Alþýðublaðið - 24.04.1975, Síða 3

Alþýðublaðið - 24.04.1975, Síða 3
REKSTUR AKRABORGARINNAR STRAND í REYKJAVÍKURHÖFN? „Það hefur gengið mjög vel vinna við væntanlega aðstöðu Akraborgar hér á Akranesi og ég reikna með að hún verði tilbúin um miðjan júni,” sagði Guð- mundur Vésteinsson einn af stjórnarmönnum Skallagríms h/f, sem gerir Akraborgina út. i simtali við Alþýðublaðið. „Það er komið efni i ferjubrýr bæði i Reykjavik og hér á Akra- nesi og ég held, að lausn á aðstöð- unni i Reykjavik komi samhliða aðstöðunni hér. Að minnsta kosti hefur samgönguráðherra heitið okkur þvi. Þetta má þó ekki drag- ast mikið meira fyrir sunnan og það ræður úrslitum að takist að koma þessari aðstöðu upp fyrir sumarið og óneitanlega erum við, orðnir óþreyjufullir eftir að fa niðurstöðu,” sagði Guðmundur ennfremur. Um rekstur Akraborgarinnar sagði Guðmundur: „Égsegiekki, að hann hangi á horriminni, en þvi er ekki að neita, að útgerðin hefur lent i erfiðleikum yfir vetr- armánuðina, sérstaklega vegna þess að bryggjuaðstöðuna vant- aði. Það hefur hins vegar verið mikil hjálp í skemmtanahaldinu, sem verið hefur um borð.” Hjá hafnarstjóranum i Reykja- vik var blaðinu tjáð að ekkert nýtt væri af þessu máli að frétta. Sam- gönguráðuneytinu hafi verið sent bréf, þegar fjárhagsáætlun hafn- arinnar var gerð. Það hefur verið ræðst við, en endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir. ENGAR HORFUR Á SKJÓTRI LAUSN HJÁYFIRMÖN NUM Hásetar og yfirmenn á togara- flotanum mættu hjá sáttasemjara i fyrradag. „Engin niðurstaða og raunar varla nokkurt samtal fór fram viðsamninganefnd háseta”, sagði Hilmar Jónsson við blaðið i gær. „Fundur hefur ekki verið boðaður, en það liggur i loftinu að hann gæti orðið á föstudaginn”, sagði Hilmar. Blaðið hafði sam- FYRlR BÖRNIN Barnavinafélagið Sumargjöf gengst, að vanda, fyrir hátiða- höldum barna i dag, sumardag- inn fyrsta. Efnt verður til sex skrúðgangna sem hér segir: Kl. 13.15 Frá mótum Þórufells- og Brciðholtsbrautar. Frá Hvassa- leitisskóla. Frá Leikvellinum við Alftamýri,og kl. 14.15. Frá Árbæj- arsafni. Frá Vesturbæjarskóla við öldugötu. Frá mótum Lang- holtsvegar og Álfheima. Lúðrasveitir leika fyrir öllum göngunum. Sex inniskemmtanir verða I borginni i þessum húsa- kynnum. t Austurbæjarbió kl. 2 og kl. 3.30. Þar verður frumsýndur leikur með söngvum, byggður á æfintýr- um. Hópvinna nemenda SAL. i Réttarhoitsskóla ki. 2 og kl. 4. Brúðuleiksýning, Leikbrúðuland sýnir þætti fyrir börn 10-12 ára t Brciðhoitsskóla kl. 2 og Arbæj- arskóla ki. 4. Nemendur úr Fósturskóla Islands annast skemmtunina, ætlaða börnum 2-10 ára. Aðgöngumiðar verða seldir á skemmtistöðunum frá 10-12 og eftir kl. 1, nema i Austurbæjarbfó frá kl. 11. Kvikmyndasýningar verða I Austurbæjar-, Hafnar-, Gamla- og Nýja bíói. Hestamannafélagið Fákur leyf- ir börnum yngri en 10 ára, að koma á hestbak við gamla skeið- völlinn kl. 4-5 siðdegis. Merki Sumargjafar verða seld, og afhent i öllum barnaskólum borgarinnar 10-12. Þá verða og seldir islenskir fánar á sömu stöðum og I skrúðgöngunni. band við Ingimar Einarsson framkv.stj. FÍB og spurði hann um horfur. „Mér sýnast ekki horfur á skjótri lausn”, var hið eina, sem hann vildi segja. Alþýðublaðið hefur aflað sér upplýsinga um kröfur yfirmanna, sem einnig eru nú hjá sáttasemj- ara og eru eins og hér segir: 1. Mánaðarkaup yfirmanna verði kr. 70 þúsund. 