Alþýðublaðið - 13.06.1975, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 13.06.1975, Qupperneq 9
ÍÞItOTTIIt Umsjon: Björn Biöntíal ÍSLENSKA FRJÁLSÍÞRÓTTALANDSLIÐIÐ í PORTÚGAL STEFNIR AÐ 7 ÍSLANDSMETUM í EVRÓPUBIKARKEPPNINNI „ERUM EINS OG RISAR MEÐAL ÞEIRRA INNFÆDDU” - SAGÐI LANDSLIÐSÞJÁLFARINN GUÐMUNDUR ÞÓRARINSSON í GÆR „Það eru allir i miklu stuði hér,” sagði Guðmund- ur Þórarinsson þjálfari islenska karlalandsliðsins i frjálsum iþróttum, þegar við höfðum samband við hann i Lissabon i gær. En á morgun og sunnudaginn keppir liðið i Evrópubikarkeppni landsliða ásamt Belgum, írum, Hollandi, Portúgölum, Spánverjum og Svisslendingum. „Við höfum verið að fara yfir keppnisgreinarnar og teljum okkur eiga möguleika á að setja 7 íslandsmet. Strákarnir eru allir að komastí mjög góða þjálfun, en það skyggir nokkuð á að óvist er hvort Vilmundur Vilhjálmsson getur keppt, því hann hefur ekki enn náð sér að fullu eftir meiðslin, sem hann hlaut heima í mai. 1 kastgreinunum gætu metin komið I spjótkasti hjá óskari Jakobssyni, i sleggjukasti hjá Er- lendi Valdimarssyni og i kúluvarpinu hjá Hreini Halldórs- syni. í hlaupunum bindum við vonir við að þeim Sigfúsi Jónssyni, Agústi Ásgeirssyni og Jóni Diðrikssyni takist vel upp og eiga þeir allir möguleika á metunum i 10.000 metra, 3000 metra hindrunarhlaupi og i 1500 metra hlaupinu. Gryfjan i hindrunar- hlaupinu er að visu ekki góð, en vonir standa til að búið verði að laga hana fyrir keppnina. Þá má ekki gleyma Stefáni Hallgrims- syni sem keppir I 400 metra grindahlaupinu, þar virðist hann vera mjög liklegur til að bæta Is- landsmet sitt. Við búum hér á stórum Iþrótta- skóla, þar sem nemendurnir eru yfir 1000 talsins og er allur aðbúnaður ágætur, maturinn góður og þjónustan fyrir fyrir- myndar. Það gerir okkur nokkuð erfitt fyrir að þeir tala helst ekki ensku hérna, bara portúgölsku og þvi erfitt að gera sig skiljanlegan. Fólkið hérna er mjög smávaxið og erum við eins og hálfgerðir risar hérna, þegar við göngum um á meðal þeirra innfæddu.” Þá sagði Guðmundur að lokum að völlurinn þar sem keppnin færi fram væri mjög góður og væru allar keppnisbrautir með gerviefninu „tartan” sem er komið á alla meiriháttar iþrótta- velli. Annað teldist ekki boðlegt nú á dögum. EVROPUKEPPNILANDSLIDA Búlgarir náðu V-Þjóö- verjum að stigum Búlgararnir náðu V-Þjóðverjum að stigum I 8. riðli Evrópukeppni landsliða á miðvikudagskvöldið, þegar þeir unnu stórsigur á Möltubúum I Soffiu 5-0. Búlgararnir voru alltaf betra liðið á vellinum og aldrei spurning um, hver úrslit leiksins yrðu, heldur hve mörg mörk yrðu skoruð. í fyrri hálfleik skoruðu Búlgararnir þrivegis, fyrst Dimitrov á 2. min. og síðan þeir Denev og Panov meö tveggja minútna millibili um miðjan hálfleikinn. í seinni hálfleik hægðu búlgörsku leikmennirnir heldur á ferðinni, en skoruðu þá samt tvivegis, fyrst Boney úr viti og siðan bætti