Alþýðublaðið - 19.09.1975, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 19.09.1975, Qupperneq 10
í HREINSKILNI SAGT Leikspil? Þó þaö megi vekja fullkomna furðu, verður örðugra með hverjum deginum, sem liður að átta sig á, hvað rfkisstj. er að fara i landhelgismálinu. Smábrot, sem einum og öðrum tekst að plokka uppúr stjórnarherrunum, eru svo sund- urlaus, að naumast verður þar hönd fest á. Landslýður veit raunar, að ákveðið hefur verið, að færa út fiskveiðilögsög- una þann 15. október n.k. i 200 milur eða að miðlinum milli landa þar sem það á við. Utan þessa vita menn næsta litið. 1 sjálfu sér má segja, að örðugt sé að hafa algerlega fastmótaða afstöðu, sem steypt væri i þann stokk, aö þar væri engu um að þoka. Meðan viðræður fara fram væri það á engan hátt hyggilegt. En sannarlega má miðla mun, þegar horft er á þann einstæða vingulshátt, sem einkennir athafnirnar. Utanrikisráðherra var tekinn i karp- húsið nýlega og að þvi spurður, hvort hann hefði ekki orðið var við margar og margháttaðar ályktanir flokksmanna sinna viða um land, sem eindregið krefðust skeleggrar afstöðu gegn fram- haldandi leyfum á fiskveiðum útlend- inga i islenzkri landhelgi. Hvert var svarið? Jú, ráðherrann hafði, að visu orðið þessa var. En hann lét ekki hjá Hða, að vekja sérst. athygli á þvf, að hann, hann sjálfur væri syndasaklaus af, að hafa nokkru sinni tekið þátt i sliku athæfif Við sama tækifæri lýsti hann þvi yfir, að enn hefði Framsóknarflokkur- inn ekki tekið endanlega ákvöröun um afstöðu sina til málsins! Hversu lengi ætti að biða með það, gat hann hinsveg- ar ekkium. Þegar þess er gætt að tim- inn styttist óðum til að velta vöngum og ennfremur hitt, að ákvörðun um út- færsluna er löngu gerð, ætti nú að fara að sjást mót á einhverju meira en dundi við „púsluspil”, sem ráðherrann og flokkur hans eiga i slikum erfiðleikum með að koma saman, sem raun ber vitni. En þvi er svo sem ekki fyrir að fara, að forsætisráðherrann sé mikið betur á vegi staddur. Á þeim bæ er einnig sama kálfssóttin og tvistigið baki brotnu. Ef litið er á nýlega birt viðtal við hann i Sjómannablaðinu Vikingi.kemur fátt bitastætt i ljós. Það væri þá helzt sú í sporum Kristjáns II.? einkar skarplega athugun, að ef til samninga kæmi, mættu þeir ekki vera á þá lund, að við létum eitt eða annað af hendi án þess að fá nokkuð i staðinn! Já, mikið var, að beljan bar! Það ætti nú ekki að þurfa neinn stjörnuspeking eða stjórnmálavitring til að skynja, að ann- að eins og það, að slá undan einhliða, gæti naumast kallast samningur. Slikt væru, umbúðalaust sagt, afarkostir. Þarflaust ætti að vera, að leiða hugann að sliku. En hversvegna er ráðherrann að fleygja á borðið öðrum eins vanga- veltum? Það er ráðgáta. Séu þeir einhverjir, sem hér skal ó- sagt látið, sem eru tilbúnir til annars en að standa fast að baki stjórnvöldum um rétt okkar til að lifa, hafa þeir a.m.k. Eftir Odd A. Sigurjónsson ekki haft sig i frammi. Af þeirri stað- reynd má ráða það eitt, að þessi annars sundurlynda þjóð sé i órofa fylkingu, enn sem komið er. Spurningin er, hversu lengi, ef svo á ganga, að menn