Alþýðublaðið - 18.04.1975, Side 12
alþýðu
m\m
Plastiffi 1.1
PLASTPOKAVERKSMIÐJA
Símar 82639-82655
Votnogörfcum 6
Box 4064 — Reykjavlk
GUNNAR THORODDSEN Á IÐNÞINGI:
STEFNT AO
TOLLFRELSI
TÆKJA TIL
IONAOAR
Samþykkt lán Iðnlánasjóðs á
árinu 1974 námu samtals 420.5
milljónum króna, sem er tæp-
lega þriðjungur af heildarupp-
hæð þeirra lánsumsókna, sem
bárust honum á árinu, en þær
námu samtals 1.341 milljón
króna.
Þetta kom í'ram i ávarpi, sem
Gunnar Thoroddsen, iðnaðar-
ráðherra, flutti á aðalfundi Fé-
lags islenskra iðnrekenda i gær.
Ráðherra sagði ennfremur:
,,Er augljóst að stefna verður að
verulegri eflingu útlánagetu
sjóðsins, frá þvi sem nú er”.
1 ávarpi iðnaðarráðherra kom
fram að stofnlánasjóðir iðn-
aðarins eru tveir, Iðnlánasjóður
og Iðnþróunarsjóður. Iðnþró-
unarsjóður tók til starfa við inn-
göngu tslands i EFTA og veitir
hann lán til fjárfestingar i út-
fiutningsiðnaði, svo og þeirra
fyrirtækja, sem verða fyrir vax-
andi samkeppni á innanlands-
markaði vegna aukinnar fri-
verslunar. Til þessa hefur sjóð-
urinn getað sinnt svo til öllum
lánsbeiðnum, sem að mati
stjórnar og framkvæmdastjórn-
ar hafa fallið undir verksvið
sjóðsins og verið taldar láns-
hæfar. Samþykkt lán Iðnþró-
unarsjóðs á árinu 1974 námu
434.2 milljónum króna. Iðnlána-
sjóður hefur mun viðtækara
verksvið en Iðnþróunarsjóður,
enda tekur hann einnig til hvers
kyns þjónustuiðnaðar, en, svo
sem fyrr segir, gat hann hvergi
nærri sinnt öllum umsóknum á
árinu 1974.
t ávarpi ráðherra kom enn-
fremur fram, að til athugunar
hefur verið, að sameina Iðn-
lánasjóð og Iðnrekstrarsjóð,
sem stofnaður var til styrktar
útflutnings og öflunar erlends
markaðar, og gera þá að sér-
stakri deild, framleiðnideild,
sem hefði það hlutverk að að-
stoða iðnaðinn enn frekar við
aðlögun að breyttum aðstæðum
og vaxandi samkeppni, vegna
aukinnar friverslunar og tolla-
lækkunar.
Meðal þeirra aðgerða, sem
verða mættu til stuðnings
islenskum iðnaði, nefndi ráð-
herra svo áfangalækkun og end-
anlega niðurfellingu á aðflutn-
ingsgjöldum af vélum og tækj-
um, sem flutt eru inn tii iðn-
aðarframleiðslu. Um það atriði
sagði ráðherra: „Inn i fjárlög
1975 voru þvi sett heimildará
kvæði þess efnis, að fella mætti
niður eða endurgreiða að hálfu
söluskatt af vélum og tækjum til
samkeppnisiðnaöar. Kom þessi
lækkun til framkvæmda i árs-
byrjun 1975. Hér er aö visu að-
eins um áfanga að ræða og verð-
ur unnið að þvi, að fella niður
aðflutningsgjöld af þessum
mikilvægu fjárfestingarvörum
iðnaðarins, svo fljótt sem verða
má.
Siðan ræddi ráðherra verð-
lagsmál og minntist á, að unnið
væri að nýrri löggjöf um verð-
myndun, viðskiptahætti og
verðgæslu. Ennfremur minntist
hann á langtima iðnþróunará-
ætlun, sem unnin var á árunum
1971—1973 og að lokum ræddi
svo ráðherra um hugsanlega
tækniþjónustu við iðnaðinn og
kvað brýna nauðsyn bera til
þess, að auka stórlega framboð
á alhliða þjónustu, sem iðnfyrir-
tækin hafa möguleika á að hag-
nýta sér, bæði á viðskiptalegu
og tæknilegu sviði. Minntist
hann, i þvi sambandi, á frum-
varp um Iðntæknistofnun Is-
lands, sem nú er til endurskoð-
unar i iðnaðarráðuneytinu og
kvaðst vænta þess að leggja það
fram, annaðhvort á þessu þingi
eða i byrjun þess næsta.
