Alþýðublaðið - 13.06.1975, Page 1
Bandarískir körfuboltamenn í íslensk lið? ■-------íþróttir 9
alþýðul
- «
FÖSTUDAGUR
13. júní 1375 - 132. tbl. 58. árg.
YFIRLYS-
ING GEIRS
VIÐSKIPTARAÐHERRA FULLYRÐIR:
BÚVðRUR
HÆKKA EKKI!
I tilefni af þeim ummælum
Björns Jónssonar, forseta ASI,
að nýir samningar um kaup og
kjör gætu oltið á þvi, hvort land-
búnaðarvörur hækkuðu nú eins
og fyrirhugað hefur verið eða
ekki, spurði Alþýðublaðið Ólaf
Jóhannesson, dóms- og við-
skiptaráðherra, i gær: — Hefur
rikisstjórnin tekið til athugunar,
hvort hækkun verði eða ekki á
landbúnaðarvörum?—
Spurningunni svaraði ráð-
herrann á þessa leið: ,,Það hef-
ur rikisstjórnin þegar gert og
tekið ákvörðun.”
— Og leyfist þá að spyrja,
hver ákvörðunin er?—
,,Já. Það verður engin hækk-
un,” svaraði ráðherra.
Geir Hallgrimsson sendi niu-
manna samninganefnd Alþýðu-
sambands tslands bréf i gær.
Þar segir, að til þess að greiða
fyrir samningum um kaup og
kjör milli samtaka launafólks
og vinnuveitenda og i trausti
þess, að vinnufriður haldist, lýsi
rikisstjórnin yfir:
Að sú hækkun á helstu neyslu-
vörum heimilanna, mjólk,
smjöri og kindakjöti, sem til
framkvæmda átti að koma um
siðustu mánaðamót, komi ekki
til framkvæmda á gildistíma
þess kjarasamnings, sem nú er
unnið að.
Þá muni rikisstjórnin beita
:sér fyrir þvi, aö aðilar vinnu-
markaðarins fái aðild að endur-
skoðun laga og reglugerða um
ákvörðun búvöruverðs.
JiUW HÆKKfl UM
7.400 KR. A MANUÐI
„Þó að samningar hafi enn ekki verið undirritaðir, er
augljóst, að samkomulag er í sjónmáli," sagði Björn
Jónsson, forseti Alþýðusambands Islands, þegar blaða-
maður Alþýðublaðsins ræddi við hann um miðnætti í nótt
á samningafundi í tollstöðvarhúsinu við Tryggvagötu.
Andrúmsloftið á samningafundinum benti ótvírætt til
þess, að samningar yrðu undirritaðir í nótt, þó að enn
væru ýmis atriði enn óútkljáð, og Ijóst var, að ágrein-
ingsatriði höfðu komið upp á siðustu stundu, sem töfðu
fyrir því, að undirritun gæti farið fram.
Björn Jónsson, forseti ASI, sagði í samtali við blaðið,
að sú kauphækkun, sem verið væri að ræða um, næmi
tæplega 16% miðað við sjötta taxta Dabsbrúnar, eða kr.
7.400,00 á mánuði, og væri gert ráð fyrir, að sú krónutala
gengi í gegnum allt launakerfið. En ennfremur væri gert
ráð fyrir, að kaup hækkaði 1. október um kr. 2.100,00
miðað við sjötta taxta Dagsbrúnar.
Byssumaður
særði lög-
regluþjón
Fulltrúar frá Fjórðungs-
sambandi Norðlendinga, með
Sigurö Gizurarson i broddi
fylkingar, fengu heldur en
ekki óvæntan gest með leigu-
flugvél sinni þegar þeir flugu
frá Þórshöfn til Húsavikur
eftir að hafa setið fund um
byggðamál þar eystra um
siðustu mánaöamót. Gestur-
inn var óður byssumaður, sem
tekinn hafði verið um nóttina
:aðfaranótt sunnudagsins 1.
júnl fyrir skotárás á lögreglu-
stöð staðarins sem reyndar
var mannlaus þar eö lögreglu-
þjónninn hafði hætt störfum
.um mánaðamótin, — aðeins
nokkrum klukkustundum áður
en atburðurinn átti sér stað.
Maðurinn var undir áhrifum
áfengis, þegar hann kom með
hlaðna haglabyssu að lög-
reglustöðinni. Skaut hann upp
hurðina, en i þeim svifum bar
að tvo menn, og var annar
þeirra einmitt fyrrverandi lög
regluþjónn staðarins. Tókst
þeim að handsama manninn,
en fengu báðir högl i fæturna
áður en þeir höfðu yfirbugað
hann.