viti ekki meira en nú er raun á um af- stöðu forystunnar. Varla verður dregið i efa, að landsmenn hafa löngu gert sér ljóst, að við þurfum ýmsu til að kosta, til að ná okkar marki. En það er bara ekki alveg sama, hverju við kostum til. Það er ekki sama, hvort við fáum i bili inn- spýtingu i „buddunnar lifæð” og látum af hendi sjálfsvirðinguna, eða hvort við verðum að þrengja okkar mittisól um hrið og höldum höfðinu réttu og upp reistu. Fjarri er þvi, að ég telji mér fært, að tala fyrir allra hönd. Samt dreg ég ekki i efa, að hinn síðari kosturinn yrði hiklaust valinn af landslýð. Ef ráðamenn skilja ekki sinn vitjunar- tima og láta sér sæma ómerkilegt kaup mang i stað einurðar þó hún kosti nokkr- ar þrengingar, kann verr að fara.For- dæmi Kristjáns II. Danakonungs, sem lét flytja sig sjö sinnum fram og aftur yfir Litlabelti á einni nóttu af þvi hann gat ekki ráðið við sig, hvort hann ætti að berjast eða flýja undan fjandmönnum sinum, er ekki aðlaðandi. Ölánssaga hans má ekki endurtaka sig hér og nú. Þjóðin stendur örugglega réttu megin við sitt Litlabelti. Er ekki mál, að stjómendurnir hætti að hringsóla á sundinu? fílk Elton John nefbraut Alice Cooper í hnefaleikakeppni Allan déskotann láta þeir sér detta i hug, þessir bless- aðir popparar, og þeir meira að segja framkvæma það, þegar þeir eru orðnir rikir og frægir.Nýlega rákumst við á klausu, ásamt myndum, þar sem sagt var frá þvi, að nýj- asta hobbiið hjá þeim Alice Cooper og Elton John, væri að stunda hnefaleika sin á milli og það af miklum móð. Þeir kappar halda báð- ir mikið til i Ameriku, nánar tiltekið i Californiu.,,Og þeg- ar við hittumst”, segja þeir kappar, „þá bregst það ekki að við tökum nokkrar lotur”. Þó þetta sé allt gert i mesta bróðerni hjá þeim félögum, fór heldur ilia um daginn.Þá gaf Elton, Cooper svo dug- lega á snúðinn, að nefið brotnaði. „En þrátt fyrir þetta óhapp, munum við halda áfram að taka nokkrar Mætti í veisluna þegar allir aðrir voru farnir Hún Bette Davis hélt um daginn heljarmikla veislu fyrir nokkra vini sina.Meðal þeirra sem boðnir voru til veisluhaldanna var mótleik- ari hennar úr myndinni sem hún lék i siðast.Það var eng- inn annar en kappinn frægi Oliver Reed. En vesalings Reed varð eitthvað seinn fyrir til veislunnar og er þar helst um að kenna of mikilli viskýdrykkju frá hans hendi En þegar svo Reed loksins mætti á staðnum, blindfull- ur, voru allir veislugestirnir farnir og þar með talin gest- gjafinn Bette Davis.Það eina sem eftir var fyrir aumingja Oliver Reed, var stórt kjöt- stykki, sem búið var að narta i og klistruð, galtóm rauð- vinsflaska.Hjá þessum kræs- ingum gaf svo á að lita miða, með áletruninni: Kveðja frá þinni fyrrverandi vinkonu, Bette Davis. lotur I hnefaleikum þegar við hittumst”, létu kapparnir hafa eftir sér að lokum. Rassi rólesri HUWlYHlk..- -—.M9 udR. L?'*’ ToVp H i/e/v'íaR ugrAu-Ð ’>(& GA‘~l-í HEÍM C/R, Po«eR.