2. Dagpeningar, þegar skip liggurihöfn til viðgerðar kr. 3500. 3. Fæðispeningar i landi verði kr. 1000. 4. Þegar selt er erlendis og ekki komið i heimahöfn milli veiði- ferða hækki fastakaup um 25%. Eins og nú standa sakir dregst frá brúttóafla 47% áður en kaup er greitt. Annar stýrimaður hefur 1,4% af þeim afgangi (53%). Far- ið er fram á að það hækki i 1.6%. 5. Þegar skip er lengur i veiði- ferðen 10 daga, greiðist allur afli á 1. flokks verði. 6. Þegar yfirmaður hefur verið i 8 samfelldum veiðiferðum fái hann fri I 9. veiðiferðinni á fullu kaupi (fastakaup og aflahl.) 7. Þegar landað er, liði 30 timar án skerðingar fridaga i stað 21 tima nú. Mörgum íslendingi hefur lengi verið ráðgáta, hvernig stendur á þvi, að fiskverð á íslandi er svo miklu lægra en i Noregi t.d. Hér á hið margslungna og flókna sjóða- kerfi áreiðanlega mikinn hlut i. Það mun vera um 36%, sem i það fara áður en kemur til skipta- verðs. En þrátt fyrir það virðist eitthvaðfara i handaskolum, þeg- ar þess er gætt, að Norðmenn geta greitt kr. 81 á kg fyrir fisk i frystingu meðan við getum ekki greitt nema kr. 38 fyrir dýrasta flokkinn. Þar að auki er norskum hásetum greitt i orlof 12% en hér eru greidd 8.33% i orlof. Að visu er greitt af óskiptu is og hreinsun á fiskkössum þar. VORU MOTFALLNIR HÆKKUN TIL ALDRAÐRA Atkvæði voru greidd um frum- varp rikisstjórnarinnar um ráð- stafanir i efnahagsmálum á fundi neðri deildar Alþingis i gær. Um miðjan dag fór fram atkvæða- greiðsla um tillögur þær, sem bárust við 2. umræðu málsins, en ætlunin var að taka frumvarpið til þriðju umræðu i neðri deild eftir kvöldmat. Breytingartillaga Gylfa Þ Gislasonar um að ráðgerð skatta- lækkun yrði eingöngu á sviði beinna skatta var felld að við- höfðu nafnakalli með 10 atkvæð- um gegn 24. 1 umræöunum höfðu þingmenn SFV lýst eindregnum stuðningi við þessa tillögu og óskir ASI um framkvæmd skatta- lækkunarinnar og greiddu þeir tillögunni atkvæði ásamt þing- mönnum Alþýðuflokksins og flestum þingmönnum Alþýðu- bandalagsins. Meðal þeirra til- lagna, sem stjórnarliðið felldi, voru tillögur um hækkun elli- og örorkulifeyris svo og tillaga um framkvæmd og greiðslu á þriggja mánaða fæðingarorlofi kvenna. Vakti það athygli, að Ragnhildur Helgadóttir greiddi atkvæði gegn þeirri tillögu, þótt hún sé flutningsmaður tillögu um sama mál, sem talsvert hefur verið haldið á lofti. (SLANDS- BRIDGE UM HELGINA Undanúrslit í sveitakeppni verða spiluð I Domus Medica 25,- 27. april. Spilað verður i 4 sex sveita riðlum og veröa tvær efstu sveitir úr hverjum riðli sigurveg- arar, sem keppa i úrslitum 15.-19. maf. Þar munu allir spila við alla. Skipting sveita i undanúrslitum verður sem hér segir: Úr Rvik keppa 8 sveitir. Frá Reykjanesi 7 sveitir. Frá Akranesi 5 sveitir og ein sveit frá hverjum eftirtaldra, Vestfjörðum, Siglufirði, Selfossi og Austurlandi. K/ö/ur sf Tjarnargata 35 — Keflavik Simar: 92-2121 & 92-2041 Termel rafmagnsofnar Barniö finnur - og reynslan staðfestir - að Finnsku TERMEL olíufylltir rafmagnsofnarnir — gefa þægilegasta hitann í íbuðina Leitiö upplýsinga um verð og kjör RITSTJÓRN ALÞÝÐU- BLAÐSINS ER í SÍÐU- MÚLA 11 SÍMI 81866 íAuglýsið í Alþýðublaðinu: : Sími 28660 og 14906 j Fimmtudagur 24. april 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.