Alþýðublaðið - 19.09.1975, Page 8

Alþýðublaðið - 19.09.1975, Page 8
MINNINGARORÐ Aki Jakobsson, fyrrverandi Aki Jakobsson, fyrrum at- vinnumálaráðherra, hefur kvatt okkur fyrir aldur fram, og verður hann jarðsunginn í dag. Hann hafði um árabil tekið lit- inn þátt í opinberu lifi og helgað sig lögfræðistörfum. lJ>á átti hann að baki litrikan feril sem stjómmálamaður og skipaði sér sess i sögu þjóðarinnar, er hann kornungur varð ráðherra i timamótastjórn. Áki fékk snemma mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum og varð hugfanginn af kommúnismanum, sem hann kynnti sér til hlýtar og skoðaði með skörpum gáfum og riku hugmyndaflugi. Eftir að hann hafði lokið lögfræðiprófi, varð hann bæjarstjóri á Siglufirði 038, og vann sér þar álit og Waust, svo að hann var kosinn þingmaður Siglfirðinga i sumarkosningunum 1942. Vakti hann athygli á sér i þingsölum þegar frá byrjun fyrir einarð- legan málflutning og mikla hæfileika. Nýsköpunarstjórnin, sem mynduð var 1942 undir forustu Olafs Thors, var að mörgu leyti söguleg. Þá stigu sjálfstæðis- menn það örlagarika skref að láta af mestu andstöðu sinni við hugsjónir velferðarrikisins og ganga til samstarfs við Alþýðu- flokkinn og Sósialistaflokkinn, eh siðan hafa stjórnarmyndanir á tslandi lotið öðrum lögmálum en áður giltu. Það var athyglis- vert, að Sósialistaflokkurinn skyldi þá velja Áka Jakobsson sem annan ráðherra sinn, og sýnir það, hve mikið álit hann hafði þegar unnið sér, 33ja ára gamall. Aki var ferskur og stórhuga ráðherra, sem bar litla virðingu fyrir skriffinnsku eða reglum kerfisins, skar á hnúta og vildi gera stóra hluti. Margt stendur eftir hann,en stjórnin lifði að- eins þrjú ár. Áki reyndist ekki eiga varan- lega samleið með Sósialista- flokknum og hvaifaf þingi 1953. Eins og rnargir aðrir hafa gert i þeim sporum, sneri hann til liðs við jafnaðarmenn, og var i framboði fyrir Alþýðuflokkinn á Siglufirði i kosningum 1956. Sat hann á þingi til 1959 og kann að vera, að kjördæmabreytingin hafi átt sinn þátt i, hve stutt það timabil varð. Ljóstvar þó, að i heimi stjórnmálanna var Áki enn að þreifa fyrir sér og leita. Aki beitti dugnaði sinum á þessum árum meðal annars að ráðherra þvi erfiða verki að stýra Alþýðublaðinu og gerði það með reisn og myndarskap. Árangur- inn varð eitt af blómaskeiðum blaðsins, og það hafði þá varanleg áhrif á islenska blaða- mennsku. Það var hressandi að starfa á þingi með Áka. Hann var glað- lyndur félagi, hugmyndarikur, og fyrir okkur yngri þingmenn- ina náma af pólitiskri þekkingu og reynslu. Fyrir þau kynni svo og störf hans allt fyrir Alþýðu- flokkinn verðum við alþýðu- flokksmenn honum ávallt þakk- látir og munum minnast hans með hlýjum hug. Ég sendi eiginkonu Áka, Helgu Guðmundsdóttur, og fjöl- skyldu þeirra innilegustu sam- úðarkveðjur. Benedikt Gröndal. HORNID - sími 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins, Si'ðumúla 11, Reykjavík Stöndum fast á hundahaldsbanninu Maður hringdi og vildi kalla sig hundavin. Hann hafði sitt til málanna að leggja varðandi hundahald: 1 upphafi vil ég taka það fram að ég tel sjálfan mig vera hunda- vin, enda alinn upp i sveit og þekki dýr mjög vel og hef um- gengist þau mikið um mina daga. Það kom mér illilega á óvart, er ég