Alþýðublaðið - 28.10.1975, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 28.10.1975, Qupperneq 5
Daglega lífið mælt og vegið vegna nýs aðalskipulags í Borgarnesi Eins og Alþýðublaðið hefur áður sagt frá, þá vinna Borgnes- ingar að nýju aðalskipulagi fyrir kauptúnið. 1 tengslum við mótun aðalskipulagsins var gerð félags- fræðikönnun meðal ibúa kaup- túnsins. Könnunina framkvæmdi Þorbjörn Broddason lektor, en honum til aðstoðar voru tveir fé- lagsfræðinemar, þeir Olafur Þ. Harðarson og Kristinn Karlsson. /■dþýðublaðið hafði samband við porbjörn Broddason og spurðist fyrir um framkvæmd þessarar könnunar. „Könnun þessi var framkvæmd á einni viku i ágúst og það úrtak er notað var, miðast við þriðju hverja fjölskyldu i kauptúninu. Fyrst og fremst var gerð athugun á viðhorfum ibúanna til skipu- lagsmála i kauptúninu, hvar og hvenær næstu byggðakjarnar ættu að risa, hvernig þróun byggðarinnar ætti að vera og annað i þeim dúr. Þá könnuðim við að hve miklu leyti ibúar Borgarness gerðu innkaup sin i kauptúninu sjálfu. Einnig var spurt um lifs- háttu manna, hvernig menn eyddu sfnum fristundum og spurt um daglegar venjur manna. Unn- inn var upp spurningalisti sem stuðst var við, svo að sömu spurn- ingarnar voru lagðar fyrir alla þá, er talað var við.” Aðspurður um viðtökur Ú heim- ilunum við þessum „forvitnu” mönnum, sagði Þorbjörn: ,.Við- tökurnar sem við fengum á heim- ilunum i Borgarnesi voru gócir, og var okkur i langflestum tilfell- um tekið m jög vel. Við vinnum úr gögnunum en niðurstöðu könnun- arinnar er að vænta alveg á næst- unni,” sagði Þorbjörn Broddason að lokum. Sjálfboðaliðar í barátt- unni gegn sjálfsmorðum MÁ NOKKUR VERA AÐ ÞVlAÐ HLUSTA? tsland er meðal þeirra rikja heims, sem hefur hvað hæsta hlutfallstölu sjálfsmorða. Þótt sjálfsmorða sé i fæstum tilvik- um getið i fjölmiðlum, þá skrá- setur landlæknisembættið slik dauðsföll og birtir i heilbrigðis- skýrslum, en þær koma þó yfir- leitt ekki út fyrr en þær eru nokkurra ára gamlar. Sú þróun hefur verið rikjandi á Vesturlöndum og i öðrum iðn- og tækniþróuðum rikjum und- anfarinn áratug, að hundraðs- hluti sjálfsmorða hefur farið ivið hækkandi. Bretland er þó undantekning frá þessu, og nú leiða menn þar i landi getur að þvi að ástæðan sé fyrst og fremst starf féiagsskapar sem nefnist The Samaritans. Sá hópur sjáifboðaiiða hefur á undanförnum árum komið upp þéttu neti vaktstöðva, sem fóik getur leitað til ef lifsieiði eða þunglyndi sækir að. Brezkar heilbriðisskýrslur og ársskýrsl- ur The Smaritans leiða i ljós að það er fylgni með lækkandi hlut- fallstölu sjálfsmorða á Bret- iandseyjum og vaxandi fjölda fólks sem leitar til stöðva fé- lagsins. Betri læknisþjónusta og minnkandi notkun barbitúrlyfja kann aðeiga einhvern þátt i þvi að hundraðshluti sjálfsmorða hefur farið siminnkandi þar i landi siðan 1963, en þá fyrirfóru 12 af hverjum 100.000 Bretum sér. En með hliðsjón af þróun- inni iöðrum löndum ætti það þó vart að vera skýringin. Óttast skrár og skýrslur Öllu liklegri er sú skýring að ofangreint sjálfboðastarf beri góðan árangur. Fóik á auðvelt með að hafa samband við stöðv- ar félagsins, það ræðir þar ekki við lækni né félagsfræðing og þarf ails ekki að óttast að nafn þess verði sett i skýrslu eða á skrár yfir „sjálfsmorðssjúka” — og það er hvorki að leita til „kerfisins” né sérfræðinga. Það er aðeins að hringja til fólks sem er reiðubúið að hlusta. Reykingar og