- \SpUiiYU ? S . . tYliyÚTUÍK '/ TÍi-l !! FJalla-Fúsri Bíóín Leíkhúsín iHÁSKÓLABÍÓ Simi 22140 ; Lausnarg jaldiö Ransom Afburöaspennandi brezk lit- mynd, er fjallar um eitt djarf- asta flugrán allra tima. Aöalhlutverk: Sean Connery Jan Mc. Shane ÍSLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuö börnum. TÓNABÍÖ Simi :ms2 Umhverfis jörðina á 80 dögum Heimsfræg bandarisk kvik- mynd, sem hlaut fimm Oscarsverölaun á sinum tima, auk fjölda annarra viöurkenn- inga. Kvikmyndin er gerö eftir sögu Jules Verne. Aöalhlutverk: David Niven, C'antinflas, Kobert Newton, Shirley MacLaine. (I mynd- inni taka þátt um 50 kvik- myndastjörnur). ISLENZKUR TEXTI. Leikstjóri: Michael Anderson, framleiöandi: Michael Todd. Endursýnd kl. 5 og 9. IAFNARBÍÓ Sími 16444 Villtar ástríður [tUTMANntNj riiulers Kee|iers... LversWeepers! Anne CHAPMAN • Paul LOCKWOOD Jan SINCLAIR • Duhcan McLEOD • Spennandi og djörf bandarisk litmynd, gerö af Russ (Vixen) Meyer. Bönnuö innan 16 ára. Endursýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. LAU6ARÁSBII Simi 32075 Dagur Sjakalans SÞJÓÐLEIKHÚSIf Stóra sviðið DJÓÐN' ÍDINGUR laugardag kl. 20. Sunnudag kl. 20. Litla sviðið RINGULREID sunnudag kl. 20.30. Ath. Aögangskort Djóöleik- hússins fela i sér 25% afslátt af aögöngumiöaverði. Sala þegar hafin og stendur til mánaöamóta sept. okt. Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200. IKFELAG, YKJAVÍKUR SKJ ALDHAMRAR 5. sýn. i kvöld. — Uppselt. Blá kort gilda. 6. sýn. laugardag. — Uppselt. Gul kort gilda 7. sýn. sunnudag kl. 20.30. Græn kort gilda. FJÖLSKYLDAN fimmtudag kl. 20.30. Aöeins örfáar sýningar. Aögöngumiöasalan i Iönó er opin frá kl. 14. NÝJA BJÓ Simi i,54t From the producer of "Bullitt" and ' The French Connection'.' llll: SEVEN UPS ÍSLENZKUR TEXTI Æsispennandi ný bandarisk litmynd um sveit lögreglu- manna, sem fást eingöngu við stórglæpamenn, sem eiga yfir hööfi sér sjö ára fangelsi eöa meir. Myndin er gerö af Philip D’Antoni, þeim sem geröi myndirnar Bullit og The French Connection. Aðalhlutverk: Koy Schncidcr Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuö innan 16 ára. 'SUORHUBÍÓ .^imi IH936 .. | Undirheimar New York Hörkuspennandi amerisk sakamálakvikmynd i litum um undirheimabaráttu i New York. Aðalhlutverk: Burt Keynolds, Dyan Cannon. ÍSLENZKUR TEXTI Endursýnd kl. 6, 8 og 10. Bönnuö innan 14 ára. KÚPAVOGSBÍO "simMmin Bióinu lokaö um óákveðinn tima. Fred Zinnen íai íns fllm of nii: »A\ oi IIII'JACILIL AJoln iWbolf Productton K.i'seri on tÍK1 Ixtok by Hvdenck Rnvyih U'*.-..............'i> Framúrskarandi bandarísk kvikmynd stjórnað af meist- aranum Fred Zinnemann, gerö eftir samnefndri met- sölubók. Frederick Forsyth sjakalinn, er leikinn af Ed- ward Fox. Myndin hefur hvar- vetna hlotiö frábæra dóma og geysiaösókn. Sýnd kl. 5, 7,30 og 10. Bönnuö börnum. TRÚLOFUNÁRllRINGAR Fljót afgreiösla. Sendum g©gn póstkröfu GUDM. ÞORSTEINSSON gullsmiöur, Bankastr. 12 Kerndum líf Kerndum yotlendi Vélhjólaeigendur Moto-x - Moto-x Útbiinaöur, hanskar hlifar. Lewis leöurjakkarog stígvél. Plaköt ofl. Bögglaberar f. HONDU 350.KETT hanskar. DUNLOP-dekk. MÖLTUKROSS speglar og aftur- ljós. ofl. ofl. Póstsendum. Véihjólaverslun Hannes Ölafsson Skipasundi 51. Simi 37090 Föstudagur 19. september 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.