Séu menn of lengi á milli þessara eftirlits- staða eru dregin af þeim stig, og sömuleiðis ef þeir eru of fljótir. Þannig er ákvarðaður viss meðalhraði, sem keppendur verða að halda, og á meðan ekki fást undanþágur frá reglum um hámarkshraða hér verður keppnin einfaldlega höfð innan ramma þeirra. Hinsvegar er keppnisleiðin valin með það fyrir augum, að sá tiltöiulega litli hraði, sem er leyfður, verður erfiður og gerir miklar kröfur til ökumannanna. Þetta er algengasta fyrirkomulagið á rally, en þegar um er að ræða alþjóðlegt rally á leiðum eins og London-Mexico eða London Sidney, eða Austur-Afriku safari, eru engin hraðatakmörk, og eingöngu um það að ræða að komast á leiðarenda á sem skemmstum tima. Þar er lika ekki minnstur vandinn að komast yfirleitt á leiðarenda, en stór hluti keppenda verður yfir- leitt að hætta keppni vegna ýmissa óhappa. Um slys á mönnum er þó varla að ræða, þvi rallybilar eru allir styrktir og búnir þeim besta öryggis- búnaði sem völ er á. Rally gengur þannig fyrir sig, að I hverjum bil eru tveir menn. Annar ekur en hinn hefur ná- kvæma leiðarlýsingu og segir ökumanninum til um hvar aka skal —hvenær óhætt er að aka á hámarkshraða og hvenær nauðsynlegt er að draga úr ferðinni vegna hindrana, sem eru framundan. Þar eru um að ræða þéttbýli, brú eða annað, sem merkt er inn á kortið- Aðstoðarmaðurinn hefur lika skeiðklukku og tekur timann á milli ákveðinna punkta þannig að ökumaðurinn getur fylgst nákvæmlega með þvi, hvort hann er á eftir áætlun eða á undan. Og ef hann er á undan áætlun stöðvar hann einfaldlega bilinn og biður þar til liklegt er að hann komi á næsta timatöku- stað á rettum tima, með þvi að aka á réttum hraða. En það er betra að vera ekki of mikið á undan áætlun, þvi á milli hinna opinberu timatökustöðva eru faldar stöðvar þar sem hraðinn er mældur, yfirleitt með aðstoð lögreglu. Þeir sem eru staðnir að þvf að aka á of miklum hraða (oft er miðað við 20% yfir leyfi- legum hraða) fá svo mörg stig i minus, að betra er að hypja sig heim. Það er aðstoðarmaðurinn, sem hefur eftirlit með öllu þessu, en auk þess verður hann að sjá um, að ekin sé rétt leið, þvi sá sem fer framhjá eftirlits- stöð er úr leik. Þannig byggist keppnin ekki siður á eftirlits- manninum en ökumanninum sjálfum. Það erfiðasta i rally eru þó hraðakaflarnir. Þar er um að ræða lokaða vegarspotta, misjafnlega langa, þar sem ekkert gildir annað en hraðinn — og þar er hann ekki tak- markaður af öðru en aðstæðum. Vanalega eru það þessir kaflar sem ráða úrslitum i keppninni, þar sem hver sekúnda er reiknuð sem minus i stigaút- reikningnum. Þvi miður eru litlarlikur á þvi, að slikir hraða- kaflar verði i fyrsta islenska rallyinu um hvitasunnuna, og verður ekki annað sagt en mikils sé misst. En vonandi tekst að koma einhverjum undanþáguákvæðum inn i umferðarlögin, sem eru nú i endurskoðun, og það hef ég fyrr satt, að FIB vinni ötullega að þvi máli. Af þessari stuttlegu lýsingu á rally má sjá, að þar er alls ekki um kappakstur að ræða, og ekki er gert ráð fyrir þvi, að keppendur fari framúr hver öðrum. Þarna er eingöngu um að ræða keppni I þoli og úthaldi og keppni um það hverjum tekst að aka með jöfnustum hraða. Að sjálfsögðu er leikni öku- mannsins mikilvæg, þvi reikna má með, að þeir þurfi að aka á tiltölulega miklum hraða við erfiðar aðstæður, svo sem i beygjum og á holóttum og blautum vegum, til þess að halda meðalhraðanum og vinna upp hægan akstur i grennd við þéttbýli, og hugsanlegar tafir vegna bilana. 