Alþýðublaðið - 23.05.1975, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.05.1975, Blaðsíða 6
Sir William Stephenson, einhver stórbrotnasti afreksmaður af íslenskum ættum, sem uppi hefur verið H. Monlíomsry Hydo I Irýlloii Horslilos Pálssnnar HDULARFULLI50 KANADAMAÐURINN segja verið sýndar S.O.-stöðvar í Englandi og gerði það sir Frank Nelson flugforingi, reyndur kaupsýslumaður og dugandi skipuleggjari, sem dr. Dalton hafði gert fyrsta „yfirmann sérstakra aðgerða,“ Special Operations Executive (S.O.E.). Um þær mundir og raunar öll stríðsárin starfaði áróðursdeildin (S.O.l) — síðar þekkt sem stofntm stjórnmálahemaðar, Political Warfare Executive (P.W.E.) — að Wohurn Abbey, sveitasetri hertogans af Bedford í Bedfordshire, en starfslið sérstakra aðgerða (S.0.2), sem frekar var ætlað til sóknar, hafði bækistöð í óásjálegri skrifstofu við Bakerstræti í London, sem átti að verða alþekkt, að minnsta kosti nafnið. („Qu est-ce que c’est, cette Baker Street?“ heyrðist Frakki segja við sessunaut sinn £ veitingahúsi í París, rétt eftir að borginni var náð úr höndum Þjóðverja). Þegar Donovan sneri aftur úr ferð sinni til Mið-Austurlanda og Balkanlanda í apríl 1941 og gaf Hvíta húsinu skýrslu, fór Roosevelt að hugsa málið í alvöra, því að þá var láns- og leigulagakerfið tekið til starfa, og þjóðþingið farið að venjast hugmyndinni um íhlutun með Bretum í vaxandi mæli. 1 byrjun maímánaðar 1941 símaði Stephenson til London, að hann hefði verið „að reyna að fá Donovan til að taka að sér starf, sem fólgið var í samræmingu allrar leyniþjónustu Bandaríkjanna.“ Við þetta naut hann liðveizlu allmargra manna, sem hann vissi, að höfðu áhrif í Hvíta húsinu, en það voru einkum leikritahöfundurinn Robert Sherwood, sem samdi margar af ræðum forsetans, og hinn geðfelldi Breta- vinur, John Winant, sem tekið hafði við sendiherrastörfum í London snemma árs 1941 af Joseph Kennedy, sem trúað hafði á ósigurinn. Jafn- framt varð hann að skapa vinsamlega afstöðu í London, því að þótt mönnum hefði litizt ágætlega á Donovan, þegar hann kom í heimsókn þar, voru sumar hinna eldri leyniþjónustudeilda andvígar því, að honum væri látnar í té leyndarupplýsingar af því tagi, sem Stephenson var þegar farinn að veita honum, svo að Donovan gæti látið þær berast áfram til forsetans og lagt frekari áherzlu á þörf Bandaríkjanna fyrir leyniþjón- ustu af sama tagi og Stephenson starfrækti. „Um eitt skeið,“ viðurkenndi Stephenson síðar með einkennandi orða- lagi við Whitney Shephardson, einn nánasta samstarfsmann Donovans, „var nauðsynlegt að leita aðstoðar hins mikla manns á tindinum (Chur- chills), en ég var svo heppinn, að hann var mér alltaf sammála í mál- ' efnum, sem snertu upplýsingaskipti Breta og Bandaríkjamanna, og í hópi nánustu samstarfsmanna hans voru menn, er gættu þess vandlega, hvort nokkuð vottaði fyrir frávijkum frá fyrirmælum hins mikla manns varðandi vin okkar Donovan hjá þeim stjómardeildum, sem til greina komu. Ismay hershöfðingi var í þessum hópi, svo og Desmond Morton. En hefðu menn skilið það í byggingunni, sem þér eruð kunnugur (aðal- stöð S.I.S.), í hve ríkum mæli ég lagði vini okkar til leynilegar upp- lýsingar, til að gera hann hæfari til starfans, sem ég vildi að hann fengi, hefði farið slíkur kuldanæðingur hryllingarinnar um það hús, að við fyrstu heimsókn yðar hefðuð þér orðið að brjótast yfir hvert líkið af öðru!