Alþýðublaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 12
Otgefandi: BlaB hf. Framkv£-mda- stjóri:IngólfurP. Steinsson. Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson. .Fréttastjóri: Helgi E. Helgason. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, simi 14906. Afgreiösla: Hverfisgötu 8-10, simi 14900. Prentun: Blaöaprent hf. Askriftarverö kr. 700.- á mánuði. Verð i iausasölu kr. 40,- KÓPAVOGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 SENUIBIL ASfOOIN Hf rVeðrid-------- Hægviðri og skúrir þegar líður á daginn .... vissara að hafa regnhlifina á visum stað. Það er sama hlýja loftið frá Evrópu, sem valda mun áframhaldandi hlýindum og þokuslæðingi á höfuðborgar- svæðinu, ásamt lægð suður i hafi. A leiðinni yfir hafið þétt- ist þetta raka loft, og gæti jafnvel valdið skúrum siðdeg- is. Það má allt eins búast við þvi, að svipað veður haldist næstu tvo til þrjá daga af völd- um „Evrópustraumanna”, svo að það ætti að vera óhætt að klæðast sumarfötum svona einu sinni til tilbreytingar. Dagskipunin er sem sagt hæg- viðri og skúrir síðdegis, og næturþoka. Qátan v£r/?A/y/3//?7^ □ \Q/£T/K 1 W2> '/ , HftR! NU bftm bKEV// REINR HR£yf /bT blVflL N/rtCf uR KRfíFT URlHrt TnuTnti/ í bÝRfi D/L /nN HHOK! H/K FUOL //V/V LlTft EFni DRYkK VftN/Ð X 1 E/Nb ; íkhhuT 'RRST'Ð STHRl 2£"*S □ >1 {5 VI 1 L □ OKKAR Á MILLI SAGT MEGUM VIÐ KYNNA Guðmundur Björnsson barnaskurðlæknir, sem í sumar var ráðinn að barnaspítala Hringsins er fæddur að Brekku í Fljótsdal árið 1930, en fluttist ungur þaðan, fyrst til Ólafsf jarðar, síðan til Flateyrar og þá á Patreksfjörð. Guðmundur tók stúdentspróf frá MA árið 1950 og kandidatspróf i læknisfræði frá Háskóla tslands árið 1958. 1960—1967 lagði hann stund á sérnám i skurðlækningum i Svi- þjóð og sérhæfði sig i barna- skurðlækningum. Er hann fyrsti islenski læknirinn, sem nemur þá sérgrein og eini sérfræðing- urinn á þvi sviði enn sem komið er. Guðmundur er kvæntur Erlu Jónsdóttur bókaverði i bóka- safninu i Garðahreppi og skólabókasafninu, og eiga þau þrjá syni. — Er ckki erfitt að vera eini sérfræðingurinn i sinni grein á landinu Guðinundur? — Það verður ekki annað sagt, þvi segja má að ég sé alltaf á vakt fyrir allt landið, en samt er þetta ekki meira en svo, að ég anna þvi. Reyndar er einn læknir við nám i þessari sér- grein, og væntanlega kemur hann bráðlega til starfa hér. — Ef þú ættir að velja þér lífs- starf nú, annað cn lækningarn- ar, hvað yrði fyrir valinu? — Eitt sinn flögraði að mér að fara i Stýrimannaskólann. Aður en ég lét innrita mig i Háskólann kom það allt eins til greina, en ég var á togurum og mótorbát- um á sumrin öll min stúdentsár. Ólafur Ragnar Grimsson er sagður hafa fultan hug á að yfir- gefa skútuFrjálslyndra og vinstri manna — og stefnir að náðar- faðmi Alþýðubandalagsins. ólaf HEYRT OG SÉÐ: 1 viðtali við tima- ritið Frjálsa verzlun áætlar Asgeir Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri VELTIS (Volvo- umboðsins) að á þessu ári verði fluttar inn um 4 þús. nýjar bif- reiðar. A árinu 1974 