Alþýðublaðið - 14.10.1975, Side 4

Alþýðublaðið - 14.10.1975, Side 4
I Ólafur Sigurjónsson hreppsstjóri - minning Það er mikil gæfa fyrir sveitarfélag — og raunar þjóðina alla — að eignast menn, sem allt í senn hafa hæfileika til félagsmála og stjórnun- ar , áhugaog vilja til aðfórna tima og kröftum i þágu sveitarfélaganna og taka þvi ástfóstri við heimabyggð sina, að þeir gera starf i hennar þágu að ævistarfi. Slikrar gæfu hefur Njarðvikurhreppur orðið aðnjótandi við það að hljóta starfskrafta Ölafs Sigurjónssonar á timabili hraðfara vaxtar og breytinga, er byggðin hefur þurft að leysa mikil verkefni af hendi fyrir ibúana og til þess að fylgjast með þrýstingi þróunarinnar. Ólafur hefur komið meira eða minna við sögu flestra þátta sveitarmála I Njarðvik, svo og heildarmála hreppsins, en hann gegndi árum saman störfum oddvita eða hreppstjóra, auk ótal annarra trúnaðarstarfa, er hann lagði i alúð og dugnað. Það voru sorgleg örlög, að Ólafur skyldi verða fyrir einni af þeim hættum, sem fylgja hröðum vexti þéttbýlis, er hann varð fyrir bifreiða- slysi, er leiddi hann til bana fyrir aldur fram, aðeins 54 ára gamlan. Ólafur var áhugasamur jafnaðarmaður, fulltrúi Alþýðuflokksins í sveitarstjórn og einn af dugmestu stuðningsmönnum hans i Reykjanes- kjördæmi. Fyrir samfylgdina, traustið og stuðninginn færi ég honum alúðarþakkir Alþýðuflokksins um leið og ég votta aðstandendum hans dýpstu samúð. Benedikt Gröndal. Þjálfun hefst þriðjudaginn 14. október. Verndið heilbrigði ykkar, aukið starfsork- una. Almenn þjálfun, bakþjálfun, kennsla i öndun og slökun. HEILSURÆKTIN GLÆSIEÆ SÍMI8565S _______________Sænsk gæöavara Angorina lyx, mohairgarn, Vicke Vire, Babygarn, Tweed Perle, Tre- Bello Verslunin HOF, Þingholtsstræti 1. t dag verður gerð útför ólafs Sigurjónssonar, hreppsstjóra i Njarðvikurhreppi. En hann lézt þriðjudaginn 7. þ.m. af afleiðing- um meiðsla, sem hann hlaut i um- ferðaslysi á Reykjanesbraut að kvöldi laugardagsins 27. sept. sl. — Útförin verður gerð frá Kefla- vikurkirkju. Ólafur Sigurjónsson var fæddur að Selbúðum i Reykjavik 30. sept- ember 1921 og var þvi 54 ára er hann lézt. Foreldrar hans voru þau hjónin Diljá Guðmundsdóttir og Sigurjón Jónsson, lengi sjó- maður og siðan verkstjóri i Njarðvikum. Hann er nú nær hálfniræður, verður það 1. nóv. nk. A siðustu mánuðum hefur hann gengið undir erfiða upp- skurði, en er nú á batavegi. Hann liggur nú i sjúkrahúsinu i Kefla- vik. Þrjá bræður átti Ólafur. Elztur þeirra var Guðmundur Sigurður. Hann fórst með vélbátnum Ársæli frá Ytri-Njarðvik, 4. april 1943, 24 ára gamall. Þriðji i aldursröð var Sigurgeir, er lézt innan við tvi- tugsaldur og yngstur er Gunnar bakarameistari i Keflavik. Á fyrsta aldursári fluttist ólaf- ur með foreldrum sinum til Keflavikur og þar ólst hann upp með þeim og bræðrum sinum þar til móðir hans deyr, 1928. Þá urðu leiðir þeirra feðga að skilja. Tveir elztu bræðurnir, Guðmundur og Ólafur eignuðust heimili hjá móð- ursystur sinni, Stefaniu á Grund og manni hennar Þorvaldi Jóhannessyni. Sigurgeir var tek- inn i fóstur af hjónunum i Þóru- koti, Guðrúnu Þorleifsdóttur og Sigurði Guðmundssyni. En heim- ili Gunnars varð hjá hjónunum Guðnýju og Eyjólfi Asberg. í Ytri-Njarðvik átti Ólafur sið- an sitt heimili og sinn starfsvett- vang. Ungur mun Ólafur hafa hrifizt af hugsjónum jafnaðarstefnunn- ar, og þótt jarðvegur fyrir slika mannúðarstefnu væri þá ekki frjór hér, þá hélt hann þó ótrauð- ur út á braut stjórnmálanna með þá hugsjón að leiðarljósi. ólafur tók sæti i hreppsnefnd Njarðvikurhrepps 1. júli 1953 sem aðalmaður við brottflutning hreppsnefndarmanns og átti hann siðan sæti i hreppsnefndinni frá þeim tima. Hinn 15. júni 1962 varð Ólafur oddviti hreppsins og gegndi hann þvi starfi til 4. júni 1974 eða i 12 ár. Við hreppsstjóra- störfum tók Ólafur af Magnúsi Ólafssyni i Höskuldarkoti og þeim störfum gegndi hann til dauða- dags eða um 20 ára skeið. For- maður Ungmennafélags Njarð- vikur var Ólafur um árabil. 