Alþýðublaðið - 25.05.1975, Síða 2
KVIKMYNDIR
Eftir Halldór Valdimarsson
AMERICAN GRAFFITI: LIKT OG
OPAL: BÆTIR, HRESSIR, KÆTIR
Laugarásbió
American Graffiti
Leikstjórn: Ron Eveslage og
Jan d’Alquen
Aðalh lu tverk : Richard
Dreyfuss
Ronny Iloward, Paul LeMat
Charlie Martin Smith, Cindy
Williams Candy Clark
Mackenze Philips.
Asamt mörgum öðrum, sem
vert væri að telja fram. Hér
verður þó aðeins minnst á
meistara plötusnúðanna, Wolf-
man Jack, sem á stóran þátt i
myndarferlinu, og svo á mann
sem er i litlu hlutverki, en ber
svo stórt nafn að það stingur i
augun Johnny Weissmuiler
junior, sem að sjálfsögðu birtist
I átakasenu.
Æ, já. Hvar var ég árið 1962.
Ef ég man rétt, þá var ég
burstaklipptur, fremur feitlag-
inn og þunglamalegur strák-
bjálfi og gekk i barnaskóla. Það
var á þessum árum þegar dis
allra drauma var stelpan á hæð-
inni fyrir ofan, nú eða þá sú sem
bjó tveim hæðum neðar. Timar
sakleysis og sundurleitra ásta,
þegar siðgæðið var brotið með
þvi að haldast i hendur og kyss-
ast ofurlétt i lyftunni á leiðinni
upp. Það var einmitt árið 1962
sem verðmæta matið tók að
breytast og sektin að virðast
eftirsóknarverð.
Fátt fer Bandarikjamönnum
jafn vel og það, að gera grin að
sjálfum sér. Einkum og sér i
lagi þegar þeir hleypa engum
hæðinsbroddi þar að og beina
ekki spjótum sinum að neinni
einstakri stétt þjóðfélags sins.
Þá komast þeir i essið sitt, leika
við hvern sinn fingur i þess orð-
taks fyllstu merkingu.
American Graffiti er eitt
skýrasta dæmi þess, hve inni-
lega, dásamlega, hlýlega
Bandarikjamenn geta gert grin
að sjálfum sér — innilegar og
hlýlegar en flestar þjóðir aðrar.
Eitt kvöld og ein nótt i lifi
ungmenna i bandariskrar smá
borgar, á þvi herrans ári 1962,
reynist ævintýri i sérflokki. Og
ekki aðeins eitt ævintýri, heldur
mörg og margvisleg og misjöfn
að inntaki og gildi.
Einn lendir i útistöðum við
unnustu sina, sem kvelur hann
og pinir eftir bestu getu, af þvi
hún vill ekki missa hann frá sér.
„Við erum ekki börn lengur",
lýsir hann yfir, með mannalegu
yfirbragði. „Nei”, samþykkir
hún, „við erum ekki lengur börn
og getum þvl rætt þetta af skyn-
semi.” En i þeim orðum
töluðum, tekur hún af sér háls-
keðjuna hans, barnalega særð
og móðguð og skortir algerlega
skilning hins fullorðna á þvi,
sem er að ske. Hann ætlar á há-
skóla i öðrum bæ og hún skynjar
aðeins tómið, sem hann skilur
eftir sig i lifi hennar.
Annar eyðir mestum hluta
kvölds og nætur til þess að leita
uppi gyðju, eða opinberun — þvi
hann er alls ekki fullviss þess að
hún sé raunveruleg — sem birt-
ist honum i T-fugli.
Þeim þriðja býðst fyrsta tæki-
færi lífs sins til þess að sýnast
maður með mönnum og aka um
á bíl, I stað þess að væflast um á
vesputötri. Aragamall draumur
hans rætist, en breytist þó fljót-
lega i martröð, semvirðist ekki
geta ræst úr.
Hinn fjórði ekur um, stoltur
sem konungur. Hann er enda
konungur — konungur kapp-
aksturshetjanna — ósigrandi I
malbikskrumpi, eða I það
minnsta ósigraður.
Ástir og önnur vandamál
þessara unglinga, sem i raun
eru aðeins ofþroskuð börn,
flækjast og tvinnast saman eitt
kvöld og eina nótt. Þau þekkjast
flest fyrir, hafa sótt sama skóla
um árabil og þvi kemur fátt
þeim sjálfum á óvart. Það er
hæfileiki þeirra til að koma öðr-
um á óvart, þar á meðal kvik-
myndahússgestum, sem gerir
kvöldið og nóttina eftirminnileg.
