Alþýðublaðið - 21.10.1975, Side 5

Alþýðublaðið - 21.10.1975, Side 5
Sjálfstæðisbaráttan í Mosambique Þjóöarleiötogi Mozambique, Samora Moises Michel, ávarpar Ibúa sveitaþorps áriö 1973 þegar átökin stóöu sem hæst milli Portúgals- Það er að ýmsu leyti athyglis- vert að virða fyrir sér umsagnir og frásagnir blaðamanna, þing- manna og fjármálamanna, sem heimsóttu Mozambique, Angólu og Guineu-Bissau meðan sjálf- stæðisbarátta þessara landa stóð sem hæst og reyndar alveg fram til hins siðasta. Það dylst engum sem lesa frásagnir þessara manna að þeir voru yfirleitt með lifið i lúkunum, hvort sem það var nú meðvitað eða ómeðvitað. En allflestir áttu þessir menn það sameiginlegt að þeir lögðu sig fram við að réttlæta portúgalska nýlendustefnu. Þetta voru lofgerðarrollur um portúgalst réttlæti, um- hyggju herraþjóðarinnar fyrir velferð frumstæðranegra i hinni svörtustu Afriku. Stefna Caetano-stjórnarinnar i kyn- þáttamálum þar sem algert bann var lagt á almenn og eðlileg sam- skipti svartra manna og hvitra var einnig hafin upp til skýjanna, sem hið eina rétta. Hviti maður- inn var þannig æðri og meiri en hinn svarti, sem i raun og veru lifði og hrærðist i annari veröld. Siðast en ekki sist vekur það nokkra athygli i ummælum þess- ara manna, að þeir leggja allir á- herzlu á fánýti sjálfstæðisbaráttu innfæddra manna, sem eins og þeir segja, hljóti að enda með þvi að stjórnvöld (herraþjóðin) bindi enda á þessi átök og komi á friði i landinu. Þetta var rödd fjölmiðla frá þessum nýlendum um langt skeið. Og i Portúgal var þessari stefnumörkun yfirleitt vel tekið. Um alla V-Evrópu var stjórnar stefnu Caetanos hrósað og stjórn- völd ýmissa þessara rikja lögðu sig mjög fram við að aðstoða Portúgal i baráttunni gegn sjálf- stæðisbaráttu hinna innfæddu. Natórikin, er þarna áttu hlut að máli munu sennilega seint geta hreinsað sig af þeirri smán að hafa þannig stutt i blindni póli- tiskar aðgerðir gegn heiðarlegri sjálfstæðisbaráttu undirokaðra þjóða. Eftir að byltingin var gerð i Portúgal og ljóst var að nýlendu- stefnunni yrði aflétt fór brátt að koma nýtt hljóð i strokkinn. Fyrst stjórnar og FRELIMO. i stað var eins og fréttirnar frá nýlendunum hefðu orðið fyrir ein- hverjum meiriháttar truflunum á leiðinni, en þegar menn fóru að skilja hvað hafði raunverulega gerst leið ekki á löngu þar til ný fréttastefna var tekin upp. Svo aftur sé vikið að þvi tima- bili i nýlendusögu þessara rikja, fram að byltingunni i Portúgal, er einnig athyglisvert, að kristnir trúboðar voru einmitt meðal þeirra fáu Evrópumanna, sem stóðu uppi i hárinu á valdhöfun- um og reyndu að mótmæla órétt- lætinu sem hinir innfæddu voru beittir. í átökunum i Angólu 1961 var t.d. ljóst að kristnir trúboðar voru mjög almennt settir á bekk með róttækustu uppreisnaröflun- um, og það að visu ekki að á- stæðulausu. í Mozambique gerðist það svo tiu árum siðar að kristnir trúboðar, sem rekið höfðu margskonar starfsemi i landinu, mótmæltu opinberlega þvi óréttlæti sem stjórnvöld beittu hina innfæddu. Lýstu sam- tök trúboða þvi þá yfir að ógjör- legt væri að reka sjúkrahús og hjálparstofnanir i landinu vegna óeðlilegrar ihlutunar stjórnvalda. Arið 1973 komu trúboðar þvi á framfæri við heimspressuna að fjöldamorð hefðu verið framin af portúgölskum valdhöfum i þorpinu Wiriamu i Mozambique. 1 bók sem nýlega er komin út i London, Mozambique, Memoirs of a Revolution, eftir John Paul, greinir frá þvi að FRE- LIMO-samtökin hafa haft ná- in samskipti við trúboðana i land- inu. í bókinni kemur fram að FRELIMO-samtökin hafi t.d. alltaf látið trúboðsstöðvarnar vita um hættuleg jarðsprengju- svæði og virt að fullu starfsemi trúboðanna, sem margir hverju tóku virkan þátt i réttlætis- og sjálfstæðisbaráttu fólksins gegn 'pórtugölsku ofbeldi. Að visu fengu trúboðarnir, margir hverjir að kenna á aðgerðum PIPE leyniþjónustunnar portúgölsku. Þar sem stjórnin taldi að sam- skiptin við FRELIMO væri of ná- in voru yfirleitt gerðar tilheyr- andi ráðstafanir. Sumsstaðar voru heilar trúboðsstöðvar lagðar i rúst, forstöðumenn þeirra og starfsfólk pyntaðir og allir þeir sem einhver samskipti höfðu við FRELIMO voru grunaðir um græsku. I bókinni er greint á athyglis- verðan hátt frá starfi FRELIMO, sem i rauninni var velskipulögð sveit