Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Alþýðublaðið - 24.08.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.08.1975, Blaðsíða 1
Rftstjórn Slóumúla II - Slml 8IB66 — SUNNUDAGSLEIÐARINN— |alþýðTi| ÉH VIDHORFI ALÞJÚDAMÁLUM í stjórnmálabaráttunni er rás atburða gjarn- an hröð, þróun mála er öll breytingum undir- orpin, sem oftsinnis eru snöggar og hvassar. Þetta á ekki sizt við um alþjóðamálin. Fyrir aðeins skömmu siðan sátu fasistastjórnir við völd i þrem rikjum Vestur-Evrópu, þ.e. Portú- gal, Grikklandi og Spáni, og stjórnuðu með ómjúkri hendi. Nú hafa þær jákvæðu breyting ar orðið á stjórnarfarinu i Grikklandi, að lýð ræðisstjórn hefur setzt þar að völdum: i Portúgal var fasistastjórninni velt af stóli og þótt kommúnisk/fasisk herforingjastjárn haldi þar um stjórntauma i bili standa góðar vonir til þess, að þjóðinni takist, undir leiðsögn jafnaðarmanna, stærsta stjórnmálaflokks Landsins að velta oki hennar af sér og koma lýðræðislegri rikisstjórn á laggirnar. Fasista- stjórninni á Spáni verður vonandi velt sem fyrst og er þá mikið i húfi að rauður fasismi kommúnista taki ekki við af hinum brúna, heldur fái lýðræðislég stjórnmálaöfl völdin i sinar hendur. En það er ekki aðeins i stjórnmálum Evrópu, sem breytingar hafa verið örar og hvassar, skammt er um liðið frá því að grundvallar- breytingar urðu á stöðu tveggja rikja i Suð- Austur-Asiu. Árum og áratugum saman höfðu styrjaldir staðið um stjórnarfar og yfirráð í Kambódiu og Suður-Vietnam, sem lyktaði með þvi, að Bandarikin og bandamenn þeirra urðu undir, en þeir höfðu sigur, sem töldu sig berjast fyrir sönnu þjóðfrelsi og lýðræði i þessum lönd- um. Engu er að leyna um það, að hinir siðar- nefndu nutu yfirleitt samúðar og stuðnings vestrænna jafnaðarmanna. Auðvitað er ekki að undra þótt viða verði ofsafengin átök i rikjum Þriðja heimsins, jafnvel að til blóðugra átaka og styrjalda komi: það hlýtur hver að gera sér grein fyrir, er hugleiðir skelfilegt ástand i löndum margra þessara þjóða, sem margar eru, enn þann dag i dag, hroðalega arðrændar af ýmsum ríkjum Vesturlanda og búa við hvers kyns niðurlægingu af þeirra völdum. Jafnaðar- menn um allan heim, einnig við hér á landi, hljótum að hafa óskipta samúð með frelsisbar- áttu þessarra þjóða hvort heldur er i Mið-og Suður-Ameriku, Asiu eða Afriku, og leitast við að veita þeim bæði siðferðilegan og efnislegan stuðning i frelsisbaráttu þeirra, jafnvel þótt á ýmsu bjáti. Endalok styrjaldaráíakanna i Suð- Austur-Asiu hljóta einnig að kalla alveg sér staklega á endurmat okkar islenzkra jafnaðar- manna á gang mála i þróunarrikjunum. Þröngur hagur þeirra og óskiptur stuðningur okkar við þau og frelsishreyfingar þar hlýtur að verða okkur leiðarljós i þvi endurmati. Þegar litið er á þróun mála i Evrópu síðustu árin er eftirtektarvert hve mjög hefur brugðið til hins betra i samskiptum rikjanna i Austur- og Vestur-Evrópu. Upphaf þess er að rekja til hinnar merku og ómetanlegu baráttu, sem vestur-þýzki Jafnaðarmannaflokkurinn undir forystu Willy Brandt háði árum og áratugum saman fyrir friðsamlegri sambúð og gagn- kvæmri velvild í samskiptum Evrópurikjanna i stað þess kalda striðs, sem afturhaldsöflin i flokkum kristilegra demókrata og fasista í Vestur-Evrópu vildu halda við lýði. Er nú svo komið að stjórnmálaflokkar jafnaðarmanna og verkalýðs i Vestur-Evrópu eru orðnir lang- sterkasta stjórnmálaaflið þar. Á þingi Efna- hagsbandalagsins eru jafnaðarmenn lang- sterkasti og stærsti þingflokkurinn. Viðar en i rikjum þess eru þeir þó stærsti eða næststærsti stjórnmálaflokkur þessara þjóða, mörg önnur Evrópuriki hafa eflt jafnaðarmenn til þjóðar- forystu. Hafa þeir langmest fylgi allra stjórn- málaflokka i Austurriki, Noregi og Sviþjóð að öðrum Evrópurikjum ótöldum, SEG —faiþýðu I SUNNUDAGSBLAÐ Enn eitt gamla húsið i Reykjavik hefur nú verið dæmt og sekt fundið. Þarna er um að ræða Bergstaði A við Kaplaskjólsveg, og er nú skammt til aftökunnar þar eð byrjað er að grafa fyrir væntanlegu fjölbýlishúsi allt i kring- um það, þannig að þetta gamla hús stendur orðið á eyju i húsgrunninum. Að sögn Gunnars Kristjánssonar hjá skipulagsstjóra var gert ráð fyrir þvi i aðalskipu- laginu, að þarna yrðu eingöngu opinberar byggingar, svosem skóli, leikskóli og dag- heimili. Þá var gert ráð fyrir þvi, að á Eiðs- granda yrði eingöngu verksmiðjuhverfi, en nú hefur verið ákveðið, að þar verði ibúðarhverfi. Á grundvelli þess var sótt um þá breytingu á aðalskipulaginu, að þarna i krikanum milli Kaplaskjólsvegar og Ægissiðu, yrði i staðinn blönduð byggð með opinberri þjónustu, þjónustu einkafyrirtækja og ibúðarEúsum. Var þessi tillaga skipulags- deildarinnar samþykkt, og á fundi borgarráðs sl. þriðjudag var samþykkt að heimila kaup á fyrr- nefndum Bergsstöðum, sem stendur þar sem á að koma fjölbýlishús, eins og fyrr segir. Af ibúðarhúsum verða á þessu svæði fjögur raðhús, eitt þriggja hasða fjölbýlishús og eitt sjö hæða fjölbýlishús, af þeirri gerð, sem nefnd er ,,Punkthús”. Byrjað er að reisa raðhúsin og grafa fyrir öðru fjöl- býlishúsinu. Ekki er fullákveðið hvað verður þarna af þjónustufyrir- tækjum, en þó verður liklega þarna leikskóli, og bensinstöðin sem fyrir er verður áfram, og liklega sömuleiðis dekkjaverkstæðið á mótum Ægissiðu og Hofsvallagötu. Sunnudagur 24. ágúst 1975 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: Sunnudagsblað (24.08.1975)
https://timarit.is/issue/235452

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Sunnudagsblað (24.08.1975)

Aðgerðir: