Alþýðublaðið - 18.04.1975, Blaðsíða 9
Umsjón: Björn Blöndal
ÍÞKÍTTIK
Dankersen í úrslit:
Axel
nefbrotnaði
„Vonast tii að geta leikið úrslitaleikinn”
„Það á ekki af manni að
ganga”, sagði Axel Axelsson
þegar við höfðum samband
við hann f gær hvernig gengi í
úrslitakeppninni. En eins og
fram hefur komið þá er lið Ax-
els, Dankersen komið i 4ra
liða úrslitakeppnina um
meistaratitilinn þýska.
,,Ég fékk mjög slæmt högg á
nefið á æfingu um daginn”,
hélt Axel áfram. ,,Og hef nef-
brotnað við höggið, þvi ég átti
mjög erfitt um andardrátt.
Það varð svo til þess að ég
varð að leggjast inn á spita
þar sem gerð var aðgerð á
mér. Ég gat þvi ekki leikið
með i fyrsta leiknum í úrslita-
keppninni, en þar lékum við
gegn Hofweier, efsta liðinu úr
suðurdeildinni og unnum
heima 22—11. Það er þvi nær
öruggt að við komumst i úrslit
þvi óliklegt er að þeir nái að
vinna upp þennan markamun i
seinni leiknum.
Þá lék Gummarsbach gegn
Rintheim á útivelli og töpuðu
17—16.
Það eru þvi allar likur á að
við leikum gegn Gummers-
bach i úrslitum þvi óliklegt er
að eitt mark nægi Rintheim á
heimavelli Gummarsbach.
En Rintheim og Hofwier um
3.-4. sætið. Það lið sem hlýtur
meistaratitilinn tekur svo þátt
i Evrópukeppni meistaraliða,
en liðin sem verða i 2.-3. sæti
leika um hvort liðið kemst i
Evrópukeppni bikarhafa sem
verður á dagskrá næsta vetur.
Hvort ég verð með í seinni
leiknum gegn Hofweier get ég
ekki sagt um, en ég vonast til
að geta leikið- með i úrslita-
leiknum”.
Þá sagði Axel að hann hefði
átt viðræðurvið forráðamenn
félagsins og þeir lagt hart að
sér að vera áfram og væri
hann nú kominn i verslunar-
nám og allar horfur á að hann
yrði um kyrrt fyrst um sinn.
Axel Axelsson hefur verið ó-
heppinn i vetur og hefur lltið
getað leikið vegna meiðsla.
Gullbjörninn kominn í gang
Jack Nicklaus
US Masters...
sigraði
- eftir hörku keppni og nú munar aðeins 230
dölum á honum og Johnny Miller en þeir tveir
hafa haft mestar tekjur allra í ár
Um siðustu helgi lauk einni af
meiriháttar golfkeppnum at-
vinnumanna i Bandarikjunum,
Masters golf tournament i
Augusta i Georgia.
Keppnin var mjög spennandi
allt til loka og börðust þá þrir frá-
bærir golfleikarar um efsta sætið,
Jack Niclaus, Tom Seiskopf og
íohny Miller og lauk þeirri við-
ureign með sigri Nicklaus en þeir
Weiskopfog Miller urðu jafnír í 2.
sæti.
Þegar keppnin var hálfnuð
hafði Nicklaus tekið 5 högga for-
ystu, lék þá 36 holurnar i 135
höggum. Næst kom svo Bobby
Nichols með 140 högg, en Weis-
kopf var á 141 höggi og Miller 146
höggum.
Það áttu þvi flestir von á að
Nicklaus ynni auðveldan sigur i
keppninni. En þvi var nú ekki svo
farið og i þriðju umferðinni lék
hann hringinn afar illa eða á 73
höggum og féll við það i 2. sætið
með 208 högg, en Weiskopf náði
forystunni, lék á 66 höggum og
var með 207 þögg. En Miller náði
bestum árangri þann daginn og
lék á 65 höggum og komst við það
i þriðja sætið með 211 högg.
Siðasta umferðin var þrungin
spennu og skiptust þeir Weiskopf
og Niclaus á um forystuna en
Miller fylgdi þeim eins og skugg-
inn.
