Alþýðublaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 9
'A 0 £ °iu i 3k *< A ÍR-ingar beztir þegar á reynir ÍR bætti enn einni skrautfjöður i hatt sinn þegar þeir sigruðu Ar- menninga i úrslitaleik Reykja- víkurmótsins i körfuknattleik síð- asta laugardag 85:78 i iþróttahúsi Kennaraháskóla Islands. Fá iþróttafélög hafa átt jafn mörgum sigrum að fagna og einmitt IR i körfuknattleik á siðustu tveimur áratugum og er það næsta fátitt að eitt félag haldi það svo lengi út að vera á toppnum á timum hinn- ar öru þróunar sem er i iþróttun- um. Þjálfara ÍR-inganna Einari Ólafssyni, sem hefur þjálfað hjá ÍR i meira en 25 ár, virðist aldrei skorta hugmyndir við útfærslu leikaðferða i þessari stilhreinu iþrótt og kemur hann jafnvel leik- mönnum 1R liðsins sjálfum á óvart. A laugardaginn var bjugg- ust vistfæstir við þvi að IR myndi hreppa sigur gegn Armenning- um, sem til þessa höfðu leikið einna bezta körfuknattleikinn og verið auk þess með þrautþjálfað- an körfuknattleiksmann sem kominn er frá fæðingarlandi körfuknattleiksins, Bandarikjun- um, innan sinna vébanda, en ann- að kom á daginn. Eins og svo oft áður kom reynsla og samhæfni IR-inga þegar um þýðingarmik- inn leik er að ræða, andstæðing- um i opna skjöldu og náðu Ar- menningarnir sér aldrei á strik i leiknum. Leikaðferð sú sem IR hafði leikið I öðrum leikjum móts- ins var nú sett á hilluna en önnur þekkt leikaðferð var þess i stað notuð og virtist það rugla Ar- menningana þannig, að þeir náðu aldrei almennilega að koma I veg fyrir hana i leiknum. ÍR tók for- ystuna þegar i upphafi leiksins, en Armenningar náðu að jafna þegar fyrrihálfleikur varum það bil hálfnaður. Þannig hélzt svo leikurinn fram að leikhléi, hnif- jafn þar sem eitt til tvö stig skildu félögin að. Staðan i hálfleik var 35:34 ÍR-ingum i vil. Siðari hálfleikinn byrjuðu IR-ingar mjög vel og náðu strax að komast 11 stigum yfir. Þeim mun héldu þeir svo nær út leikinn, nema hvað Ármenningar minnk- uðu muninn aðeins i lokin, þannig að IR sigraði með 7 stiga mun eins og fyrr segir, 85:78. Bezti maður ÍR-inga var Kristinn Jör- undsson en hann var einnig bezti maður vallarins. Einnig áttu Kol- beinn Kristinsson og Þorsteinn Hallgrimss. góðan leik. Hjá Ar- menningum var Bandarikja- maðurinn Jimmy Rogers bezt- ur, en hinir léku flestir undir styrkleika. Kristinn Jörundsson var stigahæstur með 32 stig, Kol- beinn Kristinsson var með 24 stig, en aðrir skoruðu minna. Hjá Ar- manni var Jimmy Rogers stiga- hæstur með 22 stig. KR-ingarhlutu3.sætið i mótinu þegar þeir unnu IS 85:74. Kristinn Jörundsson tekur við veglegum bikar eftir sigur iR. — Holland svo gott sem öruggt Pólland og Italia gerðu jafntefli i 5. riðli Evrópukeppni landsliða i Varsjá á laugardaginn o:o. Við þetta jafntefli minnka likur Póllands til að komast i 8 liða úr- slitin til muna. Eini möguleiki Póllands er nú að ítalia sigri Holland með þremur mörkum i siðasta leik riðilsins á Italiu 22. nóvember nk. Vindhæðin lækkaði hjá Haukum Enn einn leik- urinn jafn- tefli hjá Fram Leikur Fram og Þróttar i ts- landsmótinu