Alþýðublaðið - 25.05.1975, Page 5
BURG
irbrú eina allmikla, sem stendur sem talandi tákn um nútlmann
til þess
Firbragð
ætti að
im fyrir
iðarlega
dýrðar-
1 mönn-
jöldum.
rinn af
u mjög.
rans.
dariska
ím er
;i og litt
arstigur
irðurinn
firlætis-
nda þar
ss vakir
mgar —
nisvarði
ið, hlað-
Það er
Kirkju-
nn.
sem svo
iðir hef-
jjóðinni.
pti við
idið list-
iðin hef-
1 marki
ra við
ðið frið-
n þar á
i blóma.
þótt
1 Luxemborg tala allir að
minnsta kosti þrjú tungumál.
Lúxemborgiska telst þar auðvit-
að efst á blaði, þvi þjóðin er sjálf-
stæð, stolt og ákveðin i að halda
þjóðlegum einkennum sinum og
siðvenjum til haga. Flestir tala
svo einnig frönsku og þýsku, enda
er franskan opinbert tungumál
þeirra og öll viðskipti framfærð á
þá visu. Yfir 40% þjóðarinnar
talar svo ensku og um 60% hennar
skilur það mál, nægilega vel til að
eiga viðskipti við ferðamenn.
Ollum luxemborgurum er það i
mun, að halda góðu sambandi við
aðrar þjóðir, enda er ferða-
mannaiðnaður vaxandi atvinnu-
vegur i landinu. Raunar má telja
það undravert, hve ómenguðum
þeim hefur tekist að halda þjóð-
háttum sínum og einkennum,
undir áhrifamætti tveggja risa og
eins stórvaxins barns, jafnvel á
löngum stundum undir ofurvaldi
framandi herja og menningar, en
þar kemur til stoltið og sjálf-
stæðishvötin, sem áður var
minnst á — tilhneigingar sem við
íslendingar ættum að skilja
manna best.
Árlega fara tugþúsundir ferða-
langa um alþjóðlega flugvöllinn i
Luxemborg. Þaðan dreifast þeir
viða um lönd, enda er völlurinn á-
kaflega miðsvæðis i Evrópu og
vegasamband gott i allar áttir.
Frá Luxemborg til Parisar er
fjögurra klukkustúnda bilferð,
tæplega klukkustundar flug. Frá
Luxemborg til Trier i Þýskalandi,
þar sem luxemborgarar • sjálfir
gera innkaup sin, er rúmlega
klukkustundar bilferð. Lengi
mætti svo telja borgir Evrópu og
tiltaka þann stutta tima sem tek-
ur að komast þangað frá Luxem-
borg, en þeim, sem áhuga kynnu
að hafa, er bent á að fá sér
Evrópukort og skoða sjálfir.
Vafalitið komast þeir að sömu
niðurstöðu og undirritaður,
Luxemborg er i hjarta Evrópu og
að hefja Evrópuferð þar, er
hreint ekki svo vitlaust.
Landið er fagurt og frltt...
Ekki eru það þó allir sem steðja
beint af flugvellinum og út úr
landinu. Enda er það ekki von,
þvi Luxemborg hefur sjálf margt
að bjóða ferðamanni.
Höfuðborg landsins er fyrir
marga hluti merkileg og verð at-
hygli þeirra, sem kynnast vilja
umhverfi sinu. Hún byggist upp
úr gili einu alldjúpu, samofin úr
mannvirkjum gamals og nýs
tima. Það sem fyrst vekur athygli
ferðamannsins, er sú áhersla sem
greinilega er lögð á að varðveita
það sem fyrir er. Gömul hús og
gamlar rústir eru varðveittar af
natni, i stað þess að láta þau vikja
fyrir óskeikulleik skipulagsins,
likt og viða er gert annars staðar.
Verksmiðjuhverfi, ibúðar og
verslunargötur skiptast á og
tvinnast saman, steyptar hrað-
brautir tengjast gömlum stein-
lögðum göngugötum, nýtiskuleg-
ar bankahallir standa við hlið
gamalla kaffihúsa, þar sem
italskir þjónar afgreiða luxem-
borgiskan bjór til portúgalskra
verkamanna. Þar inn setjast
lika islenskir ferðalangar til að
hvila sig frá lampa- og ljósakaup-
um.
