Alþýðublaðið - 24.08.1975, Blaðsíða 3
Náttúruauðlindir og hagvöxtur: Takmörk, árekstrar og alþjóðleg samvinna
□
Hvert er forðabúr mannkynsins
Frá þingsetningunni af> Hótel Loftleiöum.
Rætt við Bjarna Braga Jónsson
um þing norrænna hagfræðinga
Dagana 14.-16. ágúst þinguðu
norrænir hagfræðingar i Reykja-
vik. Þar báru þeir saman bækur
sinar og skiptust á skoðunum um
aðalefni ráðstefnunnar, sem var:
Náttúruauölindir og hagvöxtur.
Takmörk, árekstrar og alþjóðleg
samvinna.
Blaðiö leitaði frétta af niður-
stöðum hjá Bjarna Braga Jóns-
syni forstjóra áætlunardeildar
Framkvæmdastofnunar rikisins.
,,Hvað viltu segja, Bjarni
Bragi, um niðurstöður ykkar hag-
fræðinganna á nýlokinni ráð-
stefnu?
Það er ekki auðsagt i stuttu
máli. En viltu ekki spyrja um
það, sem þér leikur helzt hugur á
að vita?
,,Hvað viltu segja um hroll-
vekjuna, sem Rómarskýrslan
birti og eruð þið sammála dóms-
dagsboðskap hennar?
„Bollaleggingar Rómarskýrsl-
unnar spretta af langtimaspám,
þar sem reiknað er með hagvexti
og þá eyðslu á einskonar vaxta-
grundvelli. Færi svo fram, liggur
beint við, að auðlindir myndu
þverra á tiltölulega skömmum
tima. Ég hygg, að þó hagfræð-
ingar vilji, að sjálfsögðu vera
varkárir i spám sinum, séu þeir
ekki almennt svo svartsýnir, að
engin vörn finnist i þvi máli.
Þetta er ekki einfalt mál, sem
hægt er að afgreiða með nokkrum
pennastrikum. Það ætti að vera
hlutverk hagfræðinnar að finna
haldbær ráð, til að hafa hemil hér
á og þar kemur margt til greina.
Eitt er það, sem kalla má stað-
reynd. sem þýðir að ein tegund
hráefnis geti komið i annarrar
stað. Endurnýting er einnig þekkt
stærð i meðhöndlun hráefna. Loks
er vert að benda á, að vaxandi
tækni við að vinna úr jörðu t.d.
hefur þróast svo ört, að nú er unnt
að vinna úr námum með góöum
hagnaði og án þess að um verð-
hækkun ýmissa efna sé að ræða,
þótt þeim hafi áður verið lokað og
ekki þótt svara kostnaði að starf-
rækja þær áfram á sinun tima.”
,,Þú álitur þá, að unnt sé að
spara ýmsar auðlindir, sem við
höfum gengið á til þessa, með til-
tækum ráðum?”
,,Á þvi er enginn vafi. Þar að
auki er vert að benda á að hag-
fræðingar telja og leggja áherslu
á, að hagvöxtur sé ekki konstant
og að eðli hans sé að laga sig að
margháttuðum ytri aðstæðum.
Þar kemur kostnaðarhliðin mjög
sterkt til greina sem viðmiðun.
Hitt ber að hafa i huga, að mögu-
leikar til staðkvæmdar þrengjast
auðvitað smátt og smátt.”
,,En vita menn nokkuð tæmandi
um hvert er forðabúr mann-
kynsins? ”
,,Að sjálfsögðu hafa menn ekki
greinilega vitneskju um það. Þar
eru, af eðlilegum ástæðum
margir þættir óljósir. Tökum t.d.