I handknattleik i fyrrakvöld var eins og við var bú- izt fyrirfram, hörmulega lélegur og leiðinlegur á að horfa. Litill hraði og hugmyndasnauður sókn- arleikur beggja liða einkenndi leikinn lengst af ásamt hlægileg- um mistökum inn á milli. Það var þvi ekki nema furða þótt varnar- leikurinn væri sterkur hjá báðum liðum þar sem sóknarleikur lið- anna reyndi litið á að opna varn- irnar og markvarzlan var einnig þokkaleg. Fram var lengst af með forystu i leiknum eins og svo oft áður i leikjum liðsins i vetur, en þegar liða tekur á seinni hálf- leik er eins og allt fari úr skorðum hjáliðinu. Þannig var Fram kom- ið með fjögurra marka forystu þegar siðari hálfleikur var hálfn- aður en eftir það skoraði liðið að- eins tvö mörk, og Þróttarar náðu að jafna rétt fyrir leikslok 12:12, en þannig fór leikurinn. Það lið sem skorar aðeins tólf mörk i leikjum sinum getur varla ætlazt til þess að þeir sigri leiki og er þvi greinilegt að þjálfari Framliðs- ins, Ingólfur óskarsson, hefur ær- inn starfa á næstu æfingum liðs- ins við að útfæra leikfléttur til þess að frikka upp á sókn liðsins. Ekki er heldur hægt að hrósa Þrótturum fyrir vel útfærðar sóknir, þvi þeir voru á sömu bylgjulengd og Fram i þeim efn- um. Eins og fyrr segir endaði leik- urinn með jafntefli 12:12 eftir að staðan i hálfleik hafði verið 5:6 Fram I vil. Pálmi Pálmason var efstur i Fram með 5 mörk, Kjar- tan Gíslason gerði 3, Gústaf Bjömsson 2, og Arnar Guðlaugs- son og Andrés Bridde 2 mörk hvor. Mörk Þróttar gerðu Friðrik Friðriksson 5, Sveinlaugur Krist- insson 3, Trausti Þorgrimsson 2, og Bjarni Jónsson og Gunnar Gunnarsson eitt hvor. Heldur lækkaði vindhæðin hjá Haukunum á sunnudagskvöldið þegar þeir léku gegn Val i Is- landsmótinu I handknattleik i Laugardalshöllinni. Eftir tvo stormasama leiki i iþróttahúsinu i Hafnarfirði gegn Viking og FH sem Haukarnir unnu með glæsi- brag, komust þeir i hann krapp- ann gegn Valsmönnum og var það ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins sem þeir náðu að jafna 13:13 með góðu langskoti frá þjálfara sinum Eliasi Jónssyni. Það voru sjálfsagt flestir þeir sem lögðu leið sina I Laugardals- höllina sem bjuggust við jöfnum og vel leiknum handknattleik, en eins og oft vill verða þegar við miklu er búizt þá brást sú von. Að visu vel leikinn, og voru mistökin mun fleiri en búizt hafði verið við einkum þó af hálfu Haukanna, sem gerðu sig seka um margar gróflegar skyssur i sóknarleik sinum. Það var vegna þess sem Valsmenn voru yfir mestan hluta leiksins og virtust á timabili um miðjan siðari hálfleik stefna i nokkuð þægilegan sigur. En þó fór fyrir þeim eins og svo oft hef- ur skeð hjá nágrannafélagi þeirra i vetur, Fram, þeir gersamlega misstu tök á leiknum og gerðu eigi mark siðustu 10 minútur leiksins, þannig að staðan breytt- ist úr 13:9 þeim I hag i 13:13. En snúum okkur að gangi leiks- ins. Haukarnir byrjuðu leikinn með tveimur góðum mörkum frá Eliasi Jónssyni, og þegar um það Úr leik Vals og llauka bil tiu minútur voru af leik var staðan 3:1 Hafnarfjarðarliðinu i vil. Þá loksins