Alþýðublaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 12
alþýðu Veörid Ekki er hægt að Segja annað en veðurguðirnir séu okkur hliðhollir f vetrarbyrjun. i dag spáir Veðurstofan austan kalda áfram, með skúraveðri. Hitastig veröur svipað eða um sjö stig. Gátan KLUKKUrtN/ 1Æ1 Sfimm VEL CjERT SIÖH6 vfíR /ny/FT/ yONÞfí SECj/R mnntíT úTLim L OfííiB fí AR £///. í Fugl SP/K um FERÐ □ Fuúl A BER w/t) SToRT SfíX ves/el 5^ SL'fí ~&uBB fíÐ KfíST MfíR 7V/ HL. HLVNfí for 5 K. 4 FfíRh! Otgefandi: Blað hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit- stjóri: Sighvatur Björgvinsson. Ritst jórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Auglýsingar og af- greiðsla: Hverfisgötu 10 — simar 14900 og 14906. Prentun: Blaöa- prent hf. Askriftarverð kr. 800.- á mánuði. Verð í lausasölu kr. 40.-. MEGUM VIÐ KYNNA óskar Vigfússon formaður Sjómannafélags Hafnar- f jarðar. Óskar var fæddur 8/12 árið 1931 i Hafnarfirði og ólst hann þar upp og hefur búið þar að mestu leyti, alla sina lifstið. Hann lauk barna- skólaprófi og hóf siðan sjósókn 15 ára gamall, þá á gamla Júni. Óskar hefur stundað sjómennsku alla sina tið, á allra handa skipum, bæði stórum og smáum. Arið 1968 neyddist Óskar að fara i land og láta af sjómennsku vegna veikinda. Er i land kom, hóf Vigfús störf hjá Sjómanna- félagi Hafnarfjarðar og hefur starfað þar siðan, en hann er einnig formaður þess félags. Óskar er kvæntur Nikólinu Vig- fússon og eiga þau hjónin þrjú börn, Valborgu, Óskar og Ómar. Óskar Vigfússon var einn af forsvarsmönnum sjómanna i ný- afstaðinni deilu þeirra við riki- svaldið, og við spyrjum þvi óskar hvort hann teldi fjöldaaðgerðir sjómanna rétta grundvöllinn i baráttunni fyrir bættum kjörum. Ég dreg ekki dul á það, að ég vona að ekki þurfi að koma til slikra aðgerða aftur, þvi að atvinnu- stéttir eiga ekki að ganga fram hjá fulltr. sinum. 1 þessari deilu var málið hinsvegar þannig vaxið, að ekki var komizt hjá aðgerðum. Við rikisvaldið var að etja, og nauðsynlegar voru mót- aðgerðir gegn þeirri viðleitni yfirvalda, að hlaða á sjómanna- stéttina með þeim afleiðingum, að ekki yrði langt þangað tií atvinnugreinin myndi liða undir lok.” Þá spurðum við Óskar hvern hann teldi árangurinn af þessum aðgerðum. „Niðurstaðan af við- ræðum okkar Við yfirvöld er KÓPAVQGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugaröaga til kl. 12 S6NDIBIL ASrfÖDIN Hf BflflKHBBEHHBCHHHflBHBBfll HEYRT, SÉÐ OG HLERAÐ tvimælalaust skref i rétta átt, og ég tel að sjómenn hafi staðið ein- huga að þessum aðgerðum og fagni niðurstöðum viðræðnanna,” sagði Óskar Vigfússon að lokum. stofnana. LESIÐ: í málgagni norskra jafn- aðarmanna — Arbejderbladet — að fiskimálastjóri Bandarikj- anna, Murrey Berger, hafi krafist þess, að Bandarikin færðu fisk- veiðilögsögu sina út i 200 milur nú þegar. Hann benti á, að fiskiskip frá 20—30 þjóðlöndum stunduðu nú veiðar á miðum umhverfis Bandarikin og ýmsum fiskiteg- undum, t.d. lúðu væri hætt við gereyðingu. Taldi Berger, að Bandarikin gætu ekki beðið eftir niðurstöðum hafréttarráðstefn- unnar varðandi útfærsluna. LESIÐ: 1 sama blaði, að mikil ó- þolinmæði riki hjá fiskimönnum i Tromsö eftir þvi, að Norðmenn færi út fiskveiðilögsögu sina. Hefur Troms-Fiskeriforening samþykkt, að Norðmenn eigi að færa út fiskveiðilögsögu sina áður en árinu lýkur. Segir málgagn norsku stjórnarinnar i leiðara, að hafréttarmálaráðherrann, Even- sen, verði að taka tillit til þessara krafna norsku sjómannanna. FRÉTT: Að það séu ekki aðeins þeir feðgar, Jón og Július Sólnes, sem nú séu i Japan á vegum (og á kostnað) Kröflunefndar, heldur sé þriðji Sólnesinn með i förinni og hafi sá raunar haft viðkomu i Honolulu til þess að kanna ein- hver lögfræðileg atriði varðandi Kröflumálið. SÉÐ: Fjölmörg félagssamtök á Akureyri gengust fyrir fjársöfnun til kaupa á krabbameinsleitar- tæki i brjósti. Aðeins eitt slikt tæki er fyrir i landinu og er það i Reykjavik. Samkvæmt frétt i Islendingi er tækið komið til Akureyrar, en nú vantar eina og hálfa milljón króna til að hægt sé að leysa það út og afhenda það sjúkrahúsinu á Akureyri. HEYRT: Að vegurinn mikli og dýri, sem lagður hefur verið vegna virkjunar Bessastaðaár, muni m.a. áformaður til þess að flytja vatn i steypuna, þegar þar að kemur. FRÉTT: Að Hannes Jónsson, ambassador, sé nú staddur á Islandi. Skyldi hann hafa verið kallaður heim til þess að skrifa kynningarbækling fyrir rikis- stjórnina um landhelgismálið — en eins og kunnugt er hefur hvorki heyrzt hósti né stunda frá rikisstjórninni um slik áróðurs- mál siðan Hannes lét af störfum sem blaðafulltrúi? SÉÐ: Islendingur skýrir frá þvi, að KEA og Hriseyjarhreppur hafi ákveðið að kaupa skuttogara frá Noregi en ekki Frakklandi eins og áður hafi verið ákveðið. Togarinn norski var smiðaður árið 1969 og verður afhentur um næstu mán- aðamót. Kaupverð er 8,2 millj. norskra króna og er búizt við að hann verði kominn á veiðar um miðjan nóvember. Skuttogarinn er 44 m að lengd og verður skirður Snæfell. ER ÞAD SATT, að Sólnesfjöl- skyldan hafi tekið út ferðagjaid- eyri fyrir 500 þús. kr. áður en hún hélt til Japan i erindum Kröflu- nefndar?. ÖRVAR HEFUR 0RÐIÐfe-l Talsverðs misskilnings' hefur gætt varðandi mót- mæli námsmanna við af- greiðslur lásna úr Lána- sjóði isl. námsmanna á yfirstandandi skólaári. Ýmsir virðast halda, að þarna sé um að ræða venjulega „óbilgjarna” kröfugerð hóps, sem sé meira eða minna „stikk- fri” i þjóðfélaginu — þ.e.a.s. njóti allra rétt- inda, en beri engar skyldur. Þetta er mikill misskilningur. Mikill meginþorri námsmanna vinnur hörðum höndum i leyfum og sumir jafnvel með námi til þess að kosta sig i skóla. En með auknum námskröfum, lengra skólaári og lengdum námstima verður stöðugt erfiðara fyrir þá, sem ekki eru af efnuðu for- eldri, að kosta sig til náms. Það er raunar ekki erfitt, heldur útilokað fyrir flesta. Námslánin eiga að hjálpa nemendum að brúa bilið milli atvinnu- tekna þeirra og námsút- gjalda. Hér er ekki um að ræða neinar himinháar lánsupphæðir, eins og sumir halda, heldur er aðeins um að ræða lán- veitingu upp i hluta þess mismunar, sem er á atvinnutekjum náms- mannsins og náms- kostnaði hans, sem er alls ekki riflega áætlaður. Þetta fé getur náms- maðurinn ekki fengið, nema með tvennum hætti. Annars vegar frá foreldrum eða öðrum ætt- ingjum, sem ekki skortir efni. Hins vegar að láni einhvers staðar frá — og samkvæmt fslenzkum lögum er það Lánasjóður isl. námsmanna, sem þvi lánahlutverki á að gegna. Samkvæmt boðaðri stefnu rikisstjórnarinnar i fjárlagafrumvarpinu á nú að skera námslánin niður um helming. Það merkir, að með saman- lagðri lánsupphæð og upphæð atvinnutekna skortir námsmenn að jafnaði ca. 4/10 þess fjár, sem námið kostar þá. Og hvar eiga þeir að fá þetta fé? Efnaðir foreldrar hlaupa sjálfsagt undir bagga með börnum sinum, en hvað um hina. Með skerðingu náms- láúanna er þvi verið á mjög gróflegan hátt að mismuna ungu fólki i námi eftir efnahag for- eldra. Það er verið að hrekja börn láglaunafólks frá langskólanámi hvað sem liður hæfileikum þeirra og gera nám að forréttindum efnafólks i landinu. Það er þetta, sem vakið hefur mesta gremju námsmannanna — en hefur ekki að sama skapi verið veitt athygli af fólki, sem dæma vill aðgerðir námsfólksins hart. FIMM á förnum vegi Telur þú aðgerðir sjómanna réttlætanlegar? imxm Þorvaröur Friðriksson nemi: ,Já, það finnst mér. Sjóöakerfið :r úrelt eins og sjómenn benda •éttilega á. Það er óeðlilegt að ;jómenn styðji og haldi uppi lallarekstri útgeröarinnar.” Björn Kristjánsson, kaup- maður: „Sjálfsagt hafa sjómennirnir mikið til sins máls. Það er helviti hart að sjómennirnir sem halda uppi þjóðarbúinu hafi við bág kjör að búa, á meðan þjóðfélagið eyðir t.d. stórfé við að halda uppi námsmönnum.” Valdimar Sveinsson, framkvæmdarstjóri. „Jú, ég tel aðgerðir þeirra rétt- lætanlegar, þótt ég sé ekki með lögbrotum út af fyrir sig. En sjómennirnir verða með einhverjum ráðum, að knýja fram sinn sjálfsagða rétt.” Ilaraldur Sæmundsson, verslunarmaður: „Já, ég verð að segja það, eins og á stendur eru þessar aðgerðir réttlætanlegar. Aðgerðarleysi rikisstjórnarinnar er óverjandi, og þessar róttæku aðgerðir sjó- manna verða að teljast nauð- vörn.” Baldur ólafsson, nenii: „Já, fullkomlega, sjómenn bera allt of litið úr býtum. Fjölda- aðgerðir sem þessar eru rætt- lætanlegar i sumum tilvikum. Annars er ég hræddur um að bæturnar sem rikisstjórnin lét af hendi við sjómenn, verði tættar úr höndum þeirra innan skamms.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.