Alþýðublaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 1
208. TBL. - 1975 - 56. ÁRG. Kjartan Jóhannsson skrifar grein í Stefnuljósið sem nefnist Lögin og BAKSIÐAl lýðræðið og er á bls. ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER Ritstjórn Sfðumúla II - Sfmi 81866 NEYTENDASÍÐA í opnu blaðsins Flotinn úr höfn! Uppbætur á gæðafisk - Olíusjóður feigur? „Viðræður við fiskimenn und- anfarna daga hafa leitt til þess, að skipin hafa haldið til veiða á ný,” sagði forsætisráðherra við blaðamenn i gær. „Kveikjan i þessari deilu var annað mat sjó- manna á fiskverðsákvörðunum verðlagsráðs, en verðlagsráðs- manna, sem voru allir sammála um verðlagsákvarðanirnar. Hér kemur til önnur og itarlegri stærðarflokkun en áður, sem olli þvi að sjómenn töldu jafnvel um að ræða lækkanir á kaupi og kjörum ef á heild væri litið. Grundvöllur verðlagsráðs var, að launahækkun til sjómanna væri samstiga við launabreyt- ingar landverkafólks og ann- arra launþega, eða um 4,6%. Ákvörðun verðlagsráðs var reist á samsetningu ársaflans, en áætlun um tegundasamsetn- ingu og stærðarflokkaskiptingu óvissari nú fyrir haustmánuðina vegna hinnar nýju flokkunar. Þá var ágreiningur um sjóða- kerfi sjávarútvegsins. Núver- andi verð er lögum bundið og rikisstjórnin leggur áherzlu á, að eftir lögum verði farið, en til þess að eyða óvissu um tekjur áhafna og útgerðar á yfirstand- andi verðtimabili lýsir rfkis- stjórnin þvi yfir, að hún mun láta, svo skjótt sem kostur er, fara fram athugun á þvi, hver hafi orðið raunveruleg hækkun á verði þess fiskafla, sem á land bersttil áramóta. Fulltrúar sjó- manna munu eiga kost á að fylgjast með þeirri athugun. Sýni þessar niðurstöður, sem þannig fást, að fiskveröshækk- unin nemi minna, miðað við heildarafla, sem. landað er hér- lendis, en 3 1/2% mun rikis- stjórn fela verðlagsnefnd að ákveða sérstaka uppbót á stór- ufsa og milliufsa i 1. gæðaflokki, sem sé nægilega há, til að meðalfiskverðshækkunin nemi 3 1/2% fyrir haustaflann i heild. Þá mun rikisstjórnin beita sér fyrir nauðsynlegum lagabreyt- ingum, ef til kæmi, að ákveða þyrfti sérstaka uppbót á ufsa- afla á timabilinu okt. — des. 1975 og einnig beita sér fyrir samkomulagi við fiskkaupend- ur um, hvernig að skuli standa þeim málum. Rikisstjórnin mun beita sér fyrir þvi, að uppbætur úr rikis,- sjóði á linufisk i 1. gæðaflokki, verði frá og með 1. okt 1975 hækkaður úr 0,60 i 0,90 pr. kg, enda hækki fiskkaupendur að sinu leyti linuuppbætur að sama skapi. Stærðarflokkakerfið verður svo tekið til endurskoð- unar um áramót. Þá mun rikis- stjórnin beita sér fyrir þvi að störfum við endurskoðun á sjóðakerfi sjávarútvegsins og hlutaskiptum, verði hraðað og að þvi stefnt, að tillögur um það komi fram fyrir mánaðamót nóv./ des. n.k. Þessar ráðstaf- anireru gerðari trausti þess, að róðrar hefjist að nýju nú þeg- ar,” sagði forsætisráðherra að lokum. Aðspurður um hvort einhver sérstök atriði sjóðakerfisins væru sérstaklega sjómönnum ó- skapfelld, nefndi Jón Sigurðs- son, framkv.stj. Þjóðhagsstofn- unar þvi til, að helzt væri það oliusjóður og 'tryggingarsjóður fiskiskipa. „Þetta mál er i nefnd, en við höfum þar aðeins tillögurétt, en ekki ákvörðunar- rétt,” sagði Jón Sigurðsson. Að fengnu ofangreindu sam- komulagi, héldu svo skipin úr höfn i gærmorgun og gærdag. Einstakur samtakamáttur A fundi sem fulltrúar sjómanna héldu með frettamönnum i gær, eftir að samkomulag hafði náðst og meginhluti flotans hafði hafið veiðar að nýju, kom fram ánægja með skjót viðbrögð rikisstjórnar- innar við málaleitun sjómanna. Vildu fulltrúar sjómanna einnig koma á framfæri þakklæti til allra islenzkra sjómanna fyrir þann einstaka samtakamátt sem þeir sýndu i þessari baráttu. Það verður ekki þolað — að tryggingabætur lág- launafólks verði skertar — Boðað hefur verið i f járlaga- frumvarpinu, að niðurskurður á útgjöldum Almannatrygginga eigi að verða 2 milljarðar króna. Á annar milljarðurinn að takast af lifeyristryggingum en hinn af sjúkratry ggingum. — Alþýðuflokkurinn hefur ekk- ert á móti þvi, að athugað veri, hvort einhverri hagræðingu verði komið fyrir eða hvort einhverjir einstaklingar fá tryggingabætur, sem alls ekki þurfa þeirra.... — En verði tryggingabætur þess fólks, sem hefur litlar eða engar aðrar tekjur lækkaðar, mun Alþýðuflokkurinn beita sér af hörku gegn slikum niðurskurði. Þá væri ráðizt á þá, sem sfzt skyldi. Frekar en að rýra kjör gamla fólksins, öryrkjanna og hinna sjúku, verðum við að leita annarra ráða, þótt þau ekki yrðu þægileg. Þannig fórust Benedikt Gröndal, formanni Alþýðuflokks- ins, orð i útvarpsumræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra, sem fram fóru s.l. fimmtudags- kvöld. 