nam inn- flutningurinn 10.633 bif- reiðum..t Mosfellssveit er nú að risa mikil ibúðabyggð. Ekki verður látið við það sitja, að sú byggð verði eingöngu „svefn- húsastaður” fyrir Reykjavik, þvi i bigerð er að reisa þar iðnaðar- byggingar i svokölluðu Hliðar- húsahverfi. HAFT EFTIR: Sigurði Markús- syni, framkvæmdastjóra Sjávar- afurðadeildar SIS, að aukning á freðfiskframleiðslu þeirra frysti- húsa, sem selja hjá sjávarafurða- deildinni, sé um 17% af frystum bolfiski fyrstu sex mánuði þessa árs, miðað við jafnlengd i fyrra, þrátt fyrir togaraverkfallið. HEYRT: Að endurskoðandi Kr. Kristjánssonar-fjölskyldunnar hafi þegið i sinn hlut sölulaun upp á átta milljónir, þegar Hótel Esja var seld Flugfélagi Islands á sin- um tima, en byggingin var seld á 400 milljónir króna. Hótel- byggingin sjálf var þó seld á mjög lágu verði, nokkur hundruð þús- und segja sögurnar, þar eð ekki voru liðin fimm ár frá byggingu hússins. Aðal söluverðið var á eldri álmu, þar sem skrifstofur Fordumboðsins fyrrverandi eru. Var þetta gert með hliðsjón af gildandi skattalögum. LESID: 1 fréttabréfi SIS að Er- lendur Einarsson framkvæmda- skortir enn „guðföður innan bandalagsins — en hugmynd hans er sú að komast i sæti Helga Seljan, sem vill hætta á þingi, og siðan sæti sjálfs Lúðviks. HLERAÐ stjóri verði einn af frummælend- um á ráðstefnu i Tokyo þ. 29. sept—3. okt i haust. Ræða Er- lendar mun fjalla um fiskiveiðar við tsland, fiskvinnslu hér og út- flutning á frystum sjávar- afurðum. Hann mun einnig ræða um fiskiveiðilögsögu okkar og nauðsyn þess að vernda islenska fiskistofna og aðgerðir okkar i þeim efnum. SÉÐ: I sama bréfi, að verð á lýsi sé nú aftur hækkandi eftir veru- lega lækkun á undanförnum mánuðum. SÉÐ31 nýútkomnu fréttabréfi frá Sameinuðu þjóðunum, að af þeim 800 milljónum manna i veröld- inni, sem ekki kunna að lesa, séu 500 milljón konur...Þá kemur einnig fram i fréttabréfinu, að konur vinna að meðaltali mun lengri vinnudag en karlar, bæði i þróuðum og vanþróuðum rikjum. 1 vanþróuðum rikjum lifa flestir ibúanna á landbúnaði og þar er það fyrst og fremst konan, sem vinnur landbúnaðarstörfin og bætir þeim ofan á heimilisstörfin. XXX TEKIÐ EFTIR: Það vakti at- hygli okkar i fréttaútsendingu sjónvarpsins frá frjálsiþrótta- mótinu á Laugardalsvelli i fyrra- kvöld, að varla einn einasti áhorf- andi fylgdist með keppninni. Frjálsar iþróttir eiga auðsjáan- lega ekki sömu hylli að fagna meðal almennings og hér áður, þegar frjálsiþróttamenn okkar gerðu garðinn frægan. ÖRVAR HEFUR ORÐIÐ Þróun rikisvalds i hin- um ýmsu þjóðlöndum hefur tekið nokkuð misjafnar stefnur og undanfarib hefur margt boriöá góma i samræðum manna um þau efni. Hér- lendis lifum við i þeirri sælu trú, að rikið sé þjónustustofnun, upp- byggt okkur til þurftar og þjónustu og að opinberir starfsmenn séu þjónustu- stétt. Við viljum gja9na lita á starfsmenn Pósts og sima sem þjóna, einnig starfskrafta lögreglu, ráðuneyta og jafnvel skattyfirvöld, þvi þau sjá jú til þess að peningar náist til greiðslu á helstu samneyslunauðsynjum