En þýðingarmestu atriði þcirra
samninga, sem voru I sjónmáli
um miðnætti i nótt, auk þeirrar
beinu kauphækkunar, sem áöur
er nefnd, er það ákvæði, aö fari
framfærsluvisitalan fram úr 477
stigum, munu laun hækka um
sömu prósentutölu og verðiagið
frá og með sama tima. Ennfrem-
ur haföi yfirlýsing rikisstjórnar-
innar þess efnis, að þær hækkanir
búvöruverðs, sem áttu að koma
til framkvæmda X. júni s.l., yrðu
ekki að veruleika, afgerandi áhrif
á, að skriöur komst á viðræður
samningsaðila, og er yfirlýsingin
að sögn fulltrúa i niu manna
nefndinni afar þýðingarmikill
þáttur þessara samninga.
Samkvæmt upplýsingum
Björns Jónssonar er sú ákvörðun,
að búvöruverðshækkunin komi
ekki tii framkvæmda metin sem
svarar 1.200 milljónum króna á
ársgrundvelli.
1 samtalinu við Alþýðublaðiö
sagði Björn Jónsson ennfremur:
„Það má tvimælalaust segja,
aö það bráöabirgöasamkomulag,
sem hér er að nást, er i grundvall-
aratriðum byggt á sömu stefnu,
sem Alþýðusamband islands
mótaði strax i haust. Það er
sýnilegt, að við erum hér að ná
einum mikilvægum áfanga að þvf
marki að vinna upp þá kaupmátt-
arskerðingu, sem við settum okk-
ur á ráðstefnu ASt 30. desember I
vetur. Við munum stefna að þvi
markiáfram, þvi að auðvitað hef-
ur þvi enn ekki verið náð.”
,,En ég vil benda á,” sagöi
Björn, ,,að hér er um að ræöa
meiri beina kauphækkun en dæmi
eru um I samningum mjög lengi.
Ég heid, að sjaldan hafi hærri
krónutöiuhækkun náðst fram i
samningum i 20—30 ár.”
Aðspuröur sagði Björn, að sú
samstaöa, sem mynduð var innan
Alþýðusambands islands i upp-
hafi þeirrar kjarabaráttu, sem nú
virðist hafa náðst áfangi I, hafi
reynst félagslega afar sterk og
fyrir hennar tilstiiii hafi nú mikii-
vægur áfangi náðst — að þvi er
virtist.
Björn benti á, að þær úrsiita-
kröfur, sem „baknefnd” og
samninganefnd ASt hefðu sett
fram, eftir að sáttanefnd hafði
reifað hugmyndir sinar til lausn-
ar deilunni, hafi hlotið þann
hljómgrunn, sem gat ráðið úrslit-
um um lausn deilunnar. Hvort-
tveggja hefði verið viðurkennt:
Krafan um, aö búvöruhækkunin
kæmi ekki tii framkvæmda á
samningstimabilinu og sömuleiö-
is, að laun hækkuðu i sama mæli
og verðlagið, færi það á annaö
borð fram úr þeirri áætlun, sem
lögð var til grundvallar við samn-
ingsgerðina.
A fundi „baknefndar”, sem
haldinn var I gærkvöidi, áður en
siðasta viðræðulota samninga-
nefndar ASt og vinnuveitends
hófst, rikti mikil bjartsýni um, af>
samkomulag væri að takast, og á
þeim fundi var samninganefnd-
inni veitt umboð tii að ganga frá
samningum á þeim grundvelli.
sem þá lá fyrir.
Á „baknefndarfundinum” var
nlu manna samninganefnd ASl og
þó sérstaklega Birni Jónssyni
færðar sérstakar þakkir fyrir
mjög góða frammistöðu I þeirri
baráttu, sem hún hefur háð
Meðal þeirra aðiia, sem slikt
þakklæti létu I ljósi, voru fulltrúar
verkamannafélaganna innan ASt
og samtaka verslunarfólks.
AHar Hkur bentu til þess I gær-
kvöldi, að samningar myndu tak-
ast i deilu verslunarmanna og
Kjararáðs versiunarinnar sam-
hiiða hinu almenna samkomulagi
ASÍ og vinnuveitenda.—
RÆSISMÁLID TIL SAKSÓKNARA!
Seðlabankinn sendi I gær frá
sér eftirfarandi fréttatil-
kynningu:
„A vegum Seðlabankans á
grundvelli laga um verðtrygg-
ingu f járskuldbindinga nr.
