Alþýðublaðið - 14.10.1975, Side 6

Alþýðublaðið - 14.10.1975, Side 6
Ánægjulega á óvart Bíórin Það er svolitið ánægjulegt að vera komið á óvart þegar maður fer i bió og býst við að sjá Anthony Quinn vera ennþá að leika sinn gamla Zorba, Michael Caine spjátrungast og James Mason sem einhvers konar vörumerki á formúlu, sem allt of oft sést á skermin- um: endurtekningu einhverrar myndar, sem vel hefur gengið. Semsé, það sem maður bjóst við var að mynd gerð á árinu 1974 i Marseille og fjallaði um heróinframleiðslu og smygl gæti ekki verið annað en endurtekning á French Connection og Anthony Quinn, sem lenthefur i slikum „kópiuhlutverk- um” nýverið (Guðfaðirinn er dauður) væri aðeins að hala inn fyrir salti i grautinn. En það sem kemur ánægjulega á óvart er að á ferðinni i Austurbæjarbiói þessa dagana er prýðisgóð sakamála- mynd, Lcigumorðinginn (The Marseille Contract), sem ekki býður aðeins upp á frábæran leik Anthony Quinn (og var timi til kominn) og betri en skammlaus- an leik Michael Caineog James Mason —-heldur og afbragðs spennandi sögu og oft á tiðum listileg atriði, svo sem eins og kappaksturinn og dansatriðið i lokin, og þessi atriði snilldarlega fléttuð sam- an við tónlist eftir Thelonius Monk. B. Sigtr. Hugleiðingar um meistarann Utvarp Útvarp i kvöld klukkan 22:15. 1 útvarpinu i kvöld klukkan 22:15 byrj- ar Thor Vilhjálmsson lestur bókar sinn- ar „Kjarval”, og eru það hugleiðingar höfundarins um meistara Kjarval og verk hans, sem er ein af þeim perlum sem tsland hefur eignazt. Þar sem þessi bók Thors er i stóru broti, þá munu lestrarnir verða 25 að tölu. Þótt kalla verði sögu þessa ævisögu, þá er hún ekki i hinu hefðbundna ævi- söguformi, þar sem hún er hugleiðingár höfundarins um meistarann, en ekki bara skrifaðar ^taðreyndir. Bókin kom úthjá Helgafelli árið 1964, og seldist hún upp á skömmum tima. Þótt furðulegt megi virðast, þá hefur hún ekki verið endurprentuð, en þó hefur það lengi staðið til. Bókina sem prýdd er fjölda mynda, tók Thor mörg ár að skrifa, þar sem hún er mjög stór. En nú gefst út- varpsheyrendum tækifæri til að hlýða á þessa bók sem hefur verið uppseld i mörg ár. Hálf milljón á mála hjá KGB Útvarp i kvöld kiukkan 21.00 Ólafur Sigurðsson fréttamaður verður með þátt sinn ,,úr erlendum dagblöð- um” i útvarpinu i kvöld klukkan niu. Ólafur sagði við blaðamann blaðsins er við höfðum samband við hann, aö það kæmi greinúr þýzka blaðinu Europa, sem fjallar um vandamál bókaútgef- enda i Evrópu. Einnig verður grein úr blaöi sem gefið er út i Hong Kong, þar sem fjallað verður um starfsemi rúss- nesku leyniþjónustunnar K.G.B., sem er ekki talin hafa hreint mjöl i pokahorn- inu, frekar en bandariska leyniþjónust- an CIA. Er þar m.a. talað um stærð KGB, sem er alveg ótrúleg, og er talið að fjöldi starfsmanna hennar sé i kring um hálf milljón og gætu þvi allir íslend- ingar verið leynilögreglumenn þess vegna. Einnig verða teknar hugleiðingar bandariska blaösins Bisness Week, um bók Peter Druckers, sem er um stjórn- un. Að lokum verður fjallað um skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum, sem er um streitu. Vítt og breitt um landhelgina SJónvarp Vivarp ÞRIÐJUDAGUR 14. október 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustu- gr. dagsbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgun- stund barnanna kl. 8.45: Björg Amadóttir les söguna „Bessi” eftir Dorothy Canfield I þýð- ingu Silju Aðalsteinsdóttur (8). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Morgunpopp kl. 10.25. Hljómplötusafnið kl. 11.00: Endurtekinn þáttur Gunnars Guðmundss. 12.00 Dagskráin. Tónleikar, Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfegnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 t léttum dúr. Jón B. Gunn- laugsson sér um þátt með blönduðu efni. 14.30 Miðdegissagan: „A fullri ferð” eftir Oscar Clausen.Þor- steinn Matthiasson les (2). 15.00 Miðdegistónleikar: tslensk tónlist. a. „Hveralitir” eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Hall- dór Haraldsson leikur á pianó. b. Lög eftir Skúla Halldórsson. Svala Nielsen syngur, höfundur leikur á pianó. c. „Mors et vita”, kvartett op. 21 eftir Jón Leifs. Kvartett Tónlistarskól- ans i Reykjavik. d. Lög eftir Knút R. Magnússon. Jón Sigur- björnsson syngur, Ragnar Björnsson leikur á pianó. e. Sinfónietta fyrir blásara, pianó og ásláttarhljóðfæri eftir Her- bert H. Agústsson. Sinfóniu- hljómsveit íslands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleik- ar. 16.40 Litli barnatiminn. Finnborg Scheving fóstra sér um timann. 17.00 Tónleikar. 17.30 Sagan: „Drengur, sem lét ekki bugast” eftir James Kin- ross. Baldur Pálmason þýddi. Hjalti Rögnvaldsson les siðari hluta sögunnar. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þáttur úr sögu borgaskipu- lags.LIney Skúladóttir arkitekt flytur fyrra erindi sitt. 20.00 Lög unga fólksins. Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 Úr erlendum blöðum. Ólaf- ur Sigurðsson fréttamaður tek- ur saman þáttinn. 21.25 Strengjakvartett i g-moll op. 27 eftir Edvard Grieg. Hindar-kvartettinn leikur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Kjarval” eftir Thor Vil- hjálmsson. Höfundur byrjar lestur bókar sinnar. 22.35 Harmonikulög. Sone Bang- er leikur með hljómsveit Sölve Strand. 23.00 A hljóðbergi.Elaine May og Mike Nichols flytja „Mysteri- oso” og aðra gamanþætti við pianóleik Marty Rubenstein. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. Sjónvarp i kvöld klukkan 20:35 Vangaveltur og umræður um landhelgismálið verða á dagskrá sjónvarpsins i kvöld klukkan 20:35. Umsjónar- maður þáttarins er Eiður Guðnason. Gestir þáttarins eru: Matthias Bjarnason, sjávarútvegsmálaráðherra, Einar Ágústsson, utanrikis- málaráðherra, Benedikt Gröndal, alþingismaður, Karvel Pálmason, alþingis- maður og Lúðvik Jósepsson, alþingismaður og fyrrver- andi sjávarútvegsmálaráð- herra. í þættinum verður rætt vitt og breitt um útfærsluna, og einnig um afstöðu gestanna til saminga i sambandi við útfærslu landhelginnar. SJónvarp 20.00 Fréttir og veður i 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 200 milurnar Umræður um landhelgismálin. Umsjónarmaður Eiður Guðnason. 21.10 Svona er ástin. Bandarisk gamanmyndasyrpa. Þýðandi ' Jón O. Edwald. 22.00 Kúbudeilan — seinni hluti. Bandarisk, leikin heimilda- mynd. