Alþýðublaðið - 18.09.1975, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 18.09.1975, Qupperneq 9
íþróttir Nýr gras- völlur FH Loksins hafa FH-ingar náð þeim áfanga að hafa knatt- spyrnugrasvöll til að keppa og æfa á. Eftir svitadropa margra ára starfs, þar sem skipst hafa á skin og skúrir, náðu FH-ingar að ljúka gerð grasvallar i Kapla- krika siðasta laugardag. Var siðasta hönd lögð á verkið á laugardag, og var það gert að við- stöddu fjölmenni. Voru þar sam- ankomnir bæjarfulltrúar i Hafn- arfirði, forystumenn FH og gaml- ir og ungir velunnarar FH. Grasvöllurinn, sem verður tek- inn i gagnið næsta vor er 110x75 m, sem er stærsta leyfilega stærð fyrir alþjóðlega- og millirikja- knattspyrnuleiki og mót. Er völl- urinn litlu sunnar en malarvöllur FH-inga i Kaplakrika, og er lega hans mjög ákjósanleg frá náttúr- unnar hendi. Liggur hann lágt, nær umkringdur hrauni á alla vegu, og áhorfendapallar, sem risa eiga fyrir næsta vor og verða fyrir 4000 manns, verða byggðir á sterkum berggrunni. Framtiðaráform FH-inga við gerð svæðisins i' Kaplakrika bera vott um framsýni og hugdirfð. Þarna eiga eftir að risa félags- heimili, æfingaveilir fyrir knatt- spymu, handknattleik og fleiri iþróttagreinar. Með tilkomu þessa nýja gras- vallar, verður æfinga- og keppn- isaðstaða FH-inga allt önnur en verið hefur, og verða FH-ingar örugglega erfiðir heim að sækja i 1. deildinni á næsta ári. Úrslit í Evrópu Úrslit i Evrópuleikjum i gærkveldi, Evrópukeppni meistaraiiða: Bayern Munchen-Jeunesse D’Esch Luxemburg 5:0 Real Madrid-Dynamo Rumenia 4:0 Chorrow Póllandi-Pallaseura Finnlandi 5:0 Linfield N. Irlandi-PSV Eindhoven Hollandi 1:2 CSK Sofia Bulgariu-Juventus Italiu 2:1 Malmö FF Sviþjóð-FC Magdeburg A-Þýskalandi 2:1 Olympiakos-Grikklandi-Dinamo Kiev Sovét. 2:2 Ujpest Dozaa Ungverjalandi-Fc Zurich Sviss 4:0 KB. Danmörku-St. Etienne Frakklandi 0:2 Rangers Skotlandi-Bohemians Irlandi 4:1 Borussia Möncengladbach-Wacker Insbruck Austurriki 1:1 Molenbeek Belgiu-Viking Noregi 3:2 Evrópukeppni bikarhafa; Frankfurt-Coleraine N-lrlandi 5:1 Floriana Valletta Malta-Hajduk Split Júgoslaviu 0:5 Panathinaikos Grikkl.-Zwickau A.-Þýskalandi 0:0 Arat Yerevan Sovét.-Anorthosis Kýpur 9:0 Home Farm Írlandi-Rc Lens Frakklandi 1:1 Rapid Bucharest Rúmenia-Anderlecht 1:0 Lahden Reipas Finnlandi-West Ham 2:2 Banja Luka Júgóslavia-Rumelange Lux 9:0 Besiktas Tyrkl.-Liorentina Italiu 0:3 Wrexham-Djurgarden 2:1 Slovan Bratislava Tékksl.-Derby Conty 1:0 Skeid Oslo-Rzeszow Pol. 1:4 Graz Austurriki-Slavia Bulgariu 3:1 Vejl-FC Haag Holl. 0:2 Fc Basel-Altetico Madrid 1:2 UEFA bikarinn: Glentoran Írlandi-Ajax 1:6 Poak Grikkl.-Barcelone 1:0 Grasshoppers-San Sebastian Spáni 3:3 Molde Noregi-Vaexjoe Sviþjóð 1:0 Tirgen Rumenia-Dinamó Dresten A-Þýskal. 2:2. Craiova Rúm.-Red Star Júgóslaviu 1:3 Dukla Prauge-Honved Ungverjalandi 1:2 Torpedo Moskva-Napoli 4:1 Odess5Laxio Roma 1:0 Novi Júgósl.-AEK Aþena 0:0 Linz Austurriki-Vasas Ungverjalandi 2:0 Hibernian-Liverpool 1:0 Everton-AV Milan 0:0 Rapid Vienna-Galatasary Tyrkl. 1:0 As Roma-Dunav. Bulgariu 2:0 Koln-B 1903 2:0 ZEiss Jena A. Þýskal.-Marseille Frakkl. 3:0 AIK Sviþjóð-Spartak Moskva 1:0 Holbæk-Milec Pól. 0:1. Gais Sviþjóð-Weoclaw Pól. 2:1 Hertha Herlin-Hkj Finnl. 