Alþýðublaðið - 24.08.1975, Blaðsíða 6
í“* Vandræðabarnið Mecking
Mynd þessa tók Bragi Sigurðsson i Las Palmas 25. aprfi s.l. en þá tefldu
þeir Friðrik Ólafsson og Enrique Mecking i sfðustu umferð Ruy Lopez
minningarmótsins á Kanarieyjunum. Þeir sömdu um stórmeistara-
jafntefli eftir 14 leiki.
Allir, sem fylgjast með skák
kannast við nafnið Harold Golom-
bek. Golombek var á fyrri árum
einn af þekktari skákmönnum
Englendinga, nú orðið skrifar
hann talsvert um skák og er oft
skákstjóri og dómari, var m.a.
hér á íslandi, þegar heims-
meistaraeinvigið fór hér fram.
Hann hefur haft orð fyrir að
vera varkár og kurteis i alla
staði, þess vegna er fróðlegt að
lesa eftirfarandi glefsur, sem
hann skrifaði i „British Chess
Magazine” um skákmótið, sem
fram fór i San Antonio 18. nóvem-
ber til 11. desember 1972, en hann
var skákstjóri þar og átti hægt
með að fylgjast með keppendun-
um.
Hluti greinarinnar fjallar um
stórmeistarann frá Brasiliu,
Henrique Mecking (Reyndar eru
nýjustu fréttir af Mecking, að
hann ætli að tæla R. Fischer til
þess að tefla við sig einvigi, hvað
sem út úr þvi nú kemur):
„Til viðbótar sovésku skák-
mönnunum i San Antonio, voru
viðstaddir af bestu skákmönnum
heimsins: Bent Larsen frá Dan-
mörku. S. Gligoric frá
Júgóslaviu, L. Portisch frá Ung-
verjalandi og Hort frá Tékkós-
lóvakiu. Ég ætti heldur alls ekki
að gleyma vandræðabarninu
—„enfant terrible”) Henrique
Mecking frá Brasiliu.
Ráðleggingarorð til annarra
skákstjóra: 1 keppnum þar sem
hinn brasiliski stórmeistari teflir
væri það ráðlegt (kannske jafnvel
nauðsynlegt) að festa fætur and-
stæðinga hans við stóla þeirra,
setja handjárn á hendur þeirra og
þegar skákin er hafin, að setja
grimu á andlit þeirra svo hann
sjái lekki svipbrigðin.
Það myndi einnig hjálpa, ef
hægt væri að fá vitneskju um
hvaða lýsing hentaði mótherjum
Merckings og einhver annars
konar lýsing notuð, þegar þeir
eiga að tgfla við Mecking. Ég er
alls ekki áð álita að Mecking hafi
verið óþægilegur af ásettu ráði.
Þetta er eingöngu vegna þess að
tilfinninganæmi hans er á svo háu
stigi, að engu er likt, t.d. þegar
fyrrverandi heimsmeistari
Petrosjan er djúpt hugsi og
hreyfir fótinn til, þá þolir
Mecking ekki þá truflun.
Mecking getur alls ekki þolað
svipbrigðin, sem koma á andlit
Walter Brownes stórmeistara,
þegar hann byrjar að hugsa.
Hið einkennilega við þetta of-
boðslega tilfinninganæmi er, að
það hvarf alveg, þgar hann lenti
sjálfur í timahraki, að minnsta
kosti hað framkomu hans snerti
gagnvart andstæðingum sínum.
Þar sem hann var nærri þvi alltaf
i timahraki, veittiég þvi eftirtekt,
að hann skellti niður taflmönnum
sinum, vafalaust til þess að mót-
herjinn tæki vel eftir þvi að hann
ætti leik!
Annað eftirtektarvert einkenni
Meckings i timahraki var, þegar
hann lék leiknum með annarri
hendinni og notaði siðan hina á
klukkuna. Það var oft erfitt að
ákvarða hvort hann gerði á
undan, lék leiknum eða ýtti á
klukkuna.” (Rangt hvort sem
væri. Þýð.)
Skömmu seinna segir Harold
Golombek i grein sinni: „Ég legg
til, að hann verði skákstjóri næst,
þegar R. Fischer teflir um
heimsmeistaratitilinn.”