011- um þessum störfum sinnti Ólafur með sinni einstöku alúð og sam- vizkusemi, sem honum var svo eiginleg. En eitt starf ólafs er enn ótalið, en við það mun nafn hans lengi verða tengt. 1 blaðafrétt um lát Ólafs er þess getið, að hann hafi verið framkvæmdastjóri Félags- heimilisins Stapa. En ólafur var meira en framkvæmdastjóri þeirrar stofnunar. Ég þori að full- yrða, að Ólafur hafi verið einn á- hrifamesti frumkvöðull að bygg- ingu hússins og að enginn einn maður hafi þar lagt jafnmikið eða meira af mörkum, til þess að sú hugsjón yrði að veruleika. Ég, sem þessar linur rita, kynntist Ólafi fyrst sem náms- manni i unglingaskóla. Hann var vel greindur og minnið ágætt, en hlédrægur var hann þá og svo mun hans háttur ávallt hafa verið siðan. Einu sinni hlýddi ég á Ólaf flytja ræðu á framboðsfundi til sveitarstjórnarkosninga i Njarð- vikum. Þar komu fram þeir eig- inleikar i fari hans, sem öfluðu honum fylgis til trúnaðarstarfa, samvizkusemin og einlægnin voru þar mest áberandi. Mál- flutningur hans var málefnaleg- ur, en laus við öll hnútuköst til andstæðinganna. En hann hélt þó fast á sinu. Ólafur var ókvæntur og barn- laus, en börnum fósturbróður sins, Reynis Þorvaldssonar, reyndist hann sem bezti faðir eft- ir að Reynir féll frá. Fyrir hönd Alþýðuflokksfélag- anna i Keflavik eru Ólafi hér færðar hugheilar þakkir fyrir samstarf allt og hjálpsemi á mörgum liðnum árum. Um leið er öldruðum og sjúkum föður, bróð- ur og öðrum aðstandendum færð- ar innilegustu samúðarkveðjur. Ragnar Guðleifsson. Einn merkasti sonur Njarðvik- urhrepps er látinn, langt um ald- ur fram. Hann lézt af völdum bif- reiðarslyss 7. október siðastlið- inn, 54 ára að aldri. Ólafur var fæddur 30. septem- ber 1921. Foreldrar hans voru Diljá Guðmundsdóttir og Sigur- jón Jónsson, sem ásamt fóstur- foreldrum hans þeim Stefaniu Guðmundsdóttur og Þorvaldi Jóhannessyni, veittu honum hina árangursrikustu leiðsögn á hans barns- og unglingsárum, svo sem glöggt má marka af stefnumótun og lifsstarfi hans, er viða má sjá merki um i Njarðvikurhreppi. Ýmsum trúnaðarstörfum gegndi Ólafur i Njarðvikur- hreppi. Hann tók sæti i hrepps- nefnd 1. júli 1953, var kjörinn odd- viti 15. júni 1962 og gegndi þvi til 4. júni 1974. 1 hreppsnefnd sat hann þar til hann lézt. Þrátt fyrir það, að Ólafur væri hlédrægur að eðlisfari, verður hans lengi minnzt fyrir félags- málastörf i þágu þessa hreppsfé- lags, svo sem störf við Bygginga- félag verkamanna, U.M.F.N., Lionklúbbs Njarðvikur, og fleiri félaga, er segja má að átt hafi hauk i horni, þar sem Ólafur var. Framkvæmdastjóri fyrir félags- heimilið Stapa var Ólafur frá upphafi og er óhætt að fullyrða að vinnudagur hans þar, var bæði langur og margþættur. Störf hans i þágu Alþýðuflokks- ins, i hreppsnefnd og viðar, þökk- um við Alþýðuflokksménn af al- hug og berum virðingu fyrir. öldruðum föður og öðrum vandamönnum vottum við okkar dýpstu hluttekningu. Helgi M. Sigvaidason. Það var fyrst á árinu 1953, þeg- ar ég flutti búferlum frá Vik i Mýrdal og hóf byggingu á frysti- húsinu i svo kölluðum Móum i Ytri-Njarðvik (Holtsgötu 30). Þá kynntist ég fyrst Ólafi Sigurjóns- syni á Grund i Ytri-Njarðvik. Við stofnuðum Alþýðuflokksfélag Njarðvikur. Vorum við saman i stjórn þess i 10 ár, i stjórn Verka- mannabúðstaða og i Sameignafé- lagi i Ytri Njarðvik, i hrepps- nefnd. 