4:1 Antverpen-Aston Villa 4:1 Yong Boys Berne-Hamburg sv. 0:0 Haladas Ungverjalandi Valette Mata 7:0 Reyenoord-Ipswich 1:2 Aukaleikir i 2 umferð enska deildabikarsins fóru þannig: Exeter City-Torquay 1:2 Oxford-Carlton 1:1 Leicester-Portsmouth 1:0 Man City-Norwich 2:2 'GETRAUNIRNAR’ Áttunda umferð ensku knact- spyrnunnar verður leikin á laugardaginn. Þessi umferð er jafnframt 5. leikvika islenskra getrauna. Eins og við höfum lof- að, verður blaðið með fastan þátt um getraunaspjall i vetur. Arsenal — Everton 1. Það eru aðeins um tiu dagar siðan þessi lið léku saman á Goodison Park I Liverpool. Sá leikur var i 2. umferð deildar- bikarsins og lauk honum með jafntefli, 2:2. Leikmenn Arsenal hljóta að hafa verið ánægðir með þau úrslit og geri ég þvi ráð fyrir að þeir sigri Liverpoolliðið & Highbury i London á laugar- daginn. Bæði liðin áttu ágætan leik i siðustu viku, þó svo að Arsenal hafi tapað fyrir Aston Villa. En að sögn iþróttafrétta- ritara var Arsenal betra liðið. Everton vann góðan sigur yfir Newcastle, en Tyneliðið var þá afspyrnu lélegt, eins og oft vill verða hjá þeim inn á milli, aðal- lega þó á útivelli. Sem sagt Arsenal vinnur, en þó er ekki lokum fyrir það skotið að Ever- ton merji jafntefli. Birmingham — Burnley X Birmingham-liðið hefur ávallt verið mjög neðarlega i 1. deild, siðan þeir komust upp i hana ár- ið 1972, og verður liklega einnig svo á þessu ári. Þeir hafa marga ágætisleikmenn á sinum snærum en virðist vanta ein- hvern neista til að ná betri ár- angri. Burnley er ágætis lið og sennilega nokkuð betra en and- stæðingar þeirra i þessum jleik, en heimavöllur hefur mikið að segja, einkum þó fyrir Birming- ham, sem hefur mjög fylgi- spaka áhangendur, sem mikið láta til sin heyra. Jafntefli eru liklegustu úrslitin, þó sigurinn gæti ient hjá báðum. Coventry — Stoke X Coventry liðinu hefur gengið mun betur það sem af er keppn- istimabilinu, en nokkurn óraði fyrir i upphafi. Kannski það sé af þvi að hinn gamli fyrirliði og framkvæmdastjóri liðsins, Jimmy Hill, er aftur kominn til Tekur West Ham for- ystuna í Englandi? þeirra, nú i stjórn félagsins. Hill þessi er þekktur knattspyrnu- iþróttafréttamaður i Englandi. Hann kom Coventry upp i 1. deild 1967. Hill lék á Laugar- dalsvellinum, þegar Coventry kom hingað i boði KR. Stoke vann siðan sigur yfir Leeds á laugardaginn og hlýtur þetta ágæta lið að fara að hressast, enda var búist við miklu af þeim i upphafi keppnistimabilsins. Jafntefli eru likleg úrslit þótt leikurinn geti farið alla vega. Derby— Manchester City 1. Það hlýtur að vera auðvelt að geta sér til um úrslit þessa leiks. Það er ekki venjan hjá Man- chester City, þrátt fyr'ir það að þeir eigi nokkra af bestu knatt- spyrnumönnum Bretlands inn- an sinna vébanda, að tapa á úti- velli, en vinna á heimavelli. Alla vega verður varla breyting á þessari reglu hjá þeim gegn meisturunum Derby, þóttsvo að það hljóti að koma að þvi að þeir fari að hala inn stig á útivelli. Leeds — Tottenham 1 Tottenham liðið er betra en þessi 4 stig, sem þeir hafa, segja til um. Þeir hafa nær alltaf tap- að leikjum sinum, sem af eru, með einu marki, og þrisvar orð- ið sama markatalan, 3:2. Þeir bæta varla neinu af stigum við sig gegn Leeds, sem eru góðir að vanda, en ekki þó eins góðir og þeir hafa oft verið. Totten- hamliðið verður liklega nokkuð neðarlega i ár, þótt þeir sleppi sennilega við fallið niður i 2. deild. Liðið er I mótun hjá fram- kvæmdastjóranum Terry Neill