Hvaö er rétt
í málinu
f bókinni „Laskers greates
chess games 1889-1914” endur-
prentuð 1963 skrifuð af Fred
Reinfeld, með athugasemdum
eftir hann og Reuben Fine, segir
Fred Reinfeld i æviágripi um
Emanuel Lasker, frá þvi þegar
tefla á tiundu og siðustu skákina i
einviginu: Lasker-Schlechter um
heimsmeistaratitilinn:
— „til þess að halda meistara-
tigninni varð Lasker að vinna
siðustu skákina, aftur á móti
nægði Schlechter jafntefli til þess
að ná meistaratigninni frá hon-
um! Lasker, sem hafði hvitt,
tefldi umsvifalaust til árásar, en
áhorfendum til undrunar gerði
Schlechter það lika!! Hann út-
skýrði seinna, að hann hefði álitið
það óverðugt að vinna tignina
með þvi að tefla til jafnteflis” Svo
mörg voru þau orð.
Skákin endaði með sigri
Laskers i sjötugasta og fyrsta
leik, eftir að Schlechter hafði
oftar en einu sinni forsmáð jafn-
tefli. Einvigið endaði meö jafn-
tefli 5:5, þvi Lasker tókst með
sigrinum i siðustu skákinni að
jafna.
í bókinni „From Morphy to
Fischer a history of the world
chess championship”, eftir A1
Horowitz, hún er gefin út 1973,
skýrir Horowitz frá undirbúningi
þessa sama einvigis, sem gekk
hægt fyrir sig af ýmsum
ástæðum, en endaði með þvi að
samið var um tiu skáka einvigi.
Nú kemur „rúsinan i pylsuendan-
um.”
í bókinni er skýrt frá þvi, á bls.
64 að Lasker hafi sett lítinn vara-
nagla i samninginn. LASKER
SETTI ÞAÐ SEM SKILYRÐI AÐ
ASKORANDINN YRÐI AÐ
VINNA EINVIGIÐ MEÐ
TVEGGJA VINNINGA MUN TIL
ÞESS AÐ VINNA HEIMS-
MEISTARATITILINN.
Ef þetta er rétt, þá hefur
siðasta skákin verið tefld undir
allt öðrum kringumstæðum, en
sagt er frá i fyrri bókinni og flest-
ir hafa haldið til þessa dags. Þess
má geta hér i leiðinni að Harold
C. Schoenberg skýrir frá þessu i
bók sinni „Grandmasters of
chess”, heldur þó itarlegar, og
virðist sem Schlechter hafi orðið
að sæta afarkostum i þessu ein-
vigi.
Svavar Guðni Svavarsson.
Rjóminn af danskri
kvikmyndagerðarlist
Kveðjustundin (Afskedens
Time) heitir mánudagsmyndin að
þessu sinni, dönsk hrollvekja,
sem sögð er vera i ætt við myndir
Claude Chabrol, hins franska.
Ove Sprogöe og Bibi Andersson
eru i aðalhlutverkum.
Ýmsir eru þeirrar skoðunar, að
dönsk kvikmyndalist sé i mikilli
framför, a.m.k. á sumum svið-
um, og þá einkum að þvi er varð-
ar gerð frekar stuttra mynda með
sálrænu ivafi.
Einn hinna ungu manna, sem
náð hafa langt á þessu sviði, er
Per Holst sem gert hefur fjölda
sjónvarpsmynda allt frá 1957, en
snýr sér i fyrsta sinn að biómynd
með „Afskedens Time”, sem
sýnd verður i Háskólabiói næstu
mánudaga.
Myndin fjallar i stuttu máli um
mann, sem sagt er upp starfi hjá
fyrirtæki, sem hann hefur starfað
hjá áratugum saman, af þvi að
það er sameinað öðru fyrirtæki.
Maðurinn — Jacobsen (Ove
Sprogöe) — er iðinn en enginn
eldhugi og orðinn það gamall, að
vist er, að honum mun veitast er-
fitt að fá aðra vinnu. En nýju hús-
bændurnir hirða ekki sum slikt —
þeir segja honum upp og svo
verður hann að bjarga sér. En
Jacobsen hefur ekki komið sér að
þvi að segja konu sinni og fjöl-
skyldu frá þessu þar til þvi
verður ekki frestað lengur. Og
þegar heim kemur að lokum, ger-
ast atvik, sem enginn hefur gert
sér grein fyrir að gætu hent þenn-
an dagfarsprúða mann.
