Alþýðublaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 5
57. Perú 5.92 37. Filippseyjar...... 10.23 38. Finnland.......... 10.20 39. Iran.............. 10.18 40. Venezuela.......... 9.38 41. Grikkland.......... 9.54 42. Tyrkland........... 9.04 43. GENERAL ELECTRIC 8.73 44. Suður-Kórea ....... 8.21 45. IBM................ 7.50 46. Chile.............. 7.39 47. MOGIL OIL ......... 7.26 48. Chrysler .......... 7.00 49. UNILEVER........... 6.88 50. Kólumbia .......... 6.61 51. Egyptaland ........ 6.58 52. Thailand .......... 6.51 53. ITT ............... 6.36 54. TEXACO............. 6.35 55. Portúgal .......... 6.22 56. Nýja Sjáland ...... 6.08 58. WESTERN ELECTIC 5.86 59. Nigeria ...... 5.80 60. Taiwan........ 5.46 61. GULFOIL ...... 5.40 62. U.S. STEEL ..... 4.81 63. Kúba.......... 4.80 64. Israel ....... 4.39 65. VOLKSWAGEN-VERK 4.31 66. WESTINGHOUSE ... 4.31 67. STANDARD OIL (Cal.) 4.19 68. Alsir ........ 4.18 69. PHILIPS ELECTRIC 4.16 70. Irland......... 4.10 bessum tölum til saman- burðar má benda á, að þjóðar- framleiðsla Islendinga á árinu 1970 var aðeins 0.49 og er þá miðað við sömu einingar og notaðar eru hér að framan. Til fróðleiks má geta þess að þjóðarframleiðsla Islendinga fyrir árið 1974 var komin upp i 1.33. Tölurnar, sem hér hafa verið tilfærðar bera það með sér, að áhrifastaða auðhringanna i alþjóðlegum samskiptum er mjög mikil. Þar með er ekki sagt, að alþjóðlegir auðhringar séu nauðsynlega af hinu vonda. En valdið á bak við þessa fjár muni dylst engum. Oft hefur verið rætt um það á íslandi hvort rétt sé að veita erlendu fjármagni inn i landið. Menn hefur greint á um rétt- mæti þess, en þó öllu fremur um það, hversu að skuli staðið. Með auknum alþjóðlegum samskipt- um og aukinni tækni og hagræð- ingu er enginn vafi á þvi, að starfsemi alþjóðlegra auð- hringa á eftir að fara vaxandi I heiminum. Efnahagssérfræð- ingar og sérfræðingar I alþjóða- málum eru yfirleitt sammála um að alþjóðleg hagræðing sé nauðsynleg til þess að koma á jafnvægi i efnahagslifi og menn- ingarlifi þeirra þjóða, sem skemmst eru á vegi komnar og eiga við fátækt, hungur og fáfræði að striða. Um vald auð- hringanna, að öðru leyti, verður það eitt sagt, að réttlæti þeirra og réttsýni verður hvorki betri né verri en siðferðisvitund þeirra manna, sem þar stjórna. Þetta á reyndar einnig við um rikisstjórnir, þar virðist rétt- lætisvitundin ekki ávallt upp á marga fiska. Framhald af forsi'ðufrétt: Jónas rekinn - nýtt dag blað í uppsiglingu? þess með Jónasi þá sem nú. Nú I sumar var svo önnur atlaga gerð og jafnframt látið i það skina út á við, að Jónas hafi sjálfur óskað eftir að losna frá blaðinu, þótt það hafi aldrei formlega verið við hann rætt af stjórn útgáfufélags- ins. Til úrslita dró svo i málinu á aðalfundi Reykjaprents fyrir skemmstu, erf þá urðu andstæð- ingar Jónasar undir og stuðnings- menn hans fengu samþykkta áskorun á hann um að sitja áfram. Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar Reykjaprents hafði hins vegar eitthvað það gerst i milli- tiðinni sem orsakaði, að einn ný- kjörinna stjórnarmanna, hafði snúið frá stuðningi við Jónas, svo andstæðingar hans fengu yfir- höndina. Gerði meirihluti stjórn- arinnar — þeir Ingimundur Sig- fússon, Þórir Jónsson og Guð- mundur i Viði — þá Jónasi það til- boð að ,,kauæa” hann frá blaðinu með þvi að kaupa hlutabréf hans i Reykjaprenti. Ýmis skilyrði voru þó sett fyrir kaupunum — m.a. þau, að Jónas kæmi ekki nálægt starfssviði sinu sem ritstjóri og blaðamaður næstu átta árin. I fyrradag sendi Jónas Kristjánsson svo stjórn Reykja- prents svohljóðandi skeyti: „Stjórn Reykjaprents c/o Þórir Jónsson, Blikanesi 23. Garða- hreppi. Bendi á, að þriðji liður I samn- ingsdrögum yðar er skeröing á almennum mannréttindum stop. (Akvæðin um að meina Jónasi að sinna starfsgrein sinni næstu 8 ár- in — innsk. Alþbl.). Hef ákveðið að verða við áskorun aðalfundar og hætta ekki sem ritstjóri Visis stop. Hef tilkynnt áskorendum þá ákvörðun stop. Askil mér allan lagalegan rétt til verndar hags- munum minum i þvi máli stop. Jónas Kristiánsson.” Þegarþetta skevti hafði borist i hendur þremminganna i meiri Jónas hlutanum I stjórn Reykjaprents h.f. var ákveðið að reka Jónas án frekari umsvifa. I fyrradag — árdegis — hafði Þórir Jónsson komið á ritstjórn Visis með tilkynningu frá stjórn Reykjaprents h.f. um, að Jónas hefði látið af störfum. Framkvæmdastjóri blaðsins, Sveinn Eyjólfsson, varð var við komu Þóris og tilkynnti honum, að uppsögn þessi yrði ekki birt með sinu leyfi. Blaðamenn Visis hótuðu við sama tækifæri að ganga frá störfum við blaðið ef þvi yrði haldið til streitu að birta yfirlýsinguna. Þorsteinn Pálsson, ritstjóri, mun einnig hafa tjáð bóri, að hann samþykkti ekki birtingu yfirlýsingarinnar að svo stöddu. Hvarf Þórir þá á braut og hafði með sér brottrekstraryfir- lýsinguna. Skömmu fyrir hádegið i gær mun hann hins vegar hafa komið aftur á blaðið, án vitundar fram- kvæmdastjórans, og fengið þá Þorsteinn yfirlýsingu birta, sem Visir greinir frá i gær, um að Jónas hafi látið af ritstjórastörfum. Framkvæmdastjóri VIsis, Sveinn R. Eyjólfsson, brá strax við er hann varð þessa var og sendi stjórn Reykjaprents h.f. bréf, þar sem hann segir, að Jónas Kristjánsson hafi verið rekinn fyrirvaralaust úr starfi við blaðið þvert gegn vilja hans (Sveins). Telji hann þessa ráðstöfun jafn- gilda starfsuppsögn gagnvart sér og muni hann þvi láta af störfum sem framkvæmdastjóri Visis. Þá er einnig vitað, að flest annað starfsfólk Visis — bæði blaða- menn og annað starfslið — er sama sinnis og Sveinn og er þvi allt ólióst um framtið blaðsins. Eins og áður er sagt hafa þeir Jónas Kristjánsson, Sveinn Eyjólfsson og aðrir stuðnings- menn þeirra öll tök á að hefja sjálfir útgáfu nýs dagblaðs og benda likur til, að skammt sé til þess, að nýtt dagblað sjái dagsins ljós á Islandi. Rödd jafnaðarstefnunnar Athyglisvert uppgjör Ritstjóri Timans, Þórarinn Þórarinsson, og fjandvinur hans, Magnús Kjartansson, hafa upp á siðkastið iðkað furðulegan hráskinnaleik i leiðurum blaða sinna. Deilur þessara heiðurs- manna, sem áður og fyrrum voru samrýmdir eins og eineggja tviburar, hófust