1 öllum þessum félags- stjórnum reyndist Ólafur afburða ábyggilegur og traustur félagi. Hann vildi hvers manns vanda leysa og alltaf tima til að vinna að og leysa félagsmálin. Hann var málsvari þeirra sem minna mega sin i þjóðfélaginu. Hann var greindur vel, gætinn og góður ræðumaður. Hann var hag- sýnn i framkvæmdum og kom það sérstaklega fram við byggingu hins nýja félagsheimilis Stapa i Ytri-Njarðvikum, þar sem hann var framkvæmdastjóri og tókst að byggja einstaklega ódýrt. Ólafur var búinn að vera hús- cr Alþýðublaðið vörður við „Krossinn” meðan hann var rekinn sem samkomu- hús. Þar hélt hann saman vel þeim fjármunum sem inn komu og hafa þeir þannig orðið máttar- stólpar undir hið nýja félags- heimili. Það fennir ekki i farin spor.Þótt manni virtist við fyrstu sýn að Ólafur væri mikill alvöru- maður, þá var hann glaður á góðri stund. Hann var hrókur alls fagnaðar i ferðalögum, kunni ó- grynni af lögum og visum og söng óspart. Iþróttafólk i Njarðvikum mun minnast þin þegar vorsól glitrar i dögginni á iþr.vellinum og gróðurreitum sem þú varst að hlua að i sumarfristundum við Stapann .Og Iþróttahúsið mun einn ig geyma minningu þess er lagði undirstöður að þvi. Þannig mætti lengi telja. Við félagar þinir og vinir þökkum þér ógleymanlegt samstarf og vottum öllu þinu fólki dýpstu samúð. Ég kveð þig, kæri vinur, er kvöldsól roðar fjöll og komið er kvöld i hinsta hvilurúmi. Við hittumst aftur heilir Guðs i dýrðarhöli i hærra veldi ómælis- ins rúmi. Helgi Helgason Hraunsvegi3, Ytri-Njarðvik Allir dagar eiga kvöld, svo var einnig með þriðjudaginn 7. þ.m. að okkur Njarðvikingum bárust fréttir af láti Ólafs Sigurjónsson- ar hreppstjóra. Svoóvænt bar það að, að menn setti hljóða. Með frá- falli Ólafs má segja að horfinn sé einn mesti máttarstólpi er Njarð- vikurhreppur hefur eignazt bæði á vegum félags og bæjarmála. Min fyrstu kynni af Ólafi Sigur- jónssy ni voru árið 1953 er ég flutti hingað með foreldrum minum i atvinnuieit. Þá var Ólafur for- maður Ungmennafélags Njarð- vfkur og hafði verið það frá árinu 1944. Undir forustu hans var haf- inn rekstur samkomuhúss i „Krossinunrf'sem kallaður var. Sá rekstur gekk mjög vel undir stjórn Ólafs og var undirstaða undir byggingu félagsheimilisins Stapa. Byggingarkostnaður þess var langt undir kostnaðarverði miðað við sambærilegt hús á þeim tima, og má fyrst og fremst þakka það hagsýni Ólafs á ýmsan hátt. ólafur var siðan fram- kvæmdastjóri Stapa til æviloka. Undir forystu Ólafs var byggður grasvöllur i N jarðvik og var hann fyrsti knattspyrnugrasvöllur utan Reykjavíkur. Ólafur var i stjórn Byggingarfélags verkamanna frá stofnun þess 1954 til ársins 1975, en þá var félagið lagt niður i upp- haflegri mynd og afhent.hreppn- um til áframhaldandi reksturs. Hann var i stjórn Sameignafélags Njarðvikur er byggði verzlunar- hús við Reykjanesveg er Kaupfé- lag Suðurnesja rekur nú. ólafur var stofnandi að Alþýðuflokksfé- lagi Njarðvikur og i stjórn þess til dauðadags. Það var mikii gæfa að hafa slikan mann i forustu. Hann var I hreppsnefnd Njarðvikur frá 1953 til æviloka, þar af oddviti i 12 ár frá 1962 til 1974. Af þvi sem hér hefur verið rakið má sjá að Ólaf- ur hefur markað djúp spor i sögu okkar byggðalags. Þegar við Al- þýðuflokksfélagar i Njarðvik kveðjum vin okkar og félaga blasir við vandfyllt sæti hans á hinum ýmsu sviðum félagsmála. Ég vil biðja Guð að styrkja heim- ilisfólkið á Grund, sjúkan föður hans og aðra ættingja og vini. Valgeiró. Hclgason. Mánudagur 13. október 1975.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.