Alþýðublaðið - 19.09.1975, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 19.09.1975, Qupperneq 12
Vedrið Rigning, rigning og meiri rigning. 1 dag verður sunnanátt, og að sjálfsögðu fylgir þvi rign- ing allan daginn. Ekki er spáin fyrir helgina heldur sérlega uppli'fgandi, þvi' ekki virðist ætla að bóla á sólskininu næstu daga. iáian VIKUHLUTI !7fe7? lítgefandi: Blað hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit- stjóri: Sighvatur Björgvinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Auglýsingar og af- greiðsla: Hverfisgötu 10 — simar 14900 og 14906. Prentun: Blaða- prent hf. Askriftarverð kr. 800.- á mánuði. Verð i lausasölu kr. 40.-. 6r/L~D 'oi/m msT UK KROPp flR /Lmfí Slo/t) 6RR5 T£é. 1 STfiRF/S Ol.fi SKRRR V ) - VfiNN S k'ftK ’fí, roTum RÖDV LJ'OT u# fíNd- fíV/s r LE/T Vflfá 1 KÓPIft mm OTTfl Sfím HLJ. fiv/FTr IN6I L£Kfj KOPAVQGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 SENU/8IL ASÍOÐIN Hf MEGUM VIÐ KYNNA Hjörtur Pálsson, dag- skrárstjóri hljóðvarps er fæddur i S-Þingeyjarsýslu og alinn þar upp til átta ára aldurs að hann flutti til Akureyrar, þar sem hann stundaði skólagöngu og lauk stúdentsprófi frá M.A. árið 1961. Þá um haustið réðst hann sem blaðamaður til Timans og starf- aði þar tæplega eitt ár, en fór siðan til Kanada og starfaði sem bókavörður við fslenskudeildina við bókasafn Manitobaháskóla i Winnipeg til haustsins 1963 að hann kom heim og hóf störf sem blaðamaður hjá Alþýðubiaðinu. Þar starfaði hann i eitt ár en hóf siðan störf hjá Rikisútvarpinu, fyrstsem fréttamaður og siðar i dagskrárdeild. Hjörtur hóf nám i Norrænum fræðum við Háskóla íslands haustið 1963, en stundaði alla tið vinnu með náminu. 1 ársbyrjun 1972 lauk Hjörtur kandidatsprófi i islenskum fræð- um frá Hl. og tók jafnframt við stöðu dagskrárstjóra við hljóð- varpið. Þvi starfi hefur hann gegnt siðan að undanskildu árs- leyfi, sem hann fékk frá störfum haustið 1974—75, en það ár var hann lektor i islensku og islensk- um bókmenntum við Háskólann i Árósum i Danmörku. Hjörtur hefur fengist nokkuð við ritstörf og þýðingar, enda eru það helstu áhugamál hans fyrir utan daglegt starf. Hann hefur gefið út eina ljóðabók, sem ber nefnið Dynfaravisur og kom út- haustið 1972. Hjörtur vinnur nú að sagn- fræðiriti, sem koma mun út i haust. OKKAR Á MILLI SAGT Kona Hjartar er Steinunn Bjarman frá Akureyri og eiga þau þrjár dætur. Hin opinbera heimsókn Geirs Hallgrlmssonar forsætisráðherra og konu hans til Noregs I boði Trygve Brattelis kollega hans er annað og meira en norræn vinátta og veislugleði ....Sönnu nær er að lita á þessa heimsókn sem lið i þeirri stjórnmálaþróun, að ráðamenn i Noregi hafa tekið að veita Islandi meiri og alvarlegri athygli en áður fyrr ..Island er ekki lengur hin rómantiska sögueyja I augum þeirra, heldur sjálfstætt eyriki, sem er nágranni Noregs vestur I Atlantshafi, og getur með utan- rikisstefnu sinni haft veruleg áhrif á norskar aðstæður. tslendingar hafa siðustu ár valdið Norðmönnum áhyggjum á tveim sviðum utanrikismála.. Annað er varnarmálin, en Norð- menn hofðu allra þjóða mestan ótta af þvi, ef island yrði varnar- laust.. Hins vegar eru landhelgismálin, þar sem tslendingar hafa tekið harða og miskunnarlausa forustu I Evrópu og sett norsk stjórnvöld I mikinn vanda.. Fólkið I Norður- og Vestur-Noregi vill fara að dæmi íslendinga sem fyrst, en aðrir hagsmunahópar og Austur-Noregur vilja fara varlega, umfram allt samningaleið... Þessi mál hafa valdið miklu meira róti I norskum stjórnmálum heldur en flestir tsiendingar gera sér ljóst. Hinn nýi áhugi Norðmanna á íslandi hefur komið fram i ýmsu.At- lantshafsfélag Noregs efndi til ráðstefnu með Samtökum um vestræna samvinnu i Reykjavik, og nú i haust til annarrar slikrar ráðstefnu i Noregi, sem íslendingum er boðið til. Utanrikismálastofnun Noregs hefur sent hingað menn og efnir til alþjóðaráðstefnu um hermál á At- lantshafi I Reykjavik I haust. Jens Evensen hafréttárráðherra