Alþýðublaðið - 24.04.1975, Page 8
n Leigjendur garða
Ví Kópavogi
Vinsamlegast greiðið gjöldin fyrir 1. mai.
Gjaldið er:
Fyrir 300 fermetra 1000.- kr.
Fyrir 150 fermetra 600.- kr.
Fyrir 100 fermetra 400.- kr.
Gjöldunum er veitt móttaka á Bæjarskrif-
stofunum, Félagsheimilinu 3.h., suðurdyr,
daglega frá kl. 9—12.
GARÐYRKJURÁÐUNAUTAR.
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —
Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen i
allflestum litum. Skiptum á einum degi
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.
34. leikvika — ieikir 19. april 1975.
Vinningsröð: 212 — IX 1 — ÍXX — 121
1. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 97.000.00
9874 35654+ 37355 +
2. VINNINGUR: 9 réttir — kr. 3.100
540 4507 9679 35226 36822+ 37508+ 37830
1941 5276 10431 36077 36822+ 37638 37924
2161 5585+ 10811 36172 36826+ 37654 38177 +
2397 6641 11595 36627 36936 37830 38177 +
3889 8331 35012 36725+ 37018 37830 38205
4479 9159 35014 36772 37052 + nafnlaus
Kærufrestur er til 12. mal kl. 12 á hadegi. Kærur skulu
vera skrifiegar. Kærueyftublöft fást hjá umboftsmönnum
og aftalskrifstofunni. Vinningsupphæftir geta lækkaft, ef
kærur verfta teknar til greina. Vinningar fyrir 34. leikviku
verfta póstlagftir eftir 13. mal
Handhafar nafnlausra seftla verfta aft framvlsa stofni eoa
senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilis-
fang til Getrauna fyrir greiftsludag vinninga.
GETRAUNIR — tþróttamiftstöftin — REYKJAVtK
Skátafélagið Hraunbúar
ætlar að minnast þess á
sumardaginn fyrsta, að
hinn 22. febrúar síðast-
liðinn voru liðin 50 ár frá
því að fyrsti skátaf lokkur-
inn hóf göngu sína í Hafn-
arf irði.
Að vísu minntist félagið
þessa atburðar á afmælis-
daginn hinn 22. febrúar s.l.
með afmæliskvöldvöku í
Hraunbyrgi. Dróttskátar
félagsins höfðu veg og
vanda af þeirri kvöldvöku,
sem var fyrir yngri Hráun-
búa og tókst hún með hinni
mestu prýði. En þá hafði
verið ákveðið að minnast
afmælisins frekar á sum-
ardaginn fyrsta, en i
Hafnarfirði hefur hann
alltaf veriðáberandi dagur
skáta og skátastarfs.
Hraunsbúar byrja sumardag-
inn fyrsta með þvi að mæta
klukkan 10 árdegis við skáta-
heimilið Hraunbyrgi. Þaðan
leggja þeir svo af stað í skrúð-
göngu klukkan 10.15 og ganga til
kirkju. Lúðrasveit Hafnarfjarðar
Ieikur fyrir göngunni. Athöfnin i
kirkjunni hefst klukkan 11 og að-
stoða skátar við guðþjónustuna.
Páli Gislason skátahöfðingi
íslands flytur ræðu. Sira Garðar
Þorsteinsson þjónar fyrir altari .
Skátaheimilið Hraunbyrgi og
félagsheimili Hjálparsveitar
skáta i Hafnarfirði verða opin frá
klukkan 2 til 4 e.h. og til sýnis öli-
um þeim, sem áhuga hafa á að
skoða þau og kynnast starfi skát-
anna. Skátaflokkar verða við
ýmis konar skátastörf i Hraun-
byrgi og hjálparsveitarmenn
r
I
svara spurningum og kynna
starfsemi sina i Hjálparsveitar-
húsinu. Allir eru velkomnir á
báða staðina á fyrrgreindum
tima eins og áður segir.
Klukkan 5 e.h. verður
skemmtivaka i Hraunbyrgi fyrir
yngri skáta, ljósálfa og yflinga.
Um kvöldið verður afmælis-
fagnaður fyrir dróttskáta og eldri
Hraunbúa og gesti félagsins. Allir
gamlir Hraunbúar eru velkomnir
i þennan afmælisfagnað, sem
hefst klukkan 9 um kvöldið I
Hraunbyrgi.
1 sumar 13. til 16. júni verður
svo 35. vormót Hraunbúa. Það
verður haldið i Krýsuvik og
sérstaklega til þess vandað i til-
efni afmælisins. Gera má ráð
fyrir að þangað leggi fjöldi skáta
leið sina, þvi að vormót Hraunbúa
hafa alltaf verið vinsæl. Þegar er
vitað um nokkrar skátasveitir og
félög, sem ætla að taka þátt i mót-
inu. Labbi, mótsblaðið 1975, er
þegar kominn út 1. tolublað og er
þar að finna ýmsar upplýsingar
um mótið.
Páll Kr. Pálsson leikur á kirkju
orgelið og stjórnar söngnum.
SKATASTARF
HAFNARFIRÐI
í HÁLFA ÖLD
UTAVER
Allt til að fegra heimilið, teppi, gólfdúkar,
veggfóður og málning.
Lítið við í Litaveri, það hefur ávallt borgað sig.
GRENSASVEGI 18-22-24
MÁLNING, VEGGFÓÐUR, DÚKAR SÍMI 30280, 32262 — TEPPI 30480.