Þægilegt andrúmsloft, hreint
loft og hreinar götur, misfagrar
konur og hundamenning leggja
værð og þægilega flottilfinningu á
þann sem er ókunnugur. Þó er
einhvernveginn svo, að enginn
virðist meir kunnugur en annar —
allir eru þekkt stærð og ekkert
uppátæki gæti komið mjög á
óvart. Luxemborg vekur margar
spurningar i huga Islendings og
hin fyrsta er: Hvers vegna er
engin kaffihúsamenning hér
heima?
„Hann er mjög svipmikill og
sterkur málari. Stórar myndir,
sterkir bláir, grænir og rauðir
litir. Viðfangsefnin eru barns-
lega einföld i sniðum, höfuð,
fuglar og sólir eru hin siendur-
teknu viðfangsefni.
Breiðir pensildrættir, sem
mynda oft horn, eru oft rikjandi,
svo að myndirnar fá oft ein-
hvern óraunveruleikablæ, nátt-
úran horfir á okkur hvössum
sjónum sinum”. Með þessum
orðum lýsti myndlistargagn-
rýnandi eins af dönsku blöðun-
um Sveini Björnssyni, list-
málara, og sýningu hans i
Charlottenborg fyrir nákvæm-
lega tiu árum.
Þessa dagana stendur yfir á
Kjarvalsstöðum i Reykjavik
valsstöðum. Þú hefur ekki tekið
þátt i þeim?
„Nei, ég hef haldið mér alveg
utan við þær. Ég hafði fengið
þessa sýningu mina samþýkkta
af „gömlu” hússtjórninni iöngu
áður en upp úr sauð.
Annars verð ég að segja eins
og er, að mér finnst fullmikil
harka i þessum deilum, þó að ég
sé reyndar þeirrar skoðunar, að
slikt hús sem þetta þurfi að hafa
einhvern þröskuld. Ekki veit ég,
hvað hefði orðið um mig, ef ég
hefði hvergi fengið inni með
mina fyrstu sýningu árið 1954,
en hún var i gamla Listamanna-
skálanum.
Já, mér finnst að FÍM-menn
hafi sett sig á heldur háan hest i
þessu máli. Ekki má gleyma
þvi, að þó að fólkið skilji ekki
felk
sýningar”, þar sem hvert verk
væri sett undir smásjá, áður en
ákveðið væri, hvort það fengi
inni á sýningunni. Sömuleiðis
væri nauðsynlegt, að hér á
Kjarvalsstöðum væru haldnar
sem oftast sýningar á verkum
viðurkenndra erlendra lista-
manna eins og i Louisiana-safn-
inu i Humlbæk, milli Kaup-
mannahafnar og Helsingör i
Danmörku, en það safn munu
margir tslendingar þekkja.
— Hvernig finnst þér sjálfur
sýningarsalurinn? —
„HEF ALLTAF MALAD TIL
HLIÐAR VIÐ BRAUÐSTRITIД
sýning á 84 myndum Sveins og
enn á fyrrgreind lýsing við.
Sveinn Björnsson hefur haldið
fjölmargar sýningar i Reykja-
vik og Hafnarfirði svo og viða
úti um land, ennfremur hefur
Sveinn bæði haldið einkasýning-
ar i Danmörku og Vestur-
Þýskalandi og tekið átt i sýning-
um með öðrum ytra.
Alþýðublaðið ræddi litillega
við Svein á Kjarvalsstöðum i
fyrradag.
— Nokkrar myndanna þinna
eru geysistórar? — „Já, mér
þykir afskaplega gaman að
mála stórar myndir. Hins vegar
eru stóru myndirnar að sjálf-
sögðu allkostnaðarsöm
skemmtun”
— Hvenær byrjaðirðu að
mála? — „Ég byrjaði ekki á
þessu fyrr en ég var orðinn 25
ára gamall. En siðan hef ég allt-
af málað til hliðar við brauð-
stritið. En ef satt skal segja,
langar mig að fara að hætta að
vinna og snúa mér eingöngu að
þvi að mála”.