Nicklaus lék á undan Weiskopf
og þegar hann var að byrja á 16.
holunni, sá hann Nicklaus slá frá-
bært upphafshögg á þeirri 17. og
siðan pútta af 40 fetum.
Þetta hafði slæm áhrif á Weis-
kopf og hann lék 16. holuna á einu
yfir pari.
t lokin áttu svo Weiskopf og
Miller möguleika á að jafna við
Nicklaus en báðum mistókst að
pútta i lokin og Nicklaus bar þar
með sigur úr býtum, lék á 276
höggum eða I2umdir pari.en þeir
Weiskopf og Milliei voru á 277
höggum. En bestum árangri sið-
asta daginn náði Hale Irvin, lék á
64 höggum og skaust i 4. sætið.
tirslit efstu manna i keppninni
urðu þessi:
Jack Nicklaus
Johnny Miller
Tom Weiskop
Hale Irvin
Bobby Nichois
(68-67-73-68)276
<75-71-65-66)277
(69-72-66-70)277
(73-74-71-64)282
(67-74-72-69)282
Le Trevino gekk ekki vel og
hafnaði i 12. sæti á 286 höggum og
sigurvegarinn frá i fyrra og 1961,
Gary Player, varð 29. á 292 högg-
um.
Jack Nicklaus hlaut 40 þúsund
dali i verðlaun og munar nú að-
eins 230 dölum á honum og
Johnny Miller sem hefur haft
mest fyrir sinn snúð á árinu.
Miller hefur haft 149.470.00 dali,
en Nicklaus 149.240.00. 1 þriðja
sæti er Tom Weiskopf með
112.000.00 og fjórði Bob Murphy
með 82.000.00 dali.
Þetta er i fimmta skipti sem
Jack Nicklaus sigrar Masters
golf keppnina oghefur engum tek
ist það fyrr. Tom Weiskopf náði
lika árangri, sem engum hefur
tekist fyrr en hann hefur náð 2.
sætinu i fjögur skipti i þessari
keppni.
Þvi má bæta við að þetta er
þriðja meiriháttar keppnin sem
Nicklaus vinnur nú á stuttum
tima. En siðustu keppni atvinnu-
manna fyrir Masters keppnina,
Greensboro Open, sigraði Weis-
kopf.
Þvi má bæta við að það voru
þekkt nöfn sem féllu úr Masters-
keppninni, en til að komast áfram
urðu keppendurnir að leika fyrstu
Jack Nicklaus púttaði af 40 fetum
á 17. hoiunni í siðustu uniferðinni.
tvo hringina undir 148 höggum.
Má þar nefna Tony Jacklin sem
lék á 151 höggi, Peter Oosterhuis
á 151 höggi, Lee Elder á 152 og
Bruse Carmton á 155 höggum. En
þeir voru alls 30 keppendurnir
sem komust ekki áfram.
MUNIO
Ibúðarhappdrætti H.S.I,
2ja herb. ibúðað
verðmæti kr. 3.500.00.
Verð miða kr. 250.
I þr óttafréttar i tarar
fá aðstöðu í
íþróttamiðstöðinni
1 gær afhenti Gisli Halldórs-
son forseti ÍSl,íþróttafréttarit-
urum formlega aðstöðu i
íþróttamiðstöðinni i Laugar-
dalnum. Eneinsog kunnugter
þá hafa nær öll sérsambönd
innan ISÍ þar aðstöðu fyrir
starfsemi sina.
Jón Asgeirsson formaður fé-
lags iþróttafréttaritara tók við
lyklunum að herberginu og
þakkaði fyrir hönd samtak-
anna.
Jón gat þess að félagið stæði
nú i' stórræðum þar sem þing
iþróttafréttaritara Norður-
landa yrði haldið hér i sumar.
Væri mikill áhugi fyrir þessu
þingi hjá frændum okkar og
væri útlit fyrir að færri kæm-
ust hingað en vildu.
Það væri mikið verkað und
irbúa slik þing og kæmi þvi
þessi aðstaða sér vel.
Þá má bæta þvi' við að aðal-
fundur samtakanna verður
haldinn i hinum nýju húsa-
kynnum i kvöld.
Föstudagur 18. apríl 1975.