Risastyrja, 800 kiló að þyngd, veidd i Kaspiahafi.
Ekki fyrir löngu var ég i Bakú
við Kaspiahafið. Þar sá ég,
að bátar bjuggust til veiða við
hlið oliustöðvanna úti á opnu
hafi.
Bakúbar sögðu mér, að þetta
sumar gætu þeir baðað sig i
miðjum Bakúflóa, en færu ekki
eins og áður á baðströndina,
sem er 6 km frá Bakú. Aidyn
Mamedov, borgarstjóri i Bakú
er ekki alveg ánægður með
hreinsunartæki borgarinnar og
sagði mér frá þvi, hvernig þau
verða eftir nokkur ár. Gasan
Alijev, forstjóri Landfræði-
stofnunarinnar sagði, að enn
væri langt frá þvi, að alit hefði
verið gert, en þó hefði mengun
Kaspiahafsins minnkað mikið.
Til þess að komast hjá hlut-
drægu mati, lagði ég spurning-
una „Oliu eða fisk úr Kaspia-
hafi?” fyrir Ivan Borodav-
tsjenko, vararáöherra i Ráðu-
neyti vökvunar- og áveitufram-
kvæmda i Sovétrikjunum. Hann
fullvissaði mig um, að i Kaspia-
hafi yrði bæði olia og fiskur.
Nú er verið að framkvæma
með góðum árangri ákvörðun
sovésku rikisstjórnarinnar frá
1972 um ráðstafanir gegn meng-
un Volgu og fljóta Úral, sem
falla i Kaspiahaf. 700 milljón
rúblur hafa verið veittar til
hönnunar hreinsitækja fyrir 421
fyrirtæki, sem eru i nágrenni
þessara fljóta. Einnig hafa ver-
ið veittar 300 milljónir rúblna til
uppsetningar hreinsitækja i 15
borgum. Miklu fé verður varið
til að koma i veg fyrir mengun
Volgu og Orals. Á árunum
1974—1975 verða hönnuð
hreinsitæki fyrir 200 fyrirtæki i
20 borgum. Oliuiðnaðarfyrir-
tæki i borgunum Gorki og Rja-
zan eru nú útbúin nýjustu
hreinsitækjum og vatnið, sem
þau láta frá sér i Volgu er
hreinna, heldur en það, sem þau
taka úr ánni.
Árið 1968 var tekin sérstök á-
kvörðun um ráðstafanir gegn
mengun sjálfs Kaspiahafs. Tug-
ir ráðuneyta og deildir eru
skylduð til að gera ráðstafanir
til að koma i veg fyrir mengun
Kaspiahafs af völdum oliu og
úrgangsvatns.
Samkvæmt þeirri ákvörðun er
nú engin borhola á Kaspiahafi
tekin i notkun, nema útilokuð
hafi verið hættan á, að olia
mengi umhverfið. Komi upp slik
hætta, verður borholunni sam-
stundis lokað.
Akvörðunin kveður svo á um,
að sjávarútvegsmálaráðuneyti
Sovétrikjanna skuli efla vernd
fiskistofnanna og tryggja aukn-
ingu styrjustofnanna með eldi.
Samkvæmt ákvörðuninni hafa
stór svæði i norðurhluta Kaspia-
hafs og ósar Volgu og fljótanna
frá Ural verið friðuð.
Þessar ráðstafanir sanna það,
BÆÐI FISKUR OG OLIA
að tækniframfarir geta haft sinn
framgang án þess að skaða
sjávarlifið. En þær bjarga þvi
miður ekki Kaspiahafinu. Und-
anfarið hefur yfirborðið lækkað
um 2.5 metra þó að rennsli ánna
sé hið sama, sem hefur það i för
með sér, að saltmagn vatnsins
hefur aukist og þess vegna er
dýralifið i sjónum i hættu. Vis-
indamenn íelja eina ráðið að
veita vatni úr ánum Petsjoru og
Vytsjegdu (sem eru i norður-
hluta Sovétrikjanna) i Kaspia-
haf og síðar vatni úr fljótum
Siberiu.
Æ meira fé er veitt til nátúru-
verndar i Sovétrikjunum. t
rússneska sovétlýðveldinu einu
hefur 1 milljarður rúblna verið
veittur til þeirra mála og er það
tvöfalt meira en árið 1972. t
heild fylgjast 4600 eftirlitsstöðv-
ar, 80 visindastofnanir, 20 þús-
und læknar, 600 verkfræðingar,
efnafræðingar og liffræðingar
daglega með ásigkomulagi
vatns, andrúmslofts, og jarð-
vegs i Sovétrikjunum. Rikis-
stjórn Sovétrikjanna fylgist
stranglega með þvi, að ákvörð-
unum hennar sé framfylgt. Frá
og með þessu ári verður eftirlit-
ið hert enn meir, þar sem nátt-
úruvernd og skynsamleg nýting
náttúruauðlinda er orðinn óað-
skiljanlegur hluti af áætlunum
þjóðarbúskapsins. Allt þetta
gerir kleift að segja fyrir með
vissu, að Kaspiahafið veröi al-
veg hreint og gefi af sér oliu og
fisk eins og áður.
þaö_____________
um minna!
Litavers lága verö á öllum vörum
ERTU AÐ BYGGJA? VILTU BREYTA?
ÞARFTU AÐ BÆTA?
o
Fimmtudagur 24. apríl 1975.
Fimmtudagur 24. april 1975.
o