Milanov fimmta markinu við, svona til að hafa markatöluna i samræmi við gang leiksins. Staöan I 8. riðlinum er nú þessi: Grikkkland Búlgaria V-Þýzkaland Malta 5 2 2 1 11-8 6 4 12 1 10-6 4 3 1 2 0 4-3 4 4103 2-10 2 Guömundur Þórarinsson landsliösþjálfari, ásamt einum af landsliösmönnunum Erlend: Valdimars- syni, sem keppa mun I kringlukasti og sleggjukasti. Aö sögn Guömundar telur hánn aö Erlendur eigi talsveröa möguleika á aö setja met I sleggjukastinu. Hreinn Halldórsson byrjaöi á þvl aö setja islandsmet á fyrsta móti vorsins og kastaöi þá kúlunni 18.99 metra. Tekst honum aö ná 19 metra markinu I Portúgal? Styrkja bandarískir körfu- knattleiksmenn félagsliðin hér á nssta keppnistímabili? ,,A þingi körfuknattleikssam- bandsins sem verður háð um helgina, verður rætt um áhuga tveggja Reykjavikurfélaga, um að fá hingað bandariska körfu- knattleiksmenn”, sagði Einar Bollason formaður KKS i viðtali við Alþýðublaðið i gær. „Þarna veröur ekki um neina atvinnumenn að ræða”, sagöi Einar, „heldur eru þetta há- skólastúdentar sem mætti kalla skiptincma. Þeir myndu stunda hér nám i Háskólanum og hug- myndin er aö þeir aðstoðuöu viö þjálfun yngri flokkanna hjá fé- lögunum. Nú um nokkurra ára skcið hefur það færst mjög I vöxt að bandariskir körfuknattleiks- menn leiki með liðum i Evrópu og hefur það gefið mjög góöa raun. Bæöi hefur getan hjá heimamönnum aukist gifur- lega, samfara þvi aö nú er körfuknattleikur leikinn fyrir fullum húsum áhorfenda. Ég get nefnt sem dæmi, aö I Luxemborg byrjuðu þeir aö nota Bandarikjamennina fyrir tveim árum, en þá lék landsliö þeirra hér og vann þá islenska körfuknattleikslandsliðið stór- sigur. Við erum nýkomnir frá V- Þýskalandi þar sem viö lékum við landsliö Luxemborgar og þar hefur oröiö mikill munur á frá þvi að það lék hér siðast og hafa framfarirnar oröið hreint ótrúlegar. Nú máttum viö þakka fyrir aö vinna. Það er lika hægt að nefna Svi- þjóð, þeir voru lengi vel hræddir við að sú ráðstöfun að leyfa Bandarikjamönnum aö leika meö félagsliöunum, myndi draga verulega úr árangri „Hefur gefið góða raun víða í Evrópu” - segir Einar Bollason formaður Körfuknattleikssambandsins landsliösins. Þvi þeirra menn fengju ekki þau tækifæri sem skyldi meö félagsliöunum. En þessi ótti hefur reynst ástæöu- laus, þvi sænska landsliöið lék einmitt I þessari sömu keppni i V-Þýskalandi og tapaöi þar fyrir pólska landsliöinu meö aö- eins eins stigs mun, en Pólverj- arnir eru meö citt sterkasta landsliöiö I Evrópu. Hugmyndin hjá félögunum hérna er ekki að hefja neinn stórinnflutning, heldur er hér aöeins um einn eöa tvo leik- menn aö ræöa. 1 dag er þetta aö- eins hugmynd sem viö viljum heyra álit aöildarfélaganna á, og ef þetta mál fær jákvæöar undirtektir sé ég ekkert til fyrir- stööu aö af þessu geti oröiö”, sagöi Einar að lokum. Föstudagur Í3. júní 1975 O

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.