Alþýðublaðið - 14.10.1975, Page 9

Alþýðublaðið - 14.10.1975, Page 9
ENSKI BOLTINN i X T P' 3fc ■4z, A Liverpool bankar upp á hjá toppliðunuin Efstu liðin i 1. deildinni á Eng- landi unnu öll leiki sina á laugardaginn, en ekki voru sigrar þeirra fyrirhafnarlitlir. Q.P.R. sigraði Everton stórt á Loftus Road i Lundunum 5:0, en þau úrslit segja ekki rétt til um gang leiksins. Eftir að Don Givens — irski landsliðs- maðurinn — hafði skorað eftir aðeins 46 sekúndur átti Liverpool-liðið tvö gullin tækifæri til þess að jafna metin, en Bob Latchford gerði sig sekan — aldrei þessu vant — umað brenna af góðum tækifær- um En það er von að sfikt sóknarlið eins og Shepard’s Bush-liðið gefi stundum færi á sér i vörninni, þvi liðið hefur sóknarknattspyrnu á dagskrá hjá sér meir en nokkurt annað félag, enda eru i framlinu liðsins allt leiknir og reyndir knattspyrnusnillingar. Don Masson, sem þykir nú nokkurn veginn öruggur i skozka landsliðið i fyrsta skiptið — en hann er 29 ára gamall — gerði annað mark Lundúnaliðsins, og þannig var staðan i hálfleik. Sóknarknattspyrnan hélt áfram á báða bóga i þeim siðari, en sóknir Q.P.R.-liðsins voru þyngri og betur útfærðar. Út- herjinn Dave Thomas — sem félagið keypti frá Burnley — var iðinn við að skapa samherjum sinum tækifæri og um miðjan seinni hálfleik lét vörn Everton loks undan og flóðgáttirnar opn- uðust að nýju. Þá gerði lands- liðsfy rirliði Englands, Gerry Francis, tvö mörk og Dave Thomas eitt áður en dómarinn flautaði til leiksloka. Þar með er Q.P.R. orðið efst á markatölu. Manchester United sótti tvö dýrmæt stig til Elland Road i Leeds þegar þeir sigruðu heimamenn 2:1. Ekki getur þessi sigur Old Trafford-liðsins talizt sanngjarn, þvi Leeds var sterkara liðið i leiknum, einkum þó i siðari hálfleik. Norður-irski landsliðsmaðurinn Sammy Mcllroy skoraði bæði mörk Manchester i leiknum, sitt i hvorum hálfleik, en Alan Clark skoraði mark Leeds rétt fyrir leikslok. Bæði mörk Manchester voru skoruð af löngum færum, og annað var ekki skot heldur fyrirgjöf sem Steward i marki Leeds missti aftur fyrir sig. Paul Madeley áttu báðir stórgóð tækifæri i siðari hálfleik en mis- tókst báðum illilega. Það er staðreynd að Manchester-liðinu hefur yfirleitt gengið mjög vel gegn Leeds i Leeds og ekki breytist það á laugardaginn. Þar með misstu Leeds-menn af góðu tækifæri til þess að komast i eitt af þremur efstu sætum. West Ham er of gott lið til þess að tapa tvisvar á heimavelli i röð, lét sér að kenningu verða tapið gegn Everton laugar- daginn þar á undan — og sigraði nú Newcastle 2:1. Ekki var sig- urinn þó sannfærandi þvi „Tyneside” liðið átti ágætis leik og hefðu alveg eins getað hirt annað stigið. Ungur nýliði Alan Curbishley skoraði fljótlega fyrsta mark leiksins fyrir Lundúnaliðið og þannig var staðan i hálfleik. Curbishely lék þarna sinn fyrsta 1. deildarleik og skoraði mark sitt með nær fyrstu spyrnu sinni i leiknum. Góð byrjun það hjá honum og er óefað að menn eigi eftir að heyra meir um þennan unga leikmann i