Alþýðublaðið - 21.10.1975, Síða 6

Alþýðublaðið - 21.10.1975, Síða 6
Watergate komiö í gagnið Bíóin Þaö hefur veriö sagt aö ekkert hafi reynztHollivúdd jafn mikil blessun og heimsstyrjöldin siöari og ef dæma skal eftir þeirri tæplega ársgömlu mynd, sem Háskólabió sýnir okkur um þessar mundir, Sér grefur gröf þótt grafi... meö Jams Coburn vestraleikara i aðalhlut- verki, þá kann svo að fara að Water- gatemálið bandariska muni gagna kvik- myndahandriturum um allnokkra hrið. The Internecine Projecter framleidd og skrifuö af Barry Levenson, að þvi er virðist upp úr fréttum siðustu tveggja ára. Robert Elliot (Coburn) er á uppleið i valdakerfinu og viröist vera að nálgast svipaða valdastöðu og Kissinger hefur. Hann hefur komið sér upp neti hand- langara, en hefur sjálfur notið halds og trausts amerisks auðhrings. Þegar toppstaðan nálgast þarf að koma að- stoðarmönnunum fyrir kattarnef, og það sem Nixon mistókst ætti Kissinger að takast, þvi hann er klókur, gáfaður og valdafikinn prófessor — eða var það Elliot? Alla vega, það er forvitinn blaða- maður (kona) með i spilinu og eftir for- múlunni ætti hún að koma upp um pró- fessorinn. En það væri synd að ljúka svo skemmtilega upp byggðri mynd að skilja ekki eftir hjá áhorfandanum þann grun, að auðhringurinn, ITT, eða hvað hann nú heitir i raunveruleikanum eða sögunni eigi sterkari tök i Kissinger eða Elliot. Og þar sem Watergatemálinu er ekki enn lokið, er aö sjálfsögðu ekki hægt að gera annað en láta imyndunar- aflið um endinn. Mynd þessi er reyndar brezk, og dável gerð og hæfilega spennandi — en minnir óneitanlega að allri gerð fremur á sjón- varpsþátt en kvikmynd. En hver veit nema i kjölfarið fylgi nokkrir sjón- varpsþættir um hliðstætt efni. Spánn og Portúgal efst á baugi SJónvarp Sjónvarp í kvöld kl. 22.20 / 1 sjónvarpinu i kvöld klukkan 22:20 verður Sonja Diego með þáttinn „Utan úr heimi”, og fjallar hann um erlend málefni, sem eru ofarlega á baugi um þessar mundir. Að þessu sinni verður fjallað um Spán, og þá aðallega Bask- ana og birtar myndir úr Baskahéruöun- um. Einnig verður fjallað um Portúgal, og I þvi sambandi verður talað við Birnu Þórðardóttur og Jóhönnu Kristjónsdótt- ur, en þær voru i Portúgal ekki alls fyrir löngu. Að lokum verður fjallað um á- standið i Libanon, og aðeins skyggnzt inn i baksvið hlutanna þar. Richard Burton les Ijóð Utvarp (Jtvarp i kvöld kl. 23:00 I þættinum ,,A hljóöbergi” sem verð- ur á dagskrá útvarpsins i kvöld klukkan 23:00, er fjallað um verk eftir tvö ensk miðaldaskáld. Verk þessi voru flutt i fyrsta þættinum ,,Á hljóðbergi” i vetrarbyrjun árið 1965, og er þetta þvi tiu ára afmæli þáttarins. Fyrra verkið er eftir Geoffrey Chauc- er, og heitir það „The pilagrims pro- gress”. Bók þessi f jallar um gáskafullar og makalausar sögur sem pilagrimarnir segja á ferð sinni, þar sem hver pila- grfmur segir eina sögu. t þættinum i kvöld er ein af þessum sögum lesin, og heitirhún „The Miller’s Tale”, eða saga málarans, og er það mjög skemmtileg frásögn. Söguna les Stanley Holloway. Siðara atriði þáttarins er ástaljóð eftir John Donne. Donne var uppi á svipuðum tima og Chaucer, en mjög ólikur, þar sem hann vareinn mestiprestur Breta á þeim timum og mikill predikari. Donne byrjaði sem kirkjunnar þjónn nokkuð