og hann verður að fá tima til að endurnýja. Liverpool — Aston Villa 1 Liverpoolliðið hlýtur að sigra i þessum leik gegn nýliðunum Aston Villa. Eins og áður hefur verið getið i þessum þáttum teljum við liklegt að Villa hljóti megnið af stigum sinum á heimavelli. Þeir hafa yfir ágætis mannskap að ráða en þeir eiga varla möguleika gegn þekktum og snjöllum leikmönn- um hafnarborgarliðsins. Manchester United — Ipswich X Manchester United er nokkuð gott lið um þessar mundir, en ekki nógu gott til þess að vera á toppnum i vor. Ipswich er lik- lega betra lið en United, en heimavöllur Manchesterliðsins bjargar þeim i jafntefli, þó svo að Ipswich verði án enska landsliðsmannsins David John- son. Það eru liklega margir, sem ekki eru sammála mér um það að Ipswich sé betra lið, etí ég álit að fæstir geri sér grein fyrir, i raun og veru, hversu gott og skemmtilegt lið Anglia-liðið er. Jafntefli er liklega best. Middlesbrough — Q.P.R. X Þó svo að „Boro” hafi tapað stórt fyrir Manchester City um siðustu helgi, má ekki alveg halda að þeir séu skildupundtar fyrir hin liðin. Þeir eru aftur á móti mjög gott lið á heimavelli og berjast eins og tigrisdýr þar. Eftir leik „Boro” á laugardag- inn gaf Jackie Charlton út þá yfirlýsingu, að ef lið hans fengi ekki áhorfendur meir á bak við lið sitt, segði hann fram- kvæmdastjórastarfinu hjá fé- laginu lausu. Vegna þessara orða býstég við að „Boro” verði i sérstökum ham á laugardag- inn, sem ætti jafnvel að geta gefið þeim sigur gegn einu besta íiði Englands i dag, Q.P.R. Jafntefli eru þó likleg úrslit. Newcastle — Wolves 1 Newcastle hlýtur að vinna þennan leik á St. James Park, þvi að áliti margra iþrótta- fréttaritara i Englandi er Wolvesliðið i öldudal og ekki til stórræðna i vetur. Newcastlelið- ið er gott lið, en getur þó brugð- ist til beggja vona. Þvi miður fyrir áhangendur þeirra. New- castle ætti að sigra þennan leik nokkuð örugglega. Norwich — Leicester 1 eða X Norwichliðið er sennilega nokkuð betra en menn héldu að það yrði i upphafi keppnistíma- bilsins. Þeir hafa mjög góða framherja auk þess, sem Martin Peters virðist vera i góðu formi núna. Það er senni- legt að þeir sigri Leicester, en þó er sá möguleiki fyrir hendi að miðlandaliðið nái jafntefli, þvi þeir hafa einnig góða framlinu, eins og West Ham komst að raun um siðasta laugardag. West Ham — Sheffield United 1 Það fer nú varla milli mála að West Ham vinni þennan leik, eða ætti að gera það samkvæmt árangri liðanna á þessu keppn- istimabili. Hull City — Fulham X Fulham er talið eitt af bestu liðum 2. deildar, en Hull City er einnig þokkalegt lið og nægir heimavöllur liklega til jafntefl- is. 5. Getraunaseðill: 20. sept. 1975. Heima úti 70 71 72 73 74 75 T V J Arsenal-Everton J V T 1-0 4-0 1-1 1-0 1-0 0-2 T T J Birmingham-Burnley T J T - - 2-0 - 2-2 1-1 J V J Coventry-Stoke V J T 1-3 1-0 1-1 2-1 2-0 2-0 T V V Derby-Manch. City T T T 0-1 0-0 3-1 1-0 1-0 2-1 V T V Leeds-Tottenham T T T 3-1 1-2 1-1 2-1 1-1 2-1 J V V Liverpool-Aston V. J T T - - - V J V Manch. Utd.-lpswich J T T 2-1 3-2 1-0 1-2 2-0 - J V V Newcastle-Wolves J T T 1-1 3-2 2-0 2-1 2-0 0-0 J V V Norwich-Leicester J T J 3-0 2-2 - 1-1 1-0 - V V V West Ham-Shett. Utd. T T T - - 1-2 3-1 2-2 1-2 V V V Hull-Fulham J T V - 4-0 2-2 2-0 2-1 o Fimmtudagur 18. september 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.