Alþýðublaðið - 19.09.1975, Side 3

Alþýðublaðið - 19.09.1975, Side 3
Stefnuliós Hörður Zóphaníasson skrifar o Til atvinnulýðræðis á vegum jafnaðarstefnu Það hefur löngum verið sagt, að pening- amir séu afl þeirra hluta, sem gera skal. Þjóð, sem vill teljast sjálfstæð og sjálfri sér ráðandi, verður að sýna og sanna bæði sjálfri sér og öðrum, að fjárhagslega sé hiín ekki öðrum háð. Slikur er máttur fjármagnsins i daglegu lifi þjóða og ein- staklinga. Lýðræðinu er svipað farið og sjálfstæðinu. Það er þvi aðeins raunhæft að það nái bæði til fjármagnsins og fyrir- tækjanna, en ekki aðeins til alþingis- og sveitarstjórnarkosninga. Þess vegna er það að umræðan um atvinnulýðræði verður æ almennari og breiðit út land úr landi. Verðugur er verkamaðurinn launanna. Um það ætti ekki að þurfa að deila. Það er lika staðreynd, sem ekki er hægt að ganga fram hjá, að það er vinnan, sem skapar verðmætin. Þeir, sem skila þeirri vinnu, eru þvi raunverulegir eigendur verðmæt- anna. Þjóðfélagið á með lögum sinum og reglum að sjá um það, að þessi verðmæti skiptist iréttu hlutfalli við vinnuna á milli þeirra, sem hverju sinni vinna að ákveð- inni verðmætamyndun. Það er bæði óeðlilegt og rangt, þegar einn maður tekur sér um aldur og ævi öll völd og ráð um rekstur og viðgang stórra fyrirtækja, þar sem fjöldi manna hefur atvinnu og á kannski alla sina afkomu og lifsvon undir ákvörðunum og duttlungum þess, sem skráður er eigandi fyrirtækis- ins. Þarna eiga svo margir svo mikið i húfi, að ekki er hægt að réttlæta það, að einhver sjálfskipaður aðili sé einráður i skjóli peninga, sem hann sjaldnast á þó sjálfur. Hvað sjáum við, ef við litum i kring um okkur i islensku þjóðfélagi? Við sjáum stórútgerðarmenn, þó með mismunandi mikil umsvif. Þeir eru skráðir eigendur skipa sinna, bæði báta og togara og hafa þess vegna bæði f járráð og völd. En hverjir hafa lagt til fjármun- ina í skipin? Þau eru að langmestu leyti keypt fyrirlánsfé. Og hver lánar féð? Það gera sparifjáreigendur, almenningur i landinu og sjóðir, sem fá fé sitt frá vinnu- framlagi sjómanna. Við sjáum frystihús og fiskvinnslu- stöðvar. Þeim ráða skráðir eigendur. Hvaðan kemur þeim f jármagn til umsvifa sinna? Að langmestu leyti frá ýmsum lánastofnunum, þ.e. frá sparifjáreigend- um, frá almenningi i landinu. Við sjáum stor og afkastamikil iðnfyrir- tæki. Þeir sem eru skráðir eigendur þeirra stjórna þeim. Hvaðan fá þessi fyr- irtæki fjármagn sitt? Að langmestu leyti frá lánastofnunum, frá sparifjáreigend- um, frá almeningi i landinu. Og þannig mætti lengi telja, þvi að dæmin eru óteljandi. Af þessu má glöggt sjá, að raunveruleg- ir eigendur fjölda fyrirtækja og stofnana eru sparifjáreigendur, almenningur i landinu. En hins vegar hafa nokkrir ein- staklingar tekið sér fyrir hendur að nota þetta fé að eigin geðþótta og fengið með þvi óeðlilega mikil áhrif og völd. Þessu þarf að breyta. Lýðræðið á heima i heimi peninganna ekkert siður en annars stað- ar. Lýðræðiö þarf að halda innreið sina á vinnustaðina. Það getur gerst með ýmsu móti. Samstarfsnefndir, sem kosnar eru.af starfsfólki hvers vinnustaðar, eru þegar sums staðar fyrir hendi, en ættu að vera hvarvetna. Þessar samstarfsnefndir starfa með stjórnum fyrirtækjanna, koma með góð ráö um rekstur og vinnutilhögun og fylgjast meö þvi hvernig fyrirtæk-. inu vegnar. Samstarfsnefndirnar eru fyrst og fremst ráðgefandi gagnvart stjórnum fyrirtækjanna og upplýsingar- aðili starfsfólksins um vöxt og viðgang fyrirtækisins. Með samstarfsnefndum er stigið eitt spor áfram i áttina til atvinnu- lýðræðis. Það væri bæði eðlilegt og skynsamlegtý' að starfsfólk hinna stærri fyrirtækja kysi árlega einn eða fleiri fulltrúa i stjórn fyr- irtækisins og eignaðist á þann hátt hlut- deild i ákvörðunum um starfsemi þess og rekstur. Þetta ætti að stuðla að gagn- kvæmum skilningi starfsfólks og stjórnar og tryggja betur hagsmuni heildarinnar. Það yrði annað spor i áttina til atvinnu- lýðræðis. Ýmsir hafa áhyggjur af þvi, að vinnu- krafturinn, þ.e. starfsfólkið, taki of mikið fé frá atvinnuvegunum, fyrirtækin beri sig ekki. Hugsanlegt væri, að einhver pró- senttala af sanngjörnum launum eða launahækkunum starfsfólks væru greidd með hlutabréfum i viðkomandi fyrirtæki þannig, að smátt og smátt eignaðist starfsfólkið allnokkurn hlut i þeim fyrir- tækjum, sem það starfaði við, en eigna- hlutdeild þess hlyti að fylgja samsvarandi hlutdeild i stjórn og stefnu fyrirtækisins. Þetta væri enn eitt spor i áttina til at- vinnulýðræðis og jafnaðarstefnu. Nágrannaþjóðir okkar eru þegar farnar að huga alvarlega að þessum málum. Þær eru farnar að framkvæma hugmyndir svipaðar þessum, sem um er getið hér aö framan. Við verðum lika að halda vöku okkar og leggja af stað á vegum jafnaðar- stefnu i áttina til atvinnulýðræðis. Hörður Zóphaniasson A C> f réttabráðurinn Dagsími til kl. 20: 81866 Kvöldsími 81976 Skólarnir síga í gang „Skólarnir hjá okkur eru allir teknir til starfa”, sagði Helgi Jónasson, fræðslustjóri i Hafnar- firði^ við blaðið. ,,Við tókum yngstu bekkina fyrir utan for- skóladeildirnar inn 1. og 2, sept- ember, siðan 11—12 ára börnin og unglingadeildir hófu störf þann 15. Lestina ráku svo 6 ára börnin, sem tekin voru inn daginn eftir, þann 16.”. ,,1 Kópavogi voru tveir barna- skólanna settir þann 1. sept. en nemendur mættu 5.”, sagði Andrés Kristjánsson fræðslu- stjóri. Nemendur Digranesskóla og Kópavogsskóla mættu hinsvegar ekki fyrr en 8. og 9., þar eð hús- næðið var ekki tilbúið fyrr. Gagn- fræðaskólar bæjarins voru settir þann 10., en nemendur mættu til kennslu þann 15. 1 báðum skólum starfa nú 5 bekkir og auk þess 6. bekkur i Vighólaskóla.” Blaðið leitaði fregna um skóla- upphaf i Rvik, en ekki tókst að ná tali af skólafulltrúa, Ragnari Georgssyni. Skrifstofan taldi hinsvegar, að barnaskólarnir hefðu yfirleitt hafist á réttum tima, þann 1., en framhaldsskól- arnir þann 8., nema Lindargötu- skólinn þann 10. Dagur dýranna A sunnudaginn kemur, þann 21. september er dagur dýranna, sem haldinn er til fjáröflunar fyrir dýravernd á Islandi. Merki 1 gær var verið aö steypa aöra hæð á húsi Þjóöviljans viö Siðumúla. Enn sem komið er virðast þvi allar áætlanir standast um byggingu húss- ins, en að þvi mun stefnt að gera það fokhelt á árinu. Sambands dýraverndunarfélaga Islands mun verða selt i Reykja- vik og viða úti á landi, og kostar það aðeins 50 krónur. Stjórn S.D.l. vill beina þvi til landsmanna, að þótt þessi eini dagur sé kallaður „Dagur dýranna”, þá þýðir það ekki að alla aðra daga ársins megum við gleyma dýrunum, heldur eiga all- ir að sjá til þess að misrétti á dýr- um komi aldrei fyrir, i’ hvaða mynd sem er. Stjórn S.D. 1. von- ast til að flestir sjái sér fært að styðja málefnið með þvi að kaupa merkið. v- — «■*■»«— Magic-menn fyrir rétt í Noregi í fyrradag komu fyrir rétt i Noregi sex forsprakkar Holiday- Magic snyrtivörufyrirtækisins. Það var að forgöngu neytenda- samtakanna i Noregi, Danmörku og Sviþjóð, sem rannsókn var hafin á starfsemi þessa fyrirtækis i löndunum þremur. Sala fyrir- tækisins á snyrtivörunum var stöðvuð, gögnum var safnað og siðan tekin sú ákvörðun að hefja opinbert sakamál á hendur for- ráðamanna fyrirtækisins. Eins og fram hefur komið i fréttum hefur fyrirtæki þetta haslað sér völl hér á landi og hef- ur félag snyrtivörukaupmanna i Reykjavik og nágrenni óskað eft- ir rannsóknum á verslunarhátt- um fyrirtækisins hjá sýslumanns- embættunum á Akranesi, i Kópa- vogi og Hafnarfirði. Áður„öldungar” á Akureyri 1 Alþýðublaðinu var nýverið sagt, að með tilkomu „öldunga- deildarinnar” við Menntaskólann á Akureyri nú i haust væri það i fyrsta sinn, sem slikt nám væri hægt að stunda þar i bæ. Þetta er ekki rétt. Deild með námsefni Menntaskóla var starfrækt við Námsflokka Akureyrar i fyrra og luku nemendur deildarinnar ýmsum prófum. Forstöðumaður