Alþýðublaðið - 19.09.1975, Síða 1

Alþýðublaðið - 19.09.1975, Síða 1
alþýdu I 182. TBL. - 1975 - 56. ARG. Stefnuljós Hörður Zóphaníasson skrifar um atvinnulýðræði FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER Ritstjórn Siöumúla II - Sfmi 81866 SJA BLS. BRIDGE bls. 8 iw . > *f á * * NEYTENDASIÐA i opnu blaðsins ASÍ biðurum uppsögn kjarasamninganna „Verðbólgan eyddi öllu” —'Við vonumst eftir þvi að i þeim kjarasamningum sem framundan eru náist allsherjar- samstaða innan verkalýðshreyf- ingarinnar um þær kröfur sem fram verða bornar. Auk þeirra er kjörnir eru i miðstjórn ASI sátu fundinn formenn landssambanda sem ekki eiga aðild að miðstjórn- inni. Tilmæli um uppsögn kjara- samninga fyrir 1. des. voru samþykkt með öllum atkvæð- um", sagði Björn Jónsson forseti ASl i samtali við Alþýðublaðið i gærkvöldi. Hann kvað þennan fund gefa visbendingu um að nú tækist að ná samstöðu allra sambands- félaga ASl þegar gengið verður til samninga um áramótin. Siðast stóðu nokkur félög utan við samn- ingagerð Alþýðusambandsins, þótt allflest ættu aðild að henni. Björn Jónsson sagði, að boðað yrði til kjaramálaráðstefnu aðildarsamtakanna ekki siðar en i nóvember. Fram að þeim tima yrði timinn rækilega notaður til að undirbúa ráðstefnuna, og félög, svæðasambönd og land- sambönd myndu halda fundi. — Rikisstjórninni hefur mistekist að hafa hemil á verð- Teygjubyssu- faraldur á Akranesi Lögreglan á Akranesi á fullt i fangi með að hemja börn og ung- linga, sem hafa undir höndum teygjubyssur eða skotfæri i lik- ingu við það. Að undanförnu hefur hver rúðan af annarri verið brotin á Akranesi af völdum þessara stórhættulegu verkfæra og lög- reglan er ráðþrota. Krafturinn, sem þessi verkfæri gefa, er geysilegur, og að sögn lögreglunnar likist það oft um- merkjum eftir byssuskot, þegar rúða hefur verið brotin með þess- ari gúmmibyssu. Slikur er kraft- Framhald á 11. siðu. bólgunni og hefur hún nú eitt öll- um þeim ávinningi sem náðist í kjarasamningum fyrr á árinu, sagði Björn. 1 frétt frá miðstjórn ASl um fundinn i gær segir, að þar sem verbólgan haldi enn áfram „án þess að viðhlftandi viðnám sé veitt af stjórnvöldum, litur miðstjórnin á allsherjaruppsögn kjarasamninganna sem fyrsta skerf til þess að mynduð verði öflug samstaða allrar verkalýðs- hreyfingarinnar til baráttu gegn verðbólgunni og þeirri geigvæn- legu kjaraskerðingu, sem af henni hefur leitt og mun leiða, ef ekki verðu nú þegar um gagn- gerða stefnubreytingu að ræða i efnahagsmálum og kjaramál- um”. Þá segir ennfremur að það sé álit miðstjórnarinnar, að verka- lýðshreyfingin geti þvi aðeins vænst viðunandi árangurs i baráttunni semframundan sé, að hún mæti atvinnurekendum og rikisvaldi sem órjúfanleg heild með sameiginlega stefnu og markmið. A kjaramálaráðstefn- unni verði endanlega gengið frá samræmdri kröfugerð samtakanna. Stefnt verði að þvl að fullreyna á áramótum hvort samningar geti tekist án verk- fallsátaka. Björn Jónsson Á Ármannsfell íbúðir aflögu? A sama tima og Byggingarfé- laginu Ármannsfelli hf. hefur verið úthlutað lóð undir fjöl- Húsið Espigerði 