seint, og lifði hann þvi veraldlegu lifi þar á undan, og eru ástakvæði hans runnin frá þeim timum, en þau eru ein- hver þau fallegustu ástakvæði sem sam- inhafa veriö. Lesandi kvæðanna er hinn frægi leikari Richard Burton, og gerir hann það sérstaklega vei. Björn Th. Björnsson, umsjónarmaður Hljóöbergs. Björn Th. Björnsson listfræðingur, sem er umsjónarmaður þáttarins tjáði okkur það að töluvert væri keypt af þeim plötum sem i þáttinn eru spilaðar, eftir að þær hafa heyrzt i honum, þar sem þær væru margar alveg sérstakar. Útvarp Þriðjudagur 21. október 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnannakl. 8.45: Björg Árnadóttir les sög- una „Bessi” eitir Dorothy Can- field i þýðingu Silju Aðalsteins- dóttur (14). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Morgunpoppkl. 10.25. Hljómplötusafnið kl. 11.00: Endurtekinn þáttur Gunnars Guðmundss. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 í léttum dúr. Jón B. Gunn- laugsson sér um þátt með blönduðu efni. 14.30 Miðdegissagan: ,,A fullri ferð” eftir Oscar Clausen. Þor- steinn Matthiasson les (6). 15.00 Miðdegistónleikar: islensk tónlist. a. „ömmusögur”, hljómsveitarsvita eftir Sigurð Þórðarson. Sinfóniuhljómsveit tslands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. b. Lög eftir Hallgrim Helgason. Guðrún Tómasdóttir syngur. Elias Daviðsson leikur á pianó. c. Balletttónlist eftir Ama Björnsson úr „Nýársnótt- inni”. Sinfóniuhljómsveit ís- lands leikur, Páll P. Pálsson, stjórnar. d. Lög eftir Björgvin Guðmundsson, Askel Snorra- son, Stefán Agúst Kristjánsson og Jóhann ó. Haraldsson. Sigurveig Hjaltested syngur, Ragnar Björnsson leikur á planó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Litli barnatiminn. Soffia Jakobsdóttir sér um timann. 17.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þáttur úr sögu borgar- skipulags. Liney Skúladóttir arkitekt flytur siðara erindi sitt. 20.00 Lög unga fólksins. Sverrir Sverrisson kynnir. 21.00 Crerlendum blöðum.Ólafur Sigurðsson fréttamaður tekur saman þáttinn. 21.25 Sinfónia nr. 4 f G-dúr op. 88 eftir Dvorák. Columbia-sin- fóniuhljómsveitin leikur, Bruno Walter stjórnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Kjarval” eftir Thor Vil- hjálmsson. Höfundur les (4). 22.35 Skákfréttir 22.40 Harmonikulög 23.00 A hljóðbergi. a. „The Mill- er’s Tale eftir Geoffrey Chauc- er. Stanley Holloway les. b. Astarlóð eftir John Donne. Richard Burton les. Dagskrá þessi var flutt i fyrsta þættinum A hljóðbergi i vetrarbyrjun 1965. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. Sjjónvarp 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Lifandi myndir Þýskur fræðslumyndaflokkur. Þýðandi Auður Gestsdóttir. Þulur Ólafur Guðmundsson. 20.50 Þingmál Þáttur um störf alþingis, sem fyrirhugað er að birtist annan hvern þrlðjudag i vetur. Umsjónarmenn eru hinir sömu og Þingvikunnar i fyrra: Björn Teitsson og Björn Þor- steinsson. 21.30 Svona er ástin Bandarísk gamanmyndasyrpa. Þýöandi Jón O. Edwald. 22.20 Utan úr heimi Þáttur um erlend málefni ofarlega á baugi. Umsjónarmaður Sonja Diego. 