Dönsk blöð, sem eru ómyrk i
máli um lélegar danskar myndir
eru stórhrifin af þessari og
Henrik Stangerup segir m.a. i
Politiken: „Vel heppnuð, áhrifa-
Bíóín
mikil, sálræn lýsing á manni, sem
er i meiri hættu af ofbeldisstjórn
karlmannaheimsins en nokkur
kona.... Martröð og veruleiki i
senn og ekki fjarri þeim Char-
brol-myndum, sem danski gagn-
rýnendur eru hrifnastir af.”
Þá segir i Alboegs Stift-
stidende: „Frábært frumverk
(Per Holsts). En ánægjulegt að
geta einu sinni mælt með danskri
mynd af heilum hug. Við saman-
burð kemur helst til greina
sjónvarpsleikrit eftir Panduro.
Ove Sprogöe má búast við Bodil-
verðlaunum fyrir leik sinn’.
F.O.
Austurgerði
Bústaðavegur
Garðsendi
Sogavegur
Tunguvegur
Breiðagerði
Steinagerði
Langagerði
Skógargerði
Neshagi
Ægissiða
Faxaskjól
Sörlaskjól
Blaðburðarfólk
óskast til aö
bera blaðiö út
í eftirtaldar
£Ötur
Lynghagi
Hjarðarhagi
Kvisthagi
Fornhagi
Hagamelur
Aragata
Dunhagi
Fálkagata
Oddagata
Einimelur
Frostaskjól
Kapla skjóis vegur
Meistaravellir
Ásgarður
Réttarholtsvegur
Hafiö samband viö
afgreiðslu blaösins.
MINNING___|
Aslaiig á Heygum
Ilinn 12. ágústs.l. andaðist hér i
Reykjavik Aslaug á Heygum,
ciginkona Magnúsar Magnússon-
ar, skólastjóra Höfðaskóla.
Fyrir rúmum tuttugu árum
kynntist ég fyrst þeim hjónum og
hef ég æ siðan talið þau með min-
um bestu vinum. Margar ánægju-
legar stundir hef ég átt á heimili
þeirra i Granaskjóli 19 og
minningarnar frá þvi hlýja, lát-
lausa og mjög sérstaka andrúms-
lofti, sem þar rikti, koma ósjálf-
rátt upp i huga minn þegar ég
hugsa til þess að /vslaug er þar
ekki lengur.
Aslaug á Heygum var mjög
óvenjuleg kona. Það sem fyrst
vakti athygli þeirra, sem henni
kynntust, var hennar hugljúfa og
þiða viðmót. Það var einhver
óvenjulegur friður sem ávallt lék
um þessa konu, en jafnframt
streymdi frá henni ólýsanlegur
kraftur, sem gerði það að verk-
utn, að manni fannst lifið, þrátt
fyrir allt, vera óskaplega fagurt.
Ég held, að það hafi einmitt verið
þessir persónutöfrar Aslaugar,
scm höfðu þannig áhrif, að manni
fannst maður sjálfur vera ein-
hvern veginn miklu betri en
maður hafði haldið.
Aslaug var islendingur i þess
orðs bestu mcrkingu, en jafn-
framt var hún heimsborgari,
unnandi fagurra lista og bók-
mennta. Það var þessi ljúfa og
fagra vcröld sem varð til hvar
sem hún fór og hvar sem hún var.
Það cr þvi sár söknuður i hug-
um okkar, sem áttum hana að
vini. En mestur harmur er þó
kveðinn að eftirlifandi eigin-
manni hennar, syni og móður.
Með fátæklegum orðum er ekki
hægt að tjá þeim þá samúð, scm
ég ber i huga. Ég veit þó, að ég
niæli fyrir munn fjölmargra vina
Aslaugar á Heygum þegar ég
þakka henni fyrir sólargeislana,
sem hún hcfur sent inn i lif okkar.
Minningin um hana mun fyigja
okkur til lifsloka.
Bragi Jósepsson
Auglýsiö í Alþýðublaðinu
0
Sunnudagur 24. ágúst 1975