Og þó skeður ekkert verulega
óvænt — ekkert sem markar
þessa nótt umfram aðrar.
Þrátt fyrir léttleik sinn og
kátlegt yfirbragð, er þó myndin
„American Graffiti”, háalvar-
leg I eðli slnu. Unglingarnir taka
llf sitt hátiðlega, athafnir sinar
tilfinningar og viðhorf einnig.
Þau lifa af alvöruþunga og eru
farin að finna ofurlitið fyrir
ábyrgðinni, sem væntanlega
mun hlaðast á herðar þeirra
með komandi árum. Hún er
einnig forspá, þvi af látbragði,
llfsviðhorfum og lifsstöðu hvers
og eins, má ráða allnokkuð um
forlög hans, eða hennar, likt og
sýnir sig I myndarlok. örlögin
eru ef til vill ekki skráð i lófa
hvers og eins, en vissulega þó I
handfjötlun hans á lifinu sjálfu.
Já, þau eru margvisleg ævin-
týri þessara bandarisku ung-
linga og þau sjálf misjöfn að
upplagi. Margir þættir I skap-
höfn þeirra og viðhorfum eru þó
sameiginlegir og ekki aðeins
meö þeim, heldur með öllum
unglingum veraldar, hvar sem
er og hvenær sem er. Jafnvel
kappaksturskonungurinn ber
merki þess að vera unglingur,
með auðsært stolt og allt það er
fylgir. Jafnvel átrúnaðargoðið
Wolfman Jack er ekki ger-
sneyddur unglingaeiginleikum
slnum enn, þrátt fyrir árafjölda
sinn.
Svo sem ráða má af skrifum
þessum, þykir mér American
Graffiti harla góð mynd. Hún er
hlýleg og fordómalaus, sinnir
smáatriðum og gerir góðlátlegt
grím að öllu og öllum, án þess
að verða nokkurn tima nöpur.
Myndin er næsta ádeilulaus og
þessvegna þörf og góð hvild frá
þeirri framleiðslu, sem einna
mest fer fyrir á hvíta tjaldinu
um þessar mundir. Hún er góð
— mjög góð — mér liggur við að
segja næsta fullkomin. Slikt má
ég þó ekki leyfa mér, þvl engin
mannanna verk geta verið
fullkomin. Þó er það með hana
likt og Opal, að hún hressir,
bætir og kætir. Farir þú að sjá
hana, þá hlærð þú ef til vill ekki
oft eða hátt og færð ef til vill
ekki I magann, llkt og þegar þú
horfðir á „Vitskerta veröld” hér
um árið, en spá mín er sú, að
þér verði innilegá skemmt allan
timann og að þú komir hvild(ur)
og endurnærð(ur) út. Ef til vill
ofurlitið bjartsýnni á lífið, til-
veruna, kreppuna og vig-
búnaðarkapphlaupið lika.
H.Karl
Gull: Hélt þeir væru hættir
að framleiða svona myndir...
Tónabíó
Gull
Leikstjórn: Peter Hunt
Aðalhlutverk: Roger Moore,
Susannah York, Ray Milland,
Bradford Dillman, Simon
Sabela
Gerð eftir skáldsögu Wilbur
Smith.
Hetjur og heimskupör, fláræði
i fjármálum, gull og ginningar.
Mikiö skal til mikils vinna.
Ekki siður við gullgröft en ann-
að. Það hefur og sannast einna
best og skýrast á þeim hópi
manna, sem reynt hafa gegnum
árin, að nota kvikmyndir I stað
gullnámunnar sem þeir fundu
ekki i Klondike. Ef til vill fóru
þeir heldur ekki til Klondike og
ekki heldur til Suður-Afriku. Ef
til vill sátu þeir allan timann i
þægilegum hægindastólum, inni
i skrifstofubáknum kvikmynda-
veranna og hugsuðu gullið upp
úr sinni jörð.
Rod er góður maður inn við
beinið og I eðli sinu hrekklaus og
heiðarlegur, þrátt fyrir ýmis
bemskubrek og barnslega óra.
Hann er svo góður, að hann liður
ekki einu sinni hvitum verk-
stjórum að vera vondir við
svarta verkamenn. Það er eng-
inn vafi á því hvar samúð áhorf-
andans hlýtur að liggja.
Terry Steyner er lika góð og
heiðarleg og hrekklaus. Hún er
llka rík — forrik —- og hreint
ekki óálitlegt kvonfang. Þau erú
glæsileg saman, hún og Rod.
