Alþýðublaðið - 14.09.1975, Side 3
FYRIRTÆKI
ÖRUM VEXTI
,,Ég lifi og hrærist í
fyrirtækinu. Það er og
hefur verið númer eitt
hjá mér,, að heimilinu
slepptu."
Þetta sagði Úlfar
Guðjónsson, forstjóri
f yrirtækjanna Úlfar
Guðjónsson h/f, hús-
gagnaf ramleiðsla, og
Húsgagnahússins h/f,
Auðbrekku 61, Kópa-
vogi.
Btaðamaður og Ijós-
myndari Alþýðublaðsins
brugðu sér i heimsókn til
úlfars Guðjónssonar nú
i vikunni.
Happy-húsgagna
samstæðan:
Eftirsótt af
ungu fólki
,,Ég stofnsetti fyrir-
tækið Úlfar Guðjónsson
h/f, húsgagnaf ram-
leiðslu, árið 1967. Fyrir-
tækið hóf starfsemi sína
i leiguhúsnæði að Auð-
brekku 63. Fyrir réttum
fjórum árum, opnuðum
við svo húsgagnaversl-
un, samhliða húsgagna-
f ramleiðslunni. Hús-
gagnahúsið h/f, á þvi
fjögurra ára afmæli um
þessar mundir."
,,Það var árið 1974, að
við fluttum svo í okkar
eigið húsnæði að Auð-
brekku 61. Húsnæðið er
um 1800 fermetrar, á
þremur hæðum. Versl-
unin, skrifstofaog lager
á neðstu hæð og hús-
gagnaf ramleiðslan á
hinum tveimur hæðun-
um. "
,,Við seljum fyrst og
fremst okkar eigin
framleiðslu í Húsgagna-
húsinu, en erum svo með
til uppfyllingar þá hluti,
er ekki eru framleiddir
hjá okkur, en nauðsyn-
legt er að hafa á boð-
stólnum í slíkri versl-
un. "
,, Við höf um einkaleyf i
og f ramleiðsluréttindi
frá norsku fyrirtæki,
sem heitir Aavik
Happý settið hefur verið framleitt hjá tflfari
Guðjónssyni i tvö ár og nýtur mikilla vinsælda.
industri og hefur okkar
framleiðsla að mestu
byggst upp á því. Frá
þeim er meðal annars
komið hið vinsæla
Happy sófasett, sem við
erum nú bráðum búnir
að framleiða í tvö ár og
hefur selst mjög vel,
enda á viðráðanlegu
verði og sniðið við hæfi
ungs fólks."
,,Við flytjum stærstan
hluta af hráefni okkar
inn, i gegnum Aavik og
njótum þeirra magnaf-
sláttarkjara, er Aavik
fyrirtækið aflar sér.
Með þessu móti tekst
okkur að fá hráefnið
miklu ódýrara en ella.
Stafar það af því mikla
magni, sem Aavik pant-
ar í einu. Til dæmis get
ég nefnt, að panti þeir á-
klæði, taka þeir aldrei
minna en 50 km í lit, í
einu!"
Minnsta áklæðis
pöntun hjá AAVIK:
50 kílómetrar
,,Við erum nú að hef ja
framleiðslu á tveggja
manna svefnsófum úr
Happy húsgagnasam-
stæðum, en höfum áður
verið með eins manns
svefnsófa, sem hafa
notið mikilla vinsælda."
Olfar Guðjónsson, forstjóri.
,,Hjá fyrirtækinu eru
nú á launaskrá tuttugu
manns, að meðtalinni 1
manneskju í verslun-
inni. Það má geta þess,
svona til gamans, að hjá
norska fyrirtækinu
Aavik, eru 80 starfs-
menn og Norðmenn eru
um 5 milljónir talsins,
svo getur hver reiknað
fyrir sig."
Blaðamaður spurði
Úlfar að lokum nokk-
urra persónulegra
spurninga.
Aron sófasettið hefur verið framleitt i eitt ár
hjá fyrirtækinu, og hefur selst mjög vel.
,,Ég er fæddur í Vest-
mannaeyjum, í austan-
átt og hafgolu. Ég kom
svo uppá land árið 1948.
Þá stundaði ég sjó-
mennsku, aðallega á
varðskipunum og milli-
landaskipum."
Vinnan og
fyrirtækið
er helsta
tómstundaiðjan
,,Eiginkona mín heitir
Jónína Jóhannsdóttir og
við eigum 4 börn. Þegar
við kynntumst, neitaði
hún algerlega að búa
með sjómanni. Ég varð
því að velja, dreif mig í
land og fór að læra hús-
gagnabólstrun. Annars
stóð hugurinn alltaf til
sjómennskunnar, en ég
er sem betur f er laus við
þá bakteríu."
,,Það má segja að ég
sé samt sem áður orðinn
skipstjóri, þó það sé ekki
á sjónum og brúin sem
ég stend í sé ekki á sama
stað og á skipi."
,,Tómstundirnar eru
ekki margar og ég held
ég geti sagt að aðal-
hobbýið sé fyrirtækið.
Ég geri mikið af því að
sitja á skrifstofunni að
afloknum vinnudegi og
stúdera hlutina. Þá er ró
og næði og enginn til að
trufla mann."
,,Annars hef ég gert
dálítið af því að veiða
lax, en varla svo mikið
að það geti kallast tóm-
stundagaman," sagði
Úlfar Guðjónsson að
lokum.
Atvinnulífskynning Alþýðublaðsinsi
Úlfar Guðjónsson hf. og Húsgagnahúsið hf.