Alþýðublaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 8
alþýðu Útgefandi: BlaB hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson. .Fréttastjíri: Helgi E. Helgason. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, simi 14906. Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, simi 14900. Prentun: Blaðaprent hf. Askriftarverð kr. 700.- á mánuði. Verð i lausasölu kr. 40.- Veður mun haldast svipað um allt land næsta sólarhring. Suð- vestan kaldi með skúrum i Reykjavik og nágrenni, og hiti i kringum lOstig. Rigna mun vestanlands, og kólna nokkuð. Norðanlands mun hit- inn haldast, og sömu- leiðis mun verða þurrt austanlands og létt- skýjað, en suðvestan kaldi. óLJUFnfíSTí/rJS Bm MfJ I □ 5 TOR j'oro, FRU Fu&lPM BOP&fl 5 BPHL. 1 Fljo t / BRflSK flRI MflVUR f 5 KVEH pýpu/n 6WR /LLfí KHÆPU 2 SKfíCD SfíGf\ bÖGN Ffífí&zf 9 TjflRGA | PROF BfiRfiX nmfíR » /o HLUTA VEIG Grrni-i 3 Ra/cfi H ToTur HPPP £ND J HCr 7 í YH/L OZ?Ð = PeErTOfí (H)RÓS í HNAPPAGATIÐ (H)rós Alþýðublaðsins fær að þessu sinni Sigurður P. Kristjáns- son stjórnarformaður Neytenda- samtakanna fyrir hönd stjórnar- innar allrar sem viðurkenningar- vott fyrir hið óeigingjarna starf, sem unnið er á vegum samtak- anna til hagsbóta fyrir neytendur. Neytendasamtökin eru þannig rekin, að við þau starfar enginn framkvæmdastjóri, heldur deila stjórnarmenn með sér verkefn- um, sem þeir siðan vinna endur- gjaldslaust í fritimum, sem þeir hafa frá aðal störfum sinum. Sigurður er tæknifræðingur og rekur ásamt fleirum Húsnæðis- teiknistofuna, og þar veitti hann viðtöku (h)rós okkar i gær, Ur hendi Sigrúnar Sigurjónsdóttur. — Er ekki mikill erill fylgjandi KflKTUS- 0RÐAN Blaðburðarbörn, eins og aðrir iaunþiggjandi unglingar, verða að sætta sig við ákvarðanir vinnuveitenda um skert kjör án þess að geta beitt nokkrum að- gerðum eða ieitað til stéttarféi- ags. Og skal nú nefnt eitt dæmi. Þessi frétt birtist i dagblöðunum fyrir skömmu, og að þessu tilefni ætlar Alþýðublaðið að veita Hilmi hf. útgáfufélagi Vikunnar, kakt- usinn að þessu sinni. KQPAV09S APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 VITSKERT VERÖLD Sektfríir njósnarar Njósnarar eiga við svipuð vandamál að striða og aðrir borgarar þegar að þvl kemur að finna bilastæði. En þeir eru þó það betur settir, að þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af þvl að setja fimmkall I mælinn. Þvi þeir þurfa ekki að borga sektir. Á síðasta ári klistraðF New York lögreglan sektar- miðum á bila 6.000 starfs manna CIA, FBI, flknilyfja- löggunnar, tollara og fleiri slikra, en engir þeirra þurfa að borga sektirnar. jr Askriftar- síminn er því að vera stjórnarformaður Neytendasamtakanna jafnframt fullu starfi? Sigurður? — Jú, það má segja, að þessu fylgi töluverður erill, sérstaklega Isambandi við kvörtunarþjónust- una, og yfirleitt það sem snýr beint að almenningi. Þetta vinn- um við mest á kvöldin og um helgar, — og ekki eru það launin, sem halda manni I þessu. —-Hvernig stóð á þvi að þú hófst afskipti af neytendamálum? — Ég fór að togast inn I þetta fyrir mörgum árum, og siðan var það fyrir um þremur árum, að ég mætti á aðalfundi, og þannig lenti ég I hringiðunni. Ef það er eitt- hvað öðru fremur, sem fékk mig til að vinna að þessum málum, þá hefur það verið áhugi minn á hús- byggingum og frágangi á fbúðum til kaupenda, en um þetta leyti vann ég einmitt hjá Húsnæðis- málastjórn. — Hvert er brýnasta verkefni samtakanna núna? — Það er erfitt að stilla ein- hverju einu sem brýnasta málinu, en líklega má þó telja þar neyt- endalöggjöf og vörumerkingar, en hvorttveggja er I gangi á einu eða öðru stigi, sagði Sigurður P. Kristjánsson, stjórnarformaður Neytendasamtakanna að lokum. I Grjótagjá Lauga ég mig i Grjótagjá, gjálfrar vatnið til og frá, þótt hellisþakið mig hrynji á, ég hræðist ei veraldar endi. Mér er sama í hvorri lauginni ég lendi. Vatnið hlýtt og heilnæmt er og hvað sem gerist og fyrir ber, i volgrunum hérna velti ég mér, öli vandkvæði burtu sendi. Mér er sama i hvorri lauginni ég lendi. í gjánni er karla- og kvenna laug og kviknar stundum glens og spaug, i vatninu hlýnar hver hjartataug og héðan ég siðla vendi. Mér er sama í hvorri lauginni ég lendi. A FIMM á förnum vegi Heldurðu að það verði gengisfelling í haust? Stefán Kristjánsson, verka- maður, Keflavik: Það er ekki gott að segja um það, en maður vonar aö svo verði ekki. óli Þór Hjaltason, múrari Keflavik: Það er ekki við öðru að búast af svona rikisstjórn. Gunnar Guðnason, sjómaður, Keflavik: Vafalaust verður gengisfelling, en hvað mikil get ég ekki sagt. Þórdfs Þorm óðsdóttir, hús- móðir, Kefl.: Má maður ekki búast við hverju sem er? Guðrún Högnadóttir, húsmóðir, ísafirði: Ætli það. Það verður vafalaust beðið með það fram yfir næstu kjarasamninga. En þá má búast við öllu. Er það ekki venjan að fara aftan að verkafólki?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.