Alþýðublaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 3
Stefnuliós Helgi Skúli Kjartansson skrifar •o ER ISLAND RÉTTARRlKI ? Hálf-bjánaleg spurning víst, spurning um orð. l'sland mun vera skikkanlegt réttarríki eftir því sem víða gerist; en saman- borið við hugsjón réttarríkisins er hinn íslenzki raunveruleiki langt frá því gallalaus. Þrir gallar finnst mér mest áberandi. Fyrstur sá hve hlutdræg lagafram- kvæmdin virðist vera á stundum og hve litið aðhald hún veitir gæðingum stjórn- málá- og fjármálavaldsins. Þetta er margrætt mál sem ég orðlengi ekki um hér, enda þekki ég ekki skjóttekin ráð til úrbóta. Annar gallinn, kannski sá veigaminnsti en þó ekki með öllu ómerkur, er sá hve auðvelt og áhættulaust það er að misbeita rikisvaldinu, jafnvel i bága við gildandi lög. (Algengt og einfalt dæmi eru heim- ildarlausar greiðslur úr rikissjóði.) Oft ná dómstólar ekki til slikra mála vegna þess að misbeitingin snýr ekki að neinum ein- stökum aðila sem geti kært. Og þó aðili sé til, getur hann aðeins farið fram á bætur af almannafé; ráðherrar og þjónar þeirra eru án ábyrgðar. Að visu eru til lög um ábyrgð ráðherra, en þau eru hlægilegt pappirsgagn^ til dæmis þarf ákæran að koma frá AÍþingi, þannig að stuðnings- flokkar rikisstjórnar á þingi geta ævin- lega komið i veg fyrir málshöfðun, enda hefur þessum lögum aldrei verið beitt. Ekki kann ég neitt einhlitt ráð til að auka ábyrgð ráðherra á stjórnarat- höfnum, en vist væri það i áttina að breyta ábyrgðarlögunum þannig að landsdómur væri fámennur lögfræðilegur dómstóll og léttur i vöfum, og einhver tiltekinn minni- hluti Alþingismanna gæti borið fram kærur. (Til að ekki væri hægt að binda alla starfsorku rikisstjórnarinnar i mála- þrasi, þyrfti að gera strangar kröfur til rökstuðnings með kærum.) Hlutverk ábyrgðarlaga i þingræðisriki er nefnilega að reisa skorður við yfirgangi meiri- hiutanssem rikisstjornin er fulltrúi fyrir. Galli á þessari lausn er hin sterka stéttarsamkennd stjórnmálamanna sem kannski vilja sjaldan I alvöru koma við kaunin hver á öðrum. Hið þriðja sem á vantar að Island sé réttarriki, er sameiginleg afleiðing verð- bólgunnar og seina^angs dómsmála. Þegar menn leita réttar sins fyrir dóm- stólum er erindi þeirra oftast það að fá einhvem annan skyldáðan til að greiða sér peninga, skuld af einhverju tagi eða bætur fyrir miska. Ef krafan er réttmæt, munu dómstólar jafnan komast að þvi og dæma greiðslu, en lokadómur fellur iðu- lega nokkrum árum eftirað málið ris. Þá er þeim sem órétti hefur verið beittur, dæmd greiðsla, jafnmargar krónur og hann hefði upphaflega átt að fá refjalaust. Reyndar að viðbættum almennum vöxt- um. En svo sem kunnugt er eru almennir vextir á Islandi minni en engir að raun- gildi; verðbólgan má sin meira. Löngum hefur fé á vöxtum rýrnað um helming á hverjum 15árum eða svo; núá tveimurtil þremur árum. Niðurstaðan er sú að það er jafnan gróðavænlegt að bregðast skyldum sinum og ganga yfir náungann, aðeins ef tök eru á að flækja eftirmálin fyrir dómstólum nógu lengi til að hafa verðbólgugróða upp i málskostnað. Af þessu spretta dómsmál þar sem ekki er úr neinum vanda að skera, aðeins verið að draga greiðslu á langinn. Þessi mál taka upp tima dóm- stólanna, og enn eykst drátturinn. Þetta gengur ekki. Meðan hinn hneykslanlegi seinagangur dómsmála helzt, og meðan vaxtakjör eru svo afkáraleg að venjulegar skuldir vaxa minna en ekki neitt, þá ber að taka i lög fullar visitölubæturá allar greiðslur sem inntar eru af hendi samkvæmt dómi. f re tt aþraðurinn. Dagsími til kl. 20: 81866 Kvöldsími 81976 — HUsið kemur til með aö kosta i mesta lagi 125 milljónir króna fullbyggt samkvæmt útreikningum minum, og það finnst mér ekki mikið miðað við rúmmetrafjölda, sagði Vilhjálmur Jónsson, for- stjóri Olíufélagsins h.f., i viðtali við Alþýðublaðið er blaðið grennslaöist