las það i blöðunum, að hunda- hald hefði verið gefið frjálst i Keflavik. Ég tel þetta ekki heilla- vænlega þróun i þessum málum. Leiðrétting Þau mistök urðu hjá okkur i gær, að niður féll nafn höfundar greinar um innflutning á islensku nautakjöti, sem birtist i Horninu. Höfundurinn er BERGUR BJÖRNSSON, og biðjum við hann velvirðingar á mistökunum. Það er staðreynd, að hvorki hundar né neinar aðrar skepnum eiga heima i borgum, eða þétt- býli. Þetta eru dýr, sem eiga að vera úti i náttúrunni og hvergi annars staðar. Það væri þá alveg eins réttmætt að lofa mönnum að hafa hesta, svin og aðra gripi, sér til ánægju og yndisauka, en sjálf sagt finnst engum það passa. Ef við tökum svo hina hliðina, þá tekur ekki betra við. 1 öllum stór- borgum heims, er hundahald að verða og reyndar i flestum tilvik- um þegar orðið vandamál. Hundar þurfa að losa frá sér sin úrgangsefni, rétt eins og við mennimir.Ogþaðerekki auðvelt að kenna hundum að nota klósett, að minnsta kosti yrði flestum það erfitt. Einnig færist það mjög i vöxt, að hundar valdi fólki og þá aðallega börnum, meiðingum. Það stafar einnig mikil sjúkdóms- ogsýkingarhætta af hundum. Það er nefnilega hjá fólki með hunda, bara eins og hjá fólki sem á bila. að það er misjafnlega hirðusamt. Menn draga og jafnvel gleyma að láta hreinsa hundana og fara með þá i nauðsynlegt eftirlit. En þrátt fyrir allt, held ég að sú hlið, er snýr að hundinum sjálfum sé stærsti liðurinn. Hann er og verður alltaf náttúrunnar dýr. Það er ekki eðli hans samkvæmt Kristján S. hringdi til Hornsins: Mig langar aðeins til að stinga smáathugasemd að þessum ágætismönnum sem stjórna nýja biaðinu Dagblaðið. Viljið þið vinsamlegast sjá til þess að ykkar ágætu sölubörn séuekki að ónáða mann heima á kvöldin og það allra sist þegar maður er að renna niður kvöldmatnum og hlusta á fréttirnar i Útvarpinu. Það er langt i frá, að ég sé neitt að kúldrast inni loftlitlum og þröngum ibúðum, allan ársins hring og f á aldrei að njóta eðlilegs frjálsræðis úti i ósnortinni náttúr- unni. Að lokum vil ég láta i ljós þá von mina, að forráðamenn Reykja vikurborgar láti ekki glepjast, en haldi sinu striki i þessu máli. hundavinur. mótfallinn þessu nýja blaði, þvert á móti, maður vill bara einfald- lega hafa frið heima hjá sér á kvöldin og svo er nú aðeins farið að slá i þessar fréttir þegar klukkan er farin að ganga átta. Nú, og ef ég hef áhuga að kaupa og lesa þetta ágæta blað, þá er ég löngu búinn að þvi þegar ég kem heim á kvöldin og svo held ég að sé um allflesta. Kapp er best með forsjá. Vill fá frið frá Dagblaðinu Er lögreglan hætt að eltast við sprúttsalana? Einn, sem skemmtir sér stund- um um helgar, hringdi i Hornið og sagði: Hvernig er það, er lögreglan hér i borg hætt að eltast við sprúttsalana? Mér svona datt þetta i hug eftir helgina. Við vor- um hér saman nokkrir kunningj- ar, að gera okkur glaðan dag og eins og gengur, þrutu vinbirgðir, áður en menn höfðu fengið sig fullsadda. Einn i hópnum sagði vinþrotið ekkert vandamál og bauðst til að redda þvi, á svip- stundu. Vinurinn yfirgaf svo sam- kvæmið um stund. Eftir tæpan hálftima kom hann svo aftur- og með eina islenska brennivin með- ferðis. Við spurðum hvað hann hefði borgað fyrir brúsann, jú, hann hafði borgað einar 