með þvi, að Magnús Kjartansson kvað skapstirfni ritstjóra Timans stafa af þvi, að hann hefði aldrei fengið. að verða ráðherra. Þess vegna hefði hann hvorki verið heill i „vinstri stjórninni” svo- nefndu né þeirri núverandi. Þórarinn svaraði fyrir sig með þvi að ásaka Magnús fyrir hringl- andahátt og upplýsti það, að enginn maður hefði verið ákafari stuðningsmaður kaupránsaðgerða rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar, en einmitt þessi Magnús. Ekki hafði Magnús fyrir þvi að svara þessum uppljóstrunum Þórarins mörgum orðum, hefur sennilega fundið sig eitthvað van- búinn til þess, en brá þess i stað á það ráð að til- kynna i blaði sinu, að Framsóknarflokkurinn — flokkur sá, sem Alþýðubandalagið kaus sér til fylgilags i hálfan annan áratug samfleytt — væri ekkert annað en rammur ihaldsflokkur — raunar talsvert langt til hægri við sjálft ihaldið. Þórarinn svaraði fyrir sig með þvi að segja, að reynslan af samstarfinu fyrst við Alþýðubanda- lagið og svo við Sjálfstæðisflokkinn hefði leitt það i ljós, að báðir þessir flokkar væru i raun og veru eitt ogsama tóbakið. Báðir hefðu þeir fylgt sömu efnahagsstefnu i samstarfi við Fram- sóknarflokkinn i rikisstjórn og nú er það mesta áhyggjuefni Þórarins eftir skrifum hans að dæma, að ihaldið og Alþýðubandalagið uppgötvi hinn nána skyldleika sinn, taki höndum saman i rikisstjórn en sparki Framsóknarflokknum úr stjórnarsænginni. Yrði þá væntanlega séð fyrir endann á ráðherradraumum Þórarins. Þetta uppgjör tveggja forystumanna Fram- sóknarflokksins og Alþýðubandalagsins er eink- ar athyglisvert. Menn skyldu bera það i minni, að þarna er um að ræða úttekt tveggja lang- reyndra stjórnmálamanna á þessum flokkum tveimur og að það eru engir liðléttingar, sem þar halda á penna. Þessir tveir menn, Magnús Kjartansson og Þórarinn Þórarinsson, hafa ver- ið i fremstu forystusveit hvors flokksins um sig allan þann langa tima, sem þessir flokkar voru i náinni samvinnu, fyrst i stjórnarandstöðu og siðan i rikisstjórn. Þeir vita þvi um hvað þeir eru að tala i hinu einkar athyglisverða uppgjöri sinu. Niðurstaða Magnúsar Kjartanssonar um Framsóknarflokkinn eftir fimmtán ára sam- starf er sú, að það sé fyrst og fremst fiknin i völdin, sem ráði öllum gerðum flokksins — hvernig haga eigi úrspilinu til þess að fá sem flesta slagi, svo notuð sé hin fleyga liking ólafs Jóhannessonar um stjórnmálastörf Framsókn- ar. Niðurstaða Þórarins Þórarinssonar um Al- þýðubandalagið er sú, að það sé dæmigérður tækifærissinnaflokkur — flokkur, sem eigi sam- leið með ihaldinu i rikisstjórn, en sé óábyrgt nið- urrifsafli stjórnarandstöðu. Alþýðubandalaginu sé ekkert heilagt. Hitt er svo annað mál, hvernig núverandi samstarfsflokkur Framsóknarflokksins unir þvi, að Þórarinn Þórarinsson geti vart lýst Al- þýðubandalaginu verr en með þvi að likja þvi við hann. Skyldi Geir Hallgrimsson vera yfir- taks ánægður með þá samlikingu Þórarins, að Magnús Kjartansson sé hreint alveg eins slæm- ur og Geir Hallgrimsson? Fimmtudagur 7. ágúst 1975 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.