2. býlishús á félagið óseldar ibúðir i háhýsi sem það byggði að Espigerði 2. Eftir þvi sem Alþýðublaðið kemst næst er það félaginu ekki neitt keppikefli að selja þessar ibúðir þar sem þær er ekki að finna á hinum al- menna fasteignamarkaði. Hins vegar var öðrum bygg- ingarfélögum ekki gefinn kostur á að sækja um þá lóð sem Ármannsfell fékk eftir mjög óvenjulegum leiðum, svo ekki sé meira sagt, og rakið hefur verið hér i blaðinu. Hlutafélagið Armannsefll byggði háhýsið Espigerði 2 og hóf sölu á íbúðum i húsinu með- an það var i byggingu. Salan mun ekki hafa gengið sérstak- lega vel, en farið var að afhenda ibúðir um s.l. áramót. Kaupend- ur munu hafa tekið við ibúðun- um þannig að öll sameign væri frágengin svo og lóð og innvegg- ir pússaðir. Ármannsfell hf hafði ibúðir að Espigerði 2 á söluskrá hjá fasteignasölum borgarinnar þar til i vor að þeim var kippt út úr sölu. Ekki eru allar ibúðir húss- ins seldar en þrátt fyrir það er þær ekki að finna á söluskrám fasteignasala eftir þvi sem blaðið kemst næst og ekki hafa þær verið auglýstar til sölu af félaginu sjálfu. 1 tvo daga hefur Alþýðublaðið reynt án árangurs að ná tali aí framkvæmdastjóra Ármanns- fells, Ármanni Erni Armanns- syni. A skrifstofu félagsins reyndist ekki unnt að fá neinar upplýsingar um óseldar Ibúðir að Espigerði 2. Hraðfrysti- stöðin hvíld til áramóta Hraðfrystistöðin i Reykjavik hf., sem er i eigu Einars Sigurðs- sonar stórútgerðarmanns, hefur ekki verið starfrækt I rúmt ár, nema hvað fryst var smávægilegt magn af loðnu, siðastliðinn vetur. Verið er að endurbæta húsið, sem var að hruni komið. Ástæðan fyrir þessum langa tima, sem tekur að lagfæra húsið, er aðallega peningaleysi, sagði Sig- urður Einarsson. Þóviðgerðirá húsinu séu svo til búnar, kvaðst Sigurður ekki búast við að Hrað- frystistöðin tæki til starfa fyrr en um næstu áramót. Athygli skal vakin á þvi að nótaveiðiskipið Sigurður, sem er i eigu Einars, getur ekki landað loðnu til frystingar, þar sem lest- ar skipsins eru tanklestar, sem gera loðnuna óhæfa til frystingar. Flest okkar stærri loðnuskip eru með þannig lestar, enda landa þau helst ekki loðnu til frystingar. Óbreytt stjórn á Kastljósinu Á fundi útvarpsráðs i fyrradag var ákveðið að umsjón frétta- skýringaþáttarins Kastljóss yrði með sama hætti og var i fyrra. Það eru þeir fréttamenn sjón- varpsins, sem fást við innlendar, fréttir, sem munu hafa umsjón með þáttunum en fá aðra til liðs við sig, til að fást við einstök mál- efni. Beindi útvarpsráð þeim til- mælum til umsjónarmannanna, að þeir leituðu til sem flestra um aðstoð. Jens Evensen, hafréttarmálaráðherra Noregs: Getum ekki varið 200 mílur Hafréttarráðherra Noregs, Jens Evensen, sagði i ræðu á dög- unum, að einhliða ákvörðun um útfærslu norsku fiskveiðiland- helginnar yrði ekki tekin fyrr en eftir nána yfirvegun. Raunar Byrjum við að kaupa norska olíu um næstu áramót? Eftir næstuáramót má eiga von á þvi, að íslendingar fari að kaupa oliu af Norðmönnum, en eins og kunnugt er, hafa Islend- ingar keypt mest alla sina oliu af Rússum fram til þessa. Norð- menn