Einn galli er þó á gjöf
Njarðar, sumsé sá, að Terry er
þegar gift. Það sem verra er, er
þó það, að hún er gift hinum
versta læðupúka og varmenni,
sem ætlar að eyðileggja nám-
umar hennar, gera hana bláfá-
tæka og drepa fullt af góðum,
svörtum verkamönnum — sem
eru hlýðnir og auðsveipir, eins
og svertingjum ber að vera, þótt
þeir séu ef til vill ofurlltið
heimskir og barnalegir — til
þess eins að hækka gullverð upp
úr öllu valdi.
Auðvitað er Steyner ekki einn
I spilinu, þvi lög og reglur kvik-
myndaheimsins gera jú ráð
fyrir að I svona söguþræði sé um
samsæri að ræða. Það eru rlkir
menn, sem vilja verða enn rlk-
ari, sem jafnframt standa að
samsærinu. Allir eru þeir eitt-
hvað vondir, misjafnlega þó.
Einn þeirra er ekki mjög vond-
ur, svo þeir verða að drepa
hann.
Auðvitað fer allt vel að lokum
og hetjan Rod bjargar heimin-
um og fær kóngsdótturina.
Skárra væri það nú lika. Annað
væri hreint svindl.
Fyrir utan augljósa og yfir-
þyrmandi vankanta, er þessi
mynd ef til vill ekki vitlausasta
afþreying sem völ er á. Hitt er
svo annað mál, að hún er ekki
heldur sú vitmesta. Myndir af
þessari tegund og með þessari
framsetningu (ein hetja, ein
falleg og góð kona, eitt reglulegt
varmenni og eitt samsæri) eru
aldrei nógu sannar til að komast
nálægt mér sem kvikmynda-
hússgesti. Það slær alltaf við
einhvern falskan tón I þeim,
ýmist I leik, handriti eða öðru.
„Gull” er að mörgu leyti þokka-
lega gerð mynd og stöku sinnum
bregður fyrir ofurlltilli spennu i
henni. Þó er það svo, að minnis-
stæöust verða orð eins af gest-
um Tónabíós, þegar hann gekk
út eftjr að hafa horft á mynd
þessa. Þá sneri hann sér að
samferðamanni sinum og
sagði: „Ég hélt þeir væru hættir
að framleiða svona myndir.”
Þar liggur ef til vill hundurinn
einmitt grafinn. Myndir af
þessu tagi tilheyra fortlðinni.
Ekki efast ég raunar um að hún
nái meðal aðsókn hér núna, en
fáir held ég geti hrósað henni
mjög og raunar er mér til efs að
kvikmyndahússgestir muni náið
eftir henni, þegar út er komið.
FEÐGARNIR: FYNDIN FYRSTU MlN-
IÍTURNAR EN ÞREYTANDIIÍR ÞVf
Hafnarbió
Skrítnir feðgar
Aðalhlutverk: Wilfrid Bram-
bell, Harry H. Corbett
Ofgar geta sjaldan haldið at-
hygli I kvikmyndahússgesta
fanginni um tveggja klukku-
tima skeið. Þetta vita flestir
kvikmyndaframleiðendur og
taka til greina. Þó er það stöku
sinnum, að þeir reyna — reyna
— og reyna. Þær tilraunir eru, i
flestum tilvikum, dæmdar til að
mistakast.
Steptoe andson” er þar engin
undantekning. Myndin er um
flesta hluti ýkt og ofleikin,
þannig að eftir fyrstu tuttugu
mlnúturnar eða svo, finnur á-
horfandinn til fyrstu merkja um
þreytu, sem siðar ágerast,
þannig að um síðir sofnar at-
hyglin og myndin liður fyrir of-
an garð og neðan. Þokkaleg af-
þreying það.
Guðhræðsla barna gagnvart
foreldrum sínum er misjafnlega
mikil og vissulega mætti gera
góða mynd um öfgatilfelli af þvi
tagi.
1 sllkri mynd verður þó að
brjóta gömlu regluna, um að
einir öfgar kalli aðra heim, þvi
framsetning efnisins verður að
vera hógvær, til þess að öfgarn-
ir njóti sin.
I stuttu máli: Reglulega gam-
an fyrstu mlnútur myndarinn-
ar. Eftir það fór kátinan dvin-
andi en þreytan vaxandi og út
var komið eftir á úrvinda af
þreytu og leiða.
H. Karl
Sunnudagur 25. mal T975