23.00 Dagskrárlok. Jón Ólafsson, lögfræðingin:: ooo Almenningur undrast þá geig- vænlegu dýrtiðaröldu, sem und- anfarið hefur skollið yfir þjóðina. Þetta er bein afleiðing af aðgerð- um stjórnvalda. Gengisfellingar þær, sem rikis- stjórn og Seðlabanki gerðu 2. september 1974 og 14. febrúar 1975 voru svo geypilega miklar, að þær hlutu að hafa stórkostleg áhrif á allt verðlag i landinu. Þetta kemur bert i ljós við sam- anburð á gjaldeyriskaupum fyrir og eftir gengisfellingarnar. 1 ágúst 1974 kostuðu 1000 danskar krónur 16.346.50 islenzkar. 1 mai 1975 kostuðu 1000 danskar krónur 27.206.50, en það er hækkun, sem nemur kr. 10.860.00 islenzkum og það verður 66,436% hækkun á um- ræddum 1000 dönskum krónum. Þessi samanburður er i fullu samræmi við útreikning i Hagtið- indum Nr. 10/1974 og nr. 7/1975. I fyrra tilvikinu er talið, að hækkun erlends gjaldeyris hafi yfirleitt numiö 41,41% og í siðara tilvikinu 25,02% — þ.e. samtals 66,43%. Ég vek athygli á þvi, að hér er um hrein gjaldeyriskaup að ræða (samanburð), en áhrif á verðlag i landinu verða enn voldugri þegar um kaup á erlendri vöru til lands- ins er að ræða. Verðrýrnun sparifjár að 2/3 - Með gengisfellingunum er sparifé almennings lækkað að verðgildi sem samsvarar verð- hækkun erlenda gjaldeyrisins, þ.e. 66,43% (raunar mætti telja þetta 2/3 hluta, 66,66%, mismun- urinn er svo litill). Þetta er svo stórkostlegt verðhrun sparifjár- ins, að undrun sætir og sparifjár- eigendur eru svo grátt leiknir, að þvi verður ekki með orðum lýst. Ég vil benda á það almenningi til fróðleiks og yfirvegunar, að spariinnlán landsmanna voru tal- in nema um 26,6 milljörðum haustið 1974 (Hagtiðindi). Verð- lækkun þessa fjármagns við gengisfellingarnar nemur 17,67 milljörðum króna. Allir eru sammála um, að sparifjárinnistæður séu eign. Skerðing þessara eigna er þvi stórfelld eignaupptaka. Sam- kvæmt lögum nr. 10 frá 29. marz 1961 er Seölabanki Islands eign rikisins og hefur rikið falið bank- anum seðlaútgáfuna, sbr. 6. og 7. gr. laganna. Bankaseðiller i senn skuldaviðurkenning rikisins og löggiltur gjaldmiðill hvar sem er i rlkinu i öllum almennum fjár- málaviðskiptum. 1 trausti þess, að rlkið standi vörð um hagsmuni borgaranna fela þeir bönkum og sparisjóðum vörzlu þeirra krafna, sem þeir hafa öðlazt á rikissjóð. Þeir standa hins vegar berskjaldaðir fyrir þvi, að spari- fjáreign þeirra verði rýrð svo frdílega, sem að ofan er lýst með einhliða yfirlýsingu skuldarans, þ.e.a.s. rikisins eins og ákvörðun- in um gengisfellingu raunveru- lega er, þar eð hún er tekin af rik- isstjórn og stjórn Seðlabankans. Það er i alla staði óeðlilegt og gagnstætt venjulegum reglum um fjárskuldbindingar, að skuld- ari skuli geta gert slikt með ein- hliða ákvörðun. 1 þessu sambandi skal það tekið fram, að hvarvetna er litiðsvo á, að venjulegar breyt- ingar gengis til hækkunar eða lækkunar séu sjálfsagðar og eðli- legar, en þegar um svo stórfelld- ar aðgerðir er að ræða, sem hér er nefnt, þá er full ástæða til að taka málið til alvarlegrar athug- unar. Um réttarvernd sparifjárinneigna t þeim tilvikum, sem hér hefur verið rætt um og öðrum álika áð- ur hefur sparifjárinneign díki notiö sömu réttarverndar og aðr- ar eignir samkvæmt 67. grein stjórnarskrárinnar gagnvart upptöku þessarar eignar á þann hátt, sem geristvið gengisfelling- ar, þótt orðalag greinarinnar sé fortakslaust. Talað hefur verið um gengisfellingar sem „hag- stjómartæki”. Þetta hagstjórn- artæki