þær auðlindir. sem hafið og hafs-
botninn hafa að geyma. Annars
má segja, að skipting i okkar
huga á auðlindum sé, gróft talið,
þrennskonar. Þar eru ýmiskonar
jarðefni, i annan stað orkulindir
og i þriðja lagi lifræn efni (lif-
heildir). Við teljum, að knappast
stöndum við með orkulindir og er
þar þó af margvislegu að taka,
þar næst komi lifheildirnar og af
jarðefnum sé forðinn riku-
legastur. Ég hefi trú á þvi, að
væri lagt eitthvað álika i rann-
sóknir þessara hluta og nú er eytt
til hernaðar. mætti leysa verulega
úr þeim hnútum, sem taldir eru
harðastir i þessum málum. Samt
er ekki fyrir það að synja, að
ýmisskonar átök, sem sprottin
eru af félagslegum rótum, geti
hamlað stórlega heilbrigðri
þróun”.
„Komust þið að sameiginlegum
niðurstöðum, sem gætu oröið
grundvöllur undir áætlanir og
aðgerðir?”
,.Ekki get ég nú sagt það. En öll
skoðanaskipti eru gagnleg og þau
vikka sjóndeildarhringinn. og vist
er um það, að margt verður
ljósara en áður, þegar menn með
mismunandi skoðanir og viðhorf
leiða saman hesta sina i fullri ein-
lægni. Málin eru skoðuð frá fleiri
hliðum en við máske gerum i dag-
legu amstri og lifi. Við getum
eiginlega talað um tvennskonar
sjóndeildarhring. Annar er sá
sjónhringur þekkingarinnar, sem
er nærtækur og þarf ekki frekar
að vera viður, hinn, sem er úti i
órafjarlægð. þótt hvor um sig sé
háður andlegu gildismati.”
,,En fjölluðuð þið ekki uni/hina
margumræddu mengun?”
,,Jú, að sjálfsögðu. Þar kom nú
reyndar fram ýmislegt, sem kalla
mætti uppör.vandi. Þar á ég við
tækni og getu til hreinsunar og
mengunarvarna. Auðvitað verður
að gera hér greinarmun á þvi.
sem kalla má bætanlegan og
óbætanlegan skaða. Fram kom sú
hugmynd. að láta hlutaðeigendur
greiða fyrir mengun, sem þeir
yllu og setja þá frammi fyrir
ábyrgð af athölnum sinum.”
,,Virtist þér trúin á hagvöxtinn
jafn sterk og verið hefur á undan-
förnum árum?”
„Styrinn um hagvöxtinn birtist
nú oft i þvi, hvort menn eigi að
skriða inn i skel sina og hreinlega
að freista þess að láa auðlind-
irnar treinast sem lengst, eða að
horfa fram á veginn og reyna að
brjótast út úr vitahringnum. Þá
þarf hagvöxturinn aö vera slikur,
að hann geti lagt til nokkurn
forða. Ljóst er, að ef menn vilja
klóra i bakkann, verður að stöðva
háneysluna við eitthvert skyn-
samlegt mark. Það er staðreynd,
að hún er ætið viðmiðun þeirra,
sem minna hafa.”
,,Þú fluttir erindi um auðlinda-
skatt. Mér skilst. að hér sé um að
ræða tiltölulega nýlega hugmynd.
Viltu segja eitthvað um það efni?
,,Ég batt mig i þessu erindi
einkum við islenskar auðlindir.
og þar var umræða um sjávarút-
veginn auðvitað efst á blaði. En
inn i þetta fléttaðist fleira. Þegar
rætt er um atvinnuvegi lands-
manna, verður að taka málið
fyrir i heild. Þar verður að gæta
þess, ef vel á að fara, að hver
þátturinn slvðji annan á hæfi-
legan hátt. Sá, sem er aflögufær,
verður aö styðja þann, sem er
minnimáttar eftir föngum, þó án
þess að á honum sé niðst. Hins-
vegar er áhættusamt, að gera
hann að allsherjar viðmiðun i
hagkerfinu, eins og okkur er
tiðast um sjávarútveginn. Vert er
að staldra við þá staöreynd. að
afrakstur sjávarútvegsins er
bundinn að verulegu leyti við lif-
kerfi sjávarins kringum iandið.
