Alþýðublaðið - 24.08.1975, Blaðsíða 2
PRÝÐIS SÝNING
Alþjóðlega vörusýningin 1975
stendur fyllilega undir nafni. A
henni eru samankomnir sýning-
arbásar fjölmargra islenskra
iðnfyrirtækja og svo verslunar-
fyrirtækja. Þá sýna einnig er-
lend fyrirtæki. Það sem mesta
athygli vekur við fyrstu sýn, er
mjög gott skipulag og staðsetn-
ing allra deilda, og var það mál
manna, að þessi sýning væri sú
best hcppnaðasta hingað til
hvað það snerti.
A sýningunni eru heimilistæki
og búnaður, matvæli og skyld
neysluvara, snyrti- og hrcinlæt-
isvörur og design vörur. Það er
Kaupstefnan Rcykjavik, sem
annast hefur allan undirbúning
að þessari sýningu, en sýning-
arsvæði er allt að sjö þúsund
fermetrar.
Stór hluti Iðntækni H/F i
sýningunni vekur verðskuldaða
athygli, cnda er hcr um merki-
legt fyrirtæki að ræða, sem allt
of litið er fjallað um i fjölmiðl-
um. i bás þeirra gat að lita
margar nýjungar sem þeir hafa
byggt og fundið uppá á undan-
förnum árum, og þegar þær eru
samankomnar á einn stað,
vcrður manui Ijós hinn stóri
hlutur þcirra i isienskri tækni-
þróun.
Af einstökum sýningardeild-
um er þó heilbrigðissýningin
merkilcgust og athygiisverðust.
Mun óhætt að fullyrða til þess að
hvetja alla til þess að sjá þessa
einstæðu sýningu.
Mikla athygli vakti húsgagn
nokkuð er vatnsrúm kallást,
enda alíslensk framleiðsla,
hannað af A. Guðmundssyni.
Flokkaðist fólk hjá honum,
potaði í og leist fel á. Þá var
mikiS-úrval tjósa, að visu inn-
fluttra, en greinilegt var að upp
er að koma ný lina i ljósagerð,
sem komin er hingað til lands-
ins. Voru þau á skaplegu verði,
miðað við hve stælleg þau voru.
Eftir að hafa skoðað þessa
sýningu vel og lengi, var
Alþýðublaðinu það vel ljóst, að
hér er um merkt átak að ræða I
sögu islensks iðnaðar og versl-
unar. En betur má ef duga skal,
og töluvert meira mætti vera af
innlendu framtaki á næstu sýn-
ingu.
o
Sunnudagur 24. ágúst 1975