lungnakrabbi Reykingamönnum hættir sérlega til lungnakrabba. Svo er sagt, að Benzpiren, einn aðal- hvatinn, sé i andrúmsloftinu, en með hverjum reyk, sem reykingamaðurinn dregur að sér, fær nann aukaskammt af þessum krabbahvata. Við lungnarannsóknir hefur komið i liós. að þó að sigarettu- reykingar komi ekki alveg i veg fyrir lungnakrabba, eykst tala þeirra, sem hann fá hlutfallslega ört, ef þeir eru reykingamenn. Það er hins vegar ekki unnt að sanna það læknisfræðilega, að eitthvert samband sé milli reyk- inga og lungnakrabba. Félagar i Krabbameinsfélaginu i Heidel- berg segja, að þetta sé allt svo flókið, að eigi sé unnt að leysa vandann með fyrirfram ákveðnum svörum. 1 iðnvæddum löndum er lungnakrabbi þrisvar sinnum algengari nú en fyrir tiu árum, eftir þvi sem prófessor G. Wagner segir. Prófessor Wagner segir, að um aldamótin deyi 40 þúsund menn árlega úr lungnakrabba. Þessar tölur ættu að nægja að sýna, hverja áhættu reykinga- menn taka. Pipu-, vindlinga og vindlareyk- ingamenn eiga ýmislegt annað á hættu. Það hefur verið sannað læknisfræðilega séð, að reykingar eru hættulegar fóstri. Það er ekki heldur hægt að ganga fram hjá mannslátum vegna kransæðastiflu. I Vestur- Þýskalandi er talan um 30 þúsund, en lungnakrabbi krefst „aðeins” 20 þúsunda árlega. Undanfarin ár hefur verið reynt að finna tengsl mill reykinga og lungnakrabba, en hingað til hafa þrjátiu rannsóknarnefndir ekki komizt að neinni niðurstöðu.Hitt er svo annað, að ýmislegt athyglisvert hefur komið i ljós. Til dæmis kom það fram, að um allan heim fengu karlar frekar lungnakrabba en konur. Kannanir á bandariskum her- mönnum um átta ára skeið sýna, að dauðsföll af völdum lungna- krabba voru tiu sinnum hærri meðal reykingamanna. Það hafa einnig komið fram frekari tengsl milli lungnakrabba og reykinga. Menn, sem eru orðnir 25 ára og eldri, en reykja ekki, hafa 77,7% möguleika á að deyja ellidauða. Aðeins 54% jafnaldra þeirra, sem reykja, geta náð þvi takmarki. Það er unnt að bæta ýmsu á listann yfir tengsl krabbameins i lungum og reykingum, hins vegar hefur vitanlega ýmislegt verið lagt fram, sem sannar hið gagn- stæða. Það er t.d. ekki unnt að finna ástæðu til dauðsfalla, sem hafa aukizt mjög meðal manna á aldrinum 60-68 ára i Englandi, Skotlandi, Austurriki og Þýska- landi. Dánartilfellin eru þrisvar til fjórum sinnum fleiri, en hjá iafnöldrum þeirra i Sviþjóð. Tölfræðilega séð sannar þetta afar litið, en allt bendir þó til þess að með þessum rannsóknum viti menn meira um lungnakrabba- mein en áður. i tilraunum á dýrum hefur ekki enn tekizt að einangra nema eitt efni — benzipýren — sem gæti verið krabbavaldur i vindlingum. Benzipýren — eitt aðalefna, sem valda lungnakrabba — er gufu- kennt kolvetni, sem getur valdið krabbameini. Það fyrirfinnst allsstaðar, i andrúmslofti, vatni, jarðvegi og jafnvel i mat. Efnasamböndin valda þvi, hvað þetta efni dreifist viða. Ófull- nægjandi brennsla lifrænna efna hefur það i för með sér, að þessi efni leysast upp og dreifast með andrúmsloftinu um allan heim. Regnið fellur til jarðar. Við drekkum i okkur krabbavalda, bæði úr vatni, af jörð og lofti. Þetta er orsök lungnakrabba- aukningar i iðnrikjum Vestur- landa. Vistntiamenn um heim allan hafa reynt svo árum skiptir að finna efna- og liffræðilega þróun, er leiðir til krabbameins. Menr vita, að benzpýren eitt, veldur Frh. á bls. 2. Tíðni lungnakrabba í iðnríkj- unum hefur