Alþýðublaðið - 18.04.1975, Qupperneq 4
Neytendavernd?
Enginn dregur í efa að verzlun
og viðskipti séu snar þáttur i lifi
hvers einasta borgara, yngri og
eldri. Hér á hvert einasta heim-
ili, hvort sem mannmargt er
eða mannfátt, mikilla hags-
muna að gæta. Það liggur þvi i
hlutarins eðli að menn festi
auguá.hvernig þeim málum er
háttað. Og jafnvel þótt verðskyn
manna brenglist, eins ög gerzt
hefurhér i rikum mæli á siðustu
og verstu timum, rriinnir budd-
an á þegar upp er gert og kem-
ur að skuldalúkningu.
Nokkrir tilburðir hafa verið
haföir uppi, til þess að opna
augu neytandans fyrir þvi að
hann eigi þó einhvern rétt. En
það er beizkur sannleikur, að
allt slikt er i ótrúlega miklum
molum. Áhugi stjórnvalda virð-
ist afar takmarkaður i þvi efni
að lita á hagsmuni hins stóra
hóps, neytendanna, sem stærst-
an hlut á að máli. Það virðist
vera nægilegtað hægt sé að kria
út úr landslýðnum með illu eða
góðu, það sem þessir „keisar-
ar” telja sitt. Umhyggjan nær
sjaldan miklu lengra. Það er þó
enn beizkari sannleikur en
áhugaleysið um einhverjar úr-
bætur til handa neytendum með
löggjöf um þeirra rétt, að svo
virðist sem engin rikisstjórn
hafi haft i sér neinn dug, til þess
að taka á verzlunarmálum og
verzlunarháttum öðruvisi en
með belgvettlingum, helzt alls
ekki.
Þegar litið er yfir ástandið i
verzlunarmálunum, verða tveir
aðilar mönnum einkum fyrir
augum, einkaverzlun og hin s.n.
samvinnuverzlun. Óþarft er að
rifja upp að mörg óþvegin orð
hafa fallið fyrr á timum frá
þeim, sem tekið hafa bjargfasta
trú á samvinnuverzlunina, til
heildsala, sem hafa oft verið
notaðir viðlika og Grýla gamla
við börn i upphafi aldarinnar.
Endalaust er hægt að deila um
það sem var. En það er fyrst og
fremst nútiminn, sem menn
standa frammi fyrir og það er
borin von, að unnt sé að skreyta
sig nú með stássfjöðrum eins og
þeim, að samvinnusamtök
Þingeyinga t.d. hafi greitt
örum & Wulffs banahögg á lið-
inni öld. Siðan er mikið vatn til
sjávar runnið, sem virðist hafa,
þvi miður, skolað með sér
drjúgum hluta af hinum fornu
hugsjónum.
Varla verður nú betur séð en að
hinir fornu fjendur, samvinnu-
og einkaverzlun, likist mest ein-
eggja tviburum uppöldum i
sama húsi. Þar virðist ekki hnif-
ur ganga milli i viðskiptum og
viðhorfi til almennings.
Þessa dagana berast okkur
nokkuð kynlegar fréttir um
furðulegt ástand i viðskiptamál-
unum. Um nokkurt skeið hafa
þeir, sem eitthvað hafa fylgzt
með fregnum frá útlöndum, vit-
að að sykur hefur hriðlækkað i
verði þar. Það hefur nýlega
verið upplýst og á vegum nokk-
urra fyrirtækja hér á Reykja-
vikursvæðinu, að unnt sé að
selja þessa vöru á fast að þvi
helmingi lægra verði en verzl-
anir almennt krefja um. Auðvit-
að þurfa þessi fyrirtæki að
kaupa inn á heimsmarkaðs-
verði. En það er nú ekki aldeilis
þvi að heilsa, að fólk fái, að
neinu marki notið þessarar
verðlækkunar. Af hverju? Jú,
vegna þess að hinir stóru inn-
flytjendur eiga svo miklar
birgðir! Þegar svo þess er gætt,
að álagningin miðast við hundr-
aðshluta af innkaupsverði, má
geta sér til um áhugann á að
kaupa ódýrt inn. Það voru fleiri
en utanrikisráðherrann, sem
lögðu leið sina austur fyrir tjald
á dögunum.