hefur oftast verið notað i stórum stil eftir stjórnarskipti og þá venjulega illum viðskilnaði fyrri stjórnar kennt um að til þessa úrræðis hafi þurft að gripa. Svona aðgerðir koma harðast niður á öldruðu fólki, sem er hætt að geta unnið og hefur á langri ævi sparað af tekjum sinum og lagt i banka i þeim tilgangi að geta notað innistæðurnar sem uppbót á ellilifeyri og hefur fund- ið nokkuð öryggi i þvi. Spariinnlán almennings þjóna vissulega miklu þjóðfélagshlut- verki með þvi að vera eitt veiga- mesta starfsfé banka og spari- sjóða. Bankarnir verða illa stadd- ir ef sparifé minnkar að mun. Þvi er það mjög varhugavert athæfi rikisst jómar að bjöða út f stórum stil visitölutry ggð bréf og happ- drættisbréf á verðbólgutimum. Með þvi er verið að lokka fólk til þess að taka sparifé sitt út úr bönkunum. Þetta getur gert bönkunum erfitt að gegna sinu hlutverki, auk þess sem það örvar verðbólguþróun og er sizt þörf á sliku. Ég tel, að bankarnir megi vera þeim sparifjáreigendum þakklátir, sem þrátt fyrir allt láta sparifé sitt standa inni á reikningi hjá þeim. Það er ekki seinna vænna að vernda og viðhalda við- hlýtandi bankastarfsemi með þvi að verðtryggja nú þegar sparifé almennings. Áhrif hækkana á innkaupsverði Þar sem þjóðin er mjög háð innflutningi erlendra vara hefur hækkun innkaupsverðs um 2/3 geysileg áhrif á allt verðlag i landinu. Tollur, flutningsgjald, heildsölu- og smásöluálagning bætist við og loks kemur 20% söluskattur til rikisins að siðustu til viðbótar og auövitað fær rikis- sjóður mjög aukinn söluskatt, enda hefur komið i ljós, að hann hefur gefiö rikinu mikið meira, en áætlað var. Þrátt fyrir þetta hef- ur rikisstjórnin lagt 12% vöru- gjald á margar vörur. Það var yfirlýst að draga ætti mikið úr ráðgerðum útgjöldum samkv. fjárlögum — mig minnir um 3 milljarða. Þetta hefur geng- ið erfiðlega og þó hefur rikiö grip- iö til ofangreindra fjáraflaleiða og virðist þó vanta fé og sum blöð telja, að enn þurfi að fella gengi. Af þessu öllu er ljóst, að eyðsla rikisins er alltof mikil. Venjulegur fylgifiskur gengis- fellinga i stórum stil eru svokall- aðar „hliðarráðstafanir”. Þær hafa átt að fela i sér raunverulega lausn þess vanda, sem við var að etja. Ávallt hafa þær reynst ófull- nægjandi og virðast hafa verið eitthvert vandræðafálm. Eyðum meiru en við öflum Endurteknir erfiðleikar og vandamál i fjármálum og at- vinnumálum, sem við höfum átt við að striða æ ofan i æ með viss- um millibilum (periodisk) hljóta að gefa okkur bendingu um það, að einhverju er meira en litið á- bótavant i stjórnun og meðferð mála i þjóðfélaginu. Mér virðist ljóst, að skýringin sé ofur einföld. Við eyðum meiru en viö öflum. Ráðandi stjórnmálamenn hafa ekki þorað að ráðast gegn þessu meini að gagni af þvi að þær ráð- stafanir, sem beita þarf, koma svo illa við marga i þensluþjóðfé- laginu, að það yrði óvinsælt. Fyrir og um siðustu stjórnar- skipti virtustmenn sammála um, að kominn væri upp alvarlegur efnahagsvandi, að sjávarútvegur stæði frammi fyrir stórkostiegum rekstrarerfiðleikum og rekstrar- grundvöllur útflutningsiðnaöar i þann veginn að bresta, gjald- eyrissjóður að tæmast o.s.frv. Yfirleitt, að stórkostlegt hættuá- stand i efnahags- og atvinnumál- um væri komið upp. Það virðistljóst, að