1 rallyinu um hvitasunnuna er kannski ekki þörf á svo miklu úthaldi, þar sem leiðin er innan við 200 km , en athuga verður, að þetta er aðeins upphafið, það er verið að brjóta isinn og innleiða nýja og spennandi iþróttagrein. Þegar isinn er brotinn myndast möguleikar á að halda hér lengra rally, og þá með þátttöku erlendra rally- manna, — rally sem gefur stig i alþjóðlegu rallykeppninni, og rally sem gefur Islandi nýja möguleika sem ferðamanna- land, og islenskum ökumönnum færi á að spreyta sig á alþjóða vettvangi I grein sem þeir ættu að hafa mikla möguleika á að ná góðum árangri i. Myndirnar með þessari grein voru teknar i rally i Dan- mörku á siðastliðnu sumri. Svíar í fyrsta og þriðja sæti í Austur-Afríku safari rally Austur-Af ríku safari rally lauk á mánudaginn var eftir að keppendur höfðu lagt að baki 5700 km á fimm dögum, og komu Svíarnir Ove Anderson og Arne Hertz á leiðarenda sem sigurveg- arar á Peugeot 504. Þeir hlutu 718 mínusstig. í öðru sæti varð ítalinn Sandro Munari á Lancia Stratos með 756 mínus- stig, en í þriðja sæti Sví- arnir Björn Waldegaard og Hans Thorszelius, einnig á Lancia Stratos, og fengu þeir 837 mínus- stig. Þetta er i annað skipti i 23 ára sögu Austur-Af ríku safari rally, sem sigur vegarinn er ekki heima- maður, en sá heimamað- ur, sem náði bestum ár- angri að þessu sinni lenti í fimmta sæti. Það var Brent Schanklan frá Tanzaniu á Peugeot. 78 þátttakendur hófu keppnina, en aðeins 14 komust á leiðarenda, og þar af urðu sex að hætta á síðasta degi. Talsverðar tafir urðu á keppninni vegna grjótkasts frá íbú- um héraða þar sem ekið var um, sandbylja og hitabeltisrigninga. Sigurvegarinn í Safari rally 1973, Mehta og Drews á Datsun 240 Z „Litla harnið” hjá VW-Polo Enn hefur bæst nýr meðlimur f nýju Voikswagenf jölskylduna, og um leið sá minnsti. Hann hefur hlotið nafnið Polo, og með hon- um hefurlbiliverið settur endapunkturinn á hina nýju VW-línu I bili að minnstakosti, en hún var sett upp fyrir nokkrum árum til þess að vinna upp minnkandi sölu á gamla Volkswagen„bjöll- unni” og kostaði verksmiðjurnar I Wolfsburg tvo framkvæmda- stjóra. t þessari linu eru Passat, Sirocco, Golf, og nú slöast Polo. „Litla barnið” hjá Volkswagen var kynnt fyrst I siðasta mán- uði, en að sögn Sæbergs Þórðarsonar sölustjóra hjá Heklu er ekki von á að farið verði að flytja hann hingað fyrr en I fyrsta lagi næsta haust. Um veröið sagðist hann ekkert geta sagt, nema hann vonaði, að það verði undir milljón, þegar þar að kemur. Litlar sem engar tæknilegar upplýsingar hafa borist um bilinn ennþá, og þvi getum við ekkert frekar um hann sagt umfram það sem segir hér að framan annað en vélin er 900 rúmsm , vatns- kæld, og svipuð að gerð og vélarnar i Passat, Sirocco og Golf. o Sunnudagur 6. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.