Timburkaupmenn stungu þar
einnig við stöfnum. Og nú
upplýsir Morgunblaðið með
stóru ietri, að Rússarnir hafi
slegið 20-22% af timburverðinu.
t undirfyrirsögn upplýsir svo
sama blað, að þessi verðlækkun
komi þó naumast fram i útsölu-
verði! Þarna virðist sama sag-
an á ferð eins og i sykurmálun-
um.
,,..þama vantar i þumalinn
þvi hljóta að borga enn skap-
þungir skilamenn.....” kvað
Jónas Hallgrimsson forðum.
Ætli oliugróðinn hans Einars
verði ekki á svipaða lund? Það
virðast vera æði margir „þuml-
arnir”, sem vantar i' og þarf að
fylla. En það eru ekki „þumlar”
almennings, sem umhyggja er
borin fyrir.
l/ontor í hiim4 ilinn”?
vdllldl 1 M|IUIIh dllllll :
SKEMMTANIR — SKEMMTANIR
HÓTEL LOFTLEIÐIR
Cafeteria, veitingasalur með sjálfsafgreiðslu opin alla
daga.
HÓTEL LOFTLEIÐIR
Blómasalur, opinn alla daga vikunnar.
HÓTEL BORG
við Austurvöll. Resturation, bar og dans i Gyllta
salnuin.
Simi 11440.
HÓTEL SAGA
Grillið opið alla daga. Mfmisbar og Astrabar, opiö alla
daga nema miövikudaga. Simi 20890.
INGÓLFS CAFÉ
við Hverfisgötu. —Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826.
ÞÓRSCAFÉ
Opið á hverju kvöldi. Simi 23333.
SKEMMTANIR — SKEMMTANIR
Ingólfs-Café
Gömludansarnir í kvöld kl. 9
Hljómsveit Garðars Jóhannessonar.
SÓngvari Björn Þorgeirsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826.
Verkakvennafélagið Framsókn
Aðalfundur
félagsins verður haldinn i Iðnó sunnudag-
inn 20. april kl. 14.30.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. önnur mál.
Félagskonur fjölmennið og mætið stund-
vislega.
Sýnið skirteini við innganginn.
Stjórnin.
ÚTIVISTARFERÐIR
Útivistarferðir
Laugardaginn 19/4 :
Helgafell — Valahnúkar, sunnan
Hafnarfjarðar.
Leiðsögumaöur Friörik Danfels-
son.
Sunnudaginn 20/4 :
Sauðadalahnúkar — Eldborgir,
sem Svínahraunsbrunar runnu
frá um miðja 14. öld. Leiðsögu-
maður Jón I. Bjarnason. Brott-
fararstaður B.S.I. (vestanverðu),
brottfarartimi kl. 13, verö 500 kr.
útivist
Lækjargötu 6, simi 14606.
VIPPU - BltSKÖRSHUROlM
Lagerstærðir miðað við múrop^
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
210 - x - 270sm
Aðrar stærðir.smlSaðar eflir beiðni.
GLUGGASMIÐJAN
•Síðumúla 12 - Sími 38220
UR UU SKARiuHIPIR
KCRNELÍUS
JONSSON
SKÚLAVÖROUSIÍG 8
8ANKASTRÆII6
*«"*m5B8-1860'Q
Minningar
spjöld
Hallgríms
kirkju
fást f
Hallgrlmskirkju (GubbrVnds-
stofu), opið virka daga nema
laugardaga kl. 2-4 e.h„ simi 17805,
Bló m a versluninni Domus
Medica, Egilsg. 3, Versl. Hall-
dóru ólafsdóttur, Grettisg. 26,
Versl. Björns Jónssonar, Vestur-
götu 28, og Biskupsstofu, Klapp-
arstig 27.
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —
Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen i
allflestum litum. Skiptum á einum degi
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.
PÓSTUR OG SÍMI
óskar að ráða
BIFVÉLAVIRKJA nú
þegar.
Nánari upplýsingar verða veittar i starfs-
mannadeild Pósts og sima.
Lausar stöður
Deildarstjórastöður i fræðslumáladeiid og verk- og tækni-
menntunardeild menntamálaráðuneytisins eru lausar til
umsóknar. Umsóknarfrestur til 16. mai nk. Umsækjendur
láti fylgja umsókn sinni upplýsingar um menntun og fyrri
störf. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins.
MENNTAMALARADUNEYTIÐ, 16. aprll 1975.
Föstudagur 18. apríl 1975.