námsflokkanna er Bárður Halldórsson, Menntaskólakenn- ari á Akureyri. Sláturhússtjóri er Guömundur Magnússon sem verður 75 ára I haustog er þetta 50. áriö sem Guömundur stendur i sauöfjárslátrun. Alþýðublaðið spuröi Guömund aö þvi hvort hann hygöist halda áfram starfi sinu viö slátrun. „Já, heilsan er góö og ég held sko áfram meðan ég er stálhraustur i báöa enda. Ég hef undanfarin 20 til 30 ár slátrað sjálfur á milli 8 og 9 þúsund dilkum.” Um starfsemi Sláturhúss Hafnarfjarðar haföi Guðmundur Magnússon þetta að segja. „Ég hef 30 manns I vinnu meðan siátur- tiðin stendur yfir. Þetta er mikið til sami mannskapurinn, traustur og góður. Eftirspurninaeftir slátri tel ég að verði sist minni i ár en veriö hefur.” t fyrradag var byrjaö aö slátra i Sláturhúsi Hafnarfjaröar. Þar mun veröa slátraö um þaö bil 10 þús. dilkum, en slátraö veröur til 10. nóvember. Afkastageta sláturhússins er um 300 dilkar á dag. Leiðrétting 1 Alþýðublaðinu I gær var þaö sagt, að nýi Hjúkrunarskólinn annaðist alla kennslu ljósmæðra hér á landi. Þetta er rangt. Ljósmæðraskóli hefur verið starfræktur hér á landi siðan árið 1930. Hlutað- eigandi eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. „Ekki beint gegn ykkur” Samþykktir siðasta aðalfundar Stéttarsambands bænda hafa valdið talsverðum úlfaþyt og hafa m.a. stjórnir Verkamannasam- bandsins og Landssamband iðn- verkafólks gert athugasemdir við samþykktir Stéttarsambandsins. Stjórn Stéttarsambandsins hef- ur af þessu tilefni sent frá sér athugasemd. Þar segir, að engri samþykkt sambandsins hafi verið beint gegn hagsmunum launþega. Tekið er fram, að á undanförnum árum hafi oftast orðið fullt samkomulag i sexmannanefnd- inni um verðlagningu landbún- aðarvara og svo hafi einnig verið nú i haust. „Samkvæmt núgildandi lögum skal verðlagning búvara við það miðuð að bændur fái sambærileg laun við verkamenn og iðnaðar- menn. Uppi hafa verið ákveðnar kröfur um það, að, að bændur yrðu sviptir þessum rétti til launaviðmiðunar, en bændur hafa talið hann vera grundvallaratriði verðlagslöggjafarinnar” segir orðrétt i athugasemd Stéttarsam- bandsins. Ennfremur tekur stjórn sambandsins fram, að i reynd hafi bændur ekki náð sömu tekjum og viðmiðunarstéttirnar. Stjórn Stéttarsambandsins harmar siðan „að ýmsar umræð- ur i fjölmiðlum og villandi upp- lýsingar um landbúnaðinn og verðlagsmál landbúnaðarvara skuli hafa vakið þá tortryggni og þann misskilning, sem birtist i áðurnefndum samþykktum.” Vilja banna íslenska kjötið Færeyskir bændur eru farnir að hafa þungar áhyggjur vegna innflutnings á islensku dilkakjöti. Eins og Alþýðublaðið skýrði frá fyrir skömmu selur Sambandið 6—700 lestir af nýslátruðu dilka- kjöti til Færeyja á hverju hausti. Kjötið kemur þar i verslanir um svipað leyti og bændur i Færeyjum slátra sauðum sinum og er sauðakjötið dýrara en inn- flutta lambakjötið frá okkur. Yfir þessu eru þarlendir bændur held- ur óhressir og hafa heyrst raddir um að banna ætti innflutning á kjöti frá íslandi á haustin og vilja sumir að bannið verði lagt á nú þegar. Án Bessa til áramóta „Ég er mjög spenntur fyrir þessari ferð, enda hef ég aldrei áður komist út fyrir landsteinana á þeim tima sem leikhúsin úti eru i gangi”, sagði Bessi Bjarnason leikari i samtali við Alþýðublaðið. 1 fyrra fékk Bessi styrk frá Norska leikhúsinu til tveggja mánaða utanferðar. Styrkur þessi var veittur i tilefni 1100 ára afmælisins, en vegna anna tókst Bessa ekki að notfæra sér hann fyrr en nú. Nú verða Þjóðleikhússgestir að vera án Bessa fram til áramóta og Leikfélag Reykjavikur hraðar nú sýningum á Húrra krakki þvi 12. október ætlar Bessi að halda af stað. „Það verður gaman að lita á þetta. Ætli ég byrji ekki i Ósló, fari siðan til Bergen, Stokkhólms og fleiri staða og endi svo i Lond- on”, sagði Bessi að lokum. Alþýðublaðið Föstudagur 19. september 1975.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.