Þar þarf að hafa hliðsjón af,
hvers þetta lifkerfi er megnugt,
þegar meta á æskilegustu afköst.
Með æskilegum afköstum er auö-
vitað átt við, að tekið sé úr stofn-
inum að þvi marki. sem gefur
mest i aðra hönd, án óhóflegs
kostnaðar. Ef við förum að marki
fram yfir það liggur fyrir tvenns-
konar vandi. Þaö sem alvarlegra
væri. ef stofninn byöi ,litt bætan-
lega hnekki vegna ofveiði. Hitt er,
að kostnaöarauki af hugsnalegri
viðbót i aíla, gæti orðið mjög
óhagkvæmur, þjóðhagslega séð.
Hér kemur til mats á sókn og
sóknarmöguleikum. Nú eru
auðlindir sjávarins nánast
almenningseign og. að verulegu
leyti frjálsar, til nvtja öllum
landsins börnum. Hitt er svo
annað mál. að verulegur munur
er á aðstöðu til þeirra nytja. af
ýmsum ástæðum. sem of langt
væri að telja upp og gaumgæfa.
Lita má á, að sú tollvernd, sem
fram að þessu hefur fallið i skaut
iðnaðar, sé einskonar tegund af
auðlindaskatti. Nú liður óðum að
þvi, að hann rýrni og hverfi.
Skakka, sem af þvi hlýst.
verður að jafna ef iðnaðurinn á að
lifa og þróast eðlilega og eigi að
geta orðið Jifvænlegur atvinnu-
vegur, sem byggir jöfnum
höndum á heimamarkaði og út-
flutningi. t svipinn höfum við ekki
aðra auðlind til aö skatta en
sjávarútveginn. En þvi aðeins er
auðlindaskattur á honum tima-
bær nú, að gerð verði full. mót-
væg breyting gengisins og nokkur
áfangi tollalækkunar. Væri þetta
timasett samhliða, gæti það
komið i staðinn fyrir lengingu
aðlögunartima. sbr. EFTA
samninginn. Út i þessi mál tel ég
ekki rétt að fara Irekar á þessu
stigi.”
,,En þyrfti ekki að gera ýmis-
legt fleira i skipulagi atvinnuveg-
anna?”
,,Að sjálfsögðu væri þess full
þörf. Gallinn er bara sá, að þvi er
t.d. varðar sjávarútveginn. að
þar er ýmislegt full laust i
reipum, og svo má ekki gleyma
þvi, að pólitiskar ákvarðanir fara
ekki ætið saman við það, sem við
hagfræöingar teljum heillavæn-
legast”, sagði Bjarni Bragi aö
lokum.
Miðausturlönd
stærsta
púðurtunna veraldar
Miðausturlönd hafa verið
stærsta púðurtunna veraldar i
mörg ár, eða allt frá lokum
siðari heimsstyrjaldar, er
fsraelsriki var stofnað fyrir
botni Miðjarðarhafs. Gyðingar
höfðu verið ofsóttir, p;indir og
drepnir af Nazistum, eltir uppi
hvar sem til þeirra náðist, sem
réttdræpir, fyrir það eitt að
vera, það sem þeir voru,
Gyðingar. Eftir striðið áttu
Gyðingar þvi óskipta samúð
allra og varð þvi stofnun
ísraelsrikis eitt af fyrstu
verkunum, er sigurvegararnir
gegn Þjóðverjum og banda-
mönnum þeirra beittu sér fyrir.
En stofnun Israelsrikis átti eftir
að draga dilk á eftir sér.
Arabarnir, sem búið höfðu i
Palestinu mann fram af manni
voru nú hraktir burt úr landi
sinu til þess að rýma fyrir
Gyðingum, sem þegar i stað
fóru að streyma heim til sins
forna en jafnframt nýja ætt-
lands.