4.000.00 krónur. litlar. Sem sagt, 100% á- lagning. Eitthvað fóru menn að íorvitnast um þennan vinsala, en vinurinn var tregur til að veita upplýsingar. Þó tjáði hann okkur, að hann þekkti viðkomandi mann og væri hann leigubilstjóri. Sagði hann að starfsaðferð bilstjórans við sprúttsöluna væri pottþétt og hefði hann meira að segja annan mann sér til aðstoðar við söluna, þannig að þeir væru á tveimur bilum og afköstin eftir þvi. Þetta varnúrætt fram og aftur i sam- kvæminu, meðan menn reyndu að gera sér gott af þessari dýru is- lensku framleiðslu. Eftir nokkurt þóf fengum við meira að vita. Vinurinn upplýsti okkur meðal annars um það, að þegar mest væri að gera hjá þessum sprútt- sala, um stórhelgar, færi hann uppi allt að 50-60 flöskur yfir helgi! Reikni nú hver sem betur getur. Manni verður á að hugsa: Það er ekki að furða þó þeir fitni, þessir skrattar! Og takið eftir: Ekki ein króna til skattsins! FRAMHALDSSAGAN- Brídge Sjónvarpsstjarna við bridgeborðið Gale Storm, sem fyrst og fremst er þekkt i Bandarikjun- um fyrir skemmtiþætti i sjónvarpi, þá boð Dallas ásanna að slá i slag. Þar sýndi hún, að henni er fleira lagið en gaman- söngur. Báðir á hættu. Norður gefur. ▲ G9863 V A63 ♦ 10762 * 5 A K V 82 4 KDG3 4 KDG876 4 D107542 V 5 4 A984 <4 43 * A V KDG10974 * 5 * A1092 Sagnir gengu þannig: Norður Austur Suður Vestur 1 lauf Pass 2 hjörtu Pass 3 lauf Pass 4 gröndPass 5 lauf Pass 5 hjörtu allir pass. Sýnlilegt var af sögnunum, að Suður átti einungis tvo ása, en hverja? Ungfrú Storm i Vestur sló þvi út einspili sinu i laufi sem tekið var i blindi. Spilað var út smátrompi og tekið á kóng á hendi og V- gaf! öðru trompi spilað af hendi og nú tók Vestur á ásinn. Austur kastaði tígulniu, beiðni um tigulútspil. Tigull út, tekið á ás I Austri og spilað laufi. Vestur trompaði og þar með var sögnin einn niður, og andlitin lengdust á hinum frægu ásum! Alþýðublaðið á hvert heimili i i Venjulega afklæddi hún sig i sinu eigin herbergi, en núna fór hún með náttkjólinn og sloppinn inn á baðher- bergið og læsti að sér.Þegar hún kom aftur inn i herbergið var þar allt óbreytt.Hvað átti hún að gera? Ef hún opnaði millidyrnar var engu likara en að hún vildi nálgast hann, og það var það siðasta sem hún óskaði sér.Ef til vill svaf hann. Kannski hafði hann bara lokað dyrunum meðan hann var að afklæða sig, en hafði svo gleymt að opna þær aftur.Ef hann vildi hafa dyrnar opnar, þá gat hann bara hæglega opnað þær sjálfur. Hún læddist að dyrunum og hlustaði eftir hljóði úr hinu herberginu.Ekkert hljóð að heyra.Hann hlaut að sofa.Hún fór upp i rúmið og slökkti ljósið á náttlampanum. 1 myrkrinu gat hún séð ljósræmu, sem glytti i undir hurðinni Annað hvort hafði hann sofnað frá ljósinu, eða þá að hann var enn vakandi.Hún varpgði öndinni i myrkrinu. Þegar hún ráðgerði þetta virtist allt svo auðvelt og nánast barnaleikur.Nú þegar teningunum var kastað virtist allt verða svo erfitt og óviðráðanlegt. Justina fann reiðina svella i brjósti sínu.Hér lá hún ráð- villt og þjökuð af öllum þessum hugsunum sinum, meðan hann lá alsæll og afslappaður, sennilega hæstánægður með sitt nýja hlutverk, i rúminu i næsta herbergi. 