Alþýðublaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 4
Kommúnistar tefja stjórn armyndunina í Portúgal José Pinheiro de Azevedo, sem Costa Gomes hefur falið stjórnar- myndun i Portúgal, lét þess getið i gær að nokkurt hlé yrði á frekari viðræðum. Um tima leit út fyrir að samstaða næöist milli Jafnað- armanna, Miðdemókrata og Kommúnista um myndun stjórn- ar auk fulltrúa úr hernum. Eftir að deilur höfðu komið upp milli Miðdemókrata og Kommúnista um skiptingu ráðherrasæta varð það að samkomulagi milli flokk- anna, að unnið yrði að myndun þjóðstjórnar en ekki samsteypu- stjórnar eins og upphaflega var ætlað. Með þessu var átt við að ráðherrarnir, sem tækju sæti i stjórninni yrðu ekki þar i umboði flokkanna heldur sem einstakl- ingar. Þrátt fyrir þessa breytingu bar allt að sama brunni þegar velja átti ráðherrana. Miðdemó- kratar hafa lagt á það megin- José Pinheiro de Azevedo áherslu að fjöldi ráðherra verði miðaður við úrslit þingkosning- anna frá þvi i sumar. Jafnaðar- menn hafa stutt Miðdemókrata i þessu máli. Ljóst virðist nú að Kommúnist- ar hafa tekið nýja stefnu i málinu, enda munu þeir telja aðstöðu sina hafa versnað mjög i seinni tið. Einnig munu þeir svartsýnir um fylgi i fyrirhuguðum kosningum, en i ráði var að stjórnin sæti þar til kosningar færu fram, ef til vill strax i haust. Þá.er einnig ljóst að kommún- istar vinna nú að þvi að endur- skipuleggja starfsemi sina og má þvi segja að ástandið sé mjög al- varlegt. Ef Kommúnistar hlaupa þannig undan merkjum og neita að mynda þessa stjórn, er ljóst að borgarastyrjöld getur blossað upp fyrr en varir. Ef svo færi má vera að þjóðin sitji uppi með nýja fasistastjórn, eins og Chile. Frakk- lands forseti heimsækir Grikkland Forseti Frakklands, Valery Giscard d'Estaing, fór i opin- bera heimsókn til Grikklands i gær þar sem hann mun ræða við forsætisráðherra landsins, Constantine Karamanlis, sem sjálfur dvaldist i Paris meðan hann var i útlegö frá landi sinu. Giscard og Karamanlis eru sagðir m jög nánir vinir, en Frakkar hafa heitið Grikkjum stuðning bæði varðandi sölu á vopnum, stuöning við inn- göngu Grikklands i Efnahags- bandalagið og i átökunum milli Grikkja og Tyrkja á Kýpur. Mikill viðbúnaður var i Aþenu við komu forsetans og er talið að þessi heimsókn verði til þess að treysta mjög samskipti Frakkíands og Grikklands. ,Verjum gggróðurj verndum land Er kalda stríðið byrjað að nýju? Breska dagblaðið Guardian segir á forsiðu i gær að það sé sameiginlegt álit utanrikisráð- herra Bretlands, Bandarikjanna, Frakklands og Vestur- Þýska- lands, að Sovétrikin hefðu hafið Kalda striðiðá ný, ekki aðeins að þvi er við kemur Portúgal, heldur einnig i með þvi að reyna að ná stjórnmálalegum undirtökum i þrem öðrum löndum Vestur Evrópu, sem ekki eru tilgreind. Þá segir einnig i fréttinni að það sé skoðun ráðherranna, að þrátt fyrir Helsinkiráðstefnuna fari það ekki á milli mála að Sovétrik- in og lönd Varsjárbandalagsins leggi sig fram við að hafa áhrif á stjórnmálaþróun i Vestur Evrópu. I fréttaskeyti Reuters frá London i gærdag er greint frá þvi að James Callaghan utanrikis- ráðherra hafi visað á bug þessari frétt og talið hana túlka ranglega skoðanir utanrikisráðherranna