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.15 Dagskrárlok. i \ £ A Islendingar þeir einu sem unnu A-Þjóðverja Fjórir leikir i Evrópukeppni landsliða voru leiknir um helgina. í 8. riðlinum gerðu V-Þýzka- land og Grikkland jafntefli i Dusseldorf 1:1. Mark Þjóðverj- anna gerði Heynckes — Borussia Mönchengladbach —á 68. minútu en tiu minútum siðar jöfnuðu Grikkirnir. Þessi úrslit hljóta að vera nokkur vonbrigði fyrir heimsmeistarana en sanna aftur á móti að Grikkirnir eru að verða sterkir i alþjóðaknattspyrnunni. Staðan i 8. riðli eftir leikinn er þessi: Grikkland 6 2 3 1 12:9 7 V-Þýzkaland 4 1 3 0 5:4 5 Búlgarfa 4 1 2 1 10:6 4 Malta 4 1 0 3 2:10 2 I 4. riðli sigraði Spánn Dan- mörku 2:0 I Barcelona, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 1:0. Spánn var aldrei i vandræðum með Danina og var sigur þeirra sizt of stór. Mörk Spánar i leikn- um gerðu Pierre og Capon. Stað- an I riðlinum eftir þennan leik er þvi þessi: Spánn 5 3 2 0 8:4 8 Rúmenia 4 1 3 0 8:3 5 Skotland 4 1 2 1 4:4 4 Danmörk 5 0 1 4 2:11 1 Sovétrikin unnu Sviss i 6. riðlin- um 1:0. Leikurinn fór fram i Ziir- ich I Sviss. Vladimir Muntyan gerði mark Rússanna á 77. min- útu. Svisslendingarnir voru frek- ar öheppnir að tapa þessum leik og áttu mörg gullin tækifæri til þess að skora. Staða i riðlinum eftir þennan leik er þessi: ÍS sterk- astir í blakinu Hraðmót Blaksambands Islands var haldið um helgina I iþróttahúsi Kennaraháskóla Islands. Leikið var 2x10 minútur og odda hryna leikin ef bæði liðin höfðu unnið hvortsina hrynuna. A laugardaginn varleikið i tveimur riðlum og komust tvö lið i úrslit úr hvorum riðli, Þróttur - 1S. Vikingur og Menntaskólinn að Laugarvatni komust i úrslitin nokkuð örugglega en þau voru leikin á sunnudaginn. Fyrst léku Þróttur og Vikingur og sigruðu Vikingar 2:1. Siðan léku IS og Menntaskólinn að Laugarvatni og vann IS 2:0. Siðan léku IS og Þróttur og unnu stúdentarnir 2:1 Næst léku ML og Vikingur og sigruðu Vikingar 2:1. Siðan sigraði Þróttur ML 2:1. Úrslitaleikurinn var siðan á milli IS og Vikinga og sigruðu stúdent- arnir i leiknum, og urðu þar með Hraðmeistarar Blaksambands tslands. Komu úrslitin fáum á óvart enda voru stúdentarnir greinilega með bezt skipulagða liðið. Lokastaðan i mótinu var þessi: IS 6 stig, Vikingur 4 stig, Þróttur 2 stig og ML ML ekkert stig. 1 kvennaflokki tóku aðeins tvö lið þátt i keppninni,Vikingur og Þróttur, og sigruðu þær fyrr- nefndu örugglega. Að lokum afhenti dr. Ingimar Jónsson for- maður Blaksambands Islands sigurvegurum bikar. ÍS sá um framkvæmd mótsins og fórst það vel úr hendi. Sovétrikin 4 3 0 1 6:4 6 írland 5 2 1 2 7:5 5 Tyrkland 4 1 2 0 4:6 4 Sviss 5 1 1 3 4:6 3 1 7. riðli — þeim sama og ís- lendingar eru i — vann A-Þýzka- land Frakkland 2:11 Leipzig. Eft- ir að staðan var 0:0 i hálfleik, tóku Frakkar forystuna — mjög á móti gangi leiksins—-með marki Batheney i byrjun þess siðari. Streich jafnaði skömmu siðar og 12minútum fyrir leikslok skoraði Vogel úr vitaspyrnu fyrir heima- liðið. Eftir sigur A-Þjóðverjanna i þessum leik er Belgia svo gott sem komið i úrslit þar eð Frakk- land þarf að vinna Belgíu með minnst þriggja marka mun til þess að A-Þýzkaland eigi mögu- leika á að komast i 8-liða úrslit Evrópukeppni landsliða. Staðan i riðlinum eftirleikinn er þvi þessi: Belgia 5 3 1 1 6:3 7 A-Þýzkaland 6 2 3 1 8:7 7 Frakkland 5 1 2 2 7:6 