rönkuðu Valsmenn við séroggerðufjögurmörki röð, þar af gerði áður Stjörnuleik- maðurinn Gunnar Björnsson þrjú þeirra. Þannig komust Valsmenn tvö mörk yfir og héldu þeim mun út hálfleikinn, þannig að staðan var 8:6. Valsmenn juku svo for- skot sitt fljótlega i siðari hálfleik og komust þegar mest var i fjög- urra marka forystu 13:9. En þá kom kaflinn sem fyrr er lýst og Haukar náðu að jafna 13:13. Það verður ekki annað sagt um þennan leik en að Valsmenn hafi misst á klaufalegan hátt unninn leik niðuri jafntefli og er það ekki oft sem slikt hendir þá. Haukarn- ir ollu nokkrum vonbrigðum i leiknum, þvi eftir leikina við FH og Viking mátti búast við mun betri leik af þeirra hálfu. Mörk Hauka i leiknum gerðu Hörður Sigmarsson 5, Elias Jónsson 3, Ingimar Haraldsson 2, Þorgeir Jón Hauksson og Sigurgeir eitt mark hver. Fyrir Val skoruðu Gunnar Björnsson 4, Jón Karls- son 3, Jón Jónsson og Jóhann Ingi 2 hvor, og Guðjón og Stefán Gunnarsson eitt hvor. Staðan Staðan i Islandsmótinu i handknattleik eftir leikina á sunnudaginn, ásamt markhæstu mönnum er sem hér segir: Valur Haukar Fram FH Armann Þróttur Grótta 3210 57:39 3210 53:43 3 1 2 0 40:36 2101 39:36 2 0 1 1 26:37 2011 22:32 1 3003 46:65 0 Markhæstu menn: Hörður Sigmarsson, Haukum 22/4 PálmiPálmason, Fram 13/1 PállBjörgvinsson, Vikingi 11/3 Viðar Simonarson, FH 10/3 Stefán Gunnarsson, Val 10/1 Aðeins 8 stie skilia 1. oíi 18. liðið í ensku 1. deildinni 14. umferð ensku deildar- keppninnar var leikin siðasta laugardag og urðu úrslit þessi: 1. deild. Arsenal-Middlesbrough 2:1 Aston Villa-Burnley 1:1 Leeds-Coventry 2:0 Leicester-Tottenham 2:3 Liverpool-Derby 1:1 Man. City — Ipswich 1:1 Norwich-Birmingham 1:0 Q.P.R.-Sheffield U. 1:0 Stoke-Newcastle 1:1 West Ham-Man. United 2:1 Wolves-Everton 1:2 2. deild. Blackburn-Chelsea 1:1 Blackpool-Bristol R. 1:4 Bristol City-West B.A. 0:2 Carlisle-Charlton 1:1 Fulham-Orient 1:1 Hull-Bolton 2:2 Notts. C.-Portsmouth 2:0 Oldham-Nott. Forrest 0:0 Plymouth-Oxford 2:1 Southampton-York City 2:0 Sunderland-Luton 2:0 Aðeins 8 stig skilja efsta og 18. liðið i ensku 1. deildinni og sýnir það glöggt hversu jöfn deildar- keppnin er I ár. Q.P.R. er nú efst á markatölu með 19 stig, en Manchester United og West Ham hafa einnig sömu stigatölu en hafa óhagstæðara marka- hlutfall. Úrslit leikjanna á laugardaginn voru eðlilegri en oft áður, nema hvað Newcastle náði jöfnu gegn Stoke á Victoria Ground á loka minútunum, og Tottenham sigraði Leicester á útivelli. Frank Stapleton gerði fyrsta mark leiksins þegar Arsenal vann Middlesbrough i Lundún- um 2:1. David Mills jafnaði fyrir ,,Bro”, en Alex Cropley skoraði sigurmark Arsenal á lokaminútum leiksins. Gamli Swindon leikmaðurinn Peter Noble gerði bæði mark fyrir lið sitt Burnley og and- stæðingana Aston Villa á Villa Park i Birmingham, og þar við sat. Terry Yorath og Alan Clark, sem þykir nú nær öruggur sem miðherji enska landsliðsins gegn Tékkum á miðvikudaginn gerðu mörk Leeds, i 2:0 sigri liðsins yfir Coventry. Tottenham komst i 3:1 gegn Leicester á Filbert Street, en heimaliðið minnkaði svo mun- inn i 3:2 áður en dómarinn flaut- aði ieikinn af. Mörk gestanna gerðu Martin Chivers, Ralph Coats og Steve Perrymann en Keith Weller, sem ólst upp hjá Tottenham, áður en félagið seldi hann til Millwall, en frá þeim fór hann til Chelsea og þaðan til Leicester, bæði mörk Leicester. John Toshack gerði mark Liverpooi i fyrri hálfleik en Francis Lee jafnaði fyrir Derby i seinni hálfleik. Norður-irski landsliðsmaður- inn Brian Hamilton skoraði mark Ipswich, en Colin Bell jafnaði fyrir Maine Road liðið. Phil Boyer, tvibura miðherji TedMacDougall eins og hann er oft kallaður, skoraði eina mark Norwich i leiknum gegn Birmingham. Don Givens bjargaði Q.P.R. frá niðurlægingu þegar hann skoraði eina mark liðsins gegn neðsta liði deildarinnar Sheffield United 20 minútum fyrir leikslok. Fyrirliði Stoke Jimmy Green- hoff tók forystuna fyrir Stoke en hagfræðingurinn Alan Gowling jafnaði fyrir Newcastle á loka minútunum. Alan Tylor tók forustuna fyrir West Ham gegn Manchester United. Lou Macari jafnaði, en gamli harðjaxlinn Bobby Gould tryggði Lundúnaliðinu sigur fimmtán minútum fyrir leiks- lok. Ken Hibbitt gerði mark úlf- anna gegn Everton en 300.000 punda leikmaðurinn frá Burnley Martin Dobson og Garry Jones gerðu mörk gestanna. i 2. deild komst Sunderland aftur i efsta sætið eftir sigur liðsins yfir Luton Town 2:0. Bristol City tapaði óvænt gegn West Bromwich Albion á heimavlli, en er þó enn þá i 2. sæti i deildinni. Bolton og Bristol Rovers fylgja þó þeim fast eftir og eiga auk þess leik inni. Staðan i 1. og 2. deild eftir leiki helgarinnar er þvi þannig: 1. deild QPR 14 7 5 2 22- 9 19 Manch.Utd. 14 8 3 3 24-13 19 WestHam. 13 8 3 2 20-15 19 Derby 14 7 4 3 20-18 18 Liverpool 13 6 4 2 19-11 17 Leeds 13 7 3 3 20-14 17 Everton 13 7 3 3 20-18 17 Middlesbro 14 6 4 4 16-12 16 .Manch. City 14 5 5 4 21-13 15 Stoke 14 6 3 5 16-14 15 Norwich 14 5 4 5 23-25 14 Newcastle 14 5 3 6 28-23 13 Arsenal 13 4 5 4 18-15 13 Ipswich 14 4 5 5 12-14 13 Aston Villa 14 4 5 5 14-19 13 Coventry 14 4 4 6 13-17 12 Burnley 14 3 6 5 16-21 12 Tottenham 14 2 7 4 19-21 11 Birmingham 14 3 3 8 19-25 9 Leicester 14 0 9 5 13-23 9 Wolves 14 2 4 8 15-24 8 Sheff.Utd. 14 1 1 12 6-30 3 2. deild Sunderland 14 9 2 3 22-10 20 BristolCity 14 8 3 3 29-16 19 Bolton 13 7 4 2 26-15 18 BristolRov. 13 6 5 2 18-11 17 Notts Co. 13 7 3 3 14-11 17 Fulham 13 6 4 3 18-10 16 Sothampton 13 7 2 4 25-16 16 Oldham 13 6 4 3 20-18 16 Charlton 13 5 4 4 15-19 14 Blackpool 13 5 3 5 13-18 13 Luton 13 4 4 5 13-12 12 Hull City 13 4 4 5 11-13 12 Chelsea 14 3 6 5 14-18 12 WBA 12 3 6 3 9-14 12 Nottm. For. 13 3 5 5 12-13 11 Orient 13 3 5 5 9-12 11 Plymouth 13 4 3 6 13-17 11 Blackburn 13 2 6 5 12-14 10 Oxford 13 3 3 7 12-20 9 Carlisle 13 2 4 7 11-19 8 Portsmouth 12 1 6 5 8-18 8 York 13 2 3 8 12-22 7 i Skotlandi léku Glasgow Rangers og Glasgow Celtic til úrslita i skozka deildarbikarn- um. Leikurinn var leikinn á Hampden Park og sigraði Rangers 1:0. o Þriöjudagur 28. október 1975. Alþýöublaöiö

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.