Alþýðublaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 11
Umsjon: Björn Blöndai ÍMÍTTIR NM í lyftingum haldið hér um helgina: „flllir mæta með sína sterkustu menn” Verður sett heimsmet hér í fyrsta sinn? knattspyrnumaður Um árangur annarra keppenda er ekki gott að segja, en þeir gætu allir átt möguleika á að vinna til verðlauna.” Þá sagði Omar að þetta væri i 14. sinn sem NM væri haldið en i fyrsta skipti hér á landi en ísland hefði átt fulltrúa á mótinu allt frá 1967 en þá kepptu þeir Óskar Sigurpálsson og Guðmundur Sigurðsson á mótinu i fyrsta sinn. Þar hefði Öskar staðið sig með miklum ágætum og hefði komið heim með bronsverðlaun. Sfðan hefði okkur tekist að vinna til fleiri verðlauna á NM og Óskar Sigurpálsson hefði t.d. tvi- vegis hlotið brons, Guðmundur Sigurðsson silfur ogþrons og þeir Gústaf Agnarsson, gull og silfur og Atli Þór Helgason gull á NM móti unglinga. Þá sagði Ómar að þeir byggjust jafnvel við heimsmeti og hefðu Leif Nilsen sem væri Olympiu- meistari og Finninn Juhanni Avellan látið hafa eftir sér að þeir myndu stefna að þvi að setja heimsmet á mótinu hérna. Þeir kepptu báðir i milliþunga- vigt svo þar mætti búast við hörkukeppni. Hefði t.d. Finninn verið mjög nálægt að setja heims- met fyrir nokkru. Að lokum sagði Ómar að meðal keppenda væri náungi frá Svi- þjóð, Lennard Dalgren sem fyllti öll hús í Sviþjóð, þar sem hann keppti og væru tilburðir hans oft stórkostlegir. islenska landsliðið verður skipað þannig: Sigurður Grétarsson, dvergvigt Kári Eliasson, fjaðurvigt Skúli Óskarsson, millivigt, Guðmundur Sigurðss. miltiþ.vigt Friðrik Jósepsson, milliþ.vigt, Gústaf Agnarsson, þungavigt Óskar Sigurpálsson, þungavigt Hreinn Halldórsson, yfirþunga- vigt. Laugardaginn 26. april verður haldið golfmót i Golf- klúbbnum Keilir i Hafnarfirði og hefst það kl. 9.00 f.h. Mótið er 18 holu keppni, með og án forgjafar. Mótstjóri verður Þorvaldur Asgeirsson. Tilkynna má þátt- töku til hans i sima 53360. Þetta er fyrsta opna golf- keppni ársins og er öllum heimil þátttaka. Myndin sýnir eina verðlauna styttuna. - Alan Mullery GOLF UNIROYAL KEPPNI Óskar Sigurpálsson var fyrsti islendingurinn til að vinna til verðlauna á NM og verður meðal keppenda á mótinu núna. arsins i Alan Mullery var i gær út- nefndur af iþróttafréttariturum i Englandi knattspyrnumaður ársins. Mullery sem leikur með 2. deildarliðinu Fulham er fyrsti leikmaður hjá félaginu sem hlýtur þessa útnefningu. Mullery, sem er 33 ára hefur leikið marga Iandsleiki fyrir hönd Englands og lék þá með Tottenham og var m.a. iliðinu sem sigraði Chelsea i úrslitum bikarkeppninnar á Wembley 1963. Mullery kemur þvi ekki i fyrsta skipti á Wembley i maibyrjun þegar hann leiðir lið sitt þar fram i úrslitaleiknum i ensku bikar- keppninni gegn West Ham. Annað sætiö i kosningunni hlaut Colin Todd (Derby Conty), en Allan Hudson (Stoke City) var þriðji. ÍÞRÖTTIR-M-M „Það er nú ljósUað af þessu móti verður”, sagði ómar Úlf- arsson formaður Lyftingasam- bandsins á blaðamannafundi i gær. En um tima leit ekki vel út fyrir erlendu keppendurna vegna verkfalls flugmanna. „Við höfum þegar fengið nöfn þátttakenda á mótinu”, hélt Ómar áfram” og eftir þvi að dæma munu þjóðirnar allar mæta með sina sterkustu menn. Við byrjum með að halda Norðurlandaþing á föstudaginn, en þar verður tekið fyrir m.a. notkun hormónalyfja lyftinga- manna. Mótið hefst svo á laugardaginn kl. 15:00 og verður þá keppt i fluguvigt, dvergvigt, fjaðurvigt, léttvigt og millivigt. A sunnudaginn verður keppn- inni svo haldið áfram kl. 15:00 og keppt i