Alþýðublaðið - 23.05.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.05.1975, Blaðsíða 5
Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson Fréttastjóri: Helgi E. Helgason Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiöslustjóri: örn Halldórsson Ritstjórn: Siöumúla 11, simi 81866 Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, simar 28660 og 14906 Afgreiösla: Hverfisgötu 8-10, simi 14900 Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftarverö kr. 700.00 á mánuöi. Verö i lausasölu kr. 40. • MIKIL MISTfiK í gær kom hin svonefnda „baknefnd” samninganefndar Alþýðusambands fslands saman til fundar i Reykjavik til þess að leggja linurnar i kjarabaráttu verkalýðsins, en nú eru aðeins nokkrir dagar þar til bráðabirgðasam- komulagið, sem gert var i vetur, fellur úr gildi. Þegar þetta er ritað er fundinum ekki lokið og ekki er vitað um, hverjar niðurstöður hans verða. Hitt er ljóst, að verkalýðshreyfingin hefur horft með vaxandi óánægju upp á þróun mála að undanförnu og hafi menn átt von á þvi að gildistimi bráðabirgðasamkomulagsins yrði notaður af stjórnvöldum til þess að reyna að setja einhverjar hömlur á stöðugt hækkandi framfærslukostnað, þá hafa þær vonir brugðist. Langlundargeð verkalýðshreyfingarinnar hlýtur þvi senn hvað liður að vera á þrotum. Þrátt fyrir mikla þolinmæði hennar og sam- starfsvilja hefur hún engum skilningi átt að mæta frá þeim, sem með völdin fara i landinu. Þeir hafa neitað að hafa hana með i ráðum og orðið berir að algeru skilningsleysi á högum vinnandi fólks. Eins og stjórnvöld hafa sáð verða þau nú að uppskera. Auðvitað fer það ekkert á milli mála, að við mikla erfiðleika hefur verið að etja i efnahags- málum að undanförnu. Ytri aðstaeður eiga sinn þátt i þvi, en mestu munu samt innlendar orsakir valda — samfellt stjórnleysistimabil, sem hófst um miðbik valdatima rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar, magnaðist um allan helming á siðasta vetri hennar, og stendur enn. Núverandi rikisstjórn hefur ekki getað snúið af þeirri braut, heldur reynst ráðvillt og hikandi eins og glöggt kom fram hjá málsvörum hennar i sjónvarpinu i fyrrakvöld. Eru sjálfsagt fá dæmi um jafn slaka og auma frammistöðu islensku þjóðarinnar og hjá þeim Geir Hall- grimssyni og Einari Ágústssyni það kvöld. Alþýðublaðið hélt þvi fram strax i kosninga- baráttunni s.l. vor, að mjög erfitt — jafnvel ómögulegt — myndi reynast að leysa efnahags- vandræði þjóðarbúsins nema i nánu og traustu samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Þegar það var orðað við Alþýðuflokkinn að taka þátt i stjórnarmyndun var það látið koma fram skýrt og skorinort af flokksins hálfu, að flokkurinn teldi það með öllu útilokað að reyna að fást við efnahagsvandann nema i fyllsta samráði við aðila vinnumarkaðarins, fyrst og fremst verka- lýðshreyfinguna, og að flokkurinn myndi ekki taka sæti i rikisstjórn, sem ekki tjáði sig reiðu- búna til þess. Enginn stjórnmálaflokkanna vildi hlusta á þessi rök Alþýðuflokksins. En nú er það komið á daginn, að hann hafði rétt fyrir sér. Hversu mikið hefði ekki verið hægt að gera á þvi tæpa ári, sem liðið hefur frá kosningum, ef rikis- stjorninni hefði tekist að tryggja sér samvinnu verkalýðshreyfingarinnar? Hversu miklu meira öryggi myndi þá