Sveinn Björnsson er yfirrann-
sóknarlögreglumaður i Hafnar-
firði og Kjósarsýslu og er eins
og geta má nærri önnum kafinn
i þvi starfi. Aður stundaði
Sveinn sjó og var lengi á togur-
um, en á þeim tima málaði hann
einnig jöfnum höndum og fer
ekki á milli mála, að sjómaður-
inn hafði mikil áhrif á málar-
ann.
„Auðvitað er það ekki auðveld
ákvörðun að hætta að vinna og
helga sig listinni einvörðungu”,
sagði Sveinn, „en ég stefni samt
að þessu. Hitt er svo annað mál,
hvort þá taki ekki við alveg ný
vandamál. Ég er þannig gerður,
að ég vil helst ekki mála annað
en það, sem mér sjálfum dettur
i hug. Ég kann ekki að mála eft-
irpöntun. Ég mála, leik mér að
litum og „fantasium”, hvort
sem það passar fyrir fólkið eða
ekki, eða fellur inn i einhverjar
viðteknar listastefnur”.
— Miklar deilur hafa staðið
um sýningarsalinn hér á Kjar-
alltaf listamennina, geymist
listin með fólkinu. Svo er okkur
listamönnum að sjálfsögðu
nauðsynlegt, að fólk eigi þess
kost að sjá, hvað við erum að
gera á hverjum tima, og sömu-
leiðis að einhverjir kaupi af
okkur myndir”.
„Ég hef tekið þátt i „censur”-
sýningum i Charlottenborg i
Danmörku, þar sem sendar
voru inn um 10 þúsund myndir,
en aðeins 300 voru teknar til
sýningar. Þar af átti ég tvær
myndir. Einnig hef ég tekið á
leigu sal i Charlottenborg fyrir
einkasýningu án þess að fyrir-
fram færi fram nokkurt val á
þeim myndum, sem ég sýndi.
Mér dettur i hug, að hægt
hefði verið að hafa svipað fyrir-
komulag hér á Kjarvalsstöðum
og ég var að lýsa frá Charlotten-
borg, þ.e, að einstakir lista-
menn gætu leigt hér hálfan eða
heilan sal til einkasýninga á eig-
in ábyrgð, en sérstök hússtjórn
(dómnefnd) gerði þó einhverjar
lágmarkskröfur, en hins vegar
væru haldnar i húsinu
,,censur”-sýningar eða „úrvals-
„Ég hef aldrei sýnt áður i
svona finum sal. Ég er ánægður
með flest nema ljósið. Það er al-
veg eins og að breitt hafi verið
fyrir birtuna, þessa ofsalega
góðu birtu, sem við höfum hér á
Islandi.
Annars hef ég ekkert nema
gott um Kjarvalsstaði að segja.
Yfir þessu húsi er vakað af ár-
vökulu starfsfólki dag og nótt.
En ég vil þó bæta hér við, að
mér finnst, að sjálfsafgreiðsla
ætti að vera i veitingasalnum og
þar ættu að vera á boðstólum ó-
dýrar veitingar fyrir almenn-
ing”.
— Sjórinn hefur sterkt að-
dráttarafl á þig Sveinn?
• „Já, það fer varla á milli
mála. Ég held, að ég sé eini is-
lenski málarinn, sem hef tekið
sjóinn sem aðalmótiv. Nýjustu
myndirnar minar einkennast
mjög af þeim áhuga, sem ég hef
fengið á þvi að mála hin ótal-
mörgu svipbrigði hafsins”.
Sýningu Sveins Björnssonar
lýkur kl. 22 á sunnudagskvöld.
H.E.H.
„Hafið þér nokkuð á móti þvi að brosa ofurlitið til yfir
læknisins, herra Olsen, hann hefur svo miklar áhyggjur af
yður”.
angarnir
O
Sunnutíagur 25. mai 1975