71/1966, hefur farið fram athug-
un á lánskjörum, er fyrirtækið
Ræsir hf., Reykjavlk, veitti
kaupanda leigubifreiðar I nóv-
ember 1973. Bifreiðin var keypt
og flutt inn frá Vestur-
Þýskalandi með sex mánaða
greiðsiufresti að 8/10 kaup-
verðs, skv. þeim reglum, sem
giltu um kaup leigubifreiða.
Kaupandi bifreiöarinnar gaf út
skuldabréf til umboðsins I vest-
ur-þýskum mörkum I formi
endurláns til lengri tima og meö
hærri fjárhæð en nam hinu er-
lenda láni og var mismuninum
varið, skv. samkomulagi aðila,
til greiðslu aðflutningsgjalda af
bifreiöinni.
Hefur kaupandi sfðan sýnt
veruleg vanskil og neitar jafn-
framt að greiða skuldina á
grundvelli skráningar vestur-
þýska marksins.
Forstjóri fyrirtækisins hefur
lýst þvi yfir, að fyrirtækið hafi
taliö sér heimilt að nota lán
vcgna annarrar bifreiðar, sem
kom samtimis til landsins á
sömu lánsskjölum, en var
greidd út I hönd. Það hefur nú
endurreiknað skuldina út frá
þeirri forsendu, að skuldbinding
kaupanda bifreiðarinnar i vest-
ur-þýskum mörkum hafi ekki
numið hærri fjárhæð en fyrir-
tækið bjó sjálft við gagnvart
hinum erlenda lánveitanda
vegna þeirrar bifreiðar sem um
var að ræða. Hinn hluti skuidar-
innar hafi þvf verið krónuskuld-
binding frá upphafi eða frá þeim
tlma, er hin erlenda skuldbind-
ing var greidd, enda semjist um
endurgreiðslu lánsins og vaxta-
kjör af þvi.
Seölabankinn telur nú mál
þetta upplýst og hefur afhent
niðurstöður sinar og gögn máls-
ins saksóknara til athugunar,
svo hann geti fellt sinn úrskurð
um, hvort tilefni sé tii frekari
rannsóknar eða annarra að-
gerða af opinberri hálfu f mál-
inu.”
„Ræsir h.f. hefur viðurkennt
að um mistök hafi verið að ræða
I sambandi við endurlán fyrir-
tækisins á eriendum lánum og
hefur jafnframt skuldbundiö sig
til þess að endurreikna allar
skuldir kaupenda leigubifreiða
viö fyrirtækiö, með tilliti til
þess, þannig að þar sem skulda-
bréf þeirra eru hærri, eða til
lengri tima en heimilt er, verði
skekkjan leiðrétt og bifreiða-
kaupcndurnir ekki látnir greiða
skuldir sinar á grundvelli vest-
ur-þýska marksins, umfram
þau lánakjör sem fyrirtækið býr
sjálft við og má endurlána,”
sagði Björn Tryggvason, að-
stoðarbankastjóri við Seðla-
bankann i viðtali við Alþýðu-
blaðið I gær, þegar blaðið hafði
samband við hann vegna frétta-
tilkynningar þeirrar, sem birt-
ist hér að ofan.
„Hjá seðlabankanum var ekki
tekið fyrir nema eitt mál þess-
arar tegundar,” sagði Björn
ennfremur, ,,en það var að á-
bendingu og bciðni saksóknara,
sem vildi fá upplýst eitt mál til
reynslu. Seðlabankanum ber
skylda til að upplýsa mál af
þessu tagi, en hann er ekki dóm-
stóll og ákvöröun um það hvort
frekari rannsókn fer fram og
hvort mál veröur höfðað vegna
þessa, veröur tekin hjá sak-
sóknara, sem nú hefur öll gögn
málsins I sinum höndum.
Varðandi niöurstöður Seðla-
bankans er það að segja, að lög
um þetta efni er mögutegt að
túlka á fleiri en einn veg og þvl
veröur það látið saksóknara
cftir að ákvarða hvort um lög-
brot er að ræða hjá Ræsi h.f.
Það er ljóst, að athugun þcss-
ari aflokinni, aö framvegis
verður strangara eftirlit með
viðskiptum af þessu tagi. Til
dæmis verður að krefjast þess,
að skuldabréf séu skrásett og
fylgjast með þvi I banka að svo
sé.
Scölabankinn hefur einnig
haft samband við bifreiða-
stjórafélagið Frama,” sagði
Björn að lokum, „og boðið þeim
aðstoð sína i sambandi við svip-
uð mál. Það er eitt af skyldu-
verkum okkar að hjáipa mönn-
um við að sjá hvar þeir standa
og leiöbeina þeim I þessum við-
skiptamálum.”