okkar. Þetta viðhorf er einnig alveg rétt, þvi flest opin- ber embætti eru i eðli sinu þjónustuembætti og eiga að rekast sem slik. Þar er þó nokkuð viða pottur brotinn i þessum efnum, að þvi er lýtur viðhorfum opinberra em- bættismanna til eigin stööu I þjóðfélaginu, þvi sá hluti af skyldum þeirra, sem felur i sér vald yfir samborgurum þeirra og öðrum þáttum umhverfisins, hefur yfir- tekið þjónustulund þeirra og gert þá, i eigin augum, að nokkurs konar yfir- stétt, sem engin reikningsskil þarf að sýna. Þetta viðhorf opinberra embættismanna kemur oft skýrt fram i viðhorf- um þeirra til upplýsinga- öflunar fjölmiðla. Þeir hafa tekið sér ákvörð- unarvald um það hvort upplýsingar um málefni rikisins og málefni Islensku þjóðarinnar, skuli gefnar og fram- fylgja þeir oft á tiðum æði harkalega þeirri stefnu, aö gefa alls engar upplýs- ingar. Þeim finnst ofur einfaldlega, að málefni islenzku þjóðarinnar komi henni sjálfri alls ekki við. Nýjasta dæmið af þessu tagi, er þverneitun Rikis- saksóknara við beiðni Alþýðublaðsins um ákveðnar upplýsingar, siöastliðinn þriðjudag. Þess var farið á leit, að saksóknari gæfi upplýs- ingar um bréf, sem em- bætti hans sendi bæjar- fógetum og öðrum rann- sóknaraðilum sakamála hérlendis, en i bréfum þessum er farið fram á greinagerð vegna mála, sem saksóknaraembætt- inu þykja ganga seint i af- greiðslu viðkomandi em- KMI bætta. Upplýsingarnar, sem Alþýðublaðið fór fram á að fá, voru annars vegar hvaða embættum hefðu veriö send bréf af þessu tagi og hve mörg mál væri um að ræða hjá hverju embætti. Rikissaksóknari neitaði að gefa upplýsingar um bréf þessi, á þeim for- sendum, að i flestum til- vikum lægu eðliiegar skýringar til grundvallar þvl að mál þessi tefjast og væru bréf af þessu tagi send út árlega. FIMM á förnum vegí Hvað finnst þér helst óbótavant í þjóðfélaginu? Baldur Sigfússon, trésmiöur: — Ég held það sé helst til að nefna slæma aðbúð gamla fólksins i þjóðfélaginu. Það er mikill skortur á elliheimilum hér og 'einnig þarf að gera mun meir af þvi að aðstoða aldraða heima fyrir. — Þórður Guðnason, leigubif- reiðarstjóri: — Ég bý nú i Kópavogi og þar sem viö erum nú að fá hitaveitu i húsin hjá okkur, sé ég ekki ástæðu til að kvartayfir neinu sérstöku. Ekki að svo stöddu.— Jón Hjaltalin Gunnlaugsson, læknir: — Það væri þá helst dýrtiðin, sem mér þykir ekki nóg gert til að bremsa af. Við veröum lika að hætta þessari gengdarlausu prentun peninga- seðla,— Friöbjörg ólafsdóttir, hús- móöir: — Það má telja fram lé- legt eftirlit með matvöru, órétt- láta skatta, sem leggjast allt of þungt á fólk, sem hefur úr litlu að spila, svo má einnig taka til atriöi eins og endalaus kaup á skipum, sem liggja verkefna- laus. Það er svo mörgu ábóta- vant. — Kristinn Karlsson, verka- maður: — Það vantar til dæmis algerlega skemmtistaði hér, þar sem unglingar á aldrinum 16—18 ára geta unað sér. Tóna- bær gegnir að þvi leiti engu hlutverki og á þeim aldri geta unglingar ekki sótt vinveitinga- staði. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.