sifellt koma upp sömu vandamálin með nokkrum millibilum, sem ógna velferð borgaranna, eða svo sterkara sé til orða tekið: allrar þjóðarinnar. Ég hugsa að fullyrða megi,aðávallthafiverið brugðizt við þessum vandamálum á sama hátt, þómá vera, að stundum hafi einhver tilbreyting verið gerð,æf grannt er skoðað, en engin veru- leg. Getum við ekki lært af reynslunni? Er okkur virkilega varnað þess að læra af reynslunni? Það litur sannarlega út fyrir, að svo sé. Ef við virðum fyrir okkur þau efna- hagsvandamál, sem upp koma, eins og áður er drepið á, þá minna þau óneitanlega á svipuð fyrir- bæri hjá þjóðum, sem hafa átt i striði, sem þær hafa tapað. Höf- um við átt i striði? Það væri þá helzt að nefna flokkastriö — þ.e. innanlands stjórnmálastrið. Stjórnmál okkar hafa verið svo um langa hríð, að þau sæma ekki þroskaðri þjóð, né ábyrgum mönnum. Rikt hefur hatrömm og heiftarleg flokkapólitik — þar sem hver flokkur eða flokksfor- ingi hefur reynt að yfirbjóða ann- an, þar sem það hentaði, til auk- ins fylgis i augnablikinu. Kær- komin eru mál, sem höfða til til- finninga fólksins. Sá, sem tekur öfgafyllstuafstöðuna, hreykir sér hátt, hann er þjóðhetja, en hinir, sem kunna að hafa eitthvað frá- brugðna afstöðu, eru óspart út- hrópaðir sem landráðamenn eða þviumlikt, eftir þvi, sem við á. A sama hátt fer um undirboð, ef þaö viröistliklegt til fylgisaukningar i bráð. Hver flokkur reynir að soga til sin sem stærsta og flesta hópa manna með þvi að telja þeim trú um, aö hann sé þeirra verndari og forsvarsaðili. Þessir hópar ganga svo á lagið og gera sinar kröfur af fremsta megni og þá tekur flokk- urinn að sjálfsögðu upp baráttu fyrir kröfum hópanna og þeir, sem eru á móti, eru stimplaðir vargar i véum án þess að málefn- in séu leyst á raunsæjan hátt. I samræmi við þetta er svo fram- koma stjórnarandstöðu. Við höf- um séð þess mörg dæmi, sem greina mætti frá, að stjórnarand- staða reynir að ýta stjórninni út i ófæru, sem hún myndi berjast gegn ef hún væri i stjórn, og sé málið þannig vaxið, að það gæti orðið rikjandi stjórn óþægilegur ljár i þúfu, þá lætur hún oftast undan. Með þvi að leggja höfuðá- herzlu á flokkshagsmuni fá málin ekki þá afgreiðslu, sem hagur al- þjóðar krefur. Sé um málefni að ræða, sem rýrir hag eða afstöðu einhverra hópa i þjóðfélaginu, þá risa flokkarnir gegn þeim ráð- stöfunum.ef mótstaða gegn þeim er vænleg til fylgisauka jafnvel þótt ráðstöfunin væri bráðnauð- synleg. Af þessu leiðir, að rikis- stjórn, sem ætlar að gera nauð- synlegar björgunarráðstafanir vegna erfiðleika þjóðarbúsins, verður að gera ráð fyrir að fá hat- ramma andstöðu frá þeim hóp- um, sem telja sig verða hart úti og frá þeim flokki eða flokkum, semvilja afla sér stundarfylgis við að hefja herferð á móti slikum ráðstöfunum. Hér komum við einmitt að atriði, sem gera má ráð fyrir að valdi þvi, að jafnvel þeir, sem sjá og skilja hvað nauð- synlegt er að gera, veigra sér við að leggja út i það af ótta viö óvin- sældir og fylgisryrnun. Dagblöðin og flokkarnir Dagblöð okkar eru öll, hvert um sig, flokksbundin og af þvi leiðir, að barátta fyrir Bokknum situr þar I fyrirrúmi. Málin fá ekki þá meðferð, sem almenningsheill krefur. Þvi miður hafa þeir, sem hafa rutt sér braut upp i forystu þjóðmála, ekki hafa