framtiðinni, en hann hefur leikið með unglingaliði Englands. Pat Howard jafnaði fyrir „Tynsiders” fljótlega i siðari hálfleik en hetjan frá siðasta bikarúrslitaleik á Wembley Allan Tylor skoraði sigurmark West Ham um miðbik seinni hálfleiks. Þar með eru Lundúnaliðin tvö West Ham og Q.P.R. ásamt Manchester United kominn með tveggja stiga forskot á næstu lið, sem eru Liverpool og Derby með 15 stig. West Ham hefur þó leikið einum leik færra heldur en Q.P.R og Manchester. Úrslit leikja i 1. og 2. deild eru sem hér segir: 1. deild Arsenal — Coventry 5:0 Aston Villa ^-Tottenham 1:1 Leeds — Manch Utd 1:2 Leicester —Middlesbrough 0:0 Liverpool —Birmingham 3:1 Manch City — Burnley 0:0 Norwich — Derby 0:0 QPR —Everton 5:0 Stoke — Ipswich 0:1 West Ham — Newcastle 2:1 Wolves — Sheff Utd 5:1 2. deild Balckburn R —WBA 0:0 Blackpool — Portsmouth 0:0 Bristol C —Charlton 4:0 Carlisle —Luton 1:1 Fulham — Notth For. 0:0 Hull — Bristol R 0:0 Notts County — Oxford 0:1 Oldham —York 2:0 Plymouth — Bolton 2:3 Southamton — Chelsea 4:1 Sunderland —Orient 3:1 Arsenal gerði orð knatt- spyrnugagnrýnenda — sem sagt höfðu að liðið væri á hraðri niðurleið — að engu þegar þeir beinlinis kafsigldu lélegt Coventry-lið á Highbury i Lundúnum á laugardaginn. Allt gekk hjá Lundúna-liðinu og þegar flautað var til markhlés sýndi markataflan 4:0 fyrir heimamenn. Cropley gerði tvö markanna, Kidd og Ball hin. Brian Kidd bætti svo þvi fimmta við, þegar nokkuð var liðið á siðari hálfleik og sneypa Coventry-liðsins hefur ekki verið meiri á þessu keppnis- timabili. Það furða sig allir og meira að segja leikmenn Coventry sjálfir hversu mis- tækir þeir eru, stundum gengur allt i haginn en þess á milli tekst bókstaflega ekkert. Tottenham Hotspur sótti dýr- mætt stig til Villa Park i Birmingham þegar þeir náðu að jafna 1:0 forystu heimaliðsins og vera samt einum færri, þvi Terry Naylor var rekinn af leik- velli snemma i siðari hálfleik. John Pratt — miðjumaðurinn ötuli — jafnaði fyrir Lundúnar- liðið rétt fyrir leikslok. Þetta var fjórði jafnteflisleikurinn hjá Tottenham i röð. Leicester og Middlesbrough skildu jöfn á Filbert Strett á laugardaginn, þar sem ekkert mark var skorað. Leikurinn var fremur viðburðasnauður, en Leicester átti þó ivið meira i leiknum án þess að knýja fram sigur. Liverpool átti i litlum erfið- leikum með Birmingham á Anfield Road i Liverpool eins og búizt var við. Welski landsliðs- maðurinn John Toschac skoraði öll mörk liðsins, i 3:1 sigri. Þetta er annað „hat trick” Toschak á skömmum tima en hann gerði einnig þrjú mörk gegn Hibernian i U.E.F.A. keppninni um daginn. Liverpool er nú komið mjög nærri toppn- um og hafa aukþessleikiðeinum leik færra heldur en Manchester United og Q.P.R. Siðan Birmingham komst upp i 1. deild 1972 hefur Liverpool ávallt sigrað þá örugglega. Bob Hatton skoraði eina mark gestanna i leiknum. Manchester City gekk ekki sem best gegn Burnley á Maine Road i Manchester, þvi þó þeir sæktu meiri hlutann af leiknum tókst þeim aldrei að kljúfa vörn