4 tsland 6 1 2 3 8:4 4 Island var þvi eina liðið i riðlin- um til þess að vinna A-Þýzkaland. Gary Player vann í Frakklandi Gary Player frá Suður-Afriku sigraði i Lancome golfkeppninni sem haldin var i St. NonrLabreteche i Frakklandi og lauk um helgina. Hann fór hringina fjóra á 278 höggum sem eru 10 undir pari á þessum velli. Annar var Lanny Watkins U.S.A. á 284 höggum, þriðji Spánverjinn Severiano Ballesteros á 286 höggum og Tony Jacklin varð fjórði á 287 höggum. Ilann var efstur eftir fyrri helminginn en gekk ekki sem bezt á siðasta hringnum og varð þvi að láta sér nægja 4. sæti. Player fékk 8.500 sterlingspund i verðlaun. Watkins 4.500 og Ballesteros 2.500 pund. Aðrir lilutu minni upphæðir. FH - Meistarar meistaranna Bikarmeistarar FH tóku Is- landsmeistara og nýkrýnda Reykjavikurmeistara Vikings i kennslustund i meistarakeppni HSI, i iþróttahúsinu i Hafnarfirði á laugardaginn. Strax frá byrjun leiksins höfðu FH-ingar yfirburði og lokatölur leiksins urðu 31—24 FH i vil. Þessi 7 marka sigur FH- inga var sizt of stór eftir gangi leiksins og er örugglega langt sið- an Vikingar hafa tapað með 7 mörkum fyrir innlendu liði, hvað þá að fá á sig 31 mark. FH-ingar tóku leikinn strax i sinar hendur og með hröðum og beittum sóknarleik og baráttu i vörninni náðu þéir á 20 minútum 7 marka forystu 14—7. Vikingsliðið var á þessu timabili ráðvillt og bitlaust i sinum sóknarleik, auk þess sem markvarzlan og vörnin var sem gatasigti. Vikingar náðu þó að rétta hlut sinn nokkuð á sið- ustu minútum fyrri hálfleiks, þegar FH-ingar féllu i þá gryfju að slaka á með 7 mörk i forskot. I hálfleik var staðan þvi 15—11. Seinni hálfleik byrjuðu Vik- ingar með miklum látum og virt- ust ætla að kafsigla FH-inga og eftir nokkurra minútna leik var munurinn aðeins 1 mark FH i vil, 16—15. Þá virtist sem FH-ingar vöknuðu af værum blundi. Þeir þéttu vörnina og keyrðu upp hraðann, og við það réðu Vikingar ekki og FH-ingar náðu á ný ör- uggri forystu. Var þá ekki spurn- ing um það hverjir ynnu leikinn, heldur hve stór sigur FH-inga yrði. Seinustu 10 minútur leiksins, þegar úrslit leiksins voru raun- verulega ráðin, þá leystist leik- urinn upp i hreina leikleysu. Bolt- inn gekk mótherja á milli og hending var ef sóknir liðanna stóðu lengur en eina minútu. Mik- ið var skorað af mörkum á þess- um minútum, svo að háar voru þær tölurnar á markatöflunni i leikslok, eða 31—24. Ekki stóðu þeir Vikingar undir þvi sem um þá hefur verið sagt i fjölmiðlum að undanförnu, þar sem þeim hefur verið hælt á hvert reipi. Virðist sem þreyta sé kom- in i liðið, þvi að leikmenn liðsins virkuðu þungir og svifaseinir, auk þess sem þeir sýndu leiknum lit- inn áhuga. Ekki er það góðs viti að lið séu haldin leikleiða i byrjun keppnistimabils, en Islandsmótið byrjar á miðvikudag. Litið hefur sézt til FH-inga i haust, en margir höfðu spáð lið- inuerfiðu keppnistimabili i vetur, þar sem þeir bræður Gunnar og Ólafur Einarssynir höfðu horfið af landi brott. 