lært þann siðalærdóm, sem Jón Sigurðsson, forseti, setti skýrt fram á sinum tima og núverandi forseti, Kristján Eldjárn, vitnaði til i ræðu sinni til þjóðarinnar á þjóð- hátiðisdaginn 17. júni sl., en þau orð Jóns Sigurðssonar, forseta, hljóða svo: „Þegar hver mótmælir öðr- um með greind og góðum rök- um og skilningi og hvorugir vilja ráða meiru, en sannleik- urinn sjálfur ryður til rúms og auösénn er hvorutveggja til- gangur, aö verða allri þjóðinni til svo mikils gagns, sem auðið má verða, enda leggi hvorugur öðrum það til að raunalausu, sem ekki sómir ráðvöndum manni, þá má slik keppni aldrei verða til annars en góðs fyrir fósturjörðina og hinar komandi kynslóöir, þvi drengileg mót- mæli skynsamra og góðra manna eru fremstar meðal til að festa, styrkja og skerpa meiningar þeirra manna, sem nokkurt andlegt þrek er i.” angarnír Þetta er of dýrmæt siðgæðis- regla til þess að hún sé einungis viöhöfð við eitt einstakt hátiðlegt tækifæri. Hún á að vera og verða leiðarvisir þeirra, sem við þjóð- mál vor fást og verða þeim til daglegrar áminningar. Hugsið ykkur, lesendur góðir, þann reginmun, sem er á tilvitn- uðum orðum og þeim stóryrðum, brigzlum og skömmum, sem bor- in eru á borð fyrir okkur svo að segja daglega af flokksblöðunum. Hugsið ykkur einnig, hve auð- veldara væri fyrir almenning að mynda sér rétta og eðlilega skoð- un á þjóðmálum, ef málefni væru borin fram eftir siðareglu Jóns Sigurðssonar, forseta, þá væri sannarlega ekki eftirsjá að þeim 32 milljónum króna, sem Alþingi veitti til blaðanna, en eins og nú er virðist mér þvi fé vera kastað á glæ. Gengisfelling — neyðarráðstöfun? Ég vik aftur að áðurnefndum gengisfellingum. Þær hafa vafa- laust verið framkvæmdar af ráðamönnum þjóðarinnar sem neyðarráðstöfun til úrbóta á of- eyðslu vinstrisyórnarinnar. Þær höfðu vissulega svo djúpstæð á- hrif á þjóðlifið, að það verður að lita á þærsem neyðarráðstafanir. En hvernig voru að öðru leyti við- brögö stjórnarinnar i framhaldi þessara neyðarráðstafana? Þau voru að minu viti svo furðuleg, að ætla mætti, aö stjórnin hafi alls ekki litið á þær sem neyðarráð- stafanir, sem fylgja þyrfti eftir með viðeigandi aðgerðum, ekki hvað sizt þegar þess er gætt, að menn hafa stagazt á þvi, að geng- isfellingar leystu i raun réttri engan vanda út af fyrir sig. Ég tel eðlilegt, að stjórnin hefði sam- timis gert Itarlegar og umfangs- miklar ráðstafanir til sparnaðar og hagkvæmni i opinberum rekstri og lagt fyrir bæjarfélög og aðra aðila að gera slikt hið sama. Jafnframt tel ég, að setja hefði átt hömlur á allan óþarfan inn- flutning. Oll friðindi til opinberra aðila, svo sem ráðherra, alþingis- manna og annarra embættis- manna, skyldu felld niður, og á- kveðnar skorður settar fyrir hækkun hárra launa, svo aðeins nokkuð sé nefnt af handahófi og frekast sem dæmi. Ef slikt hefði verið gert, þá hlaut hver og einn að skynja, að brugðizt var við á þann hátt, sem eðlilegt var, ef um raunverulegar neyöarráðstafanir var að ræða til úrbóta á vandræðum. Ef stjómin hefði staðið á þennan hátt að mál- um, tel ég mögulegt, að fjöldi þjóðhollra manna hefði fylgt henni að málum og stutt viðleitni hennar til bjargar af heilum hug. í öllu falli þá hefði verið betri af- staða fyrir stjórnina að láta sverfa til stáls