þrefaldazt á tíu árum Rödd jafnaðarstefnunnar Hvað svo? MMJ Kvennafridagurinn reyndist verða meiri og glæsilegri baráttudagur fyrir jafnrétti kynjanna en jafnvel þær bjartsýnustu i þeirra hópi þorðu að vona. Mikil og almenn þátttaka varð i aðgerðum dagsins. Fundir og samkomur kvennanna voru vel sótt og á útifundinum i Reykjavik mætti ein- hver sá mesti mannfjöldi, sem nokkru sinni hefur mætt til samkomu i höfuðstaðnum. Það fer þvi ekkert á milli mála, að kröfurnar um jafnan rétt kynjanna eiga sér mikinn og almennan stuðning meðal islenzkra kvenna. En nú er þessi baráttudagur liðinn og þá er eðlilegt að spurt sé: Hvað svo? Verður litið á 24. október 1975 sem nokkurs konar hátiðlegan há- punkt kvennaárs, sem senn er liðið i aldanna skaut, eða er hann upphaf að einhverjum aðgerð- um og umbótum? Láta þær fjölmörgu konur, sem tóku þátt i aðgerðum dagsins, sér nægja að horfa með stolti um öxl, eða eru þær staðráðnar i þvi að fylgja eftir þeim jafnréttiskröfum, sem þá voru bornar fram og leiða þær til sigurs? Dagur kvennafrisins sómir sér að visu ágæta- vel sem eins konar hátiðisdagur kvenþjóðarinnar þar sem i bland er minnt á hve fjarri fer þvi, að konur njóti jafnréttis á við karla. En sem slikur mun hann litlu fá breytt i þeim efnum. Það fær hann þvi aðeins að hann tákni upphaf ötullar jafnréttisbaráttu, sem studd er þeim samtaka- mætti islenzkra kvenna, sem leystur hefur verið úr læðingi. Þá — og þá aðeins — verður 24. októ- ber 1975 annað og meira en auka hvildar- og há- tiðisdagur. Þá —og þá aðeins — geta konur vænzt þess, að þær kröfur, sem settar hafa verið fram um jafnrétti kynjanna nái fram að ganga. Hver á sökina? í leiðara Morgunblaðsins sl. sunnudag voru látnar i ljós miklar áhyggjur yfir þvi, að ísland væri á góðri leið með að verða stjórnlaust land sökum almennrar upplausnar i samfélaginu. Sem dæmi um þetta voru nefndar aðgerðir náms- manna, viðbrögð opinberra starfsmanna i kjara- málum þeirra og heimsigling fiskiskipaflotans. Morgunblaðið rekur sökina til óðaverðbólgunnar, sem sé i senn að grafa undan siðgæðiskennd þjóðarinnar og afkomumöguleikum landsmanna. Sjálfsagt er það rétt hjá Morgunblaðinu, að verðbólgan er undirrót þeirrar ókyrrðar og ring- ulreiðar, sem rikja i samfélagi voru. En hver ber sökina af þvi. Eru það islenzkir námsmenn? Eru verkfallsréttarkröfur opinberra starfsmanna or- sök óðaverðbólgunnar?' Eða á hún að skrifast á reikning sjómanna á fiskiskipaflotanum? Að sjálfsögðu ekki. Meginorsök verðbólgunnar er algert stjórn- leysi rikisstjórnarinnar i efnahags- og fjármálum þjóðarinnar. Fjögur verðbólgustig af hverjum fimm eru heimatilbúin af ráðlausum rikisstjórn- um, sem látið hafa reka á reiðanum. Það er þetta stjórnleysi, þetta upplausnarástand, sem nú er farið að sýkja út frá sér og Morgunblaðið ætti að gefa þvi gaum, að það, sem blaðið notar sem dæmi um stjórnleysi og upplausn i þjóðfélaginu, eru annars vegar mótmæli vegna svikinna lof- orða núverandi og fyrrverandi rikisstjórnar og hins vegar andmæli við óréttlátu og forkastan- legu millifærslu- og sjóðakerfi, sem rikisstjórnin hefur byggt upp. Stjórnleysi og ráðleysi rikis- stjórnarinnar hefur kallað á þessi andsvör og það er vissulega áhyggjuefni að ekki skuli vera hægt að knýja rikisstjórnina til þess að hætta við órétt- lát og heimskuleg áform með öðru móti en þessu. Þriðjudagur 28. október 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.