fyrir um kostnaðinn við hið nýja og glæsilega skrif- stofuhús félagsins á horni Vegmúla og Suðurlandsbrautar — Oliufélagið var i leiguhúsnæði allt þar til við fluttum i nýja hús- ið um mánaðarmótin júni—júli. Enn á eftir að ganga frá rösklega einni hæðhússins svo og lóð þess. Ætlunin er að leigja helming hús- næðisins út, svo það er byggt vel við vöxt, sagði Vilhjálmur. „Útileguþjófur" Lögreglan i Reykjavik hefur nú til rannsóknar innbrot i tvær geymslur i Hliðahverfi i Reykja- vik, en úr þeim var stolið tjaldi, tjaldhimni og einhverju magni af niðursuðuvörum. Þjófnaðir þessir voru tilkynntir lögreglunni siðastliðinn laugar- dag, en liklega hafa þeir báðir verið framdir aðfaranótt mánu- dagsins 29. júli. Ófundinn mill- jónaerfingi Margur er rikari, en hann hyggur. Einhvers staðar er ís- lendingur, sem á eina milljón króna hjá Seðlabanka Islands, en hefur ekki hirt um að sækja féð. Það er handhafi „hringvega- skuldabréfs” nr. 59625, en i fyrsta Nú er búið að rifa húsið þar sem Jón i Eyjabúð verslaöi lengi og var við Suðurlands- braut, nánar tiltekið i Múla- kampinum. Jón E. Kristjóns- son, kaupmaður var þá fyrir nokkru fluttur i nýtt og mynd- arlegt verslunarhús i Siðu- múla 8 og flutti að sjálfsögðu nafn verslunarinnar með sér, en upphaflega keypti Jón litla verslun á Bergstaðastræti 37, sem hét Eyjabúð. Þar var áður Verslunin Brekka, en sendisveinninn i Brekku keypti búðina, þegar Rik- harður kaupmaður flutti Brekku vestur á Ásvallagötu 1. Sendisveinninn, Eyjólfur Guðmundsson, hefur um ára- bil verið verslunarstjóri i „Síld og fisk” á Bergstaða- stræti 37, en Eyjabúð er, eins og áður segir, flutt i nýtt hús. útdrætti á s.l. ári kom 1 m.kr. vinningur á það núrner. Þá eru einnig ósóttir frá þeim útdrætti 10 vinningar að upphæð 100 þús. kr. hver, svo og f jölmargir 10 þús. kr. vinningar. Þessara vinninga má vitja á afgreiðslu Seðlabanka ís- lands, Hafnarstræti 10, Reykja- vik. Þá hefur nýlega verið dregið i annað sinn I happdrættisláni rikissjóðs vegna hringvegarins. Sex vinningar að upphæð 1. m.k. hver komu á skuldabréf nr. 5070, 29984,51952,93797, 96065 og 110322. Fimm hundruð þús. kr. vinningar komu á nr. 48678, 94612, 99163 og 107898. Einnig var dregið um fjölmarga 100 þús. kr. vinninga og 10 þús. kr. vinninga. (Vinningsnr. birt án ábyrgðar.) Bæði gleymt og grafið? Fyrir nokkru síðan voru bréf send út frá embætti Rikissak- sóknara til bæjarfógeta og annarra embætta, sem hafa með höndum rannsóknir sakamála hérlendis, þar sem krafist var greinagerðar um mál, sem af ein- hverjum ástæðum hafa tafist i af- greiðslu. Bréf af þessu tagi munu vera send árlega til viðkomandi em- bætta og misjafnt er hve mörg og hve gömul mál erum að ræða hjá hinum ýmsu embættum. Að þessu sinni mun vera um að ræða allt að fimm til sex ára gömul mál, auk margra yngri, sem tafist hafa I afgreiðslu, eða greinargerð ekki borist um til saksóknara, af ein- hverjum orsökum. Aðspurður um bréf þessi I gær neitaði saksóknari að gefa upp- lýsingar um þau. Reyndist hvorki unnt að fá upplýsingar um hvaða embættum hefðu verið send bréf, né heldur hve mörg mál væri um að ræða, eða hvers eðlis málin væru. 1 flestum tilvikum mun vera um eðlilegar skýringar á drætti málanna að ræða, en sú spurning hlýtur þó að vakna, hvers vegna ekki er mögulegt að fá upplýsing- ar um þau, ef hvergi er um slóöa- skap að ræða hjá viðkomandi em- bættum, eða aðrar orsakir, sem ekki þola dagsins ljós. Ganga nú fró flugvélakaupum Flugleiðir h.f. eru um þessar mundir að ganga endanlega frá erlendum lántökum sinum vegna kaupa á DC 863 þotunum tveim, sem félagið hefur haft á kaup/leigusamningum frá Sea- board World Airlines undanfarin ár. Búist er við, að lánin verði veitt i næstu viku, en þau eru tek- in hjá tveim bönkum i Banda- rikjunum: annars vegar liðlega sex milljónir dollara, eða um 950 