Alþýðublaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 2
KAUPMENN ÚTI A LANDIFÁ NÚ AÐ SETJA ÁLAGNINGU SÍNA OFAN Á „SANNAN- LEGAN FLUTNINGSKOSTNAД Góö aðsókn hefur verið að sýn- ingunni List til lækninga i kjall- ara Norræna hússins. I kvöld verða þar sérstakir kynninga-fyr- irlestrar. Thomas Bergman ljós- myndari frá Sviþjóð talar um börn á sjúkrahúsum og aðstöðu fjölfatlaðra barna og kynnir sýn- ingar sinar, — og Rafael Wardi frá Finnlandi talar um list til lækninga á geösjúkrahúsum, og sýnir myndir. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 20:30 og er öllum heimill aðgangur. Siðasti fyrirlesturinn um List til lækninga verður siðan á morgun, laugardag kl. 14.00. Þá talar Lise. Giödesen iðjuþjálfi frá Danmörku um „Börn á sjúkrahúsum”. Hún sýnir einnig kvikmynd um þetta efni, sem vakið hefur athygli og fengið góða dóma. Fyrirlesturinn og kvikmyndasýningin verða i samkomusal Norræna hússins og er öllum heimill aðgangur. Sýningin i kjallara Norræna hússins verður opin frá kl. 14-22 i dag, og frá 14-19 á morgun. Ekki verður hægt að hafa sýninguna opna lengur, þar sem erlendu ráðstefnugestirnir halda utan með sýningarmunina á sunnu- dagsmorgun. ÁREKSTUR Allharður árekstur varð á mót- um Elliðavogs og Suðurlands- brautar. Bifreið, sem ekið var suður Elliðavog sveigði inn að Nesti, i veg fyrir bifreið, sem ekið var norður Elliðavoginn. Þrennt' var flutt á Slysavarðstofu, en um veruleg meiðsli var ekki að ræða. Bifreiðarnar tvær eru nokkuð skemmdar. V „Þegar nýju áiagningar- reglurnar voru auglýstar 30. april sl. virðist hafa verið laumað inn ákvæði sem heimilar kaupmönn- um úti á landi að leggja flutnings- kostnað á vöruverðið eftir að á- lagning og söluskattur hafa verið reiknuð á það, án þess að almenn- ingi væri nokkuð tilkynnt um það,” sagði Eyjólfur Jónsson, verðlagseftirlitsmaður á Isafirði, þegar fréttamaður Alþýðublaðs- ins ræddi við hann i gær. „Efnislega hljóðar ákvæðið þannig, að kostnaðarverð vöru skuli reiknað eins og hún kostar komin i vörugeymslu verslunar- innar. Ég hef nú gert útreikninga á þvi hvernig þetta kemur út og sent verðlagsyfirvöldum i Reykjavik, ásamt athugasemd- um, en ekkert svar fengið enn- þá,” sagði Eyjólfur. Þótt almenningur hafi ekki ver- ■/ ið látinn vita um þessar breyting- ar á verðlagsákvæðum hafa upp- lýsingar um þær komist rétta boðleið til kaupmanna, vafalaust fyrir tilstilli kaupmannasamtak- anna og SIS, og að sögn Eyjólfs hafa kaupmenn vestra ekki svik- ist um að framfylgja þeim. Sem dæmi um það hvernig þessar nýju álagningareglur koma út nefndi Eyjólfur, að sé flutningskostnaður milli Reykja- vikur og Isafjarðar kr. 11.30 á hvert kiló, sem sé algengt, hækki hann i kr. 17.24 miðað við 27,2% álagningu, en geti farið allt upp i kr. 18.82 sé miðað við hæstu leyfi- legu álagningu á matvöru. Hljóp fyrir bíl og fótbrotnaði Sex ára gamall drengur fót- brotnaði i gær, þegar hann hljóp út á götu i Hvassaleiti og lenti ut- an i jeppabifreið, sem ók austur Hvassaleitið. ökumaður jeppans sá drenginn koma hiaupandi og sveigði frá honum og bremsaði, en drengurinn lenti á vinstra framhjóli bílsins, með þeim af- leiðingum sem fyrr greinir. Drengurinn var fiuttur á Slysa- varðstofu og siðan lagður á Borgarsjúkrahúsið, en ekki var talið að hann væri meiddur að öðru leyti en að vera fótbrotinn. ÚSAMKOMULAG INNAN LðGREGLULIÐS KEFLAVlKUR LEIÐiR TIL UPPSAGNA „Það er erfitt að meta og vega stöðuna, og um niðurstöðu fer allt eftir þvi, hvernig tekið verður á málinu,” sagði Ingvi Jakobsson, lögregluvarðstjóri i Keflavik, er