Atökin milli ísraelsmanna og
Palestinuaraba hafa stöðugt
fariðharðnandi. Þessi átök hafa
ekki aðeins verið bundin við
stanslausan skæruhernað fyrir
botni Miðjarðarhafs, heldur
hafa þessi átök þróast upp i það,
að verða alþjóölegt deilumál,
sem blandast hefur inn i átökin
milli Austurs og Vesturs og
reyndar inn i alþjóðleg deilu-
atriði af hinum ólikasta toga.
Eftir að i ljós kom að Araba-
rikin myndu beita sér fyrir þvi
að fsrael yrði vikið úr Sam-
einuðu þjóðunum varð flestum
ljóst, að átökin voru farin að
nálgast suðupunkt. Ekki sist
vegna þess að lönd þriðja
heimsins og þar með meirihluti
S.þ. voru likleg til þess að styðja
málstað Arabarikjanna gegn
Israel.
Þegar Bandarikjamenn höföu
lýst þvi yfir að samþykkt Alls-
herjarþingsins á brottvikningu
Israels mundi hafa það i för með
sér, að þeir myndu endurskoða
afstöðu sina um áframhaldandi
þátttöku i S.þ. mun flestum al-
varlega hugsandi stjórnmála-
mönnum hafa orðið ljóst, að hér
var verið að stefria heimsfriðn-
um i voða. Bandarikjamenn
fóru heldur ekkert dult með það
i orðaskiptum við Sovétrikin, að
hernaðarleg ihlutun þeirra
(Sovét) gegn Israel væri sama
og strið við Bandarikin. Það er
þvi greinilegt að boginn hefur
verið spenntur til hins itrasta.
Þeirri spurningu hefur verið
fleygt, hvers vegna Sovétmenn
hafi ekki reynst harðari en raun
hefur oröið á, i stuðningi sinum
við Arabaþjóðirnar. Sannleik-
urinn mun senniiega vera sá, að
Sovétmenn eru ekki alltof vissir
um það, hvar þeir hafa Araba-
þjóðirnar, en leiðtogar Araba
hafa ekki svo sjaldan fengið orð
fyrir hentistefnu. Einnig mun
afstaða Kina og þjóða þriðja
heimsins til átakanna i Mið-
austurlöndum hafa nokkur áhrif
á stefnu Sovétrikjanna I málinu.
Atökin milli Palestinuaraba
og Israels eru mikið hitamál
meöal almennings I þessum
löndum. Árekstrarnir og deilu-
málin eru svo djúpstæð að þar
er raunar ekkert rúm fyrir
málamiðlun. I Israel hefur
stjórnarandstaðan staðið fyrir
hörðum mótmælaaðgerðum
gegn 'þvi að gengið verði að
sáttatillögum þeim, sem Henry
Kissinger hefur lagt fram. Af-
staða Anwars Sadat forseta
Egyptalands hefur einnig mælst
mjög illa fyrir i hinum Araba-
löndunum, sem telja að Egyptar
séu aðláta undan fyrir þrýstingi
Bandarikjamanna og að með
fyrirhuguðum samningi veröi
staða P a 1 estinuaraba
jafnótrygg og hún hefur verið til
þessa. Sadat hefur óspart ausið
lofi á Kissinger og lýst honum
sem heiðarlegum og einlægum
stjórnmálamanni.
Eins og málin standa þvi nú
eru góðar horfur á þvi að bráða-
L iiftiii
VUiftftVI, 1
byrgðasamkomulag náist milli
Egypta og Israelsmanna. En
þetta verður vissulega ekki
tekið út með sældinni og munu
flestir gera sér ljóst að dr.
Kissinger mun verða i stööugri
lifshættu þessa tiu daga, sem
hann á eftir að vinna aö þvi að
koma á sættum i Miðaustur-
löndum.
Sunnudagur 24. ágúst 1975
o