þjóðernissinna i þess orðs bestu merkingu. Frelsishreyfing- in átti öruggan hljómgrunn hjá öllum almenningi I landinu og er athyglisvert, samkvæmt frásögn bókarinnar, hve portúgölskum ráðamönnum mun hafa mistekizt algerlega að afla sér traustra stuðningsmanna og forystu- manna meðal hinna innfæddu i landinu. Þvi miður mun raunin hafa verið önnur i fjölmörgum öðrum nýlendum Afriku, þar sem valdhafanum tókst oft að tryggja sér stuðning þröngs hóps manna sem gegndu forystuhlutverki á hinum ýmsu sviðum. Fylgist með vöruverði 25 DÆMI um vöruverð hjá KRON Niðurs. bl. ávextir 1/1 d. kr. 265,— Cornflakes, 500 gr. kr. 245,— Niðurs. ferskjur, l/i d. — 210,— Coco Puffs, 1 pk. — 214,— Niðurs. perur 1/1 d. — 210,— Sheerios, 1 pk. — 155,— Two fruits l/l d. — 247,— Súpujurtir, 200 gr. — 386,— Ananas, 600 gr. — 255,— Fjallagrös, 1 pk. — 50,— Jarðarber, l/l d. — 270,— River Rice, 1 pk. — 95,— Rúgmjöl, 5 kg. — 420,— W.C. pappír 24 rúllur — 1344,— Haframjöl, 1 kg. — 108,— Royko súpur, 1 pk. — 42,— Sólgrjón, 1 kg. — 167,— Vex þvottaefni, 3 kg. — 566,— Rauðkál, 590 gr. dós — 233,— Hunang, 450 gr. — 177,— Co-op ræstiduft, 510 gr. — 44,— Kaffi, 1 pk. — 120,— Cirkel Caco, 500 gr. — 287,— Vex þvottal. 3,8 1. — 455,— Appelsínusafi, 2,2.1. — 573,— Þvol, þvottal., 2,2 1. — 276,— MATVORU- AAARKAÐUR Langholtsvegi 130 Rödd jafnaðarstefnunnar Jafnréttisbarátta Sú ákvörðun islenzkra kvenna að taka sér fri frá störfum þann 24. okt. nk. hefur átt sivaxandi stuðningi að fagna. Hér er ekki um að ræða venjulegt verkfall eins og við þekkjum úr kjara- baráttu atvinnustétta heldur ráðstöfun, sem þjónar tviþættum tilgangi. Annars vegar vilja konurnar sem fyrir aðgerðunum standa, vekja kynsystur sinar ekki aðeins til vitundar um stöðu kvenna i samfélaginu heldur ekki siður til vitneskju um, hvað konurnar sjálfar geta gert til úrbóta i krafti samstöðu og samheldni. Þannig má segja, að kvennafriið sé i aðra rönd- ina nokkurs konar liðskönnun meðal kvenþjóð- arinnar. Hinn tilgangur kvenna,,verkfallsins” er sá að vekja athygli stjórnvalda og almennings á rétt- arstöðu kvenna i samfélaginu og hversu mikið djúp er staðfest milli réttinda þeirra annars vegar og þeirra starfa og kvaða, sem þjóðfélag- ið leggur á þær. Það er þvi fjarri lagi, að kvennafriið sé eitthvert gamanmál, eins og sumir virðast halda. Hér er um fullkomið al- vörumál að ræða — jafnréttisbaráttu, sem á ekki siður við varðandi stöðu kynjanna en hvað varðar einstakar atvinnustéttir i samfélaginu. Það er eins á Islandi og i öllum öðrum löndum þar sem sagt er, að konur njóti jafnréttis á við karla, að það jafnrétti er i orði en ekki á borði. Það er engin tilviljun, að hin svonefndu „kvennastörf” i atvinnulifinu eru verst launuðu störfin. Það er engin tilviljun, að i hópi sveitarstjórnarmanna og alþingismanna eru aðeins örfáar konur. Það er engin tilviljun, að húsmóðurstörfin eru einu störfin, sem samfé- lagið ekki metur til verðs og þar af leiðandi njóta húsmæður engra þeirra félagslegra rétt- inda, sem aðrar starfsstéttir njóta. Þannig mætti lengi telja. Allt ber þetta að einum og sama brunninum: samfélagið er tregt til þess að viðurkenna gildi þeirra starfa, sem kvenfólk vinnur, það er tregt til þess að viðurkenna hæfni þeirra til að taka að sér störf á vettvöngum, þar sem karlmenn hafa haslað sér völl og það er tregt til þess að veita þeim sömu réttindi og karlmenn hafa. Þetta viðhorf til kvenþjóðarinnar gegnumsýr- ir allt samfélag vort oghefur m.a. mótandi áhrif á allt uppeldi barna frá þvi löngu áður en þau komast til vits og þroska. Auðvitað hefur sú stað reyndhaft sin áhrif á viðhorf kvenna. Þær van- treysta sér vegna þess að samfélagið hefur inn- rætt þeim það frá unga aldri. Til þess að ná ár- angri i jafnréttisbaráttu sinni þurfa konurnar þvi fyrst að vinna sigur á sjálfum sér — þ.e.a.s. á þvi viðhorfi, sem þeim hefur verið innrætt. Það eru þær nú að gera i sivaxandi mæli og það er vel. Jafnréttisbarátta kvenna á skilið að fá stuðn- ing allra þeirra, sem berjast fyrir svipuðum eða sömu markmiðum. Alþýðublaðið vonar, að 24. október nk. verði timamótadagur i jafnréttis- baráttu á íslandi og styður einhuga þær konur, sem fyrir þvi berjast. Þriðjudagur 21. október 1975 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.