6. kafli. NÆSTU DAGA virtist allt ganga eins og i sögu á Castelo. Justiría komst að raun um að ,,Andrew” var ótrúlega á- hugasamur um þetta nýja umhverfi og þess vegna gat hún séð honum fyrir nægum útsýnisferðum um nágrennið, þar sem hann undi sér við að skoða hrikafengið og fallegt landslagið i dalnum, og umhverfis höllina. Anton, fylgdarsveinn hennar frá fyrstu heimsókninni á sjúkrahúsið, var alltaf til reiðu, og þegar það kom i Ijós að Alþýöublaðið Andrew var ágætis knapi, þá voru engin vandræði. I upphafi hafði hann vonast til að hún myndi fylgja hon- um á þessum ferðum, en til þessa dags hafði hún alltaf getað borið einhverju við til að afsaka sig, veikindum frænkunnar og slæmu taugakerfi hennar sjálfrar. Þau ræddu ekki framar svefnfyrirkomulag þeirra, og þótt Justinu væri létt að það mál væri ekki lengur til um- ræðu, þá var eitthvað sem nagaði hana vegna þess arna. Hann var einfaldlega ekki maður sem tók hlutina sem gefna, og stundum var hún að vonast til þess að þau myndu rifastút af þvi.Þessi þögli leikur kattarins að mús- inni var ekki góður fyrir taugakerfi hennar. Nú vissi hann svo gott sem allt, sem hann þurfti að vita um fortið „sina” — og á stundum velti hún þvi fyrir sér hvort að það hefði ekki ef til vill áhrif i þá veru að seinka eðlilegum þroska hans og jafnvel hindra að hann fengi minnið aftur.Ef hann væri ekki svona mikil ráðgáta gæti hún jafnvel verið hæstánægð yfir þvi hvernig hlutirnir æxluðust.Hún var að sjálfsögðu leið yfir þvi að þurfa að hafa narrað frænku sina svo, en á móti kom það, að frænk- an var svo veik að það var ekki að vita hvað gerst hefði, ef hún hefði frétt að litla frænka hennar væri orðin ekkja. Justina kipptist við þegar Juana kom skyndilega inn i litla vinnuherbergið þar sem hún sat og var að yfirfara bókhald frænku sinnar,— Ung kona biður eftir samtali við yður, senhora, sagði hún rólega. — Það er senhorita Carcia, senhora.Hún segist vera vinkona yðar. — Amalia Garcia! Justinu var brugðið.Hún hafði verið i skóla með Amaliu, en fyrir nokkrum árum flutti faðir hennar til Bandarikjanna og þá rofnaði samband þeirra. — A ég að visa henni inn? Rödd Juönu gaf til kynna að hún væri ekki stofustúlka, svo Justina brá við hart og stóð á fæturogkom fram.— Auðvitað ekki, Juana, ég kem sjálf. Amalia Garcia beið frammi I fordyrinu og var að lita i j kring um sig þegar Justina kom til hennar.Hún sá strax að I Amalia hafði þroskast og var orðin mjög álitleg ung kona. I Hrafnsvart hárið var fléttað og rósrauð dragtin sýndi vel I granna likamsbygginguna.Hún var ekki eins hávaxin og J Justina, en hún var reist og bar af sér þokka, og þegar hún J kom auga á vinkonu sina færðist breitt bros yfir andlit j hennar Justina hljóp til hennar og faðmaði hana að sér. — O, ert þetta þú, Amalia, hvað ert þú eiginlega að gera ■ hér? — Amalia var örlitið hóflegri i innilegheitunum, losaði I sig úr faðmlögum Justinu og lagaði á sér hárið.— Má ég I ekki koma hingað? spurði hún með sjarmerandi brosi. Justina dró andann.— Það er bara svo langt siðan þú J hefur komið.Ég hélt að þú byggir i Bandarikjunum. — Ég bjó þar lika, og bý reyndar enn.Pabbi átti fyrir- j tæki i Rio, og ég ákvað að fara með honum þegar hann j þurfti að fara þangað og búa nokkra daga hjá frænku | J I Föstudagur 19. september 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.