Alþýðublaðið - 24.04.1975, Síða 1
FRIÐRIK SIGRAR ENN
BAKSIÐA
URSL.IT I EVROPULEIKJUNUM
DERBY ENGLANDSMEISTARI
IÞROTTIR
BLS. 13
VERÐUR METIÐ SLEGIÐ I AR?
Um áramót heimilaði rikis-
stjórnin Landsvirkjun að hækka
heildsöluverð á rafmagni um
25% og aftur að hækka það um
11% frá og með 15. april s.l.
Til þess að mæta þessum
hækkunum til Landsvirkjunar
hafa rafveiturnar séð sig
knúnar til að hækka útsöluverð
á rafmagni til neytenda, en alls
hefur rafmagnsverð til
neytenda frá Rafmagnsveitu
Reykjavikur hækkað um 26,35%
frá áramótum, en frá Rafveitu
Hafnarfjarðar um 26,87%.
Alþýðublaðið hefur tekið
saman þær hækkanir, sem orðið
hafa hjá þessum tveimur raf-
magnsveitum siðastliðinn þrjá
og hálfan mánuð.
1. janúar hækkaði rafmagn
frá Rafmagnsveitu Reykja-
vikur um 9,3% og 30. janúar
hækkaði rafmagn hjá Rafveitu
Hafnarfjarðar um hiö sama. 1.
mars s.l. hækkaði rafmagn hjá
báðum veitunum um 0.76 vegna
söluskattshækkunar. 1. april s.l.
hækkaði rafmagn hjá um-
ræddum rafmagnsveitum um
RAFMAGNIÐ HEFUR HÆKKAÐ
UM 26% FRÁ ÁRAMÓTUM
10% „vegna gengisfellingar
krónunnar”. Siðasta hækkunin
kom siðan 15. april s.l. og nam
hún 4,3% hjá Rafmagnsveitu
Reykjavikur, en 4,73% hjá Raf-
veitu Hafnarfjarðar.
Samkvæmt verðþróuninni
fyrstu mánuði þessa árs virðist
rafmagnsverðið ekki ætla að
hækka minna i ár en árið 1974. Á
milli áranna 1973 og 1974
hækkaði rafmagnsverð til neyt-
enda yfir 100%. 31. desember
1973 var meðalverð á raforku i
krónum á hverja kilóvattstund
til heimilisnota i Reykjavik kr.
3,51, en var 31. desember 1974
kr. 7,76 og er kilóvattstundin nú
alveg um kr. 10.00,-
RALLYIÐ
24. MAÍ
HENRY LIDD0N
YFIRDÓMARI
Þrjátiu ökumenn höfðu i gær
látið skrá sig i fyrstu islensku
rallykeppnina, sem FIB stendur
fyrir, en hún fer fram laugardag-
inn 24. mai. öpinber skráning
keppenda er þó ekki hafin, svo
ekki reyndist unnt að fá upplýs-
ingar um það, hverjir ætla að
taka þátt i rallyinu, nema hvað
meðal þeirra verður Magnús
Helgason, sem sigraði góðakst-
urskeppni Bindindisfélags öku-
manna siðast. Yfirdómari keppn-
innar verður rallymaðurinn
Henry Liddon.
Keppninni hefur verið frestað
um viku frá þvi sem var, þegar
Alþýðublaðið skýrði fyrst frá
henni, en þá var fyrirhugað að
halda hana á hvitasunnudag.
Frestunin var gerð að beiðni lög-
reglunnar, til þess að minnka lik-
urnar á umferðaröngþveiti, þeg-
ar sameinast þessi viðburður og
venjuleg hvitasunnuumferð.
Bilunum verður skipt i tvo
flokka og eru fólksbilar i öðrum
en éppar i hinum. Verðlaun i
fólksbilaflokkunum eru 50
þús. 30 og 15 þús. krónur, en,
éppaflokknum 30, 20 og 10 þúsund
krónur. Leiðin sem ekin verður er
154 kilómetrar og 145 metrar, en
hún verður ekki gefin upp fyrr en
rétt fyrir keppni að öðru leyti en
þvi, að byrjað og endað verður við
Hótel Loftleiðir.
Nánari lýsing á keppninni og
reglum hennar verður i bilasið-
unni i sunnudagsblaði Alþýðu-
blaðsins.
NtJ ER SA DAGUR, SEM ÍSLENDINGAR HAFA
HVAÐ LENGST OG INNILEGAST FAGNAÐ.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÓSKAR LESENDUM SÍNUM
OG LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐILEGS
SUMARS.
Fsr Borgarfjarðar-
brúin nú forgang?
,,Ég hef ekki trú á, að vegar-
kafli, sem kominn er á vegaáætl-
un, verði tekinn af”, sagði Hall-
dór E. Sigurðsson samgönguráð-
herra, þegar Alþýðublaðið innti
hann eftir þvi i gær, hvort likur
væru á, að fyrirhuguð brú yfir
Borgarfjörð yrði hugsanlega ein
af þeim framkvæmdum, sem
skorin yrði niður i fyrirhugaðri
sparnaðaráætlun rikisstjórnar-
innar.
Ráðherra sagði, að raunar sé
ekki búið að ræða þessi mál á Al-
þingi, en hann hafi enga trú á að
þessari framkvæmd verði frest-
að, en byrjað á henni i sumar,
eins og fyrirhugað var.
Þá sagði Sigurður Jóhannsson,
vegamálastjóri i' samtali við Al-
þýðublaðið, að venjulega sé sú
regla viðhöfð, þegar frestað er
vegaframkvæmdum, sem komn-
ar eru á vegaáætlun, að þær
framkvæmdir eru látnar ganga
fyrir, sem áður hafi verið frestað.