fréttamaður Al- þýðublaðsins leitaði álits hjá honum á „lögreglumálinu” i Keflavik. „Ég get ekki tjáð mig um annað en það, sem menn hljóta að vera sammála um, að það er ófært að missa úr starfi þaulreynda menn, sem eru viðurkenndir i starfi og hafa auk þess umtalsverða menntun og þjálfun umfram það, sem ai- mennt gerist,” sagði Ingvi. Nokkrar stöður lögreglu- manna i Keflavik hafa verið auglýstar til umsóknar. Er hér jm að ræða stöður aðstoðaryfir lögregluþjóns, varðstjóra og að- stoðarvarðstjóra. Orsaka þessarar auglýsingar er að leita alllangt aftur i tim- ann. Tildrögin eru i stuttu máli þau, að þegar fjórar aðstoðar varðstjórastöður voru auglýstar i Keflavikurlögreglunni snemma á árinu, taldi einn um- sækjenda, sem ekki fékk stöðu, að fram hjá sér væri ómaklega gengið. Brást hann svo við, að á viðbrögð hans var litið sem upp- sögn án fyrirvara. Ekki reynd- ist þó hugur hafa fylgt máli, þegar til kastanna kom. Gekk nú I nokkru þjarki um það, hvort þessistarfsmaður væri, eða ætti að vera, I lögregluliði ellegar ekki. Skarst dómsmálaráðu- neytið að lokum i leikinn og gegndi maðurinn störfum áfram i Grindavik, venjulegan uppsagnartima, eða þrjá mán- uði. Þegar hann kom svo aftur til starfa i Keflavik sögðu 7 lög- reglumenn upp störfum, flestir yfirmenn i lögregluliði Kefla- vikur. I Keflavikurlögreglúnni eru nú 28 menn, og er þetta þvi eitt fjölmennasta lögreglulið á land- inu. Er hér sýnilega mikill vandi á höndum, þar sem sýnt þykir, að persónuleg sundur- þykkja ráði ferðinni að miklu leyti, en miklu varðar, að unnt reynist að setja niður ágreining þann, sem eins og horfir, kann að valda alvarlegum hnekki i iögregluliði Keflavikur. Hafnarfjörður — Spónaplötur Spónaplötur fyrirliggjandi — pressa 650 kg. Þykktir : 8 —10 — 12 —16 — 18 — 22 — 25mm, IÐNVÉLAR Hjallabraut 7, s. 52263 Hafnarfirði. ÚTBOÐ Tilboð óskast I byggingu fbúða fyrir aldraöa við Furugerði 1, Reykjavik. (Jtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, gegn 20.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, föstudaginn 18. júli 1975, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fn'liirlcjuvegi 3 — Simi 25800 Umsóknir um sumarnámskeið i Englandi á vegum SCANBRIT þyrftu að berast sem allra fyrst. Upplýsingar hjá Sölva Eysteinssyni i sima 14029. Hátíðafundur í Haskólabio í tilefni hins alþjoölega kvennaárs Laugardaginn 14. júní kl. 14 verður setning Kvennaráðstefnunnar, sem halda á að Hótel Loftleiðum dagana 20. og 21. júní n.k. DAGSKRÁ HÁTÍÐ AFUNDAR: 1. Sigriður Thorlacius, formaður Kvenfélaga- sambands íslands, setur fundinn. 2. Kammersveit Reykjavikur leikur. 3. Eva Kolstad, formaður kvennaársnefndar Noregs, flytur ræðu. 4. ,,Ljóð Drífu” Geirlaug Þorvaldsdóttir les og Jórunn Viðar leikur frumsamda tónumgerð. 5. Frumflutt verður samfelld dagskrá um verkakonur á tslandi fyrr og nú. Starfshópur úr islenskudeild Háskóla íslands tók saman undir leiðsögn óskars Halldórs- sonar, lektors. Flytjendur eru: Bríet Héðinsdóttir Guðrún Alfreðsdóttir Margrét Helga Jóhannsdóttir Steinunn Jóhannesdóttir ásamt Hjördisi Bergsdóttur, Kjartani Ragnarssyni, Magnúsi Péturssyni og Normu Samúelsdóttur. Kynnir á fundinum verður Vigdis Finnbogadóttir, leikhússtjóri. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Samstarfsnefnd: Kvenfélagasambands tslands, Menningar- og friðarsamtaka Islenskra kvenna, Kvenréttindafélags isiands, Félags háskóiamenntaðra kvenna og Rauðsokkahreyfingarinnar, Kvenstúdentafélags Islands. 0 Föstudagur 13. júní 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.