Burnely-liðsins, sem Keith Newton-gamli landsliðsbak- vörðurinn frá Everton — stjórnaði með miklum glæsibrag ásamt Colin Waldron. Leikurinn endaði þannig að ekk- ert mark var skorað og er það langt siðan að hin rómaða framlina Manc. City gerir ekki mark á heimavelli. Norwich City sótti meir i fyrri hálfleik gegn Derby en tókst eigi að skora. Þá fór markakóngur 1. deildarinnar Ted MacDougall illa með gott tækifæri aldrei þessu vant. 1 siðari hálfleik snerist dæmið svo við. Þá sóttu meistararnir öllu meira án þess þó að koma knettinum inn fyrir marklinuna. Leiknum lauk þvi með markalausu jafntefli og geta bæði liðin verið ánægð með stig út úr þessari baráttu. Ipswich var heppið að hljóta bæði stigin út úr viðureigninni gegn Stoke City á heimavelli þeirra siðarnefndu, en þeir máttu þó við þvi að vera heppnir einu sinni svona til tilbreytingar. N-irski landsliðs- maðurinn Brian Hamilton skoraði eina márk leiksins um miðjan fyrri hálfleik. Úlfarnir gersigruðu gjörsam- lega niðurbrotið Sheffield lið, sem að sögn enskra iþrótta- fréttaritara getur varla komið i veg fyrir fall niður i 2. deild. Byrjunin var mjög slök hjá báðum liðumog einkenndist hún af taugaóstyrk leikmanna. En þegar John Richards skoraði fyrsta mark úlfanna þá breyttist leikur heimamanna til hins betra og þeir bókstaflega kafsigldu Sheffield-liðið, og hefði sigurinn allt eins getað orðið helmingi stærri. John Richards og Ken Hibbitt gerðu tvö mörk hvor og Willie Carr eitt.Mark Sheffield gerði John Flynn. Alex Cropley — til hægri á myndinni — gerði tvö mörk fyrir Arscnal á laugardaginn gcgn Coventry. Fjögur efstu liðin i 2. deild léku öll á heimavelli á laugar- daginn. Sunderland og Bristol City unnu bæði örugglega. Fulham náði aðeins jafntefli og Notts County tapaði óvænt. Southampton nálgast nú óðfluga toppinn og er rétt að fylgjast náið með þeim i framtiðinni. Staðan i 1. og 2. deild. QPR 12 6 5 1 21: :8 17 Manch Utd 12 7 3 2 20: : 10 17 West Ham 11 7 3 1 18: : 11 17 Liverpool 11 6 3 2 18 : 10 15 Derby 12 6 3 3 16: : 15 15 Leeds 11 6 2 3 16: : 12 14 Middlesb. 12 5 4 3 12: : 10 14 Manch City 12 5 3 4 18: : 10 13 Everton 11 5 3 3 16: 16 13 Norwich 12 4 4 4 20: 20 12 Stoke 12 5 2 5 13: : 13 12 Aston Villa 12 4 4 4 12: 16 12 Arsenal 11 3 5 3 15: 11 11 Coventry 12 4 3 5 15: 15 11 Ipswich 12 4 3 5 10: 12 11 Newcastle 12 4 2 6 22: 20 10 Burnley 12 2 5 5 14: 20 9 Tottenham 11 1 6 4 14: 17 8 Birmingham 12 3 2 7 17: 22 8 Wolves 12 2 4 6 12: 19 8 Leicester 12 0 8 4 10: 19 8 Sheff.Utd 12 1 1 10 6: 27 3 2. deild Sunderland 12 8 2 2 20: 9 18 Bristol C 12 7 3 2 25: 13 17 Bolton 11 6 3 2 22: 12 15 Fulham 11 6 3 2 17: 8 15 Notts C 11 6 3 2 11: 9 15 Southamton 10 6 2 2 20: 10 14 Oldham 10 5 3 2 16: Í4 13 Blackpool 11 4 4 3 12: 12 12 Bristol R 10 3 5 2 11: 9 11 Hull 11 4 2 5 8: 10 10 Luton 10 3 3 4 12: 10 9 Chelsea 12 2 5 5 11: 17 9 Charlton 10 3 3 4 8: 16 9 Plymouth 10 3 2 5 10: 13 8 Orient 11 2 4 5 7: 11 8 Oxford 11 3 2 6 11: 18 8 WBA 10 1 6 3 6: 14 8 Blackburn 10 2 3 5 9: 11 7 York 10 2 3 5 10: 13 