KÓPAVQGS APÓTEK
Opið öll kvöld til.kl. 7
iaugardaga til kl. 12
SENDIBIL ASTOÐIN Hf
NIÐURSKURÐUR BORGARINNAR
660 MILLJÓNIR
ALDRAÐIR SVIKNIR
UM 95 MILLJÓNIR
„Það hlýtur að vekja sérstaka
athygli fólks og þá alveg sérstak-
lega hins almenna launþega, að
álagning aðstöðugjalda er engan
veginn i hámarki, enda þótt
heimildarákvæði um hækkun út-
svarsálagningar hafi verið gjör-
nýtt strax við gerð fjárhagsáætl-
unar á sl. hausti.
Þetta gerist samtimis þvi og
skera á niður framlag til félags-
mála um hvorki meira né minna
en 200 milljónir króna, þar með
taldar 95 milljónir króna, sem er
beinn niðurskurður á framlögum
til stofnana iþágu aldraðra”.
Þannig fórust Guðmundi
Magnússyni, borgarfulltrúa Ai-
þýðuflokksins, m.a. orð i ræðu i
borgarstjórn Reykjavikur i gær,
þegar rætt var um tiliögur meiri-
hluta Sjálfstæðisflokksins um
stórkostlegan niðurskurð á fjár-
hagsáætlun borgarinnar.
Guðmundur sagði ennfremur:
„Fullnýting aðstöðugjaldsins
hefði þýtt það, að borgarstjórn
hefði staðið við loforð sin og
skuldbindingar gagnvart gamla
fólkinu um byggingu stofnana i
þágu þess.
Það er ekki til of mikils mælst,
að borgarstjórn standi við fyrir-
heit sin i þessum efnum á yfir-
standandi ári, þegar þess er gætt,
að á siðasta ári voru aðeins not-
aðar 20 milljónir af þeim 140 mili-
jónum, sem samþykkt var á sin-
um tima að verja til þessara
hluta”.
Tillögur meirihluta Sjálfstæðis-
flokksins i borgarstjórn um
„breytingar á fjárhagsáætlun”
gera ráð fyrir niðurskurði, sem
nemur samtals 660 milljónum
króna. Þar af niðurskurði bygg-
ingarframkvæmda, sem nemur
289,7 milljónum króna, niður-
skurði félagsmála, sem nemur
200 milljónum króna og niður-
skurði gatna- og holræsagerðar,
sem nemur 169,6 milljónum
króna.
Guðmundur Magnússon,
borgarfulltrúi Alþýðuflokksins,
lagði rika áherslu á, að þrátt fyrir
erfiðleika i fjármálum Reykja-
víkurborgar verði gamla fólkið i
borginni ekki svikið á marggefn-
um loforðum. Hann lagði til eftir-
farandi tillögu:
„Borgarstjórn Reykjavikur er
ljóst, að brýna nauðsyn ber til
þess að hraða sem mest bygg-
ingarframkvæmdum i þágu aldr-
aðra, bæði byggingu ibúðarhúsa
og hjúkrunarheimila.
Borgarstjórn telur þvi ekki
koma til greina að skera niður
fjárveitingu þá, sem er i fjár-
hagsáætlun yfirstandandi árs til
stofnana i þágu aldraðra.
Borgarstjórn samþykkir að
koma nú þegar á fót byggingar-
nefnd til þess að gera tillögu um
ráðstöfun umræddrar fjárveit-
ingar”.
» AF F0RSIÐU »
RÁDUNEYTISATÖK
ingu i stöðuna. Lauk svo vinnu-
degi almennra starfsmanna
ráðuneytisins, að ekki var séð
fyrir endann á málinu, né hver
áhrif mótmælin og átökin öll
hefðu.