léttþungavigt, milliþunga- vigt, þungavigt og yfirþungavigt. Við munum senda 8 keppendur i mótið og gerum okkur miklar vonir með aö þeir Gústaf Agnarsson og Guðmundur Sig- urðsson vinni gull i sinum þyngdarflokkum og þá á Kári Eliasson mikla möguleika á að hljóta brons i fjaðurvigtinni. Eins gerum við okkur vonir með að komast á verðlaunapall i sveitar- keppninni. Englandi Frá Tækniskóla íslands áætluð starfsemi 75/76 Almenn menntun: Undirbúningsdeild i Reykjavik, á Akureyri og ísafirði. Raungreinadeild i Reykjavik, á Akureyri og ísafirði. Raungreinadeild fyrir tækna i Reykjavik. Tæknadeildir i Reykjavik Þetta nám tekur 3 kennsluannir eftir undirbúningsdeild — sérákvæði gilda þó I meinatæknadeild. rafmagn: Framhaldsmenntun fyrir iðnaðarmenn I raf- virkjun og rafeindavirkjun. vélar: Framhaldsmenntun fyrir málmiðnaðarmenn. byggingar: Framhaldsmenntun fyrir byggingariðnaðar- menn. útgerð: Framhaldsmenntun fyrir stýrimenn og aðra með drjúga starfsreynslu. Tæknifræðideildir i Reykjavík Þetta nám tekur 3 ár (og rlflega þó i byggingadeild) eftir raungreinadeild. 1. hluti I byggingum, vélum, rafmagni, rekstri, og skipum (Námi 12. og 3. hluta I öðru en byggingum verður að ljúka erlendis.) 2. og 3. hluti I byggingum og auk þess lokaverkefni I 2 1/2 mán. Inntökuskilyrði Bókleg Krafist er þessarar eða hliðstæðrar undirbúnings- menntunar: I undirbúningsdeild: Burtfararpróf úr iðnskóla, gagn- fræðapróf eða landspróf miðskóla. Auk þess búfræðingar, hverju sinni eftir tilmælum Bændaskólans á Hvanneyri. 1 raungreinadeild: Undirbúningsdeild tækniskóla, 4. stig vélstjóranáms stúdentspróf (önnur en eðlissviös). 1 tæknideildir (aðrar en meinat.d.): Undirbúningsdeild tækniskóla. t 1. hluta tæknifræöi: Raungreinadeildarpróf tækniskóla, stúdentspróf eðlissviðs. Verkleg 1. Vegna náms I rafmagni, vélum og byggingum: Sveinspróf eða verkleg þjálfun, sem felur I sér jafngilda þekkingu á vinnubrögðum og veitt er f skyldu iönnámi, þótt umsækjandi þurfi ekki aö hafa náð þeirri starfs- leikni og bóklegri fagþekkingu, sem krafist er til sveins- prófs. t vafatilfellum er haldið inntökupróf. 2. Vegna náms I útgerð: Starfsreynsla á fiskiskipum og við fiskvinnslu a.m.k. 12 mán. viö upphaf náms og a.m.k. 18. mán við lok náms. 3. Vegna náms f skipatæknifræöi: Eftir raungreinadeildarpróf geta nemendur fariö I 4ra ára nám í skipatæknifræði f Helsingör i Danmörku. Hér er ekki gerö forkrafa um verkkunnáttu. Sérstakra tak- markana getur orðið þörf á fjölda nemenda á þannig námsbraut. Umsóknarblöð fást á skrifstofu skólans að Skipholti 37, mánudaga til föstudaga kl. 0800-1600. Umsóknir þurfa að hafa borist skólanum fyrir 10. júni og skriflega svör verða send fyrir 14. júnl. Skrifstofan verður lokuð 14. júnl til 20. júlf. Starfræksla allra deilda er bundin fyrirvara um þátttöku og húsrými. Skólaáriö 75/76 hefst 1. sept. Kennsla i undirbúningsdeild og byggingadeild IV (lokaverkefni) hefst þó ekki fyrr en 1. okt. þegar öll starfsemi skólans I Reykjavlk verður flutt að Ilöfðabakka 9. Nemendum, sem hyggjast stunda nám f undir- búningsdcild og raungreinadeild á Akureyri eöa tsafirði, ber að snúa sér til skólastjóra iðnskóla á þessum stöðum. Ath: Um starfsemi meinatæknadeildar verður auglýst sérstaklega um næstu mánaðamót. Rektor Staða tilraunastjóra, sem jafnframt annist bústjórn við fjár- ræktarbúið að Hesti i Borgarfirði, er laus til umsóknar frá 1. júni nk. Umsóknir sendist landbúnaðarráðuneyt- inu fyrir 20. mai nk. Landbúnaðarráðuneytið. Fimmtudagur 24. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.