Sagði vegamálastjóri, að brú
yfir Borgarfjörð hafi verið á
vegaáætlun fyrir árin 1972—1975,
og ætlunin hafi verið að hefja
framkvæmdir við hana i fyrra.
600 MANNS
SAGT UPP
Verkafólki i þremur stærstu
fiskiðjuverum borgarinnar, BÚR,
Kirkjusandi og Isbirninum hefur
nú verið 'sagt upp vinnu vegna
fyrirsjáanlegs og þegar orðins
hráefnisskorts. Ekki hefur tekist
að afla upplýsinga um heildar-
mannfjölda, en giska má á, að hér
sé um 500-600 manns að ræða.
29 MILUARBAR NVILA A RIKIS-
SIÖBI VEGNA SPARILANANNA
Siðastliðin tiu ár hefur rikis-
sjóður i sivaxandi mæli gefið út
visitölutryggð skuldabréf og boð-
ið út á almennum markaði. Hefur
þetta verið gert i þvi augnamiði,
að afla fjár til ýmissa fram-
kvæmda, svo sem vegagerðar,
skólabygginga og annarra, og er
þess skemmst að minnast, að i
fjáröflunarskyni til hringvegar-
ins um landið, var boðið út rúm-
lega fjögur hundruð milljón króna
skuldabréfalán á siðastliðnu ári.
A yfirstandandi ári, árinu 1975,
er þegar ljóst, að gefin verða út
skuldabréf með visitölutrygg-
ingu, að nafnverði um 700 millj-
ónir króna, að minnsta kosti. Með
þvi láni eru i umferð visitölu-
tryggð skuldabréf, útgefin af
rikissjóði, að nafnverði samtals
2.845 milljónir króna, þar af
skuldabréf að nafnverði 764 millj-
ónir, sem þegar eru innleysanleg.
Ofan á nafnverð bréfanna bæt-
ast vextir, i flestum tilvikum 6%
ársvextir að meðaltali, og verð-
bætur, sem miðaðar eru við bygg-
ingarvisitölu og eru ákaflega
misjafnar eftir útgáfutima bréf-
anna. Til dæmis lætur nærri að
þau spariskirteini, sem gefin voru
út á árinu 1965 samtals 75 milljón-
ir að nafnverði, hafi um það bil ti-
faldast að verðmæti, þannig að
innleysing þeirra nemur ekki
undir 750 milljónum króna. Þá
má geta þess, að þau spariskir-
teini, sem gefin voru út árið 1964
og komu til innlausnar fyrir sið-
ustu áramót höfðu nær þrettán-
faldast að verðgildi og kostar þvi
Brúin væri hins vegar ein af þeim
framkvæmdum, sem þá var
frestað, og þvi hljóti hún að verða
ein af þeim framkvæmdum, sem
hafa forgang nú. ,,En hins vegar
ersami vandi á höndum varðandi
þessa brúargerð nú og þegar
henni var frestað i fyrra, að nú er
allt orðið ennþá dýrara en þá
var”, sagði vegamálastjóri.
innleysing þeirra, sem ekki eru
þegar greidd um 715 milljónir
króna.
Miðað við að hvert lán fyrir sig
tifaldist að verðgildi, sem er ekki
óliklegt, miðað við að verðbólga
verði rétt i islensku meðallagi á
næstu árum, er það ljóst, að inn-
leysing þeirra lána, sem nú eru á-
hvilandi rikissjóði, vegna útgáfu
spariskirteinanna, kostar ekki
minna en 28 milljarði króna, eða
28.450 milljónir.
KLEIFAR-
VATNS-
SKÝRSLAN
TÝND?
„Skýrslan vegna tækjanna,
sem fundust i Kleifarvatni,
hefur þegar verið send til
dómsmálaráðuneytis, þannig
að við i utanrikisráðuneytinu
teljum okkur lausa allra mála,
hvað hana varðar”, sagði Pét-
ur Thorsteinsson, ráðuneytis-
stjóri i utanrikisráðuneytinu, i
viðtali við Alþýðublaðið i gær.
„Um níðurstöður okkar er
ég ekki reiðubúinn að tjá
mig”, sagði Pétur ennfremur,
„það væri næst að leita til
ráðuneytisstjóra dómsmála-
ráðuneytis, sem væntanlega
hefur skýrsluna nú með hönd-
um”.
Alþýðublaðið hafði samband
við dómsmálaráðuneytið og
þar sem Baldur Möller, ráðu-
neytisstjóri, var ekki viðlát-
inn, varð fyrir svörum Ólafur
Walter Stefánsson, fulltrúi.
„Ég vil ekki tjá mig
um þetta mál”, sagði Ólafur
,,og raunar vil ég ekki einu
sinni kynna mér það. Það hef-
ur enginn hér fjallað um það,
annar en ráðuneytisstjóri
sjálfur og verða fyrirspurnir
um það að biða þess, að hann
komi úr frii”.
Alþýðublaðið hafði enn-
fremur samband við dóms-
málaráðherra, Ólaf Jóhannes-
son:
„Ég get ekki sagt til um það,
hvenær opinberrar skýringar
á Kleifarvatnsmálinu er að
vænta, þar sem málið er i
höndum utanrikisráðuneytis,
en ekki dómsmálaráðuneyt-
is”, sagði dómsmálaráðherra,
,,og sé hún þar ekki. hlýtur
hún að hafa verið send sak-
sóknara, en ekki dómsmála-
ráðuneyti”.
Alþýðublaðið gat þvi ekki
fengið óyggjandi upplýsingar
um það i gær, hvar Kleifar-
vatnsskýrslan er niðurkomin.