1 upphafi ræðu sinnar vék Benedikt að kvennafrideginum, sem stóð fyrir dyrum, og lagði áherzlu á kröfuna um fullt jafn- rétti kynjanna. Benti hann á, hve þau mál ættu enn langt i land og visaði i þvi sambandi til ástands- ins i dagvistunarmálum barna, en skortur á dagvistunarstofnun- um er þess valdandi, að báðir FRH. ^ 1 1. SÍÐA Þetta má — Með vinnubrögðum sínum hefur rikisstjórnin fyrirgert trausti verkalýðshreyfingarinn- ar, sagði Gylfi Þ. Gislason i út- varpsumræðunum sl. fimmtu- dagskvöld. Ef unnt á að reynast að draga verulega úr vexti verð- bólgunnar — engum dettur i hug, að hægt sé að stöðva hana með einu átaki, verður sameiginlegt átak rikisvalds og aðila vinnu- markaðarins að koma til. Kjarni þess þarf annars vegar að vera ábyrgar ráðstafanir rikisstjórnar og Alþingis og hins vegar skyn- samleg launastefna af hálfu laun- þegasamtaka, sem fyrst og fremst tekur mið af hagsmunum hinna lágt launuðu og tryggir þá gegn ranglátri kjaraskerðingu. En hér verður rikisvaldið að ganga á undan með fordæmi, sem vekur traust. Gylfi Þ. Gíslason bendir á nokkur úrræði til lausnar vandans Þá sagði Gylfi einnig að i þessu sambandi hlyti það að valda von- brigðum að svo segði i ræðu for- sætisráðherra, að án efa væri hyggilegt að setja kaupmáttar- markið fremur lægra en hærra i upphafi nýs samningstimabils. Sagði Gylfi þetta vera kalda kveðju til launþega einmitt þegar FRH. ► 1 1. SÍÐA Ármannsfell aftur til sakadóms — Málið hefur verið sent saka- dómi aftur með beiðni um að nokkur tilgreind atriði verði rannsökuð nánar, sagði Þórður Björnsson rikissaksóknari er blaðið spurði hann um Ármanns- fellsmálið sem hann hefur haft undir höndum að undanförnu. Erla Jónsdóttir fulltrúi hjá sakadómi sagði að hér væri eink- um um frekari gagnasöfnun að ræða en litið yrði um yfirheyrsl- ur. Bjóst hún við að ljúka fram- haldsrannsókn i þessari viku og málið yrði þá sent rikissaksókn- ara aftur._ Færeyingar vilja 200 mílur! Færeyingar eru nú farnir að hugsa sér til hreyfings i land- helgismálum. A sunnudaginn var haldinn fjöimennur fundur i Þórs- höfn og rætt um útfærslu ts- lendinga i 200 milur. Þar var skorað á landstjórnina i Færeyj- um að gera ráðstafanir til að friða heimamið Færeyinga eftir að landhelgi tslands hafi verið stækkuði 200 milur. Útvegsmenn i Færeyjum héldu annan fund þennan sama dag og á honum var samþykkt áskorun þess efnis að Færeyingar færðu landhelgi sina út i 200 milur sem allra fyrst. Banaslys í Vatnsf irði Er brúargerðarmenn i Vatns- firði sem voru á leið til vinnu sinnar i gærmorgun óku um brúna á Vatnsdalsá i Vatnsfirði veittu þeir eftirtekt bifreið sem lá á livolfi i ánni. Er að var gætt voru maður og kona sem I bílnum voru bæði látin. Þau voru úr Reykjavik. Bifreiðin lagði af stað frá Patreksfirði um kl. 19 i fyrra- kvöld, en ekki varð Ijóst um slysið fyrr en um áttaleytið i gærmorg- un. Að svo stöddu er ekki hægt að skýra frá nöfnum þeirra sem lét- ust. Sinnuleysi umferðaryfirvalda gagnvart vélhjólaslysum Nú hafa orðið tvö alvarleg slys á fólki á vélhjólum með skömmu millibili. 1 hvorugu tilvikanna höfðu ökumenn vélhjólanna hjálm á höfði, en hann hefði ef til vill getað komið i veg fyrir á- verka á höfði, eða a.m.k. dregið verulega úr þeim höfuðáverkum sem hlutust. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar eru ökumenn vélhjóla ekki skyldugir að hafa hjálm á höfði, þótt sýnt sé að það auki til muna öryggi þeirra sem hjólin nota. Þetta verður að lita alvarlegum augum, vegna þess að slys af þessu tagi eru algeng og ef um slys á ökumanni eða far- þega vélhjóls er að ræða, þá heyr- ir til undantekninga að viðkom- andi hafi haft hjálm á höfði. Sinnuleysi umferðaryfirvalda er hve alvarlegast að þvi leyti til að ekki þarf lagabreytingu til að skylda notendur vélhjóla til að nota hjálm, heldur þarf einungis að setja það inn i reglugerð. Er hér með skorað á viðkomandi aðila að setja þetta ákvæði i reglugerðina, þvi slysin eru þegar orðin of mörg, og það er ábyrgðarhluti að láta slika reglu- gerðarbreytingu biða lengur en orðið er.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.