“ Donovan leizt í fyrstu ekki á þá hugmynd, að hann ætti að stjóma stofnuninni, sem Stephenson hafði í huga, og það var líka alveg óvíst, að honum byðist sú staða. En frá sjónarmiði Stephensons var hann aug- ljóslega rétti maðurinn í þetta starf. 1 fyrsta lagi naut hann trúnaðar forsetans, utanríkisráðherrans, svo og ráðherra hergreinanna. 1 öðru lagi hafði hann bæði kannað og hugleitt, hvemig starfrækja ætti leyniþjón- ustu. 1 þriðja lagi bjó hann yfir nauðsynlegu víðsýni, þreki og kappi, til að koma í skyndi á laggir nægilega stórri og mikilvægri stofnun, er gæti urn síðir haft afdrifarík áhrif á gang styrjaldarinnar. Loks hafði hann sýnt, að hann var fús til algers samstarfs við Steplienson og B.S.C., og mikilvægi þess samstarfs hafði verið vandlega sannað, eins og þegar hefur verið sýnt fram á. En engin ákvörðim var tekin um tíma, þótt reynt væri að hafa „ýmis konar áhrif“ á Hvíta húsið, eins og Stephenson komst að orði. Þann 18. júní 1941 var Donovan svo kallaður fyrir forsetann, og eftir langar samræður féllst hann á að verða „samræmandi upplýsinga“, Co- ordinator of Information (C.O.I.), og átti starf hans að verða fólgið í söfn- un alls konar upplýsinga og skipulagningu ýmissa leynilegra sóknarað- gerða. Hann átti að hafa hershöfðingjatign (major-general) og vera ábyrg- ur gagnvart forsetanum einum. Þegar Stephenson símaði þessa frétt til London samdægurs, hafði hann orð á því, að Donovan hefði ásakað hann um að hafa „beitt klækj- um og hrakið“ hann í þetta starf. „Þið getið gert ykkur í hugarlund, hve mér léttir eftir þriggja mánaða baráttu og átök í Washington,“ bætti Stephenson við, „að okkar maður skuli vera í svo mikilvægri stöðu fyrir átök okkar.“ Þessi skemmtilega og athyglisverða grein birtist f nýjasta hefl SKIPTILYKILL OG Eftir Leó M. Jónsson tæknifræðing Flestum mun í fersku minni sú eymd og uppdrattarsýki sem sænska skáldinu Moberg og myndgeranum Troel tókst svo meistaralega að lýsa í myndsögninni af „Vesturförunum“ í sjónvarpinu í vetur. Afkoma almennings og atvinnu- ástand á Norðurlöndum síðara hluta nítjándu aldar var slíkt að við, sem nú kvörtum undan kreppu og dýrtíð með kýldar vambir, gætum tæplega ímyndað okkur þau kjör sem fólk átti þá við að búa. Mikið hefur ver- ið skrifað um „landnám“ íslendinga í vesturheimi á þessum tíma, en harðindi og óáran ýttu fleirum úr vör með fyrirheitna landið í huga en íslendingum. í Svíþjóð urðu harðæri með uppskerubresti ásamt almennri fátækt til þess að landflótti hófst í stórum stíl á sjöunda áratug nítjándu aldar. Á þeim áratug yfir- gáfu um 130 þúsund svíar ættjörð sína og flestir þeirra settust að í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þeir urðu síðan 150 þúsund á áttunda áratugnum og 510 þúsund á þeim níunda. Á þessum þrjátíu árum frá 1860- 1890 höfðu tæp 800 þúsund yfirgef- ið Svíþjóð eða u. þ. b. 10% af nú- verandi fólksfjölda. Á þessum eymdartíma elst upp í Vörgörðum á Vestur-Gautlandi drengur að nafni Johan Petter, og þótti snemma fingrafimur. Þessi landshluti fór ekki varhluta af þreng- ingum nema síður væri. Af raunsæi almennrar fátæktar lagði Johan Pet- ter af stað út í heiminn með eina krónu og fimmtíu uppá vasann. Ekki til þess að leita gæfunnar heldur til þess að reyna að lifa. Eflaust hefur hann, þá tvítugur, hugsað um Ame- ríku, þetta gósenland var á allra vör- um. En það fór svo að Johan Petter komst aldrei til Ameriku, en hug- virki hans komust þangað og meira en það, — svo að segja til hvers af- kima veraldar. Skiptilykillinn og rörtöngin. Johan Petter fór ekki lengra út í lífið en til Motala á Austur-Gautlandi. Þar