milljónir Islenskra króna, hjá Ex- port-Import bankanum banda- riska, og hins vegar samsvarandi upphæð hjá Manufacturers Hanover Trust I New York. Sam- tals verða þvi tekin erlend lán vegna flugvélakaupanna að upp- hæð nálega 2 milljarðar Islenskra króna, eða 12 milljónir banda- rikjadala. Reiknað er með þvi, að I næstu viku muni ennig verða gengið endanlega frá kaupunum á vélun- um og þær þá umskráðar. Munu þær hljóta einkennisstafina TF-FLA og TF-FLB. Nýr aðstoðar- bankastjóri Bankaráö Seðlabanka Islands hefur ákveðið að ráða Svein Jóns- son, forstöðumann bankaeftirlits Seðlabankans, aðstoðarbanka- stjóra við bankann. Mun hann áfram veita bankaeftirliti Seðlabankans forstöðu, en að öðru leyti munu verkefni hans fyrst og fremst verða á vettvangi innlendra viðskipta bankans. Sveinn Jónsson er fæddur árið 1935. Hann lauk prófi I viðskipta- fræðum frá Háskóla Islands 1964, en hafði áður stundað nám við hagfræðideild Kaupmanna- hafnarháskóla og starfað hjá Landsbankanum og i hagfræði- deild Seðlabankans. Sveinn starfaði hjá íslenskri endur- tryggingu frá árinu 1964, þar til hann tók við starfi forstöðumanns bankaeftirlits Seðlabankans á ár- inu 1969. Hann lauk prófi sem lög- giltur endurskoðandi siðastliðið haust. Óvæntur krókur Ein af Fokker Friendship vél- um Flugleiða h.f. fór á þriðjudag siðastliðinn i leiguflug með far- þega frá flugfélaginu Danair milli Færeyja og Bergen i Noregi. Fokkervélin var i áætlunarflugi milli Færeyja og íslands og meðan hún var stödd I Færeyjum fóru forráðamenn Danair þess á leit við flugstjóra hennar, að hann athugaði möguleika á þvi, að vél- in færi eina ferð til Bergen fyrir þá, en vegna ófærðar var áætlun Danair, sem heldur uppi flugi milli Færeyja og Kaupmanna- hafnar, orðin einum tólf ferðum á eftir. Ákveðið var að verða við ósk Danair og flaug vélin frá Færeyj- um til Bergen og þáðan svo til ís- lands aftur. Mjög fáir farþegar voru á leið frá Færeyjum til Is- lands með þessari vél, en þeir munu hafa unað sér vel á leiðinni, þrátt fyrir óvæntan krók. Banaslys Sextiu og fimm ára gamall maður, Þorbjörn Jónsson Skipa- sundi 42 i Reykjavik, lést af völd- um vinnuslyss á þriðjudag. Slysið varð með þeim hætti, að Þorbjörn heitinn var við vinnu niðri i skurði við Kleppsveg i Reykjavik, þegar skurðbakkinn brast og hrundi ofan á hann. Talið var i gær, að innvortis meiðsli hefðu leitt Þorbjörn heitinn til dauða. Danskt fim- leikafólk Föstudaginn 8. ágúst kemur hingað til lands danskur úrvals fimleikaflokkur frá Nakskov i Danmörku. Hópurinn kemur úr 1. mánaðar sýningarferðalagi frá Bandarikjunum. Næstkomandi föstudagskvöld kl. 8.30 gefst almenningi tækifæri á að sjá þennan glæsilega fim- leikahóp á sýningu i iþróttahúsi Kennaraháskólans. Landinn upp- götvar landið „Nýting Edduhótelanna i sumar hefur verið betri en i fyrra, og þar er fyrst og fremst að þakka fjölmennari ferða- hópum, en þeir hafa verið um hundrað i sumar, sagði Björn Vilmundarson i samtali við Al- þýðublaðið. — tslendingar eru meira á ferðinni innanlands en áður, og hafa notfært sér tilboð okkar um „vikudvöl á Edduhótelum” mjög mikið. Þá fórum við ný- lega af stað með nýja tilraun, það er hópferð fyrir tslendinga um ísland með leiðsögumanni, og dvöl á Edduhótelum. Ætlun okkar var að kanna, hvort grundvöllur væri fyrir slikum ferðum, og svo virðist vera, þvi að fullbókað er i fyrstu ferðirn- ar, en sú næsta verður farin næsta mánudag. Við höfum undanfarið verið að þreifa fyrir okkur með Edduhótel á Vest- fjörðum, en þar eru engin slik fyrir, og er bagalegt. í þvi sam- bandi höfum við ritað mennta- málaráðuneytinu og rektor Menntaskólans á tsafirði bréf, og falast eftir að fá heimavist menntaskólans til afnota næsta sumar. Þá er einnig verið að at- huga með Núp i Dýrafirði.” o Fimmtudagur 7. ágúst 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.