gegn óbilgjömum kröfum. Óbilgjarnar kröfur náð að ganga fram Reyndin hefur þvi miður orðið sú, að hinar óbilgjörnustu kröfur hafa náð að ganga fram, eyðsla og verðbólga hafa ruglað þetta litla þjóðfélag svo með eindæm- um er. Verðbólgan hefur aukizt um 54,5 stig á einu ári. Ýmsir hópar manna hafa knúið fram svo geysilegar kauphækkanir, að þær eru i fullkomnu ósamræmi við launakjör almennings yfirleitt og má þar til nefna sem dæmi flug- menn. Hvernig á hinn óbreytti þegn þjóðfélagsins aðlifa á sinum litla skammti i samanburði við svo geysileg laun til einstakra manna? Ég ætla, að fyrsta skil- yrði fyrir þvi að almenningur sýni fórnfýsi sé, að hann finni það og viti, að fórnin nái tilgangi sinum og þá verður fyrst að lita til þeirra, sem stjórna og eiga að sjá um framkvæmdina og þeir verða fyrst og fremst að sýna fórnar- vilja og einlæga viðleitni til hjálp- ar. Þvl miður báru skrif Vilmundar Gylfasonar og fjár- málaráðherra út af bilakaupum hins siðarnefnda ekki vott um fórnarvilja þess forráðamanns. Þá virðist harla umhugsunarverð sú ákvörðun menntamálaráð- herra, að stúdentar, sem dvelja erlendis, skuli einskis i missa við yfirfærslur, styrki og lán. Var virkilega ekki nauðsyn á þvi að láta fara fram athugun á þvi, hverja ætti að styrkja áfram til náms erlendis, og hverja ekki? Á sama tima og sparifjáreigendur eru sviptir 2/3 hlutum sparifjár þeirra, sem talin er fullkomin neyðarráðstöfun, þá er ekkert að- hald sýnt, hvorki i þessu né öðru og nú er verið að skipa fræðslu- stjóra út um allt land. Sjálfsagt hafa þeir skrifstofur og starfs- fólk. Þetta hlýtur að vera mikill útgjaldaauki. Mátti virkilega ekki biða með þetta, þangað til ástand i fjármálum væri orðið betra? Annars eru skóla- og kennslumál komin út i svo mi'klar öfgar, að þjóðfélagiö fær ekki undir þvi risið og þó er það verst, að sjálft kerfið dregur unga fólkið frá nauðsynlegum störfum i þjóð- félaginu og gerir margt af þvi rót- Hrunið mikla PiastiM hr PLASTPOKAVE RKSMtO JA Slmar 82439-82455 Vatn«göföum 4 fiox 4044 - Royfcjavlk Pipulagnir 82208 Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur Möller löggildur pipulagningameistari 74717. Hafnarljaröar Apótek Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10 12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasimi 51600. O Birgir Thorberg máiarameistari simi 11463 ónnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn Teppahreinsun Hreinsum gólfteppi og húsgögn i hcimahúsum og fj rirta kjum. Éruin meö nýjar vélar. Góö þjón- usta. Vanir menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 Ctvarps.og sjónvarpsviðgerðir Kvöld og helg- arþjónusta. 10% afsláttur til öryrkja og aldr- aöra. SJÓNVARPS- VIÐGERÐIR Skúlagötu 26 — slmi 11740. Nylon-húðun Húðun á malmum með RILSAN-NYL0N II Nælonhúðun h.f. Vesturvör 26 Kópavogi — simi 43070 T-ÞK TTILISTINN i ■ - - T-LISTINN ER // Kaseftuiönaöur og áspilun, \\ | [ fyrir útgefcndur hljómsveitir, V [\ kóra og fl. Leitiö tilboöa. ) \\ Mifa-tónbond Akureyri JJ Pósth. 631. Simi (96)22136 Dúnn í GUEIIDfE /ími 64200 inngreyptur og þclir alla veðráttu. 11 T-LISTINN X: útihurðirsvalahurðir hjaraglugga og t™-! veltiglugga 'i * Clugoasmlöjan L—vj. i Uhmúta K - im. M220

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.