frá fundi þeim er þeir áttu i New York fyrr i þessum mánuði. Nunna og prestur fyrir rétt á Italíu Færeyjar og Grænland □ Nýlendur eða landss Á síðustu árum og ára- tugum hafa fleiri nýlendur og landssvæði hlotið sjálfstæði en á nokkru öðru tímabili í sögunni. I gömlum kennslubókum, sem sumar hverjr eru notaðar enn, má glöggt greina þá miklu reisn, sem einstakar þjóðir hlutu fyrir það að eiga miklar og auðugar nýlendur víða um heim. Veldi Stóra-Bretlands, allt fram á þessa öld, lá fyrst og fremst i auðlegð nýlendnanna og yfirráðum þeirra yfir fjöl- mennum landssvæðum i öllum heimsálfum. Enda þótt saga Breta, sem nýlenduveldis sé ekki öll umleikin dýrðarljóma verður þó að viðurkenna að afskipti þeirra af nýlendunum hafa viða verið til fyrirmyndar. Á það að sjálfsögðu fyrst og fremst við þá hlið málsins er lýtur að þvi, að veita nýlendun- um sjálfstæði.Rétt er að hafa i huga að nýlendustefnan var á sinum tima viðurkennd, ekki aðeins réttlætanleg heldur sjálfsögð.Nýlendubúar sáu hag i viðskiptum við nýlenduveldin og gerðu sér i upphafi ekki grein fyrir þvi að þeir voru arðrændir. Á hinn bóginn má einnig lita svo á að nýlenduveldin hafi menntað nýlendubúa til skiln- ings á arðráninu. Þetta leiðir hugann að þvi hversu miklu það skiptir að 1 dag hefjast i Róm réttarhöld yfir fyrrverandi nunnu, sem ákærð hefur verið fyrir svindl og fjárkúgunarstarfsemi i formi betls. Talið er að hún hafi með ýmsu móti náð nokkrum hundr- uðum milljóna lira af fólki. Þessi fyrrverandi nunna hafði áður verið rekin úr klaustri i Frakk- landi, þar sem hún hafði neytt hóp 20 stúlkna og unglinga til þess að flakka betlandi um, sofa úti á torgum, járnbrautastöðvumog á viðavangi. Hafði nunnan, Elisa- betta Ravasio, með þessum hætti safnað offjár. UNGMEYJ- ARNAR LOKAOAR Við réttarhöldin i dag er einnig ákærður kaþólskur prestur, sem neyddi nunnuna til þess að greiða sér 10 milljón lirur fyrir að koma ekki upp um framferði hennar. frumstæðar þjóðir geti veitt þegnum sinum almenna alþýðumenntun. Að vissu leyti má segja að nýlendustefnan hafi hvergi orðið jafn langlif sem i þeim nýlendum þar sem fáfræðin var hvað almennust.En um leið og nýlenduveldin voru farin að mennta verðandi yfir- stétt þessara landa opnuðu þau um leið dyrnar að sjálfstæöi þeirra. Þegar rætt er um vöxt og þróun þeirra þjóða, sem nú eru að fá sjálfstæði eða hafa fengið það nýlega, er sú skoðun nokkuð almennt rikjandi að sjálfs- stjórn þjóðar sé mesta og sterk- asta driffjöðrin.Þjóð sem lýtur stjórn fjarlægs lands þar sem hugsun og hættir eru oft á tiðum mjög ólikir, hlýtur óhjákvæmi- lega að fara á mis við þann dinamiska kraft, sem af sjálfs- stjórninni leiðir. Tengslin milli stjórnenda og fólksins geta þvi einungis orðið virk ef báðir aðilar lifa og hrærast i sama heimi, ef svo má að orði komast. En nú er öld nýlenduveldanna úti og dagur frelsis i nánd, eða er þetta ekki einmitt orðalag sem við Islendingar hefðum getað notað eftir að rofa tók i sjálfstæðismálinu. Ekki er ólik- legt að svo sé. En hvað getur fyrrverandi nýlenda eins og tslendingar lagt af mörkum i umræðum um sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða? Eða vorum við ef til vill ekki nýlenda, heldur aðeins hluti af Danaveldi. Ef sú væri raunin, væri einnig athyglisvert að gera sér grein fyrir mismun þess, að vera nýlenda og þvi að vera sérstök þjóð undir stjórn annarrar, fjarlægrar þjóðar. Það var einmitt i þessu máli, sem siðasta stóra nýlenduveldi heimsins, Portúgal, hafði ákveðna skoðun. Samkvæmt lögum og stjórnarskrá Portúgals voru nýlendur þeirra ekki nýlendur heldur lands- Átök í b vegna v Létu eyðileggja sannanir _ . .... 