Alþýðublaðið - 18.09.1975, Side 1

Alþýðublaðið - 18.09.1975, Side 1
181. TBL. - 1975 - 56. ÁRG. FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER Ritstjórn Siöumúla II - Slmi 81866 Stefnuljós: Siguður E. Guðmundsson skrifar um nýtt Grjótaþorp LAUNÞEGASIÐA í opnu blaðsms 1 Leiðbeiningar um get- I raunir á íþróttasíðu Samvinnuútgerð Islendinga og Belga: Málið var rætt við ráðherrann Fiskkaupmenn i Ostende i Belgiu hafa mikinn hug á að stofna til samvinnu við islenska aðila i þeim tilgangi að flytja isfisk á markað i Ostende. Belgiu- menn óttast mjög fiskskort þar sem Þýskalandsmarkaðurinn er lokaður Islendingum og þvi er þeim i mun að tryggja sér fisk beint af íslandsmiðum. Dagblaðið Visir hefur skýrt frá þvi að búið sé að stofna hluta- félagið Faxa hf og muni það kaupa nokkra báta hérlendis fyrir 15 MILLJONA KRAFA VAR DREGIN TIL BAKA Krafa um nauðungaruppboð á kröfu kom til kasta uppboðs- haldarans i Hafnarfirði fyrir skemmstu, hversu ótrúlega sem það kann nú að hljóða. Auglýst var nauðungaruppboð á kröfu Eldeyjar hf á hendur Stálvik hf, en daginn sem upp- boðið átti að fara fram var krafan dregin til baka. í júni 1968 afhenti Skipa- smiðastöðin Stálvik vélbátinn Eldey samnefndu hlutafélagi sem þá starfaði i Keflavik. 1 október sama ár rakst skutur bátsins á fjöruborðið i höfninni i Keflavik vegna þess að skiptiskrúfa lét ekki að stjórn. Skipið var þá enn i ábyrgð og við rannsókn kom i ljós að óhreinindi voru i oliusium er stjórna dælum skiptiskrúfunn- ar. Skipt var um dælur á kostnað Stálvikur og var það hald skipasmiðastöðvarinnar að málið væri þar með úr sög- unni. Fjórum árum siðar, eða i október 1972 stefnir Eldey hf Stálvik og krefst 14,7 milljónir króna skaðabóta vegna fyrrgreinds atvik . Um 9 millj. af upphæðinni voru sagðar vegna aflatj. sem bát- urinn hefði orðið fyrir vegna ýmissa tafa sem orðið hefðu frá veiðum. Engin greinar- gerð fylgdi þó stefnunni og féll þvi málið niður um sinn. 1 fyrra var siðan stefnt á nýjan leik og þá fylgdu gögn og greinargerð, en dómur hef- ur ekki fallið i málinu. Bátur- inn er fyrir löngu seldur og annað fyrirtæki i Keflavik hef- ur yfirtekið skuldbindingar Eldeyjar. Ekki mun það þó hafa tekið á sig allar skuldir Eldeyjar, þvi Arni Grétar Finnsson hrí krafðist nauðungaruppboðs á fyrrgreindri kröfu og mun hafa gert fjárnám i henni fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Sem fyrr segir var krafan um nauðungaruppboð á kröfunni dregin til baka á uppboðsdag- inn. Hafsteinn Baldvinsson hrl er verjandi Stálvikur og sagðist hann krefjast algjörr- ar sýknunar af þessari kröfu. belgiskt fjármagn, en eigendur og áhafnir verða af islensku þjóð- erni. bessir bátar eigi siðan að selja aflann með reglubundnu millibili i Belgiu. Matthias Bjarnason sjávarút- vegsráðherra sagði i samtali við Alþýðublaðið i gærkvöldi, að það væri i sjálfu sér gleðiefni ef tækist að vinna markað fyrir isfisk i Belgiu. Fyrir nokkru gekk viðræðunefnd Islendinga og Belga'á fund ráðherra og ræddi þessi mál við hann, en Matthias kvaðst ekkert hafa frétt um málið siðan. Að sjálfsögðu þyrfti leyfi stjórnvalda til að taka erlent lán, ef ætlunin væri sú, að Belgar fjármögnuðu kaup á fiskiskipum, sem gerð yrðu út frá íslandi. Þá tók sjávarútvegsráðherra fram, að leyfi alþingis þyrfti til, ef erlend veiðiskip ætluðu að fá að fiska hér i landhelgi og breytti þar engu um þótt áhafnir væru islenskar og skipin skráð hérlend- is. Vilhjálmur Ingvarsson framkvæmdastjóri Isbjarnarins sagði i viðtali við blaðið, að hann vissi ekki til að neitt félag hefði verið stofnað i þessum tilgangi og sér vitanlega hefðu engar ákvarðanir verið teknar i málinu. Hinu væri ekki að leyna, að Belgiumenn hefðu sýnt þessu máli mikinn áhuga og það runnið undan rótum þeirra. Vilhjálmur neitaði þvi hins vegar ekki að hann hefði tekið þátt i viðræðum um þessa hlutafélagsstofnun. Ingvar Vilhjálmsson forstjóri tsbjarnarins sagðist aftur á móti ekki eiga neina aðilda að málinu og hann hefði litla trú á að úr þessum áformum yrði. Samkvæmt heimildum sem blaðið hefur aflað sér, fara nú fram athuganir á þvi i Belgiu hvort unnt sé að fá þar f jármagn að láni til kaupa á fiskiskipum til handa fyrirhuguðu hlutafélagi. Ef