7 Notth For 10 2 3 5 9 12 7 Carlisle 11 2 3 6 10: 17 7 Portsmouth 10 1 5 4 6: 13 7 Celtic komst upp i efsta sætið i skozku aðaldeildinni á laugar- daginn, þegar liðið vann góðan sigur yfir Aberdeen á útivelli. Kenny Daglish og Dixie Deans gerðu mörk Celtic. Rangers tapaði óvænt fyrir Ayr United 3:0 og við það skauzt Celtic upp i 1. sæti. Annars er staðan þannig i skozku aðaldeildinni. Celtic 7 5 1 1 15- 7 11 Rangers 7 4 2 1 6- 5 10 Hibernian 7 3 2 2 9- 7 8 Ayr 7 3 1 3 10- 9 7 DundeeUtd. 7 3 1 3 9- 8 7 Motherwell 7 15 1 9-9 7- Hearts 7 2 2 3 8-11 6 Dundee 7 2 2 3 11-15 6 Aberdeen 7 12 4 11-14 4 St. Johnstone 7 2 0 5 9-14 4 Reykjanesmótið í handknattleik Fjórir leikir i Reykjanesmótinu i handknattleik voru leiknir i tþróttahúsinu i Hafnarfirði á sunnudaginn. FH vann Viði 44:18, Afturelding vann Breiðablik 27—19, Haukar unnu Keflvikingana 31—16 og Akranes vann Stjörnuna 18—12. FH-ingar eru nú efstir i riðlinum sem þeir eru i með 4 stig, en þeir eru i riðli með Viði, Aftureldingu, Breiðabliki og Gróttu. Haukar eru efstir i hinum riðlinum með 4 stig en hin liðin eru Keflvikingar, Akranes, Stjarnan og HR. Það er litil reisn yfir Reykja- nesmótinu að þessu sinni og fáir áhorfendur 'láta þar sjá sig. Astæðan fyrir þvi, er einfaldlega sú að of mikill munur er á 1. deildarliðunum FH, Gróttu og Haukum og svo aftur 2. og 3. deildarliðunum, eins og úrslit leikja bera greinilega með sér. Æfingin sem t.d. 1. deildarliðin fá út úr þessu móti er minni en eng- in, þvi að leikmenn eiga erfitt með að halda áhuga sinum á leiknum þegar lokatölur eru t.d. 44—18. Nauösynlegt er að breyta riðla- skiptingunni, þannig að tveir riðl- ar séu skipaðir, og séu sterkari liðin i öðrum og þau veikari i hin- um. Með þannig fyrirkomulagi væri öruggt að jafningjar mætt- ust, en ekki handboltamenn á mjög svo mismunandi getustigi. Japan vann Kína í frjálsum Japanir sigruðu Kinverja nokk- uð örugglega i frjálsum iþróttum ITokyo um helgina. Japanir hlutu 116,5 stig en Kinverjar 81.5. Þótt þessi stórveldi ættust við náðist ekki góður árangur ihinum ýmsu greinum og var það aðeins i einni grein sem Olympiulágmark náð- ist, en það var i stangarstökki. í þvi stökk Itsuo Takanezawa 5.31 metra og setti um leið nýtt jap- anskt met. Gamla metið var 5.20. Vel gekk hjá íslendingunum f Belgíu Úrslit i belgisku deildarkeppn- inni á laugardaginn voru mjög hagstæð Islendingunum Asgeiri og Guðgeiri, þvi bæði lið þeirra unnu 3:0 á útivelli. Báðir skoruðu þeir mark og áttu mjög góðan leik. Annars urðu úrslit leikja i Belgiu þessi: Anderlecht-Ostendi 1:0 La Louviere-Malinois 4:4 Racing Malines-St. Lieges 0:3 Liegeois-Molenbeek 1:2 Lierse-Beringen 5:1 Beveren-Brugeios 2:0 Brugge-Lokeren 2:0 Waregem-Antwerpen 0:0 Berchem-Charleroi 0:3 M/S Esja fer frá Reykjavik föstu- daginn 17. þ.m. austur um land í hringferð. Vörumóttaka: miðviku- dag og fimmtudag til Austfjarðahafna, Þórs- hafnar, Raufarhaf nar, Húsavíkur og Akur- eyrar. AAánudagur 13. október 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.