eru reiðubúnir til þess að tryggja okkur alla þá olíu, sem Norðmenn bjóða aðstoð við að leysa verðbólguvandann Hvernig eiga Islendingar að draga úr verðbólgunni? Þessi spuming var meðal umræðuefna á fundi Geirs Hallgrimssonar og Tryggve Bratteli i gærmorgun. Meðal lausna, sem til greina komu, var að fjölga atvinnugrein- um á Islandi. Norðmenn munu bjóða íslendingum alla aðstoð við slikt, en form þeirrar aðstoðar verður rætt siðar. Þá töldu ráðherrarnir æskilegt, að Islendingar fengju nú strax að kynnast af eigin raun vinnslu oliu af hafsbotni. Það verður þvi lögð áhersla á að tslendingar fái að senda menn til þess að læra þessa tækni af Norðmönnum. við þurfum á að halda, á gildandi heimsmarkaðsverði á hverjum tima. Þetta kom fram á fundi Geirs Hallgrimssonar og Tryggve Bratteli i gærmorgun. I veis.lu, sem norska rikis- stjómin hélt Geir Hallgrimssyni og fylgdarliði hans i fyrrakvöld lagði forsætisráðherra Noregs, Tryggve Bratteli, áherslu á mikilvægi þess, að Islendingar og Norðmenn héldu áfram þátttöku sinni i NATO. Á viðræðufundum forsætisráð- herranna hafa setið, auk þeirra, Knut Frydenlund, utanrikisráð- herra, Bjartmar Gerde, ráðherra um Norðurlandamálefni, Agnar Kl. Jónsson, sendiherra og Guð- mundur Benediktsson, ráðuneyt- isstjóri. kæmi einhliða útfærsla ekki til greina nema þvi aðeins að fyrirhugaðar samkomulagsvið- ræður reyndust árangurslausar með öllu. Norska rikisstjórnin leggur sem fyrr áherslu á að ákvörðun um 200 milna auðlindalögsögu verði tekin á hafréttarráðstefn- unni i Genf. Jens Evensen sagði, að möguleikum til útfærslu fisk- veiðilögsögunnar i 50 miiur yrði haldið opnum. Stórþingið hefði ekki breytt um ákvörðun i þeim efnum. En fyrst yrði reynt að komast að samkomulagi um 200 milna auðlindalögsögu við þær þjóðir er hlut ættu að máli. Ráðherrann sagði það útilokað fyrir Norðmenn að verja 2Ö0 milna auðlindalögsögu án samkomulags við aðrar þjóðir. Jafnframt sagði hann það ekkert launungarmál að fyrirhugaðar viðræður yrðu erfiðar. Ætti það ekki sist við um viðræður við Rússa um Barentshai, en Norð- menn leggðu áherslu á að fara að öllu með gát i þeim viðræðum. Öldruðum íbúum Kópavogs er boðin ókeypis læknisskoðun „Allir þeir ibúar Kópavogs- bæjar, sem náð hafa 67 ára aldri eiga þess kost að gangast undir læknisskoðun ókeypis, og sé þörf á frekari rannsóknum eru þær gerðar þessu fólki að kostnaðar- lausu. Það er Sjúkrasamlag Kópavogs, sem haft hefur for- göngu i þessu máli”, sagði Guðsteinn Þengilsson læknir i viðtali I gær. „Hérlendis hefur aldrei farið fram könnun á aðbúnaði og heilsu aldraðra, svo mér sé kunnugt. Að visu gerðu menntaskólanemar á Akureyri könnun á félagslegri að- búð aldraðra þar i bæ fyrir nokkr- um árum, en ég held að sú könnun hafi ekki náð til heilsufarsins.” Þessi könnun, sem nýlega er farin af stað nær til bæði andlegs og likamlegs ástands auk þess sem kannað er húsnæðið, sem fólkið býr i, hvort þörf sé á heimilishjálp eða hjúkrun. „Ég hef heyrt að sumir áliti að ekki eigi allir kost á þessari Framhald á 11. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.