ekki rikja i samfélaginu og hve öruggari vissu hefði verkafólk þá ekki fyrir þvi, að það, sem gert hefði verið, væri rétt? Með þvi að virða verkalýðshreyfinguna að vettugi gerði núverandi rikisstjórn alvarlegustu mistök sin. í stað þess að taka samstarfsboði verkalýðshreyfingarinnar hefur rikisstjórnin gert hana andsnúna sér. Það voru óþörf en afdrifarik mistök. alþýðu I K I I ER OLÍUSTRÍÐ í VÆNDUM? James Schlesinger, varnarmálaráöherra Bandarlkjanna. Ýmislegt bendir nú til þess, aö mikilla tiðinda sé að vænta i oliu- málum heimsins og málum þeim tengdum. Með hinum miklu verð- hækkunum á oliu að undanförnu hafa oliuframleiðslulöndin mjög reynt á þolrif oliuneyslulandanna og þá fyrst og fremst iðnaðar- landanna, þótt þróunarrikin hafi sennilega orðið einna verst úti. Um langa hrið hafa Bandarikin reynt að fá iðnaðarrikin i Vestur- Evrópu, Ameriku og i Asiu til þessað móta sameiginlega stefnu i oliumálum — og þá fyrst og fremst i þvi skyni að þau kæmu fram sem ein heild gagnvart sambandi oliuframleiðslurikja (OPEC). Þessar tilraunir Banda- rikjamanna hafa þó ekki borið umtalsverðan árangur. Rikin i Vestur-Evrópu til dæmis hafa á- lika margar stefnur i oliukaupa- málum og samskiptum við oliu- framleiðsluriki og þau eru mörg. Hver hugsar um eigin hag og að koma sér vel við oliuframleiðslu- rikin, einkum Arabarikin, en Arabarnir hafa öðlast mjög aukin pólitisk áhrif i heiminum vegna oliumálanna. Eins og sakir stóðu fyrir u.þ.b. einum mánuði virtist, sem ró væri loksins komin á. Oliuverðið virtist hafa staðnæmst. Banda- rikin höfðu að mestu hætt tilraun- um sinum til þess að mynda sam- tök oliukauparikja gegn oliu- framleiðslurikjunum en höfðu þess i stað snúið sér að þvi aö auka oliuleit og oliuvinnslu á heimaslóðum. En þá fór skyndi- lega aftur að syrta i lofti og nú er allt útlit fyrir alvarlegan ágrein- ing um oliuna — jafnvel alvar- legri en nokkru sinni fyrr. Bandaríkin ríða á vaðið Fyrstu merki þess, að eitthvað væri i aðsigi, komu frá Banda- rikjunum — nánar til tekið bandarisku stjórninni. Hún hóf skyndilega að vara oliufram- leiðslurikin mjög eindregið við nýjum oliuverðshækkunum og varnarmálaráðherra Bandarikj- anna, James Schlesinger, lét i það skina, að Bandarikin kynnu að beita vopnavaldi til þess að tryggja oliuhagsmuni sina. Þessi viðbrögð Bandarikja- stjórnarkomu almenningi mjög á óvart vegna þess, að menn vissu ekki annað þá, en að oliuverðið væri orðið nokkuð stöðugt. En Bandarikjastjórn virðist hafa haft pata af ráðagerðum oliu- framleiðslurikja. Og nú hefur transkeisari staðfest I viðtali við bandariskar fréttastofur aö vænta megi nýrrar hækkunar á oliu i septembermánuði nk. — hækkunar, sem gæti numið allt að þriöjungi þess oliuverðs, sem nú er i gildi. Að þeim upplýsingum fengnum fara ummæli Banda- rikjastjórnar að skýrast — og menn fer að renna grun i, að i vændum kunni að vera alvarleg átök um oliuna. Aðvaranir Schles- ingers Það var i viðtali við timaritið ,,USA News and World Report”, sem James Schlesinger, varnar- málaráðherra Bandarikjanna, kom fram með aðvörun sina um nýtt oliusölubann. Hann sagði, aö ef til sliks úrræðis yrði gripiö, myndu Bandarikin bregöast harkalegar við, en áður. Þau myndu svara þvi með efnahags- legum,. pólitiskum og e.t.v. lika hernaðarlegum