hefur haft náið samband við Islendinga og komið hér. Utanriksiráðherrann Knud Frydenlund fór I sina fyrstu heimsókn til Islands. Fjölda is- lenskra blaðamanna er boðið að fylgja Geir og þannig mætti lengi telja. Siðastliðinn mánudag voru haldnir tveir fundir i þinghúsinu og var annar I þingflokki Sjálfstæðismanna en hinn i þingflokki framsóknar- manna... Til umræðu voru aðallega landhelgismálin, ekki sist með til- liti til hugsanlegra samninga við Belga um veiðar innan 50 milna.. Mik- ill ágreiningur kom upp um málið, sérstaklega i framsóknarherberg- inu og náði hann langt út fyrir landhelgismálið... Ýmsir þingmenn framsóknar segjast aldrei munu samþykkja samninga innan 50 milna. Þingmannasamband NATO heldur árlegan fund sinn i húsakynnum danska þingsins i Kaupmannahöfn i næstu viku.. íslensku fulltrúarnir verða ólafur G.Einarsson, Jón Sólnes, Tómas Árnason og Benedikt Gröndal. Landhelgis- og varnarmál Islendinga hefur oft áður borið á góma á þessum fundum, og getur svo farið enn. ORVAR HEFUR ORÐIÐtefl Enn á ný hafa miklar verðhækkanir á landbún- aðarafurðum valdið mik- illi ólgu meðal neytenda. Eins og fram kemur i Alþýðublaðinu i dag hug- leiða Neytendasamtökin hvort þau eigi að taka málið fyrir, en samtökin hafa til þessa yfirleitt ekki haft afskipti af verð- lagsmálum. Þá má ætla af fréttum, að Hús- mæðrafélag Reykjavikur hafi einhverjar aðgerðir I undirbúningi, en það hef- ur áður látiðfrá sér heyra við svipaðar aðstæður. Það er auðvitað ekkert óeðlilegt viö það, þótt mótmælaöldur risi, þegar verðið á landbúnaðarvör- unum tekur jafn stórt stökk upp á við og nú á sér stað. Landbúnaðar- vörurnar eru svo mikil- vægur liður i útgjöldum heimilanna, að þess er að vænta, að verðhækkunar- skriður hlaupi i skapið á fólki. En hvaða gildi hef- ur það eitt að risa upp á afturfæturnar með mót- mælum? Reynslan hefur sýnt, að mótmælunum vilja menn fljótt gleyma — og ekkert stendur þá eftir. Það væri mun æski- legra, að hugur fólks beindist I þá átt að taka sjálfa stefnuna i verð- lagsmálum landbúnaðar- ins og landbúnaðarmál- unum I heild til endur- skoðunar. Eins og þeim málum er hagað i dag tryggir stefnan hvorki neytendum hagstætt vöruverð og æskilegt vöruúrval né bændum öryggi og möguleika til þeirrar sérhæfingar, sem talin er nauðsyn i nútima búrekstri. Það er mjög alvarlegt mál, ef röng stefna i mál- efnum landbúnaðarins leiðir til þess, að hags- munaleg átök verði milli bænda annars vegar og t.d. launastéttanna hins vegar, en á sliku er nú farið að brydda milli Stéttarsambands bænda og Alþýðusambands íslands og aðildarfélaga þess. Er þá ekki miklu betra að taka til endur- skoðunar þá stefnu, sem báðir aðilar eru sammála um að komin sé i ógöngur — þvi staðreyndin er sú, að bændur almennt eru alls ekki ánægðari með tilhögun mála en neyt- endur þótt fáeinir for- mælendur bændastéttar- innar séu eða látist vera á öðru máli. fimm á förnum vegi Ferð þú oft á málverkasýningar? Sæunn Ragnarsdóttii; m.a. hús- móðir: Nei það geri ég ekki. Ég hef engan áhuga á slikum sýn- ingum Þórunn Sveinsdóttir, afgreiðslu- stúika: Já það geri égeins oft og ég get. Mér finnst bæði fróðlegt og gaman að fylgjast með þvi sem er að gerast i myndlistar- lifinu á hverjum tima og ég reyni að leggja mig sem best eftir þvi sem gerist. Sævar Guðnason^ kjötiðnaðar- maður: Nei það geri ég ekki Ég er utan af landi og hefi þvi enga aðstöðu til að fylgjast með þvi sem er að gerast I myndlistinni. Asgeir. Böðvarssoii, nemi: Það kemur fyrir. Annars er alltof mikið um myndlistarsýningar hér i borginni, Ég vel úr þær sýningar sem vekja áhuga minn með þvi að lesa af dagblöðum gagnrýni um sýningarnar og sé sfðan þær sem ég tel vera athygliverðar. Jón Finnur Jóhannesson, iðn- nemj. Nei mig skortir bæði áhuga og aöstöðu til að sjá mál- verkasýningar. Ég er utan af landi og þó áhuginn væri fyrir hendi þá er ekkert um myndlist- arsýningar þar sem ég bý.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.