1 leiknum á laugar- dag sýndu FH-ingar hins vegar þannig takta, að ekki er að efa að þeir verða i baráttunni á toppnum eins og áður. Vörn liðsins var á köflum nokkuð sterk og sóknar- leikurinn þá um leið beittur og ógnandi. Hins vegar komu kaflar i leik liðsins, þar sem liðið féll niður á sama meðalmennsku- planið og Vikingar. Bezti maður liðsins var Viðar Simonarson. Þá var Guðmundur Sveinsson Fram- arinn fyrrverandi mjög ógnandi i fyrri hálfleik og er auðséð að hann kemur til með að styrkja liðið verulega. Geir Hallsteinsson hafði sig litið i frammi i leiknum Framhald á bls. 8. Svertinginn Curtis sést hér skora tvö af 26 stigum sinum i leiknum gegn Val á sunnu- dagskvöldiö. r_ r IR og Armann taplaus Fjórir leikir voru haldnir i Reykjavikurmótinu I Körfuknatt- leik um helgina i iþróttahúsi Kennarháskóla Islands. A laugardaginn léku IR og IS og Fram og Valur. IR vann stúdent- ana með yfirburðum 82-53 og Fram vann Val e^-e^. lR sýndi á köflum stórgóðan körfuknattleik og er það mál manna að þeir og Arm enningarnir verði með beztu liðin i vetur en KR-ingar verða einnig erfiðir með svertingjann Curtiss f broddi fylkingar. Fram hafði nær ávallt forystuna gegn Val og var sigur þeirra aldrei i hættu þótt þeir sigruðu aðeins með 5 stiga mun. A sunnudaginn léku Armann og Fram og vann Ármann örugglega 80-40. Ármenningar höfðu ölltök á leiknum og áttu hinir ungu Framarar aldrei mögu leika gegn hinum leikreyndu leikmönnum Armanns. Siðan léku KR og Valur og var sá leikur lengi vel mjög jafn þótt svo að KR væru nær ávallt yfir i leiknum. Nýi leikmaöurinn hjá KR — svertinginn Curtiss — lék þarna sinn fyrsta leik. Hann átti þokkalegan leik en var gætt mjög vel i leiknum en skoraði samt 26 stig i leiknum, og hirti fjöldann allan af fráköstum. Við hina Framhald á 8 angarnrir HA$-t>U BíCKÍ 'AHVófijuR OÍHu/ Uj-Q híÁUK) fStV - ^ORÍ/V/V/' AF /Vfep - Jhíu ‘a JR.Ú-ÐU ^ Einn af hinum mörgu Akureyringum i liði stúdenta, Sigfús Haraldsson rcynir hér „smash” á móti ML I Hraðmóti Blaksambandsins um helg- ina. DRAWN BY OENNIS COLLINS WRITTEN BY MAURICE DODD / S3ÆÞU &H> 'FRÁ t&SSu ef Jotfr CZZl / ... t/í-e /sAhacJ uHi' Hu&surf, PJf SKAL7 E KK' < 6EAA *A4 m9S I'IíisIjis lif PLASTPOKAVERKSMiOJA Símar 82439-82455 Vafnagörbum 4 Box 4044 - R«yk|avlk Pipulagnir 82208 Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur Möller löggildur pipulagningameistari 74717. Hafnarfjarðar Apótek Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 ’Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasimi 51600. Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 ónnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn Teppahreinsun Hreinsum gólfteppi og húsgögn i hcimahúsum og fjrirtækjum. Érum mcft nýjar vélar. Góö þjón- usta. Vanir menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 Útvarps.og sjónvarpsviðgerðir Nylon-húðun Kvöld og heig- arþjónusta. 10% afstáttur til öryrkja og aldr- Húðun á malmum með RILSAN-NYL0N II abra. SJÓNVARPS- VIÐGERÐIR Skúlagötu 26 — slmi 11740. Nælonhúðun h.f. Vesturvör 26 Kópavogi — sími 43070 // Kasettuiönaöur og áspilun, \\ Dúnn | ( fyrir útgefendur hljómsvcitir, | l l kóra og fl. Leitiö tilboöa. )l i GlflEIIBflE \\ Mifa-tónbönd Akureyri // \\lPósth. 631. Slml (96)22136 /ími 84900 T-þe TTILISTINN T-LISTINN ER inngreyptur og þolir alla veðráttu. T-LISTINN A: úlihuröir svalahurðir hjaraglugga og vcltiglugga CtugonsmtOlan T JA- - Simi 38.-20

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.