aðgerðum. Mjög hörð viðbrögð komu strax frá Kairó. Sagt var, að þessi yfir- lýsing varnarmálaráðherrans kynni að geta haft alvarlegar af- leiðingar i för með sér i sambandi við ráðgerðan fund þeirra Fords Bandarikjaforseta og Sadats, sem fram á að fara i Salzburg dagana 1. og 2. júni nk. Þess er vænst, að á þeim fundi muni Sadat leggja mikla áherslu á, að Arabarikin muni ekki þola til lengdar óbreytt ástand i lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafs- ins, þar sem hvorki er friður né strið milli þeirra og Israel. Þótt fram hafi komið, að oliu- framleiðslulöndin hyggja á nýjar hækkanir á oliuverði hefur hitt hins vegar ekki verið sagt aö þau ráðgeri nýtt oliusölubann, Hins vegar er vitað, að þau hafa bann- ið i bakhöndinni sem pólitiskt vopn gegn Israel og stuðnings- rikjum þess og Arabarikin hafa sagt, að þau hafi fullt leyfi til þess að gripa til slikra úrræða. Hafa þau i þvi sambandi einkum visað til viðskiptabanns Bandarikjanna á Kúbu. Það mun hafa komið stjórnend- um Egyptalands mjög á óvart, að bandariski varnarmálaráðherr- ann skuli hafa gefið hina óvæntu yfirlýsingu sina á sama tima og meiri sáttfýsi gætir meðal Egypta i garð Israelsmanna. Egyptar hafa skorað á aðrar Arabaþjóðir að ganga til samn- inga um frið og þvi þykir þeim, sem yfirlýsing Schlesingers hafi komið eins og hnifsstunga i bök þeirra. „AL-LIWA" — nýtt oliu- sölubann ef nauðsyn krefur Blaðið „AL-LIWA”, sem er mjög þjóðernissinnað egypskt blað, sagði nýlega i forystugrein, að Arabar myndu ekki hika við aö nota oliuna,sem vopn,væri þaö nauösynlegt, td. i þvi tilfelli aö til nýrra átaka kæmi við ísraels- menn. Þetta sagði blaðið i svari þess við ummælum James Schlesinger i viðtalinu við ,,US News and World Report” um, að Bandarik- in myndu ekki liða nýtt oliusölu- bann en svara þvi með efnahags- legum, pólitiskum og hugsanlega hernaðarlegum aðgerðum. Við verðum að ráðast að sjálfum kjarnanum í styrk fjandmannsins I viðtalinu við timaritiö sagði Schlesinger, að eitt af þvi, sem menn hefðu lært af Vietnam- striðinu væri,að það ætti ekki að- eins að biða eftir árásum fjand- mannsins heldur ætti ab ráðast beint að sjálfum styrkleikakjarna hans. Það yrði að yfirbuga hern- aðarstyrk hans i eitt skipti fyrir öll en ekki að láta flækjast i net endalausra hernaðarlegra að- gerða. — Norður-Kóreumenn verða að gera sér það skiljanlegt, að ef þeir hefja aðgerðir gegn Banda- rikjunum og bandamönnum þeirra, þá munum við ganga bet- ur til verks, en við yfirleitt gerð- um i Vietnam-striðinu, sagði Schlesinger. — Ég efast um, að Bandarikjamenn yrðu þá jafn andvigir umfangsmiklum sprengjuárásum og hafnbanni eins og þeir voru I Vietnamstrið- inu. — Bandamenn Bandarikjanna ættu einnig að hafa lært það af Vietnam-striðinu, að Bandarikin geta ekki ein kippt öllu i liðinn, sagði Schlesinger einnig. — Bandamenn okkar verða einnig að axla sina ábyrgð og bera sinar byrðar i jafnrikum mæli og við. Mörg Evrópulönd hafa notið góðs af bandariskri vernd og fengið það á tilfinninguna, aö þau hafi algerlega frjálsar hendur um eig- in varnir. Sum landanna hafa gersamlega misst áhugann á að leggja eitthvað fram til eigin landvarna og til þess að varðveita Framhald á bls. 4 9 Föstudagur 23. mai 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.