1 . i - l_ • i: „ K Tjn T TT' A Koco r Talsmenn bandarisku airikis lögreglunnar FBI neituðu i dag að gefa nokkra yfirlýsingu um frétt The N.Y. Times þess efnis að æðstu foringjar FBI hafi skipað svo fyrir að eyðilagður skyldi miði sem skrifaður var af morð- ingja John F. Kennedys,Lee Har- vey Osvald. 1 frétt blaðsins segir að þáverandi yfirmaður FBI Ed- gar J. Hoover hafi verið einn þeirra sem þessa ákvörðun tóku. I frétt blaðsins segir að FBI hafi fengið miðann, þar sem Os- vald hótaði að myrða forsetann^-i hendur 10 dögum áður en morðið var framið i Dallas þ. 22. nóv. 1963. Einnig er þess getið að þegar Warren nefndin yfirheyrði Hoov- er og starfsmann hans Hosty þá sóru báðir að viðlögðum eiði að þeir hefðu enga ástæðu til að ætla að Osvald væri sekur um ofbeldi. Engu að siður úrskurðaði nefndin Osvald sekan um morðiðá Kenn- edy. Olli dauða 25 manna Um þessar mundir stendur yfir i Bæheimi i Vestur Þýskalandi meiriháttar heræfing. Heræfingin stendur yfir i námunda við þorpið Bogen, sem telur um 400 ibúa. Nokkru áður en hermennirnir komu á vettvang héldu þorpsbúar iund og var þá samþykkt að ung- meyjar þorpsins skyldu allar halda sig innan dyra. Frétta- maður sem var þarna á ferð lét i ljós furðu sina á þvi að sjá engar stúlkur á götunum og er hann spurði hvað þær hefðust að var honum sagt að þær prjónuðu. Hvirfilvindurinn Eloise stefnir nú frá Puerto Rico eftir að hafa valdið dauða 25 manna og tug- milljóna tjóni á mann- virkjum. Um 5000 manns hafa misst heimili sin i hvirfilbylnum sem er sá fimmti á þessu regn- timabili. Veðurstoiur i Venesuela segja að vindurinn hafi náð allt að 150 km hraða á klst. og áhrifa hans kunni að gæta á Kúbu, i Dóminikanska lýðveldinu og á Bahamaeyjum. 10 manns hafa þegar látist i flóðbylgjunni sem fylgir i kjölfar fellibylsins og a.m.k. 10 annarra er saknað. Flóðbylgjan er sú stærsta sem komiðhefur i áratug og hefur hún valdið alvaregu ástandi á suður- hluta eyjanna. Olían á að hækka um 10% Efnahagsmálaráðherra Vene- suela sagði i dag að rikisstjórn sin myndi standa fast á þeirri á- kvörðun sinni að hækka verð á hráoliu um 10% frá og með októ- berbyrjun. Þegar hann var beðinn að segja álit sitt á ummælum Kissingers um að nýtt oliuverð kynni að setja sambúð Bandarikjanna og oliu- framleiðslurikjanna i hættu sagði hann: Auövitað tökum við það al- varlega sem hinir amerisku vinir okkar segja en það mun þó ekki letja okkur i baráttunni fyrir sanngjörnu oliuverði.” Aðspurður um afleiðingar verðhækkunar sagði ráðherrann: ,,Við skulum sjá hvað setur þegar sú staðreynd blasir við að OPEC Samband oliuframleiðslurikja hefur hækk- að verð á óunninni oliu frá og með byrjun næsta mánaðar.” Alþýðublaðið 4 Fimmtudagur 18. september 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.