fékk hann vinnu við lagningu járnbrautar milli Hallsberg og Mjölby. Járnbrautarverkamenn eða „rall- arnir“ eins og þeir kallast í Svíþjóð voru á góðu kaupi, enda var vinnan þrældómur. Johan Petter hafði óður unnið við torfskurð heima fyrir og náð svo langt að verða áhaldavörður sem þótti gott starf. Að hann náði svo langt svo ung- ur var vegna dæmalausrar lagni og hugvits á öllum vélum og tækjum sem snemma kom í ljós. Hann var nokkurs konar sænskur „Jón almátt- ugi“ sem kunni á allar vélar út í hörgul. Heima á býlinu í Vorgörð- um, þar sem hann ólst upp elstur af sex systkinum, hafði hann meðal annars smíðað kasthjól og drif á gamla handsnúna þreskivél, þannig að meðferð hennar varð leikur einn og afköst margföld. Sveitungarnir stóðu agndofa gagnvart þessum tækjum sem spruttu undan höndum Johans Petter. Nú - en þegar járnbrautin var fulllögð frá Hallsberg til Mjölby, þá hélt Johan Petter áfram sem „rall- ari“ við Vesterásbrautina. Þegar því var lokið hugðist hann setjast að um stund í Lángangskrogen og fékk leigt hjá uppgjafarhermanni sem hét Ytterholm. Sá átti son sem var hljóð- færa- og mælitækjasmiður í Stokk- hólmi. Eitt sinn þegar tækjasmiðurinn var í heimsókn hjá föður sínum rak hann augun í gamla byssu sem Johan Petter hafði dundað við að dubba upp. Byssan og fleiri handverk Jo- hans vöktu slíka aðdáun að tækja- smiðurinn skrifaði umsvifalaust meðmælabréf með piltinum til Jo- hans Munktell í Eskilstuna. Þar var Johan Petter síðan í læri í rúm þrjú ár. Johan þessi Munktell, var fæddur 1805 og lifði til 1887. Hann hafði á sínum yngri árum lært vélsmíðar hjá sænsku myntsláttunni. Síðar stofnaði hann sitt eigið verkstæði í Eskilstuna 1832, sem varð eittstærsta vélaiðnaðarfyrirtæki Svíþjóðar á_ þeim tíma. Hjá Munktell í Eskilstuna var t. d. fyrsta sænska eimreiðin smíðuð 1856. Ekki lá það samt fyrir Johan Petter að ílengjast um of hjá Munk- tell, það var einhver órói í blóðinu. Hann hætti þar og vann um tíma hjá vélsmiðju í Vesterás og síðan sem vélaviðgerðarmaður á herragarði von Post liðsforingja - Hagbyholm. Nú kom móðurbróðir hans í heim- sókn frá Ameríku og bauð honum með sér til gósenlandsins stóra í vestri, þar sem smjörið draup af hverju strái og gulli rigndi á góðum dögum. Er ekki að orðlengja það Johan Petter sló til. En fyrst þurfti hann að koma við heima í Vorgörð- um og kveðja. Hann átti leið um Eskilstuna og leit við hjá Munktell. Þar var honum boðin staða sem vélauppsetningar- maður. Gott kaup skyldi hann fá ef hann fengist til að tolla um hríð. Hann tók því boði og Svíþjóð hélt þar eftir einum af snillingum vél- tækninnar. Nokkrum árum seinna eða 1886 hætti hann hjá Munktell og settist að í Enköping sem varð hans heimabær síðan og til æviloka. Með hjálp vinveittra manna tókst Johan Petter að skrapa saman nægi- legt fé til kaupa á lítilli vélsmiðju. Frá þeirri vélsmiðju kom síðan hver juppfinningin af annarri og flestar hreinasta snilld. Árið 1899 kom rörtöngin eins og við þekkjum hana í dag. Fram til þess tíma höfðu pípulagningarmenn þurft fælu af skrúflyklum, einn fyrir hverja stærð. Rörtöngin sigraði heiminn á svipuðum tíma og Brigitte Bardot gerði á okkar öld. Einu ári síðar sverfur hann hug- mynd sína að skiptilyklinum í járn, það áhald þekkir nú hvert manns- barn sem séð hefur vél. Hér er ekki Johan Útflytj rým mik eru ur í veri han sjáa Stói ernt m. þrai yfir blás í er i úr ljós sá okk holl tik 0 Föstudagur 23. maí 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.