í fyrrakvöld var siðan þeirri
fyrirspurn komið til Sigurðar,
hvort hann tæki setningu i starf
öryggisatriði á vinnusvæðinu
sem hefur verið ábötavant, og
loks hafa þeir lofað aðkoma til
móts við verkalýðsfélögin um
lausn þess ágreinings, sem
upp hefur komið.
Ekki er ætlunin, að
• Júgóslavarnir kippi þessum
málum i lag alveg hjálpar-
laust, þvi Landsvirkjun mun
veita þeim fjárhagslega fyrir-
greiðslu á þann hátt, að af-
borganir á fyrirframgreiðsl-
um þeim, sem þeir fengu hjá
Landsvirkjun i upphafi fram-
kvæmdanna, verður seinkað.
og auk þess verður fjárupp-
deildarstjóra fræðsludeildar til
bráðabirgða, væri staðan auglýst
strax daginn eftir laus til um-
sóknar, og féllst hann á það.
Að lokum er rétt að taka fram,
að auglýsingin um hinar lausu
stöður birtist fyrst i hádegisút-
varpi, einum átta klukkustundum
eftir að Alþýðublaðið kom úr
prentun i gær.
hæð, sem haldið er eftir af
mánaðarreikningi þeirra,
lækkuð — að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum þó og
gegn fullnægjandi banka-
tryggingu. Þá hafa
Júgóslavarnir lofað að flytja
inn fjármagn til að tryggja
öruggan framgang verksins,
svo þvi megi ljúka á tilsettum
tima.
Þessilausn mála er árangur
af viðræðum Landsvirkjunar,
verkfræðilegra ráðunauta og
Energoprojekt, — en fulltrúar
Alþjóðabankans tóku einnig
þátt I þeim.
Enn iafntefli
FRIÐRIK:
„EKKI ÖLL
NÖTT ÖTI”
Friðrik ólafsson og Ulf
Anderson sömdu um jafntefli
eftir að hafa leikið tvo leiki af
biðskák sinni úr sjöundu umferð
i gærkvöld.
Ljubojevic og Mecking eru
enn efstir, en Friðrik er I 7. sæti.
„Það er ekki öll nótt úti,”
svaraði Friðrik er við ræddum
við hann I gærkvöldi og spurð-
um hann hvort hann teldi sig
enn eiga möguleika á að blanda
sér í lokabaráttuna um efstu
sætin.
Keppendur áttu fri I gær, að-
eins ein biðskák var tefld.
Petrosjan sigraði Bellon. 1 dag
teflir Friðrik við Visier.
» AF F0RSIÐU »
SLÖR JIÍSÖSLAVA
FIMM ó förnum vegl
Ertu fylgjandi auknu frelsi í sambandi við fóstureyðingar?
Gunnar Karlsson, sjómaður:
„Já, það er ég, en aðeins að tak-
mörkuðu leyti. Ég vil alls ekki
gefa þær algerlega frjálsar og
hygg að félagsráðgjafar og
læknar eigi að hafa mikið að
segja um þær”.
Svava Gestsdóttir, sjúkraliði:
„Nei, alls ekki. Ég vil halda
þeim máium sem mest i sömu
skorðum og verið hefur. Konan
á alls ekki að ráða ein, hvort
fóstureyðing er framkvæmd eða
ekki”.
Sigrlður Ester Hansdóttir,
skrifstofustúlka: „Nei, ég er al-
gerlega mótfailin þvi. Það má ef
til vill taka meir tillit til félags-
legra aðstæðna en gert er, en
alls ekki að gera þær frjálsar”.
Kormákur Eiriksson, nemi:
„Nei, ég vil alls ekki hafa fóst-
ureyðingar frjálsar. Það hefur
að visu ekki reynt neitt á skoð-
anir minar i þessum efnum, þar
sem ég hef aldrei átt hlut að
fóstri, en ég tel þó að strangar
reglur verði að gilda um slik
mál”.
Guðmundur Eiriksson, nemi:
„Nei, ég vil alls ekki gefa þær
frjálsar. Ef sjúkdómar, eða ein-
hverjar sérstakar aðstæður eru
fyrir hendi, þá er auðvitað sjálf-
sagt að veita heimild til fóstur-
eyðingar, en þar vil ég setja
markið.”