mistekst að fá lánsfé þar eru litl- ar sem engar likur taldar á að málið nái fram að ganga. VATNIFULU... ,,í vatni fúlu viska býr þá vitund enginn busi flýr.” Þannig hljómuðu slagorðin yfir aumingja busunum i Menntaskólanum við Tjörnina i gærdag, þegar þeir við „hátið- lega” og „virðulega” athöfn voru vigðir, sem fullgildir menntaskólanemar inn i MT. Allir urðu að taka vigslu, hvort sem þeim likaði betur eða verr. Fyrst var busunum smal- að úr langferðabifreið inn i horn áporti gamla Miðbæjarskólans, þar sem MT er nú til húsa. Siðan ók vatnsbill i hlaðið, við miRil fagnaðarlæti og lúðrablástur, og bleytti vel og vendilega upp i busunum, svona til að kynna þeim það sem i vændum var. Siðan hófst sjálf vígslan. Hver einstakur busi var tekinn traustataki, ýmist borinn eða dreginn að stórri tunnu, sem i var ómengað Tjarnarvatn og þar var honum dýft ofan i, á bólakaf. Er allir höfðu tekið vigslu, þrömmuðu busar, sem eldri nemendur i friðri fylkingu tjarnarhringinn til að innsigla þá einingu, sem rikja mun innan skólans i vetur. I gærkvöldi innsigluðu nem- endur siðan enn frekar einingu sina, er haldinn var fjörugur dansleikur i Sigtúni. FÖRUM VIÐ AÐ FLYTJA INN TYRKI ÓÞRIFALEG- USTU STÖRF? „Sannleikurinn er sá, að áður en langt um liður munu íslend- ingar einfaldlega ekki fást til að vinna störf verkamanna og verkakvenna vegna þess hve illa þau eru launuð. Það er örugglega stutt i það, að nauðsynlegt reynist að flytja inn Tyrki eða eitthvert annað erlent vinnuafl hingað til lands. Þetta munu menn vafalitiö sjá jafnskjótt og atvinnulff lands- manna kemst í eðlilegt horf og grósku fer að gæta i þvi á ný”, sagöi Guðmundur J. Guðmunds- son, varaformaður Dagsbrúnar, i viðtali við launþegasiðu Alþýðu- blaösins. „Félagsmenn Dagsbrúnar eru nú 3.500—4.000 talsins. Það er staðreynd, að verkamönnum og verkakonum fjölgar ekki, þó ekki verði séð, að mikilvægi starfa þessa fólks hafi minnkað. Á þessu eru ýmsar skýringar. Alkunna er, að unglingum er hót- að þvi, ef þeir sýna ekki áhuga á skólanáminu, að þeir verði sendir ifisk eða á eyrina. I augum sums ungs fólks verða þvi störf verka- manna og verkakvenna sambæri- leg við einhverja ægilega refs- ingu. Menn segja, að eðlilegt sé, að verkamönnum og verkakonum fækki sökum aukinnar tæknivæð- ingar. Þetta er að sumu leyti rétt, en að öðru leyti allsendis rangt. Sjáum hvað gerist annars stað- ar. Þrátt fyrir nýja tækni og si- fellt fleiri tölvur, fjölgar starfs- fólki i bönkum, skrifstofum og hvers konar þjónustustörfum”, sagði Guðmundur ennfremur i samtalinu við launþegasiðuna. Eins og annars staðar kemur fram hér á siðunni voru stofnfé- lagar Dagsbrúnar 384. Þá voru i- búar Reykjavikur lOsinnum færri en nú, eða tæplega 8.800. Björgvin Guðmundsson um Ármannsfellsmálið Flyt tillögu um málið á næsta borgarráðsfundi — Ég hef undirbúið tillögu varðandi Ármannsfellsmálið, sem ég mun flytja á næsta fundi borgarráðs, sagði Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, i viðtali við Alþýðublaðið i gær. Björgvin hef- ur verið erlendis og þvi ekki getað sótt siðustu fundi borgarráðs, en hann á þar sæti meö málfrelsi og tillögurétti. — Ég mun leggja þessa tillögu fram á næsta fundi ráðsins, sem verður annað hvort á föstudaginn næstkomandi, eða n.k. þriðjudag, sagði Björgvin. 1 Morgunblaðinu var nýlega vest að Björgvin Guðmundssyni og sagt, að hann hafi lagt til i borgarráði, að lóð yrði veitt ákveðnu byggingarfyrirtæki i borginni án þess að sú lóð hefði verið auglýst áður. — Sú lóð, sem hér um ræðir, er lóð sú við Hagamel, sem siðar var veitt BYGGUNG, Bygginarsam- vinnufélagi ungra Sjálfstæðis- manna, sagði Björgvin. Ég lagði til, að lóðin yrði veitt Byggingar- samvinnufélagi stjórnarráðsins. Ég fæ hins vegar ekki séð, að hægt sé að leggja að jöfnu þá til- lögu mina og ráðstöfun borgar- stjórnarmeirihlutans á lóðinni til Armannsfells án auglýsingar. Annars vegar er um aö ræða einkafyrirtæki — Ármannsfeil — sem byggir og selur væntanlega til þess að skapa sér ágóða. Hins vegar er byggingasamvinnu- félag, sem tekur að sér